Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Þann 21. febrúar sl.
skrifaði Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir pistil
í Morgunblaðið með
fyrirsögninni „Við
stefnum áfram“, og
virðist vera svar við
pistli mínum „Hvert
stefnum við?“ er birtist
í sama blaði tveimur
dögum fyrr.
Áslaug tekur undir
gagnrýni mína á skilvirkni Alþingis
með því að segja að færa megi mál-
efnaleg rök fyrir því að þingið eigi að
gera sem minnst. Það hljómar þann-
ig, miðað við reynslu mína, að komið
sé í veg fyrir afgreiðslu fjölda mála út
af þeirri hugmyndafræði að það eigi
að gera sem minnst óháð því hvort
málin séu góð eða ekki. Auðvitað sýn-
ist sitt hverjum hvað sé gott og hvað
ekki en þingmenn vinna almennt
samkvæmt eigin sannfæringu og
heilindum og telja mál sín auðvitað
vera til bóta. Það á þó ekki að koma í
veg fyrir að nefnd afgreiði mál til um-
ræðu á þingi. Nefndir eiga að sinna
ákveðnu gæðaeftirliti og þegar at-
hugun nefndar er lokið þá skilar
nefndin áliti til þingsins um athugun
málsins. Þó meirihluti nefndar telji til
dæmis að það eigi að samþykkja mál-
ið þá þýðir það ekkert endilega að
meirihluti þingmanna geri það.
Mér þykir það ómálefnalegt að
koma í veg fyrir að mál séu afgreidd
óháð innihaldi. Sem er nákvæmlega
það sem er gert á Alþingi því þar eru
kvótar á fjölda mála hvers þingflokks
sem fá afgreiðslu. Mörg góð mál fá
því aldrei afgreiðslu þrátt fyrir að
flestir séu sammála efni þeirra. Sem
dæmi get ég nefnt frumvarp Pírata
um brottfall tómra laga, tillögu um
rafræn fasteignaviðskipti og ástand-
sskýrslur fasteigna og afnám skerð-
ingar lífeyris vegna miskabóta. Ég
skora á Áslaugu Örnu að úskýra, mál-
efnalega, af hverju þingið ætti ekki að
afgreiða mál sem þessi úr nefnd?
En hvert er stóra samhengið?
Þingið afgreiðir nær eingöngu stjórn-
armál sem eru samin í ráðuneyt-
unum. Lögin um það hvernig fram-
kvæmdavaldið starfar koma frá
framkvæmdavaldinu til Alþingis í
mjög yfirborðskennda málsmeðferð
sem stólar oftar en ekki á sérfræði-
þekkingu einstaka þingmanna eða
samstarfi þingmanna meirihlutans
með ráðuneytinu. Eins og raunin var
með veggjaldahug-
myndir í samgöngu-
áætlun. Þegar ég segi að
málsmeðferð þingsins sé
yfirborðskennd þá er
það alls ekki áfellis-
dómur yfir því starfi sem
þar fer fram. Starfsfólk
þingsins gerir krafta-
verk úr þeim aðstæðum
sem það er í en það
myndi skila miklu betra
starfi ef það hefði vinnu-
vélar en ekki skóflur til
þess að moka lagalegu skurðina í
gegnum ríkisstjórnarmálin.
Frá og með 138. þingi hafa 38,7%
ríkisstjórnarfrumvarpa og tillagna
verið samþykkt á þingi en einungis
rétt um 9% þingmannamála. Þetta er
þingmálakvótinn. Meirihlutinn hverju
sinni býr til þingmannamálakvóta og
takmarkar þannig fjölda þingmanna-
mála óháð stuðningi við önnur mál
sem ná ekki inn í kvótann. Til viðbótar
komast hlutfallslega tvöfalt fleiri
þingmannamál stjórnarþingmanna í
gegnum þingið en þingmanna minni-
hlutans.
Flest mál komast aldrei svo langt
að vera afgreidd úr nefnd, þó þau séu
tilbúin til afgreiðslu, og um það sér-
staklega snýst gagnrýni mín. Að
stefnan að gera sem minnst komi í
veg fyrir að mál sem nefnd hefur lokið
athugun á séu kláruð. Ég gagnrýni þá
stefnu að þingið geri sem minnst.
