Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 3FRÉTTIR Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Komið er að tímamótum hjá Pálmari Óla því á morgun hefur hann formlega störf sem stjórnandi fasteignaum- sjónarfyrirtækisins Daga eftir fjögur ár í forstjóra- stólnum hjá Samskipum. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Ég er gríðarlega spenntur fyrir því verkefni að stýra Dögum en fyrirtækið er leiðandi í fasteignaumsjón, ræst- ingum og veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ég hlakka til að byggja ofan á þann góða grunn sem lagð- ur hefur verið að reksti félagsins af forvera mínum í starfi, Guðmundi Guðmundssyni, og starfsfólki okkar hjá Dögum sem af fagmennsku, ástríðu og frumkvæði leggur sig fram um að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Þriggja daga námskeið Jon Kabat-Zinn um núvitund sem boðið var upp á í Hörpu í fyrra. Það var í senn nær- andi fyrir sál og líkama. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starf- ar? Bók Stephens R. Coveys The 7 Habits of Highly Effec- tive People og sú nálgun sem þar er sett fram hefur reynst mér hjálpleg. Svo hafa m.a. bækurnar A Sense of Urgency eftir John P. Cotter og Playing to Win eftir Laf- ley og Martin einnig hreyft við mér. Í seinni tíð hef ég fengið mikinn áhuga á núvitund. Eckart Tolle, sem gefið hefur út fjölda bóka og flytur fyr- irlestra um allan heim um núvitund, kemur málefninu vel til skila. Ég mæli t.d. með bók hans The Power of Now, sem þýdd hefur verið á íslensku og heitir Mátturinn í núinu. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Heimspekin heillar mig. Ætli ég myndi ekki næla mér í BA-próf í henni til að byrja með. Mig langar að búa yfir aðferðafræði og hæfni til að rækta gagnrýna hugsun, og það að leita svara við stóru spurningunum er knýjandi nú á tímum gríðarlegra tækniframfara og alþjóðavæðingar. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Hagkerfið okkar er í senn sveigjanlegt og lítið. Smæð hagkerfisins gerir það hins vegar að verkum að við erum útsett fyrir utanaðkomandi áhrifum sem við höfum ekki stjórn á, sem er vissulega galli. Á hinn bóginn er rekstar- umhverfið nokkuð sveigjanlegt, m.a. vegna sjálfstæðs gjaldmiðils og þess að fjölbreytt og víðtæk starfsreynsla, hátt menntunarstig og vinnugleði landans skapa okkur tækifæri til að bregðast við og draga úr neikvæðum ut- anaðkomandi áhrifum á hagkerfið. SVIPMYND Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Daga Erum útsett fyrir ytri áhrifum Morgunblaðið/Hari Pálmar Óli hefði gaman af að læra heimspeki og segir knýjandi nú á tímum að rækta gagnrýna hugsun. HB Grandi hagnaðist um 32,2 millj- ónir evra, jafnvirði 4,4 milljarða króna á árinu 2018 og jókst hagnaðurinn um 30% frá árinu 2017 er hann nam 24,8 milljónum evra. Hagnaður HB Granda fyrir skatta, afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 36,8 millj- ónum evra en nam 35,7 milljónum evra árið áður. Rekstrartekjur ársins 2018 námu 210,7 milljónum evra en þær voru 217,3 milljónir árið 2017. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 17 milljónir evra en þar af nam söluhagnaður vegna sölu á laxeld- isfélaginu Salmones Friousur S.A. í Síle 14,9 milljónum evra. Heildareignir HB Granda í árslok 2018 námu 667,1 milljón evra, eða um 90,5 milljörðum króna. Eigið fé nam 279,5 milljónum evra og var eiginfjár- hlutfall 42% og lækkar um 10% frá því í árslok 2017. Heildarskuldir námu 387,6 milljónum evra í árslok 2018. Sé litið til fjórða ársfjórðungs nam hagnaður félagsins 21 milljón evra, eða um 2,8 milljörðum króna sam- anborið við 7,5 milljónir evra árið áð- ur. EBTIDA HB Granda á fjórða ársfjórðungi nam 12,7 milljónum evra en var 3,4 milljónir á sama tímabili árið 2017. peturhreins@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hagnaður HB Granda nam 4,4 milljörðum og jókst um 30% á milli ára. 4,4 milljarða hagnaður HB Granda í fyrra NÁM: Stúdent frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1985; vélaverkfræðingur (CS) frá HÍ 1990; Dipl.-Ing. í vélaverkfræði frá KIT í Þýskalandi 1993; MBA frá HÍ 2004. STÖRF: Verkfræðiráðgjöf hjá VGK (nú Mannvit) 1990-1994; skipaeftirlitsmaður hjá Eimskip 1994-1996; hönnunarstjóri hjá VGK 1996-1998; deildarstjóri flutn- ingastjórnunardeildar Samskipa 1998-1999; framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Samskipum 1999-2005; framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa 2005-2011; framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar 2011-2014; forstjóri Sam- skipa á Íslandi 2014-2018. Stjórnarmaður í Birtu lífeyrissjóði frá 2018 og forstjóri Daga frá 1. mars 2019. ÁHUGAMÁL: Ég hef gaman af hvers konar útivist í fallegri náttúru, hvort heldur sem er að ganga á fjöll, skíða, renna fyrir lax, eltast við rjúpu eða gæs, hjóla eða bara viðra mig og hundinn. Þá veitir það mér mikla gleði að syngja með félögum mínum í Karlakórnum Þröstum. Auðvitað eru gæðastundir með fjölskyldu og vin- um hvort heldur sem er heima, í bústaðnum eða á ferðalögum sérlega nærandi. Ég nýt þess líka að byrja daginn í sundi eða annarri líkamsrækt. Afahlutverkið er svo alveg sérstakt áhugamál. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Hildi Karlsdóttur kennara og eigum við þrjú uppkomin börn, tengdadóttur, tvo tengdasyni og þrjú barnabörn. HIN HLIÐIN GRÆJAN Þá er loksins væntanlegur á markað farsími sem hægt er að festa á úlnlið- inn eins og armbandsúr. Kínverski framleiðandinn Nubia á heiðurinn af Alpha-símanum, sem skartar fjög- urra tommu skjá, fimm megapixla myndavél og átta GB minni. Á Nubia Alpha að hafa allt sem þarf til að svara símtölum, senda skeyti og jafnvel horfa á kvikmyndir ef því er að skipta. Sennilega eiga kaupendur Alpha þó ekki eftir að gera eins og einka- spæjarinn Dick Tracy og bera úr- símann upp að andlitinu í hvert skipti sem hringja þarf í vin, heldur frekar nota til þess þráðlaus heyrn- artól. Nubia mun kosta frá 500 dölum og verður sím-úrið fáanlegt bæði í svörtum lit og gylltum. ai@mbl.is Sími sem Dick Tracy væri stoltur af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.