Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 21

Morgunblaðið - 26.02.2019, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019 ✝ Margrét Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 6. ágúst 1925. Hún lést á líknardeild- inni í Kópavogi 14. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ein- ar Einarsson, f. 18.5. 1880, d. 23.6. 1938, blikksmíða- meistari, og Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 11.5. 1896, d. 28.12. 1963, húsmóðir. Systur Margrétar samfeðra eru Anna, f. 1.6. 1909, d. 14.2. 1981, og Jónína Geirdís, f. 14.7. 1911, d. 21.12. 2001. Alsystur Guðbjörg, f. 14.3. 1927, og Hrefna, f. 6.8. 1933, d. 9.10. 2016. Margrét ólst upp á Laugavegi 53a frá öðru aldursári. Hún var í Austurbæjarskólanum og síðar Húsmæðraskóla Reykjavíkur, auk þess sótti hún fjölmörg námskeið um ævina. Margrét vann meðal annars á klæðskera- verkstæði Jónínu systur sinnar áður en hún gifti sig og lærði saumaskap. Hún var húsmóðir til ársins 1967, en fór þá að starfa utan heimilis, lengst sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara í Hátúni. Margrét giftist 21.6. 1943 f. 16.6. 1972. Dætur þeirra Birna Björk, f. 2004, og Brynhildur Lilja, f. 2013. 3) Erna, f. 16.5. 1951, áður gift Sæmundi Sæ- mundssyni, f. 12.4. 1950, d. 18.12. 2009. Synir a) Oddur, f. 7.7. 1972, áður í sambúð með Eydísi Ingimundardóttur, f. 17.3. 1973. Börn þeirra Erna, f. 2006, og Ingvar, f. 2011. b) Jón Trausti, f. 7.1. 1976, í sambúð með Elvu Dóru Guðmunds- dóttur, f. 14.3. 1977. Sonur Guð- mundur Máni, f. 2018. 4) Sigrún, f. 29.7. 1956, gift Vilmundi Gíslasyni, f. 24.5. 1955. Dætur Sigríður Elsa, f. 30.10. 1978, gift Þresti Má Bjarnasyni, f. 28.4. 1978. Þeirra börn eru Vilmund- ur Máni, f. 2003, Birgitta Sóley, f. 2008, Sigrún Diljá, f. 2010, Karítas Lilja, f. 2016. Margrét Lilja, f. 1985, í sambúð með Pétri Georg Markan, f. 2081. Börn: Hörður Markús, f. 2012, Sigrún Ísabella, f. 2013, Úa María, f. 2018. 4) Geir, f. 26.4. 1962, kvæntur Rögnu Björg Guðbrandsdóttur, f. 28.8. 1965. Synir þeirra: Oddur, f. 3.4. 1991, í sambúð með Söndru Ýri Sonju- dóttur, f. 27.6. 1994, sonur þeirra er Ýmir Máni, f. 2018. Einar Hugi, f. 29.3. 1994, d. 19.6. 2018, og Heiðar Ingi, f. 10.6. 2001. Foreldrar Odds voru Sigríður G. Gottskálksdóttir, f. 29.10. 1897, d. 30.11. 1947, og Geir B.E. Benediktsson, f. 16.5. 1897, d. 12.4. 1983. Útför Margrétar fer fram frá Garðakirkju í dag, 26. febrúar 2019, klukkan 13. Oddi Geirssyni pípulagningameist- ara, f. 10.5. 1921, d. 15.10. 2010. Mar- grét og Oddur bjuggu fyrstu hjú- skaparárin í Reykjavík en byggðu síðan hús í Holtagerði 64 í Kópavogi og bjuggu þar í yfir 40 ár. Börn þeirra eru 1) Einar f. 30.12. 1943, kvæntur Evu Øs- terby, f. 5.1. 1948. Börn a) Mar- grét, f. 13.8. 1970, gift Magnúsi Guðmundssyni, f. 7.6. 1968. Börn: Sturla, f. 1996, í sambúð með Stjörnu, f. 1997, dóttir þeirra Ylja Sál, f. 2018, Egill, f. 1998, Vala, f. 2000. b) Snorri, f. 10.8. 1973, kvæntur Höddu Fjólu Reykdal, f. 2.1. 1974. Börn: Hjalti, f. 1998, Lilja, f. 1999, Hildur, f. 1905, Jón, f. 2013. 2) Sigríður Sesselja, f. 11.7. 1945, gift Sigurði Jónssyni, f. 30.10. 1939, d. 16.1. 2006. Dóttir Lára Björk Sigurðar- dóttir, f. 3.6. 