Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 48. tölublað 107. árgangur
AVANT
GARDE-
SLAGSÍÐA
KJÖTIÐ KVATT
CUARÓN OG ROMA
MOKUÐU INN
VERÐLAUNUM
VEISLUR VERALDARINNAR 12 SPIKE GEKK Á DYR 33ÓMÆLIÐ 30
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
c
ta
v
is
7
1
1
0
3
0
Betolvex
B-12
H
Fæst án
lyfseðils
Í dag eru þrjátíu ár síðan Ísland
sigraði Pólland í úrslitaleik B-
heimsmeistarakeppninnar í hand-
knattleik karla í Frakklandi. Þetta
var fyrsti stóri sigur landsliðsins í al-
þjóðlegri keppni en mörg sterkustu
lið heims voru með í keppninni. „Við
getum litið til baka með stolti vegna
þess handbolta sem við lékum á
þessu móti. Hann var sannarlega á
heimsmælikvarða. Þarna reis leikur
okkar sem hæst,“ segir Kristján
Arason, sem var markahæsti leik-
maður Íslands. » Íþróttir
Þrjátíu ár frá sigr-
inum í Frakklandi
Lítið bættist við í loðnuleit fyrir
norðan land og vestan í leiðangri
sem lauk um helgina. Niðurstaðan
veldur vonbrigðum, en framhald
vöktunar verður rætt í samráðs-
hópi Hafrannsóknastofnunar og út-
gerða uppsjávarskipa í dag.
Verði engar loðnuveiðar leyfðar í
vetur myndi það hafa mikil áhrif á
samfélagið í Vestmannaeyjum, en
fyrirtæki þar ráða yfir um þriðj-
ungi heimilda. Miðað við tæplega
200 þúsund tonna kvóta og alls 17
milljarða í útflutningstekjur, eins
og fyrir tveimur árum, áætlar
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri VSV, að í vasa
launafólks á landinu hefðu runnið
um 3,3 milljarðar og um 500 millj-
ónir í lífeyrissjóði. Beinar tekjur
ríkis og sveitarfélaga hefðu alls
numið um 3,5 milljörðum og þá eru
ótaldar verulegar óbeinar tekjur
hins opinbera. »11
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Árni Friðriksson Loðnu hefur verið leitað
í margar vikur. Myndin er frá Seyðisfirði.
Hefði mikil áhrif
á allt samfélagið
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Samflot iðnaðarmanna samþykkti í
gær að vísa kjaradeilu sinni við Sam-
tök atvinnulífsins til Ríkissáttasemj-
ara. Kristján Þórður Snæbjarnar-
son, formaður Rafiðnaðar-
sambandsins, staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið, en iðnað-
armenn funduðu með fulltrúum at-
vinnulífsins í gær og ákváðu að vísa
deilunni í Karphúsið eftir fundinn.
„Við gerum
þetta fyrst og
fremst til þess að
koma betri stjórn
og skipulagi á við-
ræðurnar, þannig
að sáttasemjari
haldi utan um
þær,“ segir Krist-
ján Þórður.
Hann segir að
gangur viðræðnanna hafi verið mjög
hægur að undanförnu, og að menn
vilji reyna að ýta málunum áfram
með því að vísa deilunni til sátta-
semjara. „Það eru tæpir tveir mán-
uðir síðan samningar runnu úr gildi
og óþreyju er farið að gæta. Við vilj-
um fara að sjá einhver samnings-
drög á borðinu til að bera undir fé-
lagsmenn okkar.“
Innan samflotsins eru Samiðn,
Rafiðnaðarsambandið, VM, Grafía,
Félag hársnyrtisveina og Matvís.
Hvert félag þarf að vísa deilu sinni til
sáttasemjara og lýkur því ferli í dag.
Iðnaðarmenn í Karphúsið
Vilja sjá samningsdrög frá Samtökum atvinnulífsins
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Stefán Gunnar Sveinsson
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í gær að þau
hygðust höfða mál gegn Eflingu fyrir fé-
lagsdómi ef félagið stöðvaði ekki atkvæða-
greiðslu sína, um fyrirhugað verkfall 8. mars,
sem hófst í gær. Segja samtökin að atkvæða-
greiðslan brjóti í bága við 15. grein laga nr. 80/
1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, en þar
segir að ákvörðun um takmarkaða vinnustöðv-
un verði að taka með atkvæðum þeirra sem
ins myndu beinast gegn ákveðnum fyrirtækjum
í ferðaþjónustunni og kallaði hann þau „breiðu
bökin í ferðaþjónustunni“. Jóhannes Þór Skúla-
son, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust-
unnar, segir hins vegar í samtali við Morg-
unblaðið að bæði sé erfitt að skilgreina hvaða
fyrirtæki geti talist með breið bök og að að-
gerðir gegn fyrirtækjum í ferðaþjónustu óháð
stærð þeirra geti haft slæm áhrif á allt sam-
félagið.
henni er ætlað að taka til. Benda Samtök at-
vinnulífsins á að á kjörskrá Eflingar séu um
8.000 manns, en fyrirhugað verkfall snerti ein-
ungis 700 af þeim. Forsvarsmenn Eflingar telja
hins vegar að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar
standist lög, og voru Samtök atvinnulífsins sök-
uð í tilkynningu um að reyna að hindra fé-
lagsmenn Eflingar í að nýta lýðræðislegan rétt
sinn.
Þá samþykkti stjórn VR í gær aðgerðaáætl-
un félagsins, og sagði Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, í gær að fyrstu aðgerðir félags-
Einblína á „breiðu bökin“
Morgunblaðið/Hari
Atkvæðagreiðsla Félagsmenn Eflingar gátu greitt atkvæði í sendiferðabíl. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var á ferðinni með bílnum.
Samtök atvinnulífsins telja ólöglega staðið að atkvæðagreiðslu Eflingar
Stjórn VR samþykkir undirbúning aðgerða gegn ferðaþjónustufyrirtækjum
MKjaradeilur »4,6 og 18
Hægt væri að koma upp mið-
stöðvum á þéttbýlisstöðum á lands-
byggðinni þar sem mismunandi
ríkisstofnanir væru saman. Þannig
væri hægt að fjölga störfum á
landsbyggðinni og draga úr kostn-
aði við margar afgreiðslur.
Þetta er meðal þeirra tillagna
sem fram komu á málþingi sem
haldið var á vegum Landmælinga
Íslands um ríkisstofnanir utan
höfuðborgarsvæðisins. Þar var enn
fremur bent á þann möguleika að
auglýsa öll opinber störf án stað-
setningar og að það gerði Um-
hverfisstofnun. »18
Leggja til miðstöðv-
ar ríkisstofnana