Morgunblaðið - 19.02.2019, Qupperneq 27
af mínum starfsferli á Keflavíkur-
flugvelli.“ Undir stjórn Annels eru
landamæraverðir og lögregluþjón-
ar, alls 70 manns.
Golfið á hug hans allan, en Annel
er með 8,3 í forgjöf og er í Golf-
klúbbi Sandgerðis. Helstu golfafrek
hans eru Íslandsmeistaratitill í öðr-
um flokki 1989 og sigurvegari á
BMW móti og fór hann í kjölfarið á
lokamót sem haldið var í Suður-
Afríku 2010. Annel er þekktur fyrir
að vera einn af fáum hundtryggum
stuðningsmönnum Wolves í enska
fótboltanum. Hann hefur gaman af
samveru fjölskyldunnar og mætti
segja að afabörnin séu með karlinn
í vasanum. Hann hefur látið mál-
efni samfélagsins sig varða og bauð
sig fram í síðustu bæjarstjórnar-
kosningum til þess að láta gott af
sér leiða. Hann var í barnaverndar-
nefnd og hafnarnefnd í Keflavík
fyrir Miðflokkinn en sagði sig úr
flokknum í kjölfar Klausturs-
málsins.
Fjölskylda
Eiginkona Annels er Dóra Fann-
ey Gunnarsdóttir, f. 28. janúar
1962, heimavinnandi. Foreldrar
hennar voru hjónin Gunnar Einar
Líkafrónsson, f. 28. september
1934, d. 4. júní 2004, netagerða-
maður og sjómaður, og Ásthildur
Ása Jónsdóttir, f. 23. júlí 1936, d.
27. júní 1993, húsmóðir. Þau voru
búsett í Keflavík.
Börn: 1) Bjarney S. Annelsdóttir,
f. 14. júní 1979, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, búsett í Keflavík, maki:
Sigurður Kári Guðnason, lögreglu-
maður. Barnabörn: Natalía Fann-
ey, f. 2010 og Annel Teitur, f. 2017;
2) Gunnar Einar Annelsson, f. 3.
október 1981, tollsérfræðingur,
búsettur í Hafnarfirði, maki: Bryn-
dís Marteinsdóttir, markaðs-
fræðingur. Barnabörn: Hilmir Ingi,
f. 2009 og Garðar Atli, f. 2013; 3)
Atli Þór Annelsson, f. 30. desember
1984, tollvörður, búsettur í Njarð-
vík, maki: Auður Benjamínsdóttir
innheimtufulltrúi; 4) Annel Fannar
Annelsson, f. 18. febrúar 1996,
skólaliði, búsettur í Keflavík.
Systkini: Guðmundur Sigurvins-
son, f. 12. maí 1948, skrifstofu-
maður, búsettur í Reykjavík; Agn-
ar Breiðfjörð Þorkelsson, f. 5.
janúar 1953, starfsmaður Isavia,
búsettur í Keflavík; Halldór Rúnar
Þorkelsson, f. 12. febrúar 1954,
starfsmaður Isavia, búsettur í
Keflavík; Aðalsteinn Þorkelsson, f.
26. janúar 1955, starfsmaður
Reykjavíkurborgar, búsettur í
Reykjavík; Jón Ásgeir Þorkelsson,
f. 16. janúar 1956, starfsmaður
íþróttamiðstöðvar, búsettur í
Njarðvík; Hansborg Þorkelsdóttir,
f. 22. maí 1957, heimavinnandi, bú-
sett í Njarðvík, Guðlaug Ágústa
Þorkelsdóttir, f. 18. maí 1960, d. 25.
júní 2015, starfaði við ýmis þjón-
ustustörf; Steinunn Þorkelsdóttir, f.
1. júní 1962, starfsmaður Húsa-
smiðjunnar, búsett í Hafnarfirði;
Björg Þorkelsdóttir, f. 30. apríl
1964, heimavinnandi, búsett á
Stokkseyri
Foreldrar Annels voru hjónin
Þorkell Guðmundsson, f. 24. júní
1926, d. 16. júlí 1996, sjómaður, og
Anna Ólína Unnur Annelsdóttir, f.
31. október 1931, d. 21. desember
2013, heimavinnandi. Þau voru
lengst af búsett í Keflavík.