1974, fv. eigin- maður Ragnar Víðir Reynisson, dóttir Sigríður Þórunn, f. 1994, eiginmaður Jasmín Rexhepi, f. 1984, sonur Henrik Bardhi, f. 2013. Eiginmaður Láru Bjarkar er Sigursteinn Björn Sævarsson, Elsku móðir mín, Margrét Einarsdóttir, er látin. Hún var á 94. aldursári og hafði dvalið á Skjóli síðan í ágúst, en hélt sínu heimili á Sléttuvegi. Mamma hélt sinni reisn og skýrri hugsun til andláts. Hún veiktist alvarlega um sólarhring áður en hún lést, vissi hvað var í vændum, tók okk- ur börnin í fangið, kvaddi okkur hvert og eitt okkar, þakkaði og óskaði velfarnaðar. Og við feng- um líka tækifæri til að umvefja hana og þakka. Daginn sem mamma veiktist var ég á leið til hennar með nes- pressó kaffi í vélina, garn og les- efni. Hún ætlaði líka að biðja mig að sýna sér svolítið á ipadinum. Mamma var Reykjavíkurmær. Hún fæddist í Þingholtunum og ólst upp við Laugaveginn, með sitt hrafntinnusvarta fallega hár og hitti pabba í sjálfu Banka- stræti, ábyggilega á háum hælum og glæsileg, suðræn og seiðandi. Hún var ættuð undan Eyja- fjöllum en hann var Mýramaður og saman gengu þau lífsins veg. Hún aðeins 17 ára þegar þau kynntust. Mamma var svo vel að sér. Hafði miklar skoðanir á landsins málum. Og við sögðum stundum í gríni krakkarnir hennar að dag- inn sem hún hætti að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn væri þetta búið. Mamma las mikið. Kapítólu las hún í þriðja skipti á ævinni ný- lega og sagði mér svo fallega hvernig hún hefði grátið eigin föðurmissi þegar hún las söguna, 12 ára gömul. Því hún hafði verið beðin að vera sterk og gráta ekki, þegar pabbi hennar dó. En hún grét yfir Kapítólu og samsamaði sig föðurmissinum í þeirri sögu. Á dánarbeði mömmu minnar horfði ég á fíngerðar, fallegar hendur hennar. Hversu miklu höfðu þær komið í verk, meðal annars fyrir okkur börnin henn- ar, sem stóðum við rúmið hennar. Þú fæddir okkur og klæddir, saumaðir á okkur upp úr eldri flíkum, ventir og pressaðir. Það var allt fallegt sem þú gerðir. Handavinna þín. Fötin sem þú saumaðir. Það var óhætt að skoða það á röngunni. Þú eldaðir góðan mat og barst hann alltaf svo fallega á borð. Þvílíkt ríkidæmi að eiga slíka móður. Sjálf kallaði ég þig í gamni ró- settuna mína. Mér fannst þú stundum frekar vera komin frá Napólí en Reykjavík, með þitt dökka hár, fallega limaburð og húðlit. Rósettan er það fíngerðasta í íslenska víravirkinu, rósettan er sett í loftin um ljósakúplana. Þú varst rósettan mín, mamma mín. Upphaf mitt og líf. Ég þakka þér allt, mamma mín. Þú varst líf mitt og yndi. Ég var lánsöm að eiga þig að svo lengi. Þvílík gjöf. Gakktu á ljóss- ins vegum, arm í arm með ástinni þinni. Ég veit þú hugsar vel um þína í ljósinu bjarta, elsku mamma mín. Þín dóttir Sigrún. Tengdamóðir mín, hún Mar- grét, er látin. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem hún var orðin 93 ára. Hún naut þess að búa sjálfstætt þar til seint á síðasta ári, enda var hún mikil sjálfstæðiskona. Hún beið með að fara á hjúkrunarheimili eins lengi og hún gat og fyrst um sinn var hún ekki alveg tilbúin. Hún var þó farin að sættast við það undir lokin. Margrét fylgdist alla tíð vel með þjóðfélagsum- ræðu og ef ég vildi koma hita í umræðurnar þá var um að gera að ræða pólitík. Í byrjun sam- bands okkar Sigrúnar var hús- bóndaherberginu fórnað fyrir okkur unga parið og opnað á milli Sigrúnar herbergis og húsbónda- herbergisins. Þar undum við okk- ur vel þar til við gátum ekki beðið með að komast í eigin íbúð. Tengdamóðir mín var boðin og búin til að aðstoða okkur þegar dætur okkar fæddust. Tók hún frí í vinnunni tímabundið. Bæði ég og tengdamamma vorum þrjósk, en hún hafði nú vinning- inn. Til dæmis vildi hún eitt sinn fá mig í verk á heimilinu, að þrífa loftið í eldhúsinu á Lónabraut, ég taldi nú aldeilis ekki þörf á að gera það. Á endanum gaf ég auð- vitað eftir. Ég var alla tíð einn af fjölskyldunni og þegar átti að ræða fjölskyldumál var ég iðu- lega með í þeirri umræðu. Eftir að Margrét hætti að geta farið í bankann fól hún mér það hlut- verk, sem sýnir það traust sem hún sýndi mér. Margrét átti mik- inn fjölda afkomenda sem hún var stolt af. Gjafmild var hún með eindæmum og fengu börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, öll veglegar jóla- og afmælisgjafir. Átti ég fullt í fangi með að fara í bankann til að sækja peninga til að hún hefði fyrir veglegum gjöfum. Hún hringdi þá og spurði hvort ég gæti tekið út fyrir sig pening þegar ég færi næst í banka. Auð- vitað var ekkert næst í banka, því í dag á maður sjaldnast erindi þangað. Engu að síður var það auðsótt mál að skreppa fyrir hana. Ég vil með þessum fátæk- legu kveðjuorðum þakka tengda- móður minni fyrir langa og góða samfylgd. Guð veri með henni. Vilmundur Gíslason. Er ég minnist kærrar tengda- móður minnar kemur margt upp í hugann. Fyrst af öllu hve hún gekk að öllum verkum með mik- illi umhyggju og natni, allt sem hún gerði var fallegt. Stolt var hún og hafði mikinn metnað fyrir börn sín og barnabörn, menntun skyldu þau hljóta, jafnframt þreyttist hún ekki á að hrósa þeim í hvívetna og veita þeim uppörvun. Alltaf bar hún tengdamóðir mín af hvað klæðaburð snerti enda var það eins og allt annað sem hún gerði, valið af kostgæfni og smekkvísi, hún var skvísa. Hún líktist ekki níutíu og þriggja ára konu rétt áður en hún kvaddi þennan heim því andinn var svo ungur og lífsviljinn svo mikill, hún vildi helst fá að njóta sam- vista við fólkið sitt svolítið lengur og fá að fylgjast með litlu barna- barnabarnabörnunum sínum sem fæddust síðastliðið vor. Seint fæ ég fullþakkað henni þegar hún passaði börnin okkar heilan vetur svo ég gæti menntað mig og hætti að vinna til þess að gæta þeirra. Að því búa þau alla tíð að hafa fengið að vera um stund í ömmufaðmi. Takk fyrir allt, elsku Margrét. Ég minnist – þakka allt og óska þér um eilífð góðs er héðan burt þú fer. Farvel, farvel! Þig vorsins dísir geymi og vaki blessun yfir þínum heimi. (Hulda) Eva Østerby Christensen. Elskuleg tengdamóðir mín Margrét Einarsdóttir kvaddi okkur fjölskylduna á fallegan og friðsælan hátt á degi ástarinnar 14. febrúar sl. Hún kvaddi þakk- lát og sátt við lífið og sitt ævi- starf. Ég kynntist Margréti ung að árum þegar ég kom inn í fjöl- skylduna í boði yngsta sonar hennar. Margrét tók mér opnum örmum og naut ég visku hennar og dugnaðar upp frá því. Það voru forréttindi að kynnast Mar- gréti og njóta hennar leiðsagnar þegar við Geir vorum að hefja okkar sambúð. Hún var alltaf til staðar og lumaði á góðum ráðum, uppskriftum og hugmyndum en bar alltaf virðingu fyrir okkar vali og lífsskoðunum. Margrét var þeim einstaka hæfileika gædd að geta látið öllum líða eins og þeir skiptu máli og væru sér- stakir. Þessarar ástar og um- hyggju fengu allir sem komu inn í hennar líf að njóta. Ég er þakklát fyrir allar góðu samverustund- irnar sem við fjölskyldan áttum með Margréti og að synir mínir hafi fengið að alast upp með ömmu Möggu í sínu lífi. Einn af draumum Margrétar var að fá að búa erlendis um tíma. Við Geir fengum þann heiður að láta þann draum rætast þegar hún og Oddur komu og heimsóttu okkur í hálft ár þegar miðsonur okkar, Einar Hugi, fæddist í Seattle árið 1994. Bandarískir