Stefnan hlýtur að eiga að vera að
þingið geri allt eins vel og hægt er.
Því meira því betra. Auðvitað greinir
fólk á um hvað sé gott. Það á þó ekki
að koma í veg fyrir að þingnefnd af-
greiði mál aftur til þingsins þar sem
fram kemur afstaða til málsins.
Núna veit ég allavega að þegar
þingmenn Sjálfstæðisflokksins segj-
ast stefna áfram veginn og upp á við,
þýðir það að svæfa mál í nefnd. Ég vil
ekki svoleiðis stefnu. Slík stefna
stangast á við öll málefnaleg rök.
Við stefnum áfram
í bakkgír
Eftir Björn Leví
Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson
» Flest mál komast
aldrei svo langt að
vera afgreidd úr nefnd,
þó þau séu tilbúin til
afgreiðslu, og um það
sérstaklega snýst
gagnrýni mín.
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
Íþróttir og þátttaka
Íslendinga í Ólympíu-
leikum, Evrópu- og
heimsmeistaramótum
hafa verið mikilvægur
þáttur í sjálfstæðis-
baráttu og sjálf-
stæðisvitund Íslend-
inga. Íþróttafólk
okkar hefur oft bæði
sem einstaklingar í
frjálsum, sundi, skíð-
um, golfi, o.fl. grein-
um svo og í liðsíþróttum eins og
handbolta, knattspyrnu og körfu-
bolta staðið sig vel í alþjóðlegum
keppnum og glatt okkur eins og
handboltalandslið okkar sem vann
silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í
Peking 2008 og knattspyrnulands-
liðið í Evrópumótinu 2016 í Frakk-
landi.
Þann 26. febrúar 2019 eru þrjá-
tíu ár frá því að handbolta-
strákarnir okkar unnu gull-
verðlaun á heimsmeistaramótinu í
París 1989 þegar þeir unnu Pól-
verja í úrslitaleiknum, 29-26. Mér
skilst að þá hafi 95% þjóðarinnar
horft á úrslitaleikinn í sjónvarpinu
og efast ég um að það áhorfsmet
hafi verið slegið. Þetta heimsmeist-
aramót var að vísu svokallað B-mót
því ekki var búið að stofna Evrópu-
sambandið svo Evrópumót lands-
liða fóru ekki fram fyrr en 1992. Á
þingi Alþjóðahandknattleiks-
sambandsins (IHF) 1986 lagði HSÍ
fram tillögu um verulegar breyt-
ingar á fyrirkomulagi heimsmeist-
aramóta þannig að í stað svokall-
aðra A-, B- og C-móta með 16
liðum hvert skyldi aðeins vera eitt
heimsmeistaramót með 24 liðum og
minnst tvö lið frá hverri heimsálfu
nema Eyjaálfunni.
Þessi tillaga HSÍ var
svo samþykkt á þingi
IHF 1988 og fór fyrsta
heimsmeistaramótið
með því fyrirkomulagi
fram á Íslandi 1995.
Þetta nýja fyrirkomu-
lag heimsmeistara-
móts varð til verulega
aukins áhuga á hand-
knattleik um allan
heim því mun auðveld-
ara var fyrir þjóðir að
vinna sér rétt til þátt-
töku í lokamóti heimsmeistara-
keppni svo og Ólympíuleikum með
meiri stuðningi ríkisstjórna og
fyrirtækja viðkomandi þjóða.
Árið 1989 áttum við Íslendingar
frábært landslið undir stjórn
pólska þjálfarans Bogdan Kowalc-
zyk. Bogdan hafði þjálfað lands-
liðið frá 1983 með frábærum ár-
angri á Ólympíuleikunum 1984 og
heimsmeistaramótinu í Sviss 1986
þar sem liðið lenti í sjötta sæti og
vann sér rétt til þátttöku í
Ólympíuleikunum 1988 í Seoul þar
sem stefnan var sett á verðlauna-
sæti. Það tókst ekki heldur lenti
liðið í sjöunda sæti og varð að taka
þátt í B-HM 1989 í Frakklandi til
að vinna sér rétt til þátttöku í A-
HM 1990 í Tékkóslóvakíu.