Annel Jón Þorkelsson
Anna Guðmundsdóttir
húsfreyja, frá Holti, Snæf.
Helgi Daníelsson
bóndi í Helludal í Búðasókn, Snæf.
Annel Jón Helgason
bóndi á Hellissandi
Hansborg Jónsdóttir
húsfreyja á Hellissandi
Anna Ólína Unnur Annelsdóttir
húsfreyja í Keflavík
Ásgerður Vigfúsdóttir
húsfreyja, fædd á Arnarstapa
Jón Ólafsson
bóndi og skáld í Hofgörðum
í Staðarsveit og Einarslóni
Sigríður Jónsdóttir
vinnukona í Kjós og á Ströndum,
frá Reykjarfirði, Árnessókn
Hjálmar Guðmundsson
sjómaður lengst af á Gjögri
Steinunn Hjálmarsdóttir
húsfreyja á Gjögri
Guðmundur Guðmundsson
sjómaður á Gjögri
Björk Þorkelsdóttir
húsfreyja, fædd í Ófeigsfirði
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Bæ í Víkursveit á Ströndum
Úr frændgarði Annels Jóns Þorkelssonar
Þorkell Guðmundsson
sjómaður í Keflavík
Golfarinn Annel á Kirkjubólsvelli,
velli Golfklúbbs Sandgerðis.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Páll Ásgeir Tryggvason fæddistí Reykjavík 19. febrúar 1922. Móðir hans var Herdís Ás-
geirsdóttir, húsmóðir og félagsmála-
frömuður, f. 1895 d. 1982. Faðir hans
var Tryggvi Ófeigsson útgerðar-
maður, f. 1896, d. 1987.
Páll Ásgeir lauk cand. juris-prófi
frá HÍ 1942 og öðlaðist réttindi sem
hæstaréttarlögmaður 1957.
Starfsferill Páls var í utanríkis-
ráðuneytinu allt frá 1948-1992. Hann
gegndi embættum sendiherra í Osló,
Moskvu og Bonn. Hann var í varnar-
málanefnd í 17 ár og þar af formaður
á tímabilinu 1968-1978 er hann
stýrði varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins. Um fjögurra ára
skeið var Páll prótókollstjóri ráðu-
neytisins og síðar formaður bygg-
ingarnefndar Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar.
Alla tíð var Páll virkur í félags-
málum. Hann starfaði í stjórnum
Nemendasambands MR, Stúdenta-
félagsins, Félagsheimilis stúdenta
og Stéttarfélags Stjórnarráðsins.
Hann var einn stofnenda Lions-
klúbbs Reykjavíkur og gegndi emb-
ættum í Frímúrarareglunni. Páll var
í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur í
nokkur ár og formaður Golf-
sambands Íslands 1970-1980; stofn-
andi og fyrsti formaður Einherja.
Sem formaður stjórnar útgerðar-
félaganna Júpiters hf. og Marz hf.
frá 1945 til loka og síðar Pólarminks
hf. kom hann að uppbyggingu í
atvinnumálum.
Páll Ásgeir hlaut fjölmargar við-
urkenningar fyrir störf sín en vænst
þótti honum um hetjuverðlaun
Carnegies fyrir að bjarga tveimur
drengjum frá drukknun og stórridd-
arakross íslensku fálkaorðunnar.
Þann 4. janúar 1947 gekk Páll Ás-
geir að eiga Björgu Ásgeirsdóttur, f.
22.2. 1925, d. 7.8. 1996, húsfreyju.
Foreldrar hennar voru hjónin Ás-
geir Ásgeirsson, annar forseti Ís-
lands, og Dóra Þórhallsdóttir.
Börn Páls og Bjargar: Dóra,
Tryggvi, Herdís, Ásgeir og Sólveig.
Páll lést 1. september 2011.
Merkir Íslendingar
Páll Ásgeir
Tryggvason
95 ára
Sigrún Haraldsdóttir
90 ára
Erla Guðmundsdóttir
Erla Ingadóttir
Guðbjörg Lilja Maríusdóttir
Guðmundur Á. Ásmundars.
