Morgunblaðið - 26.02.2019, Blaðsíða 23
faldar myndir í óborganlega
fyndinn búning. Hún sjálf, kímin,
horfði aðeins „á skakk“ á meðan
á frásögninni stóð og hnykkti svo
höfðinu upp þegar lokasetningin
hljómaði og hláturinn, bjartur og
smitandi, fylgdi í kjölfarið.
Tíska og falleg föt voru Sigur-
björgu hugleikin. Hún hafði
næmt auga fyrir fallegum kjól-
um, gjarnan svörtum úr eðalefn-
um og litríkum silkikjólum. Hún
átti marga slíka og skartaði þeim
iðulega. Svo var hún berfætt í
sandölum eða klossuðum Dr.
Martens-skóm við. Sítt hárið
snúið upp í hnút og glæsilegir
skartgripir. Stíll Sigurbjargar
var persónulegur, einfaldur og
smart.
Það er erfitt að greina ljósin en
það er dimmast fyrir dögunina.
Við sitjum, vinir hennar og
vandamenn, sorgmædd og skiln-
ingsvana. Við söknum fyndnu at-
hugasemdanna, bláköldu stað-
reyndanna, fróðleiksmolanna.
Við söknum gefandi samstarfs-
konu. Við söknum góðs kennara.
Við söknum vinar í stað. Samúð
okkur er þó einkum hjá Guðrúnu
Soffíu, Hauki og öðrum ást-
vinum. Sárastur er missir þeirra.
Blessuð sé minning Sigur-
bjargar Einarsdóttur. Hún er
kvödd með kærleika, virðingu og
innilegu þakklæti.
Guðlaug Guðmundsdóttir,
Halldóra S. Sigurðardóttir
og Sigríður Stefánsdóttir.
Sigurbjörg Einarsdóttir starf-
aði sem íslenskukennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð í
þrjá áratugi með glæstum ár-
angri. Sigurbjörg er ein af þess-
um eftirminnilegu. Hún var ótrú-
lega fróð og víðlesin. Það var
aldrei komið að tómum kofunum
hjá henni. Hún var inni í öllu sem
bar á góma í samfélaginu hverju
sinni og gat alltaf tekið þátt í um-
ræðum um hin ótrúlegustu efni.
Sigurbjörg var þekkt fyrir að
sýna alltaf hugrekki í því sem
hún tók sér fyrir hendur og lá
ekki á skoðunum sínum um það
sem var efst á baugi í samfélag-
inu. Hún var einbeittur kennari
með mikinn metnað og sinnti
starfinu af mikilli alúð. Hún lagði
mikla áherslu á að læra nöfn allra
nemenda sinna og hún mundi
jafnframt innihald ritgerða nem-
enda sinna í gegnum árin og vitn-
aði óspart í þær.
Sigurbjörg hafði umburðar-
lyndi að leiðarljósi og setti nem-
endur alltaf í forgang í skóla-
starfinu. Henni tókst að vekja
áhuga nemenda á bókmenntun
og ekki síður tungumálinu okkar
með líflegri kennslu. Hún var góð
fyrirmynd fyrir nemendur og
samstarfsfólk. Nærvera hennar
var mikils metin á kennarastof-
unni og hún var vinamörg sem
segir sitthvað um persónu
hennar.
Það má fullyrða að kennara-
starfið hafi verið hennar köllun.
Þrátt fyrir að glíma við mjög erf-
ið veikindi þá mætti hún alltaf í
vinnu og var hörð af sér svo eftir
var tekið. Rödd hennar í MH var
sannarlega sterk og eftir henni
tekið. Í ljóðinu Í morgun eftir
Öldu Björk Valdimarsdóttur
segir:
Ef fuglasöngur liggur
niðri í einn sólarhring
tapast margir milljarðar
Missir MH, nemenda og
starfsfólks er mikill og Sigur-
bjargar verður sárt saknað. Það
ríkir tómarúm hjá okkur MH-
ingum og skarðið í starfsmanna-
hópnum er stórt.
Hugur okkar allra er hjá fjöl-
skyldu Sigurbjargar. Fyrir hönd
starfsfólks MH votta ég þeim
okkar dýpstu samúð.
Steinn Jóhannsson rektor.
„Ekki fékk hún að verða
gömul,“ sagði yngsti sonur minn
þegar ég færði honum þær öm-
urlegu fréttir að Sigurbjörg, vin-
kona mín og kennari hans og
dóttur minnar, væri látin, alltof
fljótt og alltof hratt. Og þessi
setning hreyfði við mér því hún
lýsti svo vel upplifun okkar af því
að ráðin hefðu verið tekin af þess-
ari fallegu og hraustu konu sem
ætlaði sér svo margt, átti eftir að
sigla víðar en byr ræður víst för.
