Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Stefán Þór Helgason, viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá KPMG,á 30 ára afmæli í dag. Hann hefur allan sinn starfsferil unniðmeð sprotafyrirtækjum. „Ég hef verið að vinna með sprota-
fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Var að vinna hjá Icelandic
Startups sem rekur meðal annars Gulleggið, Startup Reykjavík og
fleiri stuðningsverkefni fyrir frumkvöðla. Þar var ég að hjálpa
sprotafyrirtækjum að koma undir sig fótum og á þeim tíma, árunum
eftir hrun, var sérstaklega mikil gróska í þessum geira.“
Stefán var síðan fenginn yfir til KPMG árið 2015, þar sem hann
vinnur við stjórnendaráðgjöf en fyrirtækið er auk þess með sérstaka
sprotafyrirtækjadeild og aðstoðar rúmlega 100 slík fyrirtæki við ýmis
verkefni. „Við hjálpum þeim með bókhald og slík formlegheit en er-
um einnig með alls konar ráðgjöf varðandi áætlanagerð, fjármögnun
og hvernig á að byggja upp fyrirtæki til að sækja á erlenda markaði.“
Sambýliskona Stefáns er Karen María Magnúsdóttir, sérfræðingur
hjá Kaptio, og sonur þeirra er Bjarki Steinn sem fæddist í byrjun árs-
ins (sjá hér á sömu síðu) en fjölskyldan hélt sameiginlega nafnaveislu
og þrítugsafmæli um nýliðna helgi. Foreldrar Stefáns eru Helgi Hall-
dórsson, fyrrverandi skólastjóri og bæjarstjóri á Egilsstöðum, og
Alberta Tulinius, deildarstjóri sérkennslu í Laugarnesskóla.
„Afmælisdagurinn sjálfur verður hefðbundinn en ég á von á skíðum
í afmælisgjöf og hlakka til að nota þau í þessari vetrarblíðu sem við
njótum vonandi áfram. Annars eru áhugamálin aðallega samvera með
fjölskyldu og vinum en við höfum líka verið dugleg við að ferðast og
erum t.a.m. nýflutt heim frá Barcelona á Spáni þar sem Karen var við
nám. Nú fer mestur tími fyrir utan vinnuna fram við skiptiborðið hér
heima og að fylgjast með drengnum okkar vaxa og dafna."
Ráðgjafinn Stefán sér um að aðstoða sprotafyrirtæki í vinnu sinni.
Eyðir mestum tíma
við skiptiborðið
Stefán Þór Helgason er þrítugur í dag
A
nnel Jón Þorkelsson
fæddist á Hellissandi
19. febrúar 1959, sam-
kvæmt Þjóðskránni, og
hann ólst upp í gamla
bænum í Keflavík. „Ég er fæddur
18. febrúar, rétt fyrir miðnætti.
Það varð mikið sjóslys sama kvöld,
en aftakaveður varð þennan dag,
og læknirinn fyllti ekki út í fæðing-
arvottorðið fyrr en eftir miðnætti
og skrifaði rangan fæðingardag. Ég
treysti móður minni betur fyrir því
hvenær ég var fæddur en sem
stendur þar. Það var síðan reynt á
mínum uppvaxtarárum að breyta
dagsetningunni í Þjóðskrá en það
var ekki hægt. Kannski er það
hægt núna, ég hef ekki látið reyna
á það, en dagsetningin 18. febrúar
fer allavega á legsteininn.“
Annel lauk grunnskólaprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Keflavík árið
1974 og lauk lögreglumannsprófi
árið 1992.
Hann hefur starfað í lögreglunni
í þrjátíu ár en á undan því vann
hann ýmsa verkamannavinnu, mest
tengda fiskvinnslu í Höfnum og í
Keflavík. Hann er núna aðalvarð-
stjóri flugstöðvardeildar Lögregl-
unnar á Suðurnesjum. „Ég var
skipaður í stöðuna í október síðast-
liðnum, en var þar áður varðstjóri
þar. Ég er búinn að vinna megnið
Annel Jón Þorkelsson, aðalvarðstjóri flugstöðvardeildar – 60 ára
Saman Annel með fjölskyldunni, f.v. Gunnar Einar, stúdentinn Annel Fannar, Bjarney, Dóra Fanney og Atli Þór.
Tölvan sagði nei
Úlfavaktin C-vakt Annels þegar hann var varðstjóri. „Ég sagði að þeir sem
vildu fá að vera á vaktinni minni þyrftu að halda með Úlfunum.“
Kópavogur Bjarki Steinn Stefánsson fæddist á Landspítalanum 7. janúar 2019
kl. 22.59. Hann vó 3.570 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hans eru Karen
María Magnúsdóttir og Stefán Þór Helgason.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is