Morgunblaðið - 19.02.2019, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
Bandarísk samtök höfunda hand-
rita að kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum veittu sín verðlaun í fyrra-
dag og komu úrslitin nokkuð á
óvart. Tvær kvikmyndir sem held-
ur litla athygli hafa fengið hlutu
verðlaunin, táningamyndin Eigth
Grade fyrir besta frumsamda hand-
rit og svarta kómedían Can You
Ever Forgive Me? fyrir besta hand-
rit sem byggist á áður útgefnu efni.
Þykja þetta tíðindi þar sem fyrr-
nefnda myndin er ekki meðal til-
nefndra til Óskarsverðlauna fyrir
besta handrit og Can You Ever For-
give Me? þykir, eða þótti, ekki mjög
líkleg til að hljóta Óskarsverðlaun í
sínum flokki. Í flokki sjónvarps-
þátta var það The Americans sem
hlaut verðlaun fyrir besta handrit
dramatískra þátta og The Marvelo-
us Mrs Maisel hlaut verðlaunin í
flokki gamanþátta.
Óvænt Úr kvikmyndinni Eigth Grade.
Óvænt verðlaun handritshöfunda
Margrét Jónsdóttir, leirlistarkona
heldur þriðjudagsfyrirlestur í
Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi,
í dag kl. 17. Hann ber yfirskriftina
Innvortis náttúra og mun Margrét
fjalla um samnefnda innsetningu
sína sem er hluti af sýningu þeirra
Kristínar Gunnlaugsdóttur, Super-
Black, sem nú stendur yfir í safn-
inu.
„Grunntónn verkanna á Super-
Black er svartur. Hugmyndin er
fengin frá nýuppgötvuðum svörtum
lit, Vantablack, sem lýsir algjöru
tómi. Í þessu tómi velkjast tilvistar-
spurningar nútímamannsins: Hvar
við stöndum gagnvart náttúrunni
og okkur sjálfum?
Svört leirverk Margrétar Jóns-
dóttur minna á svarta sanda og
hraunbreiður Íslands. Þau velta
upp spurningunni um hvort við fær-
um betur með náttúruna ef við sæj-
um hana sem mannslíkama; með líf-
færi eins og okkar eigin,“ segir um
sýninguna í tilkynningu.
Fyrirlesari Margrét á vinnustofunni.
Margrét fjallar um innsetningu sína
Þá er Franskri kvikmynda-hátíð því miður lokið og aðeins ein kvikmyndahennar áfram sýnd, Að
synda eða sökkva eða Le grand bain
eins og hún heitir á frummálinu en
vonandi verða fleiri sýndar áfram
og þá sérstaklega sú sem hér verður
gagnrýnd. Með forsjá fer heitir hún
á íslensku, Jusqu’à la garde á frum-
málinu, kvikmynd sem tekur á taug-
arnr og ætti að halda áhorfendum
föngnum. Ég var í það minnsta orð-
inn órólegur um miðbik hennar
enda spennan listilega upp byggð þó
ekki sé um eiginlega spennumynd
að ræða heldur fjölskyldudrama.
Andrúmsloftið er rafmagnað allt
frágrípandi byrjun myndarinnar til
enda. Tvær konur ganga rösklega í
átt að skrifstofu í dómshúsi, hlaðnar
pappírum. Myndavélin fer í humátt
á eftir þeim, greinilegt að eitthvað
alvarlegt er á ferð. Inni á skrifstof-
unni fer dómari yfir mál hjónanna
Miriam (Drucker) og Antoine
(Ménochet) sem eiga í forræðis-
deilu. Miriam vill fá fullt forræði yf-
ir ellefu ára syni þeirra, Julien
(Gioria) og dóttur, Joséphine (Aune-
veux), sem er að verða 18 ára og því
sjálfráð, ræður því hvort hún um-
gengst föður sinni eða ekki. Atriðið
er langt, yfir tíu mínútur og krefst
einbeitingar áhorfenda, lögmenn og
dómari tala hratt og vitnisburður
Julien er lesinn upp en í honum
kemur fram að drengurinn óttast
föður sinn sem hann kallar „l’autre“,
þ.e. „hinn“ eða „hitt“ og á þar vænt-
anlega við hitt foreldrið. Dreng-
urinn óttast greinilega um móður
sína og lögmaður hennar segir An-
toine hafa beitt fjölskylduna ofbeldi,
dóttir þeirra hafi m.a. þurft að leita
til hjúkrunarkonu í skólanum sínum
eftir misþyrmingar föðurins. Vand-
inn er að engar sannanir eru til fyrir
þessum brotum.