Og þessi átök örlaga og frjáls
vilja til að móta sitt líf án afskipta
örlaganorna eða guða höfðum við
Sigurbjörg svo oft rætt í sameig-
inlegu námi okkar á níunda ára-
tugnum þar sem við hittumst
fyrst.
Þar sátum við kennslutíma í
sagnaritun og fornaldarsögum og
síðar kennslufræðum og það var
fljótlega ljóst að Sigurbjörg hafði
fundið sína fjöl. Hún varð ís-
lenskukennari í MH og kenndi
þar í 30 ár og hver sá nemandi
sem lenti hjá henni þótti heppinn.
Mín börn fullyrða að hún hafi
verið besti kennarinn þeirra og
náð til þeirra með hæfileikanum
til að miðla, miklum velvilja og
virðingu fyrir viðfangsefninu og
nemendunum. Þá bjó hún líka yf-
ir ískrandi skopskyni sem gerði
allt svo létt og skemmtilegt.
Sigurbjörg dró upp lifandi mynd-
ir úr sagnaarfi okkar og kveikti
áhuga og elda meðal nemenda
þannig að þeir hnoðuðust í gegn-
um Njálu og verk Laxness og litu
nýja heima. Enda hafði hún sjálf
óbilandi áhuga á sögunum og
kenndi nemendum að lesa á milli
línanna. Hæfileiki hennar til að
hrífa nemendur með var undra-
verður enda fannst henni Njála
listaverk sem hægt væri að lesa
aftur og aftur og sjá alltaf nýjar
hliðar. Þá var henni kennslufræð-
in líka hugleikin og í meistararit-
gerð sinni velti hún fyrir sér
hvernig þróa mætti nýjar
kennsluaðferðir í íslensku til að
gæða efnið lífi og ná betur til
nemenda.
Missir okkar allra er því mikill
þegar slíkrar fagmennsku og
reynslu á sviði kennslu nýtur
ekki lengur við. Undanfarna
daga höfum við séð Sigurbjörgu í
endurliti á hraðgöngu á leið í
vinnu, glæsilega í kennslu og
íbyggna að velta fyrir sér álita-
málum og þjóðfélagsumræðu. Ég
minnist einnig þess hve allt sem
hún gerði var vandað og vel út-
fært, hvort sem það var gerð
fiskisúpu eða kaup á húsgögnum.
Sigurbjörg var eðal í alla staði og
hennar er sárt saknað. Eigin-
manni hennar Hauki og einka-
dóttur, Guðrúnu Soffíu, og öldr-
uðum föður hennar ásamt öllum
öðrum aðstandendum vottum við
okkar innilegustu samúð.
Hulda A. Arnljótsdóttir
Ásdís Sól Ágústsdóttir
Óðinn Ágústsson.
Sigurbjörg var samstarfskona
okkar í Íslenskudeild MH í þrjá-
tíu ár. Hún var farsæll kennari og
hafði lag á að vekja áhuga nem-
enda á viðfangsefninu, íslensku
máli og bókmenntum. Hún bar
hag nemenda fyrir brjósti og
lagði sig fram um að koma til
móts við þau án þess þó að slá
nokkuð af kröfum. Undanfarna
daga hafa fjölmargir nemendur
komið til okkar og tjáð þakklæti
sitt til Sigurbjargar og aðdáun
sína á henni. Það kemur okkur
sannarlega ekki á óvart.
Sigurbjörg lá ekki á skoðunum
sínum og var frásagnargáfa
hennar slík að oft urðum við sam-
kennarar hennar að slíta okkur
óviljug frá sögunum þegar bjall-
an glumdi. Sögurnar voru af öllu
tagi, allt frá eftirminnilegu fólki
úr Kjósinni til nýjustu listvið-
burða í borginni með viðkomu í
boltanum, bílum og bók-
menntum.
Í kringum Sigurbjörgu var
aldrei nein lognmolla. Það sópaði
að henni á göngum skólans, alltaf
í glæsilegum kjól og með síða
hárið misfast í sínum hnút. Svo
þeyttist hún inn á vinnustofuna
okkar, yfirleitt byrjuð á sögu áð-
ur en hún náði að opna dyrnar og
eins var sögunni oft ekki lokið
þegar hún geystist út aftur.
