Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Jóns Þrastar enn leitað
Upptökur úr þremur öryggismyndavélum sýndar í sjón-
varpsþættinum Crimecall í gær Biðlað til almennings
Davíð Karl og Daníel Örn Wium,
bræður Jóns Þrastar Jónssonar sem
hefur verið saknað síðan laugardag-
inn 9. febrúar síðastliðinn er hann
yfirgaf hótelherbergi sitt í Dublin á
Írlandi, komu fram í sjónvarps-
þættinum Crimecall á írsku sjón-
varpsstöðinni RTÉ í gærkvöldi. Í
þættinum er fjallað um óleyst saka-
mál af ýmsu tagi þar sem þátta-
stjórnandinn Sharon Ní Bheoláin
biðlar til almennings um að hjálpa til
við lausn þeirra. Sýndar eru upptök-
ur úr öryggismyndavélum og tekið
er við ábendingum í þættinum.
Bræðurnir hafa dvalið í Dublin í
tæpar tvær vikur, ásamt talsverðum
fjölda vina og vandamanna Jóns
Þrastar og hafa þar skipulagt leit að
honum. Í samtali við mbl.is í gær, áð-
ur en þátturinn var sýndur, sagðist
Davíð Karl binda miklar vonir við
þáttinn. „Hann er með rosalega mik-
ið áhorf og hefur oft skilað góðum ár-
angri þegar kemur að óleystum
sakamálum,“ sagði hann. Bræðurnir
notuðu gærdaginn til að búa sig
undir þáttinn, m.a. með því að fara á
fund lögreglunnar og skipuleggja
næstu daga. „Það er ekkert farar-
snið á okkur fyrr en þetta er leyst,“
sagði Davíð Karl.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra hitti í gær Simon
Coveney, utanríkisráðherra Írlands,
á fundi mannréttindaráðs Samein-
uðu þjóðanna og tók þar upp við
hann mál Jóns Þrastar. Guðlaugur
Þór þakkaði starfsbróður sínum vel-
vild írsku þjóðarinnar, en fjölmargir
heimamenn tóku þátt í leit að Jóni
Þresti um síðustu helgi.
Í þættinum voru sýnd myndskeið
úr þremur öryggismyndavélum sem
sýndu ferðir Jóns Þrastar, það síð-
asta var tímasett tæpum þremur
mínútum eftir að hann yfirgaf Bonn-
ington-hótelið þar sem hann dvaldi.
Ljósmynd/lögreglan í Dublin
Jón Þröstur Ekkert hefur til hans
spurst síðan 9. febrúar.
Sérfræðingahópi um endurskoðun
tekjuskatts og bótakerfa var ekki fal-
ið að skoða áhrif og útfærslu hátekju-
skattþreps við endurskoðun skatt-
kerfisins. „Okkur voru ekki lagðar
línur um það og það gerði það einfald-
lega að verkum að við horfum ekki til
útfærslu þess,“ sagði Axel Hall, for-
maður sérfræðingahópsins, í samtali
við mbl.is í gær. Skýrsla hópsins var í
heild sinni kynnt í gær, en í síðustu
viku kynnti Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, til-
lögur hópsins.
Axel sagði að hópurinn hefði haft
það að leiðarljósi að tillögurnar
myndu skila ávinningi til þeirra sem
hafa lágar tekjur með þeim fjár-
munum sem eru
til ráðstöfunar án
þess þó að öðrum
væri íþyngt.
„Enda fólst ekki í
okkar umboði að
hækka skatta og
það verður að
horfa á tillögur
sérfræðingahóps-
ins í því ljósi,“ sagði Axel.
ASÍ og BSRB hafa farið fram á að
komið verði á hátekjuskatti og telur
BSRB tillögur stjórnvalda að breyt-
ingum á skattkerfinu ekki ganga
nægilega langt í átt að jöfnuði. ASÍ
leggur til að tekið verði upp fjögurra
þrepa skattkerfi þar sem fjórða
skattþrepið verði eins konar hátekju-
skattur.
Axel segir að yfirstandandi kjara-
viðræður hafi óneitanlega haft áhrif á
vinnu sérfræðingahópsins. Markmið-
ið hafi hins vegar alltaf verið það
sama; að minnka álögur og auka jöfn-
uð. Í skýrslunni má finna umfangs-
mikla greiningu á tekjuskattskerfinu
og áhrifum þróunar þess á ólíka hópa,
samnýtingu þrepa og skattlagningu
launatekna þeirra sem stunda sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Þá er um-
fjöllun um húsnæðisstuðnings- og
barnabótakerfi og samspil þeirra við
skattkerfið þar sem greind voru áhrif
stuðningskerfanna á ólíka hópa í
samfélaginu. erlamaria@mbl.is
Sérfræðingahópi var ekki
falið að skoða hátekjuþrep
Tillögurnar eiga að skila ávinningi til lágtekjufólks
Axel Hall
VR og Almenna leigufélagið til-
kynntu í gær að leigufélagið hefði
samþykkt að hætta við fyrirhugaða
hækkun á leigu, sem átti að koma til
framkvæmda á næstu þremur mán-
uðum en Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR, hafði gagnrýnt þau
áform harðlega.
