Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 26.02.2019, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Margt sætirfurðu íyfir- standandi kjara- deilum. Eitt af því er hversu óljósar kröfur stéttar- félaganna eru. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sagði um helgina að undarlegt væri að heyra eftir fundi forustu- manna launþegahreyfingar- innar og atvinnurekenda að menn væru ekki sammála um þær kröfur sem settar hefðu verið fram. Það hlyti að vera lágmarkskrafa að það væri til dæmis á hreinu hvort gerðar væru kröfur um 60 til 80% launahækkanir eða eitthvað annað. Í Morgunblaðinu í gær er reynt að henda reiður á þessu misræmi. Þar segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, að engin brögð séu í tafli í útreikningum sam- takanna. Einfaldlega hafi ver- ið reiknað út frá launatöflu eins og Starfsgreinasam- bandið hafi sett hana fram að meðtalinni Eflingu 10. októ- ber. Á þessum grunni verði minnsta hækkun byrjunar- launa lægsta launaflokks 59%, en sú hæsta efsta aldursþreps efsta flokks, eða 82%. Á heimasíðu Eflingar eru birtir útreikningar sem sýna allt annað. Samkvæmt þeim myndu lægstu laun hækka um 41,7% á næstu þremur árum yrði gengið að kröfum félagsins. Hækkunin færi síðan stiglækkandi eftir því sem launin væru hærri fyrir. Augljóst er að þarna fara ekki saman hljóð og mynd. Deilur um það hvað kröfur feli í sér eru vissulega eðlilegar, en hér skeikar óeðlilega miklu. Það er með ólíkindum að þriðj- ungi eða 17 prósentustigum muni á útreikningum á hvaða áhrif krafa um hækkun myndi hafa á lægstu laun. Sú spurning vaknar hversu þokukenndar samninga- viðræðurnar hafi verið fyrst ekki sé skýrara um hvað verið sé að semja og hvers vegna slíkt grundvallaratriði hafi ekki verið neglt niður fyrir löngu. Stundum er talað um að menn séu ekki á sömu blað- síðu. Hér eru nokkur bindi á milli manna og grunsemdir eru um að þau séu ekki á sama tungumáli. Þessi vinnubrögð eru ekki boðleg. Það er með ólík- indum að skeikað geti þriðjungi og gott betur í útreikn- ingi sömu krafna} Óljósar kröfur Það er ofsagt aðstyrjöldin í Víetnam sé enn í fersku minni. En hún er ekki gleymd og oft köll- uð „styrjöldin sem Bandaríkin töp- uðu“. Auðvitað beittu Bandaríkin ekki lokaafli sínu í þeirri styrj- öld, sem betur fer. John Kenn- edy lagði grunninn að af- skiptum Bandaríkjanna þar eystra. Víetnamstríðið var stríð Lyndons Johnsons eftir- manns hans og styrjöldin sú lagði hann að velli sem stjórn- málamann. Hann sem vann fyrri forsetakosningar með yfirburðum en treysti sér ekki í endurkjör. Nixon erfði stríð- ið og lauk því með tapi og fyrir það fengu aðrir friðarverðlaun Nóbels. Spekingar sjá margt betur en við hin, en skemmra en þeir láta. Enginn gat spáð því þeg- ar Bandaríkin niðurlægð flúðu á þyrlum af þaki sendiráðs síns að menn í fullu fjöri þá myndu sjá forseta þeirra velja Víetnam sem hlutlausan vett- vang fundar með kommúnista- leiðtoga Norður-Kóreu. Þetta er þeirra annar fundur. And- stæðingar Trumps segja fyrri fundinn hafa litlu skilað. Stuðningsmenn benda á að áður en Trump knúði Kim Jong-un til fundar sprengdi sá kjarn- orkusprengjur í tilraunaskyni og sendi eldflaugar yfir bandalagsríkið Japan og hót- aði að senda næstu flaugar í átt til sérstakra verndarsvæða Bandaríkjanna á Kyrrahafi. Þessu linnti. Sannleikurinn er þarna á milli. Tilraunahlé varð og tilraunasvæði sprengd í loft upp. En sú aðgerð var með sýndarbrag. Hléið kostaði Kim lítið því hann hafði þegar náð verulegum árangri. Vest- rænar leyniþjónustur fullyrða að Kim hafi haldið öðrum til- raunum áfram og unnið að því að ná að koma gereyðingar- vopnum fyrir á