Áður en Sigurbjörg veiktist
var hún kappsöm íþróttakona á
ýmsum sviðum. Hún gekk og
hljóp og spilaði badminton og var
hreystin uppmáluð. Hún trúði því
að það hefði auðveldað henni þá
erfiðu meðferð sem hún svo gekk
í gegnum.
Missir okkar í MH við ótíma-
bært fráfall Sigurbjargar er
mikill. Við minnumst hennar með
þakklæti og söknuði og vottum
Hauki, Guðrúnu Soffíu og fjöl-
skyldunni allri samúð okkar.
Halldóra Björt Ewen og
Rósa Maggý Grétarsdóttir
fagstýrur í íslensku við MH.
Leikslok
Leingi höfðum við leikið okkur að
orðum
Látið þau svífa í bláu ljósi
Uns þau sprúngu einsog sápukúlur
Við lékum okkur að orðum
uns geislarnir hurfu
og um hendur okkar flæddi
blóð myrkursins
þykkt heitt og svart
(Ari Jósefsson skáld, faðir Hauks
Arasonar, orti þetta ljóð átján ára
gamall, árið 1957.)
Hún kom til móts við fjölskyld-
una á Kleifarvegi 3 sem vinkona
Hauks Arasonar og vináttan varð
að ástríku hjónabandi. Svo fædd-
ist dóttir sem var heitin eftir
langömmum sínum: Guðrún
Soffía. Börn Hauks af fyrra
hjónabandi, þau Sólveigu og Ara
Guðna, tók hún að hjarta sínu og
varði til æviloka.
Fyrir hugskotssjónum kvikn-
ar mynd þar sem Sigurbjörg
stendur í eldhúsinu í Brautar-
holti í Staðarsveit og fléttar hár
Sólveigar, ungrar stjúpdóttur,
um leið og hún segir frá illvirkj-
anum Axlar-Birni sem á sínum
tíma bjó þar ekki fjarri. Að lok-
inni frásögn lítur stúlkubarnið
upp og segir með aðdáunarsvip
„Ó, Sibba, þú ert svo gáfuð!“
Sigurbjörg var einstaklega vel
af guði gerð: gáfuð, góð og glæsi-
leg kona, fróð og skemmtileg.
Samræða við hana var ævinlega
innihaldsrík og dómgreind og
smekkvísi hennar var með þeim
hætti að sá er þátt tók fór af fundi
fróðari en fyrr.
Segja má að einlæg og lifandi
ást hennar á bókmenntum og ís-
lensku máli og menningu hafi
einkennt hana og alla hennar
framgöngu. Hún kenndi um ára-
bil við Menntaskólann við
Hamrahlíð og naut þar mikilla
vinsælda. Það var einstaklega
skemmtilegt að heyra hana
minnast á nemendur sína og sam-
ræðuna í skólastofunni, hnyttin
tilsvör og ályktanir. Mjög greini-
legt var hve hún bar framtíðar-
hag nemenda sinna fyrir brjósti
og leitaðist við að fylgjast með
framgangi þeirra.
Þegar illvígt og ólæknandi
mein gerði vart við sig fyrir rétt
rúmu ári var það mikið áfall, en
tekið á móti með æðruleysi og
hugrekki sem var einkennandi
fyrir Sibbu og þau Haukur og öll
fjölskyldan stóðu þétt saman í
þeirri erfiðu baráttu sem í hönd
fór.
Ógleymanlegt verður okkur
öllum á Öldugötu 26 þegar hún
og Haukur komu til okkar í lítið
afmælisboð seint í janúarmánuði
síðastliðnum. Þar var Sibba glöð
og kát með sjarma sinn og hinn
unaðslega þurra húmor í fartesk-
inu.
Þar á eftir var eins og meinið
neytti aflsmunar með sívaxandi
krafti og eftir hetjulega baráttu
andaðist hún á heimili sínu 15.
febrúar.
Þungur harmur er kveðinn að
hennar nánustu: aldraður faðir,
systkini, tengdaforeldrar en síð-
ast en ekki síst kær Haukur og
börnin hennar: Guðrún Soffía,
Ari Guðni og Sólveig kveðja
hjartfólgna göfuga konu og munu
bera merki hennar og minningu
fram á móti rísandi sól.
Helga Hauksdóttir,
Kristján Jónsson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2019
✝ Eiríkur Ing-ólfsson fæddist
í Reykjavík 3. júlí
1960. Hann lést á
heimili sínu í Fred-
rikstad í Noregi 9.
janúar 2019.
Eiríkur var son-
ur séra Ingólfs
Guðmundssonar,
síðar lektors og
námsstjóra, og Ás-
laugar Eiríks-
dóttur bókavarðar.
