Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 10

Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega 540 íbúðir eru í byggingu í Mosfellsbæ, þar af 186 í nýjum miðbæ. Þetta kemur fram í samantekt byggingarfulltrúans í Mosfellsbæ fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu má gera ráð fyrir að minnst 200 þessara 540 íbúða verði tilbúnar á þessu ári. Nákvæm tala liggur ekki fyrir en margt getur haft áhrif á hraða uppbygg- ingarinnar. Af þessum 540 íbúðum verða 186 í Bjarkarholti og Þverholti. Fram- haldsskólinn í Mosfellsbæ er við Bjarkarholt. Þverholt er þaðan til norðurs en við götuna eru meðal annars skrifstofur Mosfellsbæjar. Þessar götur teljast til miðbæjar Mosfellsbæjar. Verulegur hluti uppbyggingar Þá eru um 356 íbúðir í byggingu á öðrum lóðum í bæjarfélaginu. Hluti þeirra er í Helgafellslandi en þar eru nú mörg fjölbýlishús í smíðum, meðal annars við Gerplustræti. Til að setja þessar tölur í sam- hengi áætluðu Samtök iðnaðarins fyrir áramót að um 2.300 nýjar íbúðir kæmu á markað á höfuð- borgarsvæðinu í ár. Verulegur hluti uppbyggingar nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er því í Mosfellsbæ. Tuga prósenta íbúafjölgun Samkvæmt fjárhagsáætlun Mos- fellsbæjar, sem samþykkt var í nóvember, mun bæjarbúum fjölga um tæplega 800 á árinu. Samkvæmt því verða þeir um 11.400 í lok þessa árs og 12.500 í lok næsta árs. Gangi þetta eftir verða íbúarnir orðnir um 43% fleiri í árslok 2020 en árið 2014, þegar þeir voru rúm- lega 8.700. Haldið var upp á það í júní 2017 að tíuþúsundasti Mosfellingurinn var skráður í bænum. Hinn 9. ágúst sama ár voru 30 ár liðin frá því Mosfellsbær fékk kaup- staðarréttindi. Sveitarfélagið hét áður Mosfellshreppur (Mosfells- sveit). Samtals: 542 íbúðir í byggingu 20 febrúar Íbúðir í byggingu í Mosfellsbæ Íbúðir í byggingu í fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar Bjarkarholt 7-9 40 íbúðir Bjarkarholt 8-20 65 íbúðir Bjarkarholt 11-19 51 íbúð Þverholt 27-31 30 íbúðir Í miðbæ alls 186 íbúðir Annað íbúðarhúsnæði í byggingu í Mosfellsbæ Íbúðarhús/einbýli 70 Raðhús 75 Parhús 31 Íbúð á hæð 180 Íbúðir alls 356 542 íbúðir samtals voru í byggingu í Mosfellsbæ í febrúar 2019 og um 200 verða tilbúnar á þessu ári Heimild: Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar Ríflega 540 íbúðir eru í byggingu  200 íbúðir í Mosfellsbæ tilbúnar í ár Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég vil taka undir með þeim sem hér í þessum sal hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi andstöðu í garð farandfólks og minnihlutahópa, einnig á meginlandi Evrópu. Eins sjáum við tilhneigingu til gyðinga- og múslimahaturs sem ástæða er til að hafa áhyggjur af, þar sem ráðist er að einstaklingum vegna trúar þeirra. Við megum ekki snúa aftur til fyrri tíma þar sem fólki var skipt upp í okkur og þá, blint hatur og ótti.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í ræðu sem hann flutti fyrir mannréttinda- ráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. Er þetta í þriðja skipti sem Guðlaugur Þór ávarpar mannrétt- indaráðið, en í ræðu sinni lýsti hann yfir áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi gyðinga- og múslimahatri í Evrópu, sem og gagnvart hinsegin fólki í Tsjetsjeníu og Tansaníu. Þá gagnrýndi utanríkisráðherra stjórn- völd í Tyrklandi fyrir handtökur á blaðamönnum, dómurum og baráttu- fólki fyrir mannréttindum, og Sádí Arabíu fyrir bága stöðu mannrétt- inda og frelsis í landinu. Nefndi hann í því samhengi sérstaklega réttindi kvenna og drápið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Of margir brjótar sitja í ráðinu Guðlaugur Þór lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að hlúa að mannréttindaráðinu með virkri þátt- töku jafnframt því sem unnið væri að endurbótum á starfsháttum þess. „Ríki sem taka sæti í ráðinu eiga