Þórhalla Björgvinsdóttir
85 ára
Baldur Kristinsson
Birna Guðmundsdóttir
Regína Kristinsdóttir
80 ára
Einar Jónsson
Hanna Guðrún Pétursdóttir
Jón Rögnvaldsson
75 ára
Jón Holbergsson
Sævar Vilhelm Bullock
70 ára
Ágúst Pétursson
Ásta Hulda Markúsdóttir
Ástríður Bjarnadóttir
Baldvin G. Magnússon
Birna Kjartansdóttir
Gunnar H. Bílddal
Helga Viðarsdóttir
Hrafnhildur Jónsdóttir
Ingibjörg Bjarnadóttir
Ingibjörg Svavarsdóttir
Peter Michael Leplar
Sigrún Toby Herman
Sólveig Ólöf Jónsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir
60 ára
Anna Matthildur Hjálmarsd.
Annel Jón Þorkelsson
Auðunn Gísli Árnason
Áslaug Sigríður Svavarsd.
Björk Breiðfjörð Helgad.
Björn Björnsson
Diosdado Gucom Quiamco
Elín Helgadóttir
Fjóla Kristjánsdóttir
Guðrún Hanna Scheving
Ingibjörg Ólafsdóttir
Jakob Árnason
Jón Hjálmarsson
Ólafur Jón Guðmundsson
Ólafur Sævar Magnússon
Ólína Ingibjörg Jónsdóttir
Sigfús Valdimarsson
Stefán Karl Guðjónsson
50 ára
Björk Sigurjónsdóttir
Drífa Guðrún Halldórsdóttir
Elsa Lilja Hermannsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Guðmundur F. Georgsson
Haukur Óskarsson
Helga Þóra Árnadóttir
Sigríður Sif Grímsdóttir
Sæmundur Ingvarsson
Valdemar Valdemarsson
Valgerður Lára Runólfsd.
Vilhelm Gunnarsson
Þórunn Svanhildur Eiðsd.
40 ára
Christine Sarah Arndt
Christophe Guy Lecomte
Finnur Bjarnason
Ingibjörg Skúladóttir
Ingvi Sveinsson
Jóhann Jökull Ásmundsson
Sigríður Sigurðardóttir
Þórdís Jóna Ólafsdóttir
30 ára
Amanda Rae Jonsson
Halldór Rúnarsson
Stefán Þór Helgason
Sunneva Smáradóttir
Telma Da Silva Amado
Tinna Líf Baldvinsdóttir
Valborg Ólafsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Birkir er Siglfirð-
ingur og er vélamaður hjá
Munck Íslandi.
Maki: Ólöf Gréta Hans-
dóttir, f. 1984, vinnur á
Dvalarheimilinu á Siglu-
firði.
Börn: Margrét Ólöf, f.
2014 og stjúpdóttir er
Aþena Lilja, f. 2012.
Foreldrar: Símon Helgi
Símonarson, f. 1968, og
Hrafnhildur Hreinsdóttir,
f. 1972. Þau eru bús. á
Akureyri.
Birkir Ingi
Símonarson
30 ára Gauti er Vest-
mannaeyingur en býr í
Hafnarfirði. Hann er með
BS í sálfræði en starfar
sem pípulagningamaður
og er að læra þá grein.
Maki: Elísabet Þorvalds-
dóttir, f. 1990, förðunar-
fræðingur.
Börn: Emil, f. 2010, og
Erik Þorvarður, f. 2014.
Foreldrar: Þorvarður Vig-
fús Þorvaldsson, f. 1956,
d. 2015, og Guðrún Ragn-
arsdóttir, f. 1959.
Gauti
Þorvarðarson
30 ára Linda Líf er Hafn-
firðingur og er í fjarnámi í
viðskiptafræði í HA.
Maki: Róbert Wesley, f.
1970, tryggingaráðgjafi.
Sonur: Anton Máni, f.
2005, og Alexandra
Emilý, f. 2017, stjúpsonur
er Aron Tristan, f. 2001.
Foreldrar: Baldvin Ár-
mannsson, f. 1968, og
Hjördís Eleonora Þorkels-
dóttir, f. 1968. Stjúpfaðir
er Guðmundur Ragnars
Steingrímsson, f. 1966.
Linda Líf
Baldvinsdóttir