Antoine neitar allri sök, segir
móðurina hafa fengið börnin upp á
móti honum og sagt þeim að ljúga
upp á hann sakir. Dómarinn, kona
yfir miðjum aldri, er því í erfiðri
stöðu og segist eiga erfitt með að
meta hvort hafi rétt fyrir sér.
„Hvort ykkar er meiri lygari?“ spyr
hún eftirminnilega og hvessir augun
á þau bæði. Ekkert svar fæst við
þeirri spurningu, eðlilega og dómar-
inn gefur sér nokkra daga í að
kveða upp úrskurð sinn. Hann reyn-
ist svo móðurinni mikið áfall því fað-
irinn fær umgengnisrétt við soninn,
leyfi til að hitta hann aðra hverja
helgi.
Í fyrstu er ekki ljóst hvaða mann
Antoine hefur að geyma og áhorf-
endur geta framan af allt eins trú-
að því að hann sé saklaus. Hið
sanna kemur í ljós þegar hann
sækir drenginn og verður fljótlega
ógnandi í tali og tilburðum, þó á
yfirborðinu þykist hann vera ást-
ríkur faðir. Miriam heldur því
leyndu fyrir honum hvert hún er
flutt með börnin og hann getur alls
ekki sætt sig við það, eins og kem-
ur í ljós þegar hann sækir Julien til
ömmu sinnar og afa í móðurætt.
Miriam vill ekki tala við hann, hef-
ur skipt um símanúmer og Antoine
verður reiðari og ágengari því
lengur sem hún heldur honum
fjarri sér. Þegar hann kemst svo að
því hvar Miriam og börnin búa,
fyrir óheppilega tilviljun, fer virki-
lega að taka á taugar áhorfenda
sem vita samt sem áður ekki á
hverju er von. Missir Antoine
stjórn á skapi sínu og með hvaða
afleiðingum þá? Hann hefur ekki
enn beitt ofbeldi í myndinni en
hversu lengi mun það ástand vara?
Ekkert er fyrirsjáanlegt í þessu
raunsæisverki þó vissulega megi
finna ákveðna fyrirboða og loka-
atriðið reynir virkilega á taug-
arnar, svo ekki sé meira sagt.
Með forsjá fer er fyrsta kvik-
mynd leikstjórans og handritshöf-
undarins Xavier Legrand í fullri
lengd sem er merkilegt þegar litið
er til þess hversu vönduð og áhrifa-
mikil hún er. Legrand hlaut verð-
laun fyrir bestu leikstjórn á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum árið
2017 og myndin hefur hlotið fjölda
verðlauna og tilnefninga víða um
lönd frá því hún var frumsýnd.
Helsti styrkur hennar eru leikar-
arnir sem standa sig allir frábær-
lega og erfitt að hampa einum um-
fram annan, nema ef vera skyldi
hinum barnunga Gioria sem er
ákaflaega sannfærandi í hlutverki
hins óttaslegna Julien sem reynir
allt hvað hann getur að veita föður
sínum mótspyrnu. Drucker og Mé-
nochet eru líka óaðfinnanleg í hlut-
verkum foreldranna, Miriam og An-
toine, hlutverkum sem eru flókin og
krefjandi. Ménochet er mikill maður
vexti, nautslegur og með ógnandi
nærveru og óttinn býr í hverri taug
Drucker sem er bæði sterk og brot-
hætt í senn og hreyfist varla eða
blikkar augum á meðan ergilegur
dómari les yfir þeim hjónum.