langdrægum flaugum. Ekki er vitað til að það hafi tekist. Fyrsti leiðtogafundurinn gerði því gagn en það var minna en Trump vildi vera láta. Því skiptir miklu fyrir hann að ná sjáanlegri árangri í Hanoi en hann náði í Singa- púr. Það skiptir máli fyrir ör- yggi almennt. Leiðtogafundurinn í Singapúr var ekki gagnslaus en fund- urinn í Hanoi þyrfti að skila meiru} Friðarborgin Hanoi E inu sinni var sagt frá ungum pilti sem sótti menntaskólaböll, en ekki til að skemmta sér eða hitta stúlkur eins og flestir skólabræður hans. Nei, mark- miðið hjá honum var að fá tækifæri til þess að berja einhvern. Mér verður stundum hugsað til þessarar frásagnar þegar ég fylgist með átökunum í þjóðlífinu. Í lýðræðissamfélagi er ekkert mikilvægara en að fólk ræði saman með rökum. Stað- reyndir þurfa að liggja á borðinu og allir þurfa að viðurkenna þær. Um hvað snýst ágreining- urinn? Ef það er ekki vitað næst auðvitað aldrei árangur. Hjá sumum er ágreiningurinn markmið í sjálfu sér. Fyrrverandi forsætisráðherra orð- aði það svo að fólk væri hætt að sjá „fegurðina í ágreiningnum“. Annar fyrrverandi forsætisráðherra sagði: „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Reynslan sýnir að pólitík af þessu getur verið vænleg til fylgis. Kjósendur kippa sér ekki upp við það að stjórn- málamenn segi eitt í dag og annað á morgun. Öll mál á að gera tortryggileg, jafnvel þau sem maður er í hjarta sínu sammála. Fjölmörg dæmi eru til um það að flokkar hafa barist af hörku fyrir einhverju máli eða gegn því fyrir kosningar, en snúa blaðinu algerlega við eftir að kjósendur hafa kveðið upp sinn tíma- bundna dóm. Staðreyndum er neitað og jafnvel látið eins og lög og reglur skipti engu. Í Bandaríkj- unum kalla óprúttnir stjórnmálamenn rang- færslur hliðstæðan veruleika og sannleikann falsfréttir. Hvernig stóð á því að svo margir villtust út af braut réttvísinnar í hruninu? Það er hægt að trúa því að einhverjir sem náðu frama í bönkum hafi verið óheiðarlegir að upplagi, en afar ósennilegt að tugir óprúttinna glæpa- manna hafi náð bönkunum undir sig, eins og fjöldi dómsmála gæti bent til. Miklu líklegra er að siðferðisviðmiðin hafi færst til eins og einn bankastarfsmaður sagði: „Við höldum áfram þangað til dómarinn flautar.“ Það sama hefur gerst í samfélagsumræðunni. Hún verður hömlulaus. Óhikað er farið í manninn, hvort sem hann er með boltann eða ekki. Gefið er í skyn að annar- legir hagsmunir ráði ef einhver leyfir sér að benda á af- bakanir eða útúrsnúninga. Um hagfræðing sem sagði óþægilegan sannleika var sagt: „Hann lýgur með lok- aðan munninn.“ Rökþrotið í umræðunni er algert þegar andstæðingurinn er kallaður fasisti. Öfgamenn, ómerkingar og virkir í athugasemdum verða alltaf meðal okkar, en þegar gott fólk og réttsýnt þorir ekki lengur að tala af ótta við að tuddinn á ballinu berji það, þá erum við í vanda stödd. Benedikt Jóhannesson Pistill Fegurðin í ágreiningnum Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samhljómur var um það á mál-þingi sem LandmælingarÍslands héldu að mörg tæki-færi væru ónýtt við það að halda opinberum störfum á lands- byggðinni. Hugsanlega væri hægt að fjölga þeim með öðrum hætti en að flytja stofnanir í heild eða sérhæfð verkefni. Þetta er niðurstaða Eydísar Líndal Finnbogadóttur, setts for- stjóra Landmælinga, af framsögu- erindum og umræðum á málþinginu. Málþingið var haldið í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Land- mælingar Íslands voru fluttar upp á Akranes. Mikil umræða varð um þá aðgerð og margir starfsmenn hættu. Svipuð staða hefur komið upp við fleiri flutninga og er Fiskistofa nýj- asta dæmið um það. Magnús