að sýna gott fordæmi og vera búin undir að sæta gagnrýni þegar mann- réttindi eru brotin,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Sagði hann of marga mannrétt- indabrjóta í ráðinu og talaði fyrir aukinni þátttöku smáríkja. „Ég vona að kjör Íslands í mann- réttindaráðið geti orðið öðrum hvatning,“ sagði Guðlaugur Þór, en Ísland var kjörið til setu í mannrétt- indaráðinu í fyrrasumar. Guðlaugur Þór segir ræðu Íslands fyrir mannréttindaráðinu hafa vakið talsverða athygli. „Málflutningi okk- ar hefur almennt verið tekið mjög vel – nema hjá þeim löndum sem við erum að gagnrýna. Þau eru alla jafna ekki mjög ánægð,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið. Eiga að vera leiðandi í verki „Við viljum leggja ríka áherslu á að þau lönd sem eiga sæti í mann- réttindaráðinu gangi á undan með góðu fordæmi. Það grefur undan trúverðugleika ráðsins þegar þangað veljast lönd sem eru ekki að standa sig í mannréttindamálum, svo ekki sé tekið dýpra í árinni,“ segir Guð- laugur Þór spurður út í gagnrýni Ís- lands á fyrrgreind ríki í ræðunni. „Ég efast um að nokkur hafi vakið jafn mikla athygli á því að þau lönd sem eru í ráðinu gangi á undan með góðu fordæmi eins og Ísland. Ef ráð- ið á að halda trúverðugleika sínum verða þau lönd sem þar eru að setja markið mjög hátt í mannréttinda- málum,“ segir hann. Verða að setja markið hátt í mannréttindamálum  Utanríkisráðherra Íslands ávarpaði mannréttindaráð SÞ Ljósmynd/utanríkisráðuneytið Genf Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur ræðu sína fyrir mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 15 kg. 6.990 kr. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, sem taka gildi á laugar- daginn 1. mars, leyfa einungis mark- aðssetningu á þeim áfyllingum sem innihalda nikótín sem hafa verið til- kynntar til Neytendastofu og skráð- ar í sameiginlega aðgangsgátt EES ríkjanna. Það verður því bannað að selja „heimablandað“. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það þekkst að einkaaðilar blandi raf- rettuvökva fyrir sig og aðra. Lögin voru samþykkt 12. júní 2018. Í umsögnum um frumvarpið kom m.a. fram að auðvelt hafi verið að nálgast heimatilbúna rafrettu- vökva og sterkt nikótín til að blanda sjálft vökvana. Í einni umsögninni sagði t.d.: „Vegna innflutningsbanns hefur myndast svartur markaður með nikótín. Verslanir geta í flestum tilfellum eingöngu flutt inn nikótín- lausa vökva, og blanda nikótíni í vökvana við sölu. Einnig eru yfir 1000 manns hluti af samfélagi sem blandar sína eigin vökva úr bragð- efnum, glýseríni, glýkóli, og nikótín- vökva. Lögin ná eingöngu yfir nikó- tínvökvann, enda eru öll hin inni- haldsefnin lögleg og notuð í margvíslegum iðnaði, t.d. matvæla- og sápugerð. 20 mg hámarksstyrk- leiki [styrkur nikótíns í mg/ml, innsk. blm.] mun tryggja áframhald- andi ólöglegan innflutning og sölu á sterkari nikótínvökvum, enda óraun- hæft að nota svo veikan vökva til íblöndunar.“ Skráning á áfyllingunum í rafrett- urnar nær m.a. til hönnunar, inni- haldsefna, eituráhrifa og losunar. „Sá sem blandar áfyllingu telst framleiðandi og þarf að vera búinn að tilkynna framleiðslu sína og fá samþykki fyrir henni,“ sagði í svari Neytendastofu við fyrirspurn Morgunblaðsins um rafrettur og raf- rettuvökva. Þar var og bent á að um efna- blöndun og framleiðslu á efnablönd- um giltu m.a. efnalög sem féllu utan eftirlits Neytendastofu. „Sá sem hyggst blanda efni þarf að sækja um leyfi til slíks hjá þeim aðilum sem eru til þess bærir samkvæmt viðeigandi lögum,“ sagði í svarinu. Samkvæmt efnalögum fer Vinnueftirlit ríkisins til að mynda með útgáfu eiturefna- leyfa til notkunar á eiturefnum í samræmi við lög um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Bannað verður að blanda heima  Rafrettuvökvi verður að vera skráður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.