Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019FRÉTTIR Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar UMHVERFISVÆNIR POKAR • SORPPOKAR • PLASTPOKAR • MATVÆLAPOKAR • BURÐARPOKAR Allt um umhverfisvænu pokana á www.pmt.is ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Fyrstu helgina í september 2015 boðaði nýskipaður forstjóri bíla- framleiðandans Volkswagen fjörutíu æðstu stjórnendur fyrirtækisins á fund til að gera langtímaáætlun um hvernig þróa mætti reksturinn og efla. Tveimur vikum síðar komst VW í hann krappan eftir að upp komst að fyrirtækið hefði svindlað á útblástursprófum í heilan áratug. Herbert Diess, sem síðar var gerður að forstjóra VW Group, móð- urfyrirtækis VW og ellefu annarra ökutækjaframleiðenda, lítur núna á þennan örlagaríka mánuð sem upp- hafið að nýjum kafla í sögu stærsta bílaframleiðanda heims. Útblásturs-hneykslið flýtti fyrir því að ráðist var í uppstokkun sem var þá þegar orðin aðkallandi, enda ekki nema 2% afgangur af fram- leiðslu VW-bifreiða. Deiss segir VW í dag komið í þá stöðu að fyrirtækið geti orðið ráðandi á bílamarkaði framtíðarinnar. „Við settum öll vandamál okkar á borðið [þessa helgi] og stóðum á endanum uppi með 42 atriði og 16 mikilvægar aðgerðir til að ráðast í,“ sagði hann í viðtali við Financial Times á skrifstofu sinni í höf- uðstöðvum VW í Wolfsburg í Þýska- landi. Nýja stefnan fól í sér að gera þýska bílarisann kláran til að keppa við fjölda fjársterkra tæknifyrir- tækja, skutlþjónustufélaga sem þrengja að einkabílamarkaðinum, og rafbíla-sprota með Tesla og fjölda kínverskra framleiðenda í far- arbroddi. Áætlunin fól í sér að þróa raf- magnaða bílgrind, MEB-grindina, sem myndi geta gert VW leiðandi á heimsvísu í þróun rafbíla „fyrir milljónir kaupenda“, og um leið ryðja úr vegi keppinautum á borð við tæknifyrirtækið Tesla í Kali- forníu sem VW segir að geri raf- magnsbíla „fyrir milljónamæringa“. Þyrla kