Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
• Gamli lykillinn
virkar áfram
• Vatns- og
vindvarinn
Verð: 39.990 kr.
LYKILLINN ER Í SÍMANUM
Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli
til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum
þegar þér hentar og hvaðan sem er.
Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með
umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir
börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að
fara heim eða lána lykil.
Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum.
Sölumenn okkar taka vel á móti þér.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ímyndabanka AFP birtastþessi dægrin einnig ýmsarskemmtilegar myndir frákarnival- og kjötkveðjuhátíð-
um í kaþólskum löndum, því nú er
föstutíminn runninn upp og sumir
farnir að telja niður dagana til
páska. Því fylgir að margir spara við
sig kjötið, siðvenjum samkvæmt,
fram að upprisuhátíðinni sem er um
miðan apríl. Í Nice, sem er við Mið-
jarðarhafsströnd Frakklands, var
mikið um dýrðir þegar efnt var til
slíkrar hátíðar um helgina og „ris-
essa“ mikil leidd um borgina.
Frakkland er ofarlega á baugi í
heimsfréttum um þessar mundir.
Gulvestungar hafa hátt og stóðu nú
um helgina, eins og hinar fyrri, á
götum Parísar og kröfðust réttlætis
og betri kjara. Á sama tíma var for-
setinn Emmanuel Macron á land-
búnaðarsýningu og bragðaði þar á
ýmsum góðum réttum, enda eru
Frakkar þekktir sem matgæðingar
miklir. Að vera í veislu meðan svang-
ir mótmæla minnir hins vegar svo-
lítið á söguna af Marie Antoinette
Frakklandsdrottningu, sem á að
hafa spurt í aðdraganda bylting-
arinnar árið 1789 hví sársvangur al-
múginn borðaði ekki bara kökur
þegar ekkert var brauðið.
Borist á banaspjót
Í Venesúela er borist á bana-
spjót þessi dægrin því ekki er sam-
staða, um hver sé réttkjörinn forseti
landsins. Skálmöld ríkir í þessu fjar-
læga landi og treglega gengur að
koma hjálpargögnum til almenn-
ings, sem venju samkvæmt blæðir
þegar efnt er til átaka.
Venesúela og veislur veraldarinnar
Frakkland fyrst og
fremst! Karnival í landi
Macrons sem mætti á
landbúnaðarsýningu þeg-
ar aðrir mótmæltu.
Undarlegur heimur!
AFP
Karnival Föstuhátíð í Nice, borginni fallegu sem er við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Risessan hér í öndvegi.
Venesúela Átök og stjórnarkreppa eru í landinu og almenningi blæðir.
Reynt er eftir föngum að koma neyðarvarningi til fólks, eins og hér sést.
Forseti Matgæðingurinn Macron
gerði kjötréttunum góð skil.
Gulvestungar Mótmæli á breið-
stræti í París. Sigurboginn í baksýn.
Spánn Í Barcelona var um helgina sýning á nýjungum í farsímatækni. 5G-
tæknin er handan við hornið og þar með nýir möguleikar í fjarskiptum.
Andri Hrafn Sigurðsson hefur hafið störf hjá sálfræðistof-
unni Lífi og sál. Sinnir þar meðferðar- og ráðgjafarvinnu
fullorðinna og vinnur mikið með streitu, kvíða og þung-
lyndi. Einnig með sálfræðingum á stofunni við ýmis verk-
efni fyrir fyrirtæki og stofnanir, bæði er varðar fræðslu, út-
tektir af ýmsu tagi og ráðgjöf.
Líf og sál ehf. sinnir fræðslu, námskeiðahaldi, ráðgjöf og
úttektum á vinnustöðum, ásamt meðferð einstaklinga við
kvíða, þunglyndi, streitu og fleira. Fræðslan snýr einkum að
sálfélagslegum þáttum vinnustaðarins, t.d. samskiptum,
stjórnun, álagi og streitu, einelti og viðbrögðum við breyt-
ingum. Einstaklingsmeðferðar er svo oft þörf í kjölfar áfalla
og erfiðra atburða, bæði meðal einstaklinga og hópa.
Andri Hrafn til Lífs og sálar
Andri Hrafn
Sigurðsson
Keppnin Kokkur ársins 2019 fer fram
í Hörpu laugardaginn 23. mars næst-
komandi og er það einn af hápunkt-
um Íslenska matardagtalsins. Þar
mætast bestu matreiðslumenn
landsins, það er eftir forkeppni sem
verður 6. mars. Það var Garðar Kári
Garðarsson sem hreppti titilinn kokk-
ur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirs-
son hreppti annað sætið og Þor-
steinn Kristinsson varð í því þriðja.
Allir faglærðir matreiðslumenn, þar
með talið sveinsprófshafar, geta sótt
um aðgang að keppninni nú.
Keppandi skilar inn uppskrift að
aðalrétti fyrir átta manns sem inni-
heldur þorsk, kartöflur og grænkál.
Hverjum matreiðslumanni er heimilt
að senda eina uppskrift og eina
mynd. Valnefnd velur svo nafnlaust
tólf uppskriftir sem þykja lofa góðu
miðað við frumleika, nýtingu á hrá-
efni og útlit.
Keppt um titilinn kokkur ársins 2019
Þorskur, kartöflur og grænkál
Matur Garðar Kári Garðarsson,
kokkur ársins 2018, og Harpa Sigríður
Óskarsdóttir, aðstoðarmaður hans.