Eiríkur útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur árið 1985 og
lauk meistaragráðu í stjórnun
árið 2005.
Eiríkur kvænt-
ist Sesselju Árna-
dóttur kennara
1981. Þau skildu.
Börn þeirra eru:
Áslaug, Leifur og
Heiðar. Eiríkur
lætur eftir sig
fjögur barnabörn.
Hann var í sam-
búð með Mette
Bakken þegar
hann lést.
Útför hans fór fram í
Fredrikstad 22. janúar sl., en
minningarathöfn verður hald-
in í Bústaðakirkju í dag, 26.
febrúar 2019, klukkan 13.
Eiríkur stóri bróðir minn
var mikil og góð fyrirmynd.
Hvar sem hann kom vann
hann sér traust og var valinn
til ábyrgðarstarfa. Hann var
sú manngerð sem sinnti sínum
hugðarefnum af heilum hug og
var ekki mikið fyrir að gaspra
um áform sín eða eigið ágæti.
Eiki var níu árum eldri en ég,
og mínar fyrstu minningar um
Eika frá bernskuárunum er
tónlistin sem barst út úr
strákaherberginu á Laugarás-
veginum. Mikill galdur. Eiki
og vinir hans komu hlæjandi
og óðamála inn úr dyrunum og
hurfu jafnharðan inn í her-
bergi og kveiktu á græjunum.
Þeir gerðu framtíðina spenn-
andi.
Tónlistarástríðan fylgdi
Eika alla tíð. Á menntaskóla-
árum sínum smíðaði Eiki sitt
eigið ljósakerfi, og leigði það
hinum ýmsu hljómsveitum sem
stóðu í tónleikahaldi og hann
hafði nóg að gera. Auk þess að
ganga vel í námi og vera for-
maður nemendafélagsins og í
ræðuliði menntaskólans.
Sérstaklega hélt Eiki uppá
hljómsveitina Mezzoforte sem
hann fylgdi frá árdögum sveit-
arinnar og tókst með þeim
mikil vinátta sem hélst allt til
dauðadags. Það sama má segja
um aðra vini. Mér finnst það
segja mikið um Eika að hann
hélt vináttu við æskufélagana
alla tíð og lagði sig fram við að
rækta samband sitt við þá og
fjölskylduna eftir megni yfir
haf og lönd.
Stundum vantaði Eika
hjálparhönd við að setja upp
og taka niður ljósabúnaðinn og
þá greip hann mig með. Þetta
var mikill uppgangstími í ís-
lenskri rokktónlist og fyrir
mig sem barn að fylgjast með
þessu úr sviðsvængnum hafði
varanleg áhrif.
Samgangur okkar Eika varð
jafnvel meiri fyrst eftir að
hann flutti að heiman. Ég hafði
gaman af að heimsækja Eika
og Sessí og auðsótt að fá mig
til að líta til með krökkunum ef
ég fékk að leika lausum hala í
plötusafninu hjá honum á
meðan.
Eiríkur var hugsjónamaður
og var annt um samfélagið.
Hafði brennandi áhuga á því
að móta framtíðarsýn, gera
áætlanir og setja markmið.
Hann var öflugur í starfi Sjálf-
stæðisflokksins áður en hann
flutti til Noregs.
Eiki reis til mikilla metorða
í pólitíkinni í Fredrikstad og
varð formaður Hægri flokksins
þar, þrátt fyrir að hafa ekki
kosningarétt til alþingis í Nor-
egi. Samherjar hans í flokkn-
um sögðu hann vera mann
sátta og sameiningar og tókst
honum að gera flokkinn sam-
stiga í stefnu sinni og auka
fylgi hans í sinni stjórnartíð.
Eiki hafði ásamt Mette,
sambýliskonu sinni, komið sér
upp fallegu heimili í Fredriks-
tad. Rúmt og gott einbýlishús
með stórum fallegum garði
sem Eiki hafði unun af og
sinnti af metnaði. Hann hafði
svo sannarlega fundið hið ljúfa
líf í Noregi þegar veikindin
gerðu vart við sig.
Eiki kunni vel að meta mörg
lífsins gæði. Hann sökkti sér
ofan í það sem hann hafði
áhuga á og naut þess að deila
þekkingunni. Eitt forvitnileg-
asta áhugamál Eika eru án efa
siglingarnar, en Eiki átti skútu
með vini sínum. í siglingunum
fann hann frið og ró. Þannig
hugsa ég til Eika núna. Sigl-
andi lygnan sjó með bros á vör
inn í sólarlagið. Takk fyrir
samfylgdina, stóri bróðir, og
þínar góðu gjafir. Góða ferð.