Í sameiginlegri yfirlýsingu beggja
félaga segir að Almenna leigufélagið
muni auk þess að hætta við hækk-
anirnar vinna að breytingum á leigu-
samningum sínum með það „að
markmiði að bjóða samninga til
lengri tíma en þekkst hefur á al-
menna markaðnum, þar sem tryggt
er húsnæðisöryggi og stöðugra
leiguverð“. Verða lengri leigusamn-
ingar kynntir sérstaklega í byrjun
næsta mánaðar.
Í tilkynningunni segir einnig að
ljóst sé að breytinga sé þörf, þar sem
háir vextir þrýsti á leiguverð, hvort
sem er í félagslega kerfinu eða á hin-
um almenna markaði. „Þegar við
bætist óstöðugt lóðaframboð og hár
kostnaður við byggingaframkvæmd-
ir dregur úr leiguframboði á við-
ráðanlegu verði fyrir hinn almenna
launamann.“
Þá segir að þátttaka lífeyrissjóða
og annarra langtímafjárfesta í fjár-
mögnun leigufélaga gæti skapað
„grundvöll fyrir lægri leigu, stöð-
ugra leiguumhverfi og aukið hús-
næðisöryggi leigjenda“.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, sagði í samtali við Morgunblaðið
að samkomulagið væri gott innlegg í
kjaramál. „Þarna höfum við verið að
hugsa út fyrir boxið með leigufélög-
unum og ætlum okkur að vinna með
þeim að því að tryggja fólki lengri
samninga, búsetuöryggi og síðan
framfærsluöryggi til að reyna að
leggja okkar af mörkum til að vinna
gegn vaxtastigi og bjóða hagkvæm-
ari fjármögnun til að lækka hér
kostnað við að lifa.“
sgs@mbl.is
Hætta við að
hækka leigu
VR og Almenna leigufélagið semja
Ljósmynd/VR
Samkomulag Forsvarsmenn VR og
Almenna leigufélagsins í gær.
Sex stúdentar létu ljós sitt skína í Stúdentakjallar-
anum í gærkvöldi á fyrra undankvöldi uppistands-
keppninnar Fyndnasti háskólaneminn 2019.
Þau Árni Þór Þorgeirsson hátæknifræðinemi og
Áslaug Ýr Hjartardóttir viðskiptafræðinemi fóru
áfram í lokakeppnina. Bergur Ebbi Benediktsson,
meðlimur í Mið-Íslandi og einn dómara, segir að
kvöldið hafi verið vel heppnað og gaman að sjá
hversu góð uppistandsmenning sé að skapast hér-
lendis.
Uppistand í kjallaranum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyndnasti háskólaneminn 2019
Björgunarsveitir, lögregla og Land-
helgisgæslan tóku þátt í umfangs-
mikilli leit við Ölfusárbrú í gær-
kvöldi, en talið var að bifreið hefði
farið í ána fyrir ofan Selfosskirkju.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn
á Selfossi, staðfesti við mbl.is í gær-
kvöldi að vísbendingar væru um að
bílnum hefði verið ekið í ána af
ásettu ráði. Talið er að einn hafi ver-
ið í bílnum. Leitin stóð enn yfir þegar
Morgunblaðið fór í prentun á tólfta
tímanum í gær.
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Land-
helgisgæslunnar og fór þyrlan í loft-
ið kl. 22.41, samkvæmt upplýsingum
frá gæslunni. Neyðarlínan gat ekki
gefið frekari upplýsingar að svo
stöddu en heimildir mbl.is í gær-
kvöldi hermdu að um það bil sex eða
sjö lögreglubílar
væru við leitina.
Mikill viðbún-
aður var við ána
og var búið að
lýsa hluta af
henni upp við
brúna.
Davíð Már
Bjarnason, upp-
lýsingafulltrúi
Landsbjargar, sagði í samtali við
mbl.is í gær að allar björgunarsveitir
í Árnessýslu hefðu verið kallaðar út
og leituðu fyrstu viðbragðsaðilar að
bílnum á bátum á ánni. Þá var einnig
óskað eftir aðstoð frá björgunar-
sveitum í Reykjavík og búnaði á borð
við dróna, hitamyndavélar og ljósa-
búnað.
Umfangsmikil leit
að bíl í Ölfusá
Ökumaðurinn talinn einn á ferð