vinir okkar héldu að við værum gengin af göflunum en við bara brostum og nutum samvistanna. Það er mér nokkur huggun að nú er Margrét aftur komin til elsku Einars Huga okkar og ekki síst til Odds síns sem hún unni alla tíð. Elsku Margrét, hvíldu í friði og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Ragna. Alla mína daga hefur amma Magga verið hluti af lífi mínu. Alltaf til staðar. Kærleiksrík, þol- inmóð, blíð og góð. Það voru í raun ákveðin forréttindi fólgin í því að vera barn í návist ömmu Möggu vegna þess að hún nálg- aðist okkur barnabörnin alltaf af blíðu og kærleik. Ég man ekki einu sinni til þess að hún hafi nokkurn tíma skammað mig, heldur sagði hún manni til á þann hátt að maður skildi og áttaði sig á því hvað mætti betur fara. Þannig lærði maður og þroskað- ist í návist þessarar einstöku konu. Heimili ömmu Möggu og afa Odds stóð okkur krökkunum allt- af opið og þar var sko skemmti- legt. Húsið oftar en ekki fullt af fjörmiklum börnum og barna- börnum sem nutu hverrar stund- ar undir þeirra handleiðslu og þar var líka sitthvað brallað. Það voru góðar stundir með frændsystkinum við eldhúsborð- ið þar sem keppst var um hver fengi flesta sveskjusteina úr grautnum í hádeginu. Við lékum okkur í garðinum, fórum í sendi- ferðir í fiskbúðina, lærðum heimanámið okkar, sinntum handavinnu og spjölluðum um alla heima og geima við ömmu sem var í senn heimsborgari og fjölskyldukona. Þessar hvers- dagslegu stundir sem þegar upp er staðið skipta svo miklu máli. Góðar og hlýjar minningar. Amma Magga vildi allt gera fyrir fólkið sitt og hafði alltaf allan tíma í heiminum fyrir okkur sem skiptu hana mestu máli. Það er þakkarvert að hafa átt konu eins og ömmu Möggu í lífi sínu í öll þessi ár. Konu sem kenndi mér svo ótal margt og gat látið mér líða eins og ég væri ein- stök og ósigrandi. Hún bjó nefni- lega yfir miklum metnaði fyrir hönd allra sinna afkomenda og var einnig ákaflega hvetjandi og stolt af öllum okkar afrekum, stórum sem smáum. Fyrir allt þetta og svo ótalmargt gott og fallegt í fari elskulegrar ömmu minnar og alnöfnu er ég svo þakklát. Svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar, alla hvatn- inguna, þolinmæðina og kærleik- ann alla mína daga. En tíminn æðir áfram og núna er ég sjálf orðin amma Magga. Það er í senn dásamleg og dálítið skrítin tilfinning en ég veit það eitt að ég ætla taka hana ömmu mína mér til fyrirmyndar í því stóra verkefni. Ég ætla að hafa þolinmæði hennar og kærleik að mínu leiðarljósi og þannig verður hún á ákveðin hátt áfram hluti af mínu lífi eins og hún hefur alltaf verið. Þannig finn ég enn hvernig hún strauk mér alltaf um vang- ann, leiðbeindi mér af blíðu og elskaði mig skilyrðislaust. Hennar verður sárt saknað. Margrét Einarsdóttir og fjölskylda. Elsku amma Magga hefur nú kvatt þennan heim og hefur sam- einast afa á nýjum stað. Mikið eigum við eftir að sakna þín, amma mín. Amma kunni að sýna það með orðum og gjörðum hversu dýr- mæt við afkomendurnir vorum henni. Hún var stolt af okkur, vildi okkur allt hið besta og sýndi einlægan áhuga á lífi okkar. Börnin fengu alltaf óskipta at- hygli og átti amma einstök tengsl við þau. Heima hjá ömmu var maður alltaf velkomin og vel tekið á móti manni. Sem barni fannst mér svo gaman að koma til ömmu og afa, alltaf var stjanað við mann og hlýjan allsráðandi. Kaffiboðin á Sléttuveginum áttu það til að breytast í hálfgerð ættarmót. Samt var alltaf ró og yfirvegun yfir öllu. Allt sem amma tók sér fyrir hendur gerði hún af einstakri vandvirkni og smekkvísi. Ég man að afi gantaðist með það að hún hefði prjónað sömu peysuna mörgum sinnum þar sem allt þurfti að vera fullkomið. Það var gaman að spjalla við ömmu um allt á milli himins og jarðar. Hún fylgdist vel með og hafði skoðanir á hlutunum. Hún var trú sinni sannfæringu, sama hvað hver sagði. Amma var sterk og góð fyr- irmynd, hún gafst ekki upp þó á móti blési og með þrjóskuna og ákveðnina að vopni tókst henni það sem hún ætlaði sér. Þegar ég gekk með börnin mín mætti amma á svæðið og hjálpaði til við lokaundirbúning, að sauma utan um vögguna sem hennar eigin börn sváfu í. Já, nýir með- limir í fjölskylduna voru svo sannarlega velkomnir hjá henni ömmu. Mér finnst börnin mín einstaklega lánsöm að hafa feng- ið að kynnast langömmu sinni svona vel. Með þakklæti í hjarta kveð ég þig, amma mín. Ég á eftir að sakna mjúku faðmlaganna þinna og fallegu orðanna sem þú hvísl- aðir að mér. Takk fyrir allt, elsku amma. Sigríður Elsa og fjölskylda. Það er skrítið að kveðja ömmu sína í hinsta skipti, en í dag fylgj- um við afleggjararnir ömmu Möggu síðasta spölinn í lífsins göngu. Amma var mér mikil fyr- irmynd í lífinu og hefur mér alla tíð þótt vænt um að vera nafna hennar. Hún var glæsileg svo eft- ir því var tekið, klár, skemmtileg, hlý og góð. Hún var alltaf svo huggulega til fara og átti svo mikið af fallegum fötum og dýr- gripum að mér fannst ég oft stödd hjá drottningu þegar ég var hjá henni sem barn. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til hennar, fyrst sem barn á fallega heimilið þeirra ömmu og afa í Holtagerðinu, síðar sem ung móðir á Sléttuveginn. Amma átti alltaf til ráð og hughreystandi orð þegar eldri börnin mín tvö, fædd með rúmu árs millibili, létu okkur foreldrana hafa svolítið fyrir sér. Hún hafði nefnilega líka verið í þeim sporum með fyrstu börnin sín tvö. Hlýjan sem hún sýndi börnunum okkar Péturs, var ólýsanleg, enda þótti þeim svo ofurljúft að fara í heimsókn til hennar. Mikið var hún líka alltaf stolt af okkur afleggjurun- um og sagði okkur það reglulega. Það er gott að heyra stoltið frá ömmu sinni. Í dag er ég sorgmædd, en það er falleg sorg, full af þakklæti, hlýju og fegurð, sem fyllir hjarta mitt. Þakklæti fyrir að hafa átt svona góða vinkonu í ömmu minni. Þakklæti fyrir að Pétur og börnin okkar þrjú hafi fengið að kynnast ömmu. Þakklæti fyrir alla þá fegurð sem amma gæddi líf okkar. Það er ekki sjálfgefið að eiga líf eins og amma Magga, en mikið vona ég að ég fái að njóta lífsins eins og hún gerði og fái að kveðja jarðvistina á eins fagran hátt og hún. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Margrét Lilja og fjölskylda. Margrét Einarsdóttir Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN MAGNÚSSON, pípulagningameistari og vélvirki, Skyggnisbraut 2, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 1. mars klukkan 13. Sigríður Herdís Leósdóttir Magnús Kristinsson Hólmfríður Sigurðard. Dóra Birna Kristinsdóttir Karl Jóhann Sigurðsson Böðvar Örn Kristinsson Þórdís Ómarsdóttir R. Brynja Sverrisdóttir Björn H. Hilmarsson Katrín I. Kristófersdóttir Snorri Sturluson Leó Kristófersson Marissa Smith barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HALLDÓR SIGURÐSSON, lést 20. febrúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 13. Hanne Hintze Elísabet Halldórsdóttir Ólafur Flosason Erling Hintze barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.