Íslenska landsliðið vann sinn
milliriðil í Frakklandi eftir að hafa
unnið Vestur-Þjóðverja og Sviss-
lendinga, Hollendinga og Búlgara
en tapað naumlega fyrir Rúmen-
um. Pólverjar unnu hinn riðilinn,
þar sem m.a. voru Frakkar, Spán-
verjar og Danir. Úrslitaleikurinn
fór fram í Bercy-íþróttahöllinni í
París að viðstöddum 14.000 áhorf-
endum og þar á meðal voru um 400
Íslendingar sem skelltu sér til Par-
ísar með tveimur íslenskum ferða-
skrifstofum. Í bók sinni „Strák-
arnir okkar“ sem Sigmundur Ó.
Steinarsson skrifaði og kom út
1993 segir hann m.a. um þennan
úrslitaleik: „Leikurinn bauð upp á
allt það besta sem handknattleikur
getur boðið upp á – leikfléttur,
stóglæsileg mörk með þrumuskot-
um og fallegu línuspili. Varnirnar
tóku á og markverðirnir (Einar
Þorvarðar og Guðmundur Hrafn-
kels) vörðu vel. Íslenska liðið náði
fljótlega fimm marka forskoti;
10:5, og var yfir 15:13 í hálfleik.
Síðan mátti sjá tölur eins og; 21:17,
22:20; 23:22; 24:23; 25:24, 29:25 og
lokatölur 29:26.“ Segja má að öll sú
vinna sem landsliðsstrákarnir og
þjálfari þeirra lögðu á sig fyrir Ól-
ympíuleikana í Seoul fimm mán-
uðum áður hefi fyrst skilað sér í
keppninni í Frakklandi. Þrír hand-
boltamenn urðu efstir í kjöri
íþróttafréttamanna um íþrótta-
mann ársins 1989; Alfreð Gíslason,
Kristján Arason og Þorgils Óttar
Mathiesen. Já, handboltastrák-
arnir okkar hafa oft glatt okkur
með góðum landsleikjum í alþjóð-
legum mótum og munu halda
áfram að gera það!
Þrjátíu ár frá gullverð-
laununum í París
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon
Jón Hjaltalín
Magnússon
» Í dag, 26. febrúar
2019, eru þrjátíu ár
frá því að handbolta-
strákarnir okkar unnu
gullverðlaun á heims-
meistaramótinu
í París 1989.
Höfundur var formaður HSÍ
1984-1992 og fararstjóri
á HM 1989 í Frakklandi.
jhm@simnet.is
Morgunblaðið greinir frá því, að
Flugleiðir óttist, að umrædd breyt-
ing klukkunnar hér á landi verði til
vandræða fyrir félagið, þar sem það
eigi ekki kost á öðrum lendingar-
tímum á stórum flugstöðvum vegna
þrengsla, og var London nefnd. Hér
er eitthvað málum blandið. Flug-
leiðir hljóta að geta haft brottför frá
Íslandi á sama tíma og nú er miðað
við sólargang. Ef klukkunni verður
breytt, en brottför höfð á sama tíma
miðað við sól, verður brottför, sem
nú er kl. 7.30, en það er sex klukku-
stundum áður en sól er í hádegisstað
á Suðurnesjum (kl. 13.30), kl. 6.30,
sex klukkustundum áður en sól yrði í
hádegisstað á Suðurnesjum (kl.
12.30). Áætlaður lendingartími á
flugstöðvunum í London yrði
óbreyttur, þar sem þetta er ekki
breyting miðað við klukkuna í Lond-
on. Breta varðar ekkert um hvað
brottfarartíminn kallast á Íslandi,
fyrst komutíminn er óbreyttur.
Björn S. Stefánsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Brottfarartímar Flugleiða
Morgunblaðið/Eggert