Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 11FRÉTTIR
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI
Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa.
Af síðum
Það á við um gamla fjárfesta, rétt eins og
gamla hunda, að það má kenna þeim ný
brögð. Warren Buffett hefur ákveðið að
hætta að birta árlega breytingu á bók-
færðu virði hlutabréfa Berkshire Hath-
away. Í skeyti sem hann sendi hluthöfum
á laugardag segir að eftirleiðis verði
hækkun hlutabréfaverðs helsta mælistik-
an. Þessi tilkynning frá frægasta fjárfesti
Bandaríkjanna er til marks um að hann
hefur gert grundvallarbreytingu á því
hvernig hann starfar.
Véfréttin frá Omaha hefur lengi verið fylgjandi því að mæla árangur
Berkshire eftir bókfærðu virði þeirra fyrirtækja sem fjárfest hefur verið
í. En í dag kemur arður samsteypunnar einkum frá fyrirtækjum sem eru
alfarið í eigu Berkshire, frekar en frá fyrirtækjum sem félagið á aðeins
að hluta. Mikil endurkaup hlutabréfa eru önnur ástæða fyrir því að bók-
fært virði hlutabréfa hefur ekki sömu merkingu og áður.
Hvað var það sem heillaði hann svona við bókfært virði? Sú tala felur í
sér að líta um öxl og skoða hvort fyrirtæki er í grunnatriðum að vaxa eða
minnka í virði. Buffett bendir réttilega á að bókfært virði skipti minna
máli í ljósi þess að eignasafn Berkshire samanstandi núna að stórum
hluta af risavöxnum lestar-, orku- og tryggingafyrirtækjum sem sam-
steypan á að fullu.
Fyrir þannig rekstur sýnir bókfært virði ekki hvaða getu félögin hafa
til að auka hagnað sinn í framtíðinni, ólíkt því sem myndi gilda ef sam-
steypan ætti aðallega minnihlutaeign í félögum sem eru skráð á markað.
Hjá þannig félögum birtast sveiflur í markaðsvirði yfirleitt á endanum í
bókfærðu virði.
Hlutabréfaverð Berkshire endurspeglar núvirði þeirra tekna sem
fjárfestar vænta, svo fremi að þeir gefi sér að markaðurinn sé skilvirkur.
Ef til vill er það vísbending um breytta fjárfestingarstefnu að Buffett
sagði í skeyti sínu að verð á mörkuðum væri svo hátt að Berkshire hefði
úr fáum möguleikum að velja þegar kæmi að „fjárfestingum á stærð við
fíl“. Hann er því viljugur til að greiða mikið af lausafé samsteypunnar út
til hluthafa, eitthvað sem hann hefur hingað til viljað forðast.
Það er kaldhæðnislegt að síðasta fjárfestinga-áfall Buffett var ekki
vegna kaupa á minnihlutaeign eða yfirtöku á félagi. Lítt þekkt bókhalds-
regla kveður á um að Berkshire meti fjórðungshlut sinn í Kraft Heinz í
samræmi við það hvernig hagnaður félagsins breytist. Matvælarisinn
var rekinn með 10 milljarða dala tapi árið 2018 og neyddi það Berkshire
til að afskrifa 2,5 milljarða dala af fjárfestingu sinni. Á föstudag lækkaði
markaðsvirði Berkshire um 4,3 milljarða, og endurspeglaði það
öllu betur mat fjárfesta á horfunum hjá Kraft Heinz.
LEX
AFP
Warren Buffett:
kaflaskil
Stærstu fjármálafyrirtækin í Bret-
landi, með HSBC í broddi fylkingar,
hafa lagt til hliðar meira en hálfan
milljarð punda vegna einskipt-
iskostnaðar sem gæti hlotist af aukn-
um vanefndum skuldara í kjölfar
Brexit. Ekki eru þó allir lánveitendur
jafn svartsýnir á efnahagshorfur
Bretlands og fyrir vikið er mikill
munur á því hvernig þeir hafa búið í
haginn fyrir það sem koma skal.
Misjafn ótti
HSBC, Barclays, og Royal Bank of
Scotland hafa tekið frá viðbótar-
fjármagn af ótta við að hefðbundin
efnahagsmódel gefi ekki nógu ná-
kvæma mynd af þeirri áhættu sem
það á eftir að valda ef útgangan úr
ESB gengur ekki vel fyrir sig. Hins
vegar hafa keppinautar eins og Llo-
yds og Santander litið svo á að ekki
þurfi að gera neinar sérstakar ráð-
stafanir.
Tushar Morzaria, fjármálastjóri
Barclays, segir að „mjög erfitt [sé]
fyrir hagfræðinga að vita hvernig á
að bregðast við“ þegar þeir standa
frammi fyrir þeirri óvissu sem fylgir
Brexit.