Engin tónlist er notuð í myndinni
nema í einu atriði þar sem dóttir
þeirra hjóna syngur í afmælisveislu
sinni lagið „Rolling on the river“
sem fer hægt og rólega af stað og
magnast svo upp í mikið rokkstuð.
Þetta atriði er langt og meistara-
lega notað til að byggja upp spennu
þar sem ógnin er nærri en þó
óáþreifanleg og aðeins greinanleg í
látbragði gesta sem ekkert heyrist í
fyrir tónlistinni. Myndatakan í kvik-
myndinni er líka eftirtektarverð,
mikið um nærmyndir af aðalleik-
urunum sem þurfa að tjá margs
konar tilfinningar með svipbrigð-
unum einum. Þar stendur hinn ungi
Gioria sig ótrúlega vel, að öðrum
ólöstuðum.
Vonandi verður þessi eftirminni-
lega kvikmynd sýnd áfram. Fyrsta
flokks kvikmynd eftir leikstjóra sem
mun eflaust láta frekar að sér kveða
í framtíðinni.
Hvort er meiri lygari?
Frábær Thomas Gioria hugrakkur en óttasleginn í hlutverki Julien sem þarf tilneyddur að umgangast föður sinn.
Háskólabíó
Með forsjá fer/Jusqu‘à la garde
bbbbm
Leikstjórn og handrit: Xavier Legrand.
Aðalleikarar: Léa Drucker, Denis Méno-
chet, Thomas Gioria og Mathilde Aune-
veux. Frakkland, 2017. 93 mínútur. Sýnd
á Franskri kvikmyndahátíð.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Hinn kunni sviss-
neski leikari
Bruno Ganz er
látinn, 77 ára að
aldri. Ganz var
einn virtasti
kvikmyndaleik-
arinn í Evrópu
undanfarna ára-
tugi en hann var
einnig vinsæll
sviðsleikari í hinum þýskumælandi
heimi og til marks um stöðu hans
þar þá var Ganz frá árinu 1996 og til
dauðadags handhafi svokallaðs Iffl-
and-hrings, sem gengur milli þeirra
sem valnefnd telur bestu sviðsleik-
ara á þýsku.
Meðal þekktra kvikmyndahlut-
verka Ganz má nefna rómaða túlkun
á Adolf Hitler í Der Untergang
(2004) og leik í The American
Friend (1977), Nosferatu the Vamp-
yre (1979), The Boys from Brazil
(1978) The Manchurian Candidate
(2004), The Reader (2008), Unknown
(2011) og Remember (2015) og The
Party (2017). Eitt af frægustu hlut-
verkum hans er engillinn í Himinn-
inn yfir Berlín (1987) en einnig lék
hann engil í Börnum náttúrunnar
eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Leikarinn Bruno
Ganz látinn
Bruno Ganz
Sagafilm hefur
tryggt sér rétt til
að þróa leikna
sjónvarpsþátta-
röð byggða á
skáldsögunni
Hilmu eftir Ósk-
ar Guðmunds-
son.
Hilma kom
fyrst út árið
2015 og fékk
góðar móttökur. Sagan hlaut Blóð-
dropann árið 2016 sem besta ís-
lenska glæpasagan og var í fram-
haldinu framlag til Íslands til
Glerlykilsins sem besta glæpasag-
an á Norðurlöndunum.
Hilma fjallar um samnefnda lög-
reglukonu sem fær sjálfsvíg til
rannsóknar. Málið tekur óvænta
stefnu þegar Hilma tengir það
þremur eldri dauðsföllum sem hafa
verið afgreidd sem slys eða sjálfs-
víg.
Þróa þáttaröð
eftir sögu Hilmu
Óskar
Guðmundsson