Guð- mundsson, sem tók við sem forstjóri þegar Landmælingar voru fluttar, segir að taka megi undir gagnrýni á það hvernig staðið hefur verið að flutningi stofnana. Nefnir að allt of langur aðdragandi hafi verið að flutn- ingi Landmælinga. Niðurstaðan varð sú að hann var eini starfsmaðurinn sem flutti með stofnuninni. Margir hættu en aðrir kusu að aka á milli. Magnús segir að vel hafi gengið að ráða menntað fólk í staðinn og hafi verið allar götur síðan. „Fólk kann vel að meta það að búa þar sem starfið er. Á Akranesi getur það gengið í vinnuna og skotist út í skóla ef eitt- hvað er um að vera hjá börnunum. Þetta er umhverfi sem vel menntað fólk sækir í.“ Nú er staðan þannig að 67% starfsmanna eru búsett á Akranesi og 8% til viðbótar annars staðar í Borgarfirði. 26% starfsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Miðstöðvum komið upp Í sameiginlegu erindi Magnúsar og Eydísar ræddu þau um aðrar leið- ir en flutning stofnana eða sérhæfðra verkefna til að fjölga störfum á lands- byggðinni. Þau bentu á þann mögu- leika að auglýsa öll opinber störf án staðsetningar og nefndu að það gerði Umhverfisstofnun. Hægt væri að koma upp miðstöðvum á þéttbýlis- stöðum þar sem mismunandi ríkis- stofnanir væru saman, eins konar þekkingarsetur eins og dæmi eru um. Með því væri hægt að skapa þekk- ingarumhverfi og draga úr kostnaði við margar afgreiðslur. Eydís segir að þær ríkisstofnanir sem þegar eru starfandi úti á landi gætu tekið til sín starfsmenn annarra stofnana. „Þá er það ekki stofnananna sjálfra að ákveða hvar störfin eru unnin heldur sveitarfélaganna að lokka fólkið til sín. Þannig væri hægt að fjölga starfsfólki á landsbyggðinni,“ segir Eydís. Magnús segir að til að auðvelda þessa þróun þurfi að sameina stofn- anir, þær þurfi að vera með að minnsta kosti 100 starfsmenn. Þá verði meiri sveigja og afl til að vera með útibú þar sem fólk gæti valið sér búsetu og unnið samt hjá viðkomandi stofnun. „Vinnustaðir framtíðarinnar verða með allt öðrum brag en við þekkjum í dag. Við tölum nú um störf án staðsetningar. Ég held að fram- tíðarfólkinu muni finnast þetta gamaldags orðfæri og leiði ekki einu sinni hugann að því, svo sjálfsagt verði það,“ sagði Guðjón Brjánsson, alþingismaður og fyrrverandi for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands. „Margir spá því að áður en langt um líður muni æ fleiri eiga möguleika á því að vinna heima og iðulega fyrir tvo eða fleiri vinnuveit- endur, sérstaklega ungt fólk með sér- fræðiþekkingu.“ Störfin verði auglýst án staðsetningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Starfsmenn Starf Landmælinga fer ekki aðeins fram á skrifstofu. Þór- arinn Sigurðsson og Guðmundur Valsson við mælingar á Hvannadalshnjúk. Vífill Karlsson hagfræðingur sýndi fram á mikilvægi þess að störf ríkisins væru einnig unnin á landsbyggðinni. Hann bendir á að þrátt fyrir áform ráðamanna um annað hafi hið opinbera vax- ið mjög hratt á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir nauðsynlega en sársaukafulla endurskipulagningu á grunn- atvinnuvegum landsbyggðar- innar, sjávarútvegi og landbún- aði, hafi landsbyggðin tekið fullan þátt (og rúmlega það) í að fjármagna vöxt hins opin- bera. „Þess vegna er ekki ósanngjarnt að landsbyggðin renni hýru auga til opinberra starfa þar sem þau laða til sín ungt, menntað fólk og gjarnan konur. Það er einmitt hópurinn sem vantar í veikustu byggðir landsins og gefur þeim sterkari forsendur til vaxtar,“ segir Vífill. Störfin stuðla að hans mati að fjölbreytni vinnumark- aðar og mannlífs. Landsbyggð- in fjármagnar RÍKISSTÖRFUM FJÖLGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.