Hann bætir við: „Við töldum að ef
við myndum bara miða við þær spár
sem hagfræðingar hafa gert, þá gætu
þær vanmetið tapsáhættuna, svo við
völdum að hafa vaðið fyrir neðan
okkur.“
Þurfa að taka tillit til ætlaðrar
þróunar næstu ára
Samkvæmt nýjum bókhalds-
reglum sem innleiddar voru á síðasta
ári þurfa bankar að gera ráð fyrir að
hagkerfið geti þróast á ýmsa vegu,
þegar þeir reikna út hvaða eign-
arýrnunar má vænta. Stóru lánveit-
endurnir hafa allir hækkað rýrn-
unarspár sínar miðað við að hagkerfi
Bretlands muni ganga verr en hefð-
bundnar spár kveða á um.
En Barclays gekk skrefinu lengra
eins og sjá mátti á „viðbótar ráð-
stöfun“ upp á 150 milljónir punda í
uppgjöri bankans sem birt var í síð-
ustu viku. RBS hafði þegar ráðstafað
100 milljónum punda á þriðja árs-
fjórðungi og HSBC samtals lagt til
hliðar 316 milljónir punda undan-
farna tólf mánuði.
Lloyds, Santander og TSB hafa
farið í hina áttina, og ekki dregið
neinar viðbótarfjárhæðir frá upp-
gjörum sínum vegna Brexit.
Sjá ekki merki um niðursveiflu
George Culmer, fjármálastjóri
Lloyds, segir að þegar bankinn birti
ársreikninga sína í síðustu viku hafi
félagið „alls ekki hundsað þá efna-
hagslegu óvissu sem er fyrir hendi“
en að ekki væri hægt að greina nein
merki niðursveiflu. António Horta-
Osório, forstjóri Lloyds, bætti við að
hann væri „fyllilega“ bjartsýnn um
framtíð Bretlands.
Bæði Lloyds og Santander hafa
lagt á það áherslu að lánasöfn þeirra
samanstanda að miklu leyti af lánum
sem bera litla áhættu, s.s. fast-
eignalánum með veði í íbúðar-
húsnæði, og ætti það að dempa þau
áhrif sem neikvæð þróun í hagkerf-
inu gæti haft á efnahagsreikning
þeirra. Ef spálíkön annarra fjármála-
fyrirtækja eru skoðuð kemur þó í ljós
að sum þeirra eru orðin ákaflega
svartsýn á það hversu þungur skell-
urinn kann að verða fyrir breskt
efnahagslíf.
Þrennskonar spár
Útreikningar HSBC á því hvernig
vanefndir skuldara kunna að þróast
byggjast á þrenns konar svartsýnis-
spám og miðast ein þeirra við að hag-
kerfi Bretlands skreppi að jafnaði
saman um 0,7% á ári næstu fimm ár-
in. Líkanið sem gerði ráð fyrir
minnstri niðursveiflu miðaðist engu
að síður við að atvinnuleysi næstu
fimm árin mundi verða að meðaltali
hærra en hæsta atvinnuleysisspá
TSB.
Ewen Stevenson, fjármálastjóri
HSBC, segir að bankinn hans hafi
ákveðið að gera ráð fyrir meira tjóni
þrátt fyrir að vera með smærri efna-
hagsreikning sem er ekki eins útsett-
ur fyrir mögulegri áhættu og rekstur
sumra keppinautanna. En hann
bætti við að HSBC gæti lagfært hjá
sér reikningana ef raunin yrði að
hagkerfinu vegnaði ekki eins illa og
sumir óttast.
„Að okkar mati höfum við verið
hæfilega varkár,“ segir hann.
Fólk í breska fjármálageiranum
hefur ekki hvað síst áhyggjur af þeim
áhrifum sem Brexit á eftir að hafa á
smá og meðalstór fyrirtæki. Næst-
komandi mánudag er von á að sam-
tökin UK Finance hleypi af stokk-
unum herferð sem miðar að þvi að
hjálpa smáum og meðalstórum fyr-
irtækjum að búa í haginn fyrir Brex-
it, m.a. í samvinnu við hagsmuna-
samtökin Federation of Small
Businesses.
Mjög ólíkar Brexit-
áætlanir bankanna
Eftir Nicholas Megaw og
David Crow í London
HSBC miðar við líkan sem
gerir ráð fyrir 0,7% sam-
drætti bresks efnahagslífs
næstu fimm árin.
AFP
Bankastofnanir hafa mjög misjafna sýn á hvaða afleiðingar það geti haft fyr-
ir rekstur þeirra ef Brexit-ferlið fer á versta veg. Margar hafa lagt fé til hliðar.