Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 15

Morgunblaðið - 26.02.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 ÁRSFUNDUR 2019 Silfurberg, Hörpu Fimmtudagur 28. febrúar kl. 14.00 Í landi endurnýjan- legrar orku • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Á réttri leið • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Loftslagsmál eru orkumál • Björk Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Ný sýn á landslag og mannvirki • Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnisstjóri Endurhannaður vindmyllugarður fyrir ofan Búrfell • Ólöf Rós Káradóttir verkefnisstjóri Ný ásýnd Hvammsvirkjunar • Rafnar Lárusson fjármálastjóri Fjármál á tímamótum • Stefanía Guðrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Endurnýjanleg orka er verðmætari • Fundarstjóri Gerður Björk Kjærnested Aukinni áherslu á loftslagsmál fylgja áskoranir og tækifæri. Hvert er hlutverk okkar í þessum málum og hvernig nýtum við betur tækifærin sem felast í endurnýjanlegri raforku? Hvernig getur fyrirtækið staðið undir væntingum um arðgreiðslur í framtíðinni? Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is Bein útsending verður á youtube.com/landsvirkjun Umhverfisstofnun áformar að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur frá og með morgundeginum, en stefnt er að því að meta aðstæður á svæðinu aftur innan tveggja vikna. Svæð- inu var einnig lokað tímabundið í um tvær vikur í janúar vegna vætutíðar og ágangs. Á heimasíðu stofnunarinnar seg- ir að núverandi gönguslóði og um- hverfi hans sé mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna samhliða snöggum veðrabreyt- ingum, hlýindum og mikilli vætu. Um skyndilokun er að ræða af ör- yggisástæðum og til að vernda gróður umhverfis göngustíga og þurfa athugasemdir að berast fyrir kl. 14 í dag, þriðjudaginn 26. febr- úar. Á laugardag lokaði Umhverfis- stofnun svæði á Skógaheiði, en mikill fjöldi ferðamanna heim- sækir náttúruvættið Skógafoss dag hvern og gengur stór hluti þeirra upp á Skógaheiði, segir á vef ust.is Álag á umhverfið „Vegna umferðar gesta, hlýinda og mikilla leysinga í kjölfar lang- varandi frostakafla, hefur skapast gríðarlegt álag á gönguslóða og umhverfi hans á Skógaheiði ofan Fosstorfufoss. Umrætt svæði er gamall kindaslóði, hluti af göngu- leið um Fimmvörðuháls sem hefur ekki verið lagaður að auknum fjölda ferðamanna,“ segir enn fremur á vefnum. Lokunin nær upp frá Foss- torfufossi, um 650 metra ofan við útsýnispall Skógafoss og mun standa uns bót verður á. Stefnt er að endurskoðun lokunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Loka svæðum við Fjaðrárgljúfur og á Skógaheiði Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Náttúruperla Svæðið við Fjaðrárgljúfur á Síðu hefur látið á sjá vegna ágangs ferðafólks síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.