Hallur Ingólfsson.
Fallinn er frá kær vinur og
samstarfsfélagi til margra ára,
Eiríkur Ingólfsson. Eiki var
búinn að vera að berjast við ill-
vígan sjúkdóm í nokkur ár en
hann gerði yfirleitt lítið úr því
og vildi frekar ræða framtíðina
og þá möguleika sem hún byggi
yfir. Það var bara á síðustu
mánuðum þegar ljóst var hvert
stefndi að hann ræddi um sjúk-
dóminn, þótt hann haggaðist
ekki í þeirri umræðu frekar en
öðrum. Því kemur orðið „þraut-
seigja“ oft upp í hugann þegar
við minnumst Eika vinar okkar.
Orðið felur í sér seiglu og ein-
beitni í andstreymi, að gefast
ekki upp í mótbyr, horfa lengra
og ná markmiðum sínum. Sagt
er að þeir aðilar sem byggja
upp seiglu eigi það sameigin-
legt að vera sjálfsöruggir, hafa
trú á eigin getu og líta jákvæð-
um augum á lífið. Þetta voru
einkenni Eika í leik og starfi.
Við unnum saman að ýmsum
verkefnum, þar sem við ögr-
uðum viðhorfum og venjum.
Unnum að því að fá fólk til að
horfa á margar framtíðir, velta
upp ólíkum tækifærum á sviði
viðskipta, byggðaþróunar eða
annarra samfélagslegra verk-
efna. Sama hvað gekk á þá var
Eiki óhagganlegur í að ígrunda
hlutina en þegar ákvarðanir
voru teknar þá var þeim fylgt
eftir á skapandi máta og ekkert
óyfirstíganlegt.
Við félagarnir þrír skrifuðum
bók saman um sviðsmyndir og
framtíðarfræði sem kom út fyr-
ir nokkrum árum og eins unn-
um við saman að litlu hefti um
framtíðarfræði sem kom út síð-
astliðið haust. Í kjölfar bóka-
skrifanna unnum við saman að
fjölmörgum verkefnum sem öll
hafa miðast að því að innleiða
framtíðarhugsun í íslenskt at-
vinnulíf og stjórnsýslu. Þar
nutum við þess að Eiki kom að
ýmsum sambærilegum verkefn-
um í Noregi og þannig fluttum
við fagþekkingu og viðmið milli
þessara tveggja landa, öllum til
hagsbóta.
Fagmennska hans á öllum
sviðum var óumdeild, ekki síst
sem áhugakokks. Lukum við
yfirleitt vinnuferðum Eika á Ís-
landi með því að elda saman,
þar sem hann var gestakokk-
urinn. Naut hann þess að
kynna fyrir okkur þetta áhuga-
mál sitt með fjölmörgum fram-
andi og ljúffengum réttum.
Eiki var stoltur af börnum
sínum og barnabörnum og hafði
ástæðu til. Eins var ánægjulegt
að greina hversu heilsteypt og
gott samband hans og Mette
sambýliskonu hans var. Við
sendum þeim innilegar sam-
úðarkveðjur.
Okkur finnst að eftirfarandi
línur úr Hávamálum hafi sjald-
an átt betur við en við fráfall
Eika:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Vertu sæll, kæri vinur og
takk fyrir allar samverustund-
irnar. Minningin um góðan vin
og félaga mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna framtíð.
Karl Friðriksson
og Sævar Kristinsson.
Eiríkur Ingólfsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, og langalangamma,
SIGRÚN HARTMANNSDÓTTIR
frá Tumabrekku, Skagafirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
19. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn
1. mars klukkan 15.
Sérstakir þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnuninnar á
Sauðárkróki fyrir góða umönnun.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Gunnlaugur Halldórsson
Bjarni Halldórsson Kristjana B. Frímannsdóttir
Hartmann Á. Halldórsson Sólveig Pétursdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN SIGURBJÖRN GARÐARSSON,
Ránarbraut 15, Skagaströnd,
lést sunnudaginn 17. febrúar á
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn
2. mars klukkan 14:00
Guðný Björnsdóttir
Ingibjörg Sveinsdóttir Eyvindur Jóhannsson
Ragnar Ingvar Sveinsson
Sigríður Björk Sveinsdóttir Ingvar Þór Jónsson
Birna Sveinsdóttir Slavko Velemir
Stefán Sveinsson Hafdís Hrund Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn