Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
að það á ekkert að fá í staðinn.“
Spurð hver hennar leið inn í leik-
ritið verði segir Brynhildur að því
verði ekki umbylt með sambæri-
legum hætti og í aðlögun þeirra
Hrafnhildar Hagalín á Ríkharði III.
þar sem lögð var áhersla á átök titil-
persónunnar við konur verksins, en
þess má geta að Hrafnhildur verður
dramatúrg í Vanja frænda. „Það
verður ekki um neina slíka umbylt-
ingu að ræða. Tsjekhov fyrir mér býr
í ritunartímanum. Þegar reynt er að
fara með leikrit hans inn í nútímann
þarf að umbylta þeim alveg. Ég hef
hins vegar mun meiri áhuga á að
skoða leikritið í sögulega samhenginu
þar sem aðstæður og möguleikar per-
sónanna voru allt aðrir en í dag, með-
al annars þegar kemur að stöðu
kynjanna og stétta. Persónurnar
verða því fastar í tímabilum, en við
skoðum þær utan frá,“ segir Bryn-
hildur og tekur fram að sig langi til að
setja persónur verksins inni í fiska-
búr eins og skrautfiska.
„Enda er þetta fólk sem kemst
ekki út úr sínum aðstæðum, að Ast-
rov lækni undanskildum, og í því felst
angist þeirra,“ segir Brynhildur og
áréttar að lestur hennar á verkinu
mótist óhjákvæmilega af kyni henn-
ar. „Það eru fjórar mjög áhugaverðar
konur í þessu verki. Eðlilega hef ég
því mikinn áhuga á því hver Jelena í
verkinu sé og hvers vegna þessi unga
kona giftist gamla prófessornum.
María, móðir Vanja og fyrri konu
prófessorsins, er líka mjög áhuga-
verð sem passífur femínisti,“ segir
Brynhildur sem er aðeins þriðja kon-
an sem leikstýrir Tsjekhov á atvinnu-
leiksviði hérlendis, en samkvæmt
upplýsingum frá Borgarleikhúsinu
hafa 17 uppfærslur verka hans ratað
á svið hérlendis á síðustu 70 árum.
Vanja frændi var síðast settur upp
hérlendis í Borgarleikhúsinu árið
1992.
Södd sem leikkona
Spurð hvort hún hyggist alfarið
snúa sér að leikstjórn eða leikstýra
og leika jöfnum höndum svarar
Brynhildur: „Sannleikurinn er sá að
ég er orðin afskaplega södd leikkona.
Ég hef verið afar lánsöm sem leikari
og mér hefur verið treyst fyrir frá-
bærum verkefnum, en finn núna að
mig langar í auknum mæli að halda
utan um formið og leikstýra meira.
Ég vil ekki leika samhliða leikstjórn-
arverkefnum, til að geta sett allan
minn fókus á leikstjórnarverkefnið
hverju sinni, því í þessu fagi hættir
maður ekkert í vinnunni þegar maður
kemur heim til sín enda utanumhald
og ábyrgð leikstjórans mikil,“ segir
Brynhildur og tekur fram að hún
gæti ekki verið ánægðari með vinnu-
veitendur. „Það er gulls ígildi að eiga
vinnuveitanda sem sér mann fyrir
það sem maður er.“ Aðspurð segir
Brynhildur að það gagnist sér sem
leikstjóra að hafa mikið leikið á Stóra
sviði Borgarleikhússins. „Þó að þetta
sé risastórt svið er hægt að búa til
smáar myndir. Stærsta áskorunin er
að láta talað mál berast aftur á aft-
asta bekk og þess vegna höfum við í
auknum mæli verið að nota míkró-
fóna til að þurfa ekki að æpa textann
með tilheyrandi gamaldags leikstíl.“
Morgunblaðið/Eggert
Leikstjóri Brynhildur
Guðjónsdóttir hlakk-
ar til að takast á við
rússneska klassík.
690 Vopnafjörður var ein þriggja
heimildarmynda sem tilnefndar voru
til Eddunnar 2019 þegar upplýst var
um tilnefningarnar 6. febrúar. Á
sunnudag sendi Hlín Jóhannesdóttir,
formaður stjórnar Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunnar
(ÍKSA), frá sér yfirlýsingu þar sem
fram kemur að sú breyting hafi „orð-
ið á áður kynntum tilnefningum til
Eddunnar 2019 í flokki heimilda-
mynda, að tilnefning myndarinnar
690 Vopnafjörður fellur út og í henn-
ar stað er tilnefnd myndin Litla
Moskva. Stjórn Íslensku kvikmynda-
og sjónvarpsakademíunnar áttar sig
á alvarleika málsins og harmar þau
mistök sem áttu sér stað þegar upp-
haflega var tilkynnt um tilnefningar
og biður aðstandendur heimilda-
myndarinnar 690 Vopnafjörður inni-
lega afsökunar á þeim.“
Lýsir vantrausti á stjórn
Seint í síðustu viku skrifaði Hulda
Rós Guðnadóttir, sem sat í valnefnd
um heimildarmyndir á vegum ÍKSA,
opna færslu á Facebook þar sem hún
lýsti vantrausti á stjórn ÍKSA og
Eddunnar. Segir hún að vegna mis-
taka hafi myndin 690 Vopnafjörður
fengið undanþágu til að vera með í
vali á tilnefningum sem besta heim-
ildarmyndin á Edduverðlauna-
hátíðinni 2019. „Var þessi undan-
tekning gefin m.a. vegna áskorana
þeirra sem stóðu að vali á tilnefn-
ingum í fyrra og kvörtuðu undan
fjarveru myndarinnar úr tilnefning-
armöguleikum,“ skrifar Hulda Rós.
690 Vopnafjörður var frumsýnd á
Vopnafirði í maí 2017, sýnd á Skjald-
borg, hátíð íslenskra heimildar-
mynda, fyrstu helgina í júní það sama
ár og loks tekin til almennra sýninga
í Bíó Paradís í október 2017. Erlendis
var hún sýnd fyrst 2018. Í starfs-
reglum Eddunnar sem birtar eru á
vef ÍKSA segir að „innsend verk
skulu hafa verið frumsýnd opin-
berlega á tímabilinu 1. janúar til og
með 31. desember árið á undan hátíð-
inni“, en stefnt skal að því að „halda
Edduverðlaunahátíðina í febrúar ár
hvert og skal verðlaunaafhendingin
bera ártal þess árs sem hún er hald-
in“. Jafnframt er áréttað að „verk
skulu hafa verið frumsýnd í íslensku
kvikmyndahúsi eða á íslenskri kvik-
myndahátíð þar sem almenningi hef-
ur gefist kostur á að mæta og/eða á
miðli með umtalsverða dreifingu á Ís-
landi“.
Á vef ÍKSA kemur fram að frestur
til að senda inn verk sem frumsýnd
voru á tímabilinu frá 1. janúar til 31.
desember 2017 rann út 15. janúar
2018. Í samtali við Morgunblaðið
staðfesti Auður Elísabet Jóhanns-
dóttir, framkvæmdastjóri ÍKSA, að
690 Vopnafjörður hafi ekki verið
meðal þeirra mynda sem lagðar voru
fram fyrir 15. janúar 2018, en frest-
urinn var m.a. auglýstur á vef og
Facebook-síðu ÍKSA og í tölvupósti
sem sendur sé til allra akademíu-
meðlima ÍKSA.
Stjórinn furðar sig á órök-
studdum ásökunum
Í samtali við Morgunblaðið segir
formaður stjórnar ÍKSA mistökin
hennar og ekki á nokkurn hátt við að-
standendur 690 Vopnafjörður að sak-
ast í þessu máli. „Ég veitti aðstand-
endum myndarinnar undanþágu til
umsóknar um Edduverðlaunin 2019
þar sem ég hafði skilið það sem svo
að myndin hefði aðeins verið sýnd
óopinberlega árið 2017 og ekki frum-
sýnd formlega fyrr en 2018.
Eftir að tilnefningar ársins í ár
höfðu verið opinberaðar var mér bent
á að myndin hefði sannanlega verið
sýnd opinberlega í Bíó Paradís og
víðar árið 2017 og þá horfði málið
öðruvísi við. Þá var ljóst að það hefði
þurft að leggja myndina fram í fyrra
og hún væri ekki gjaldgeng í ár sam-
kvæmt starfsreglum,“ segir Hlín og
tekur fram að hún hafi í framhaldinu
haft samband við aðstandendur
myndarinnar og leyst málið með
þeim. „Þetta eru mín mistök, til-
komin vegna míns misskilnings. Ég
bið alla hlutaðeigandi afsökunar,“
segir Hlín.
Að mati Huldu Rósar er það stór-
hneyksli að undanþágan hafi verið
dregin til baka eftir að tilnefning-
arnar voru opinberaðar. „Þetta er
ekki bara stórhneyskli á alþjóðlegum
skala og mikil hneisa fyrir akadem-
íuna og svartur blettur á íslenskri
kvikmyndagerðarsenu heldur sá
ófagleiki og spilling sem við erum að
reyna að komast frá.“
Í yfirlýsingu sem stjórn ÍKSA
sendi frá sér á sunnudag segist hún
furða sig „á órökstuddum ásökunum
félagsmanns um spillingu í störfum
akademíunnar“ og tekur fram að allir
stjórnarmeðlimir starfi „af heilindum
fyrir ÍKSA og vís[i] ásökunum um
spillingu alfarið á bug“.
silja@mbl.is
„Þetta eru mín mistök“
Stjórn ÍKSA vísar ásökunum um spillingu á bug
Stjórnarformaður segir um mannleg mistök að ræða
Misskilningur Stilla úr heimildarmyndinni 690 Vopnafjörður.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 29/3 kl. 19:30
Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 23/3 kl. 19:39
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn
Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn
Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas.
Velkomin heim (Kassinn)
Sun 24/2 kl. 19:30 8.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 21/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00
Fös 22/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 22:00 Fim 28/2 kl. 19:30
Fös 22/2 kl. 22:00 Sun 24/2 kl. 21:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Miðasalan er hafin!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s
Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s
Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 21/2 kl. 20:00 13. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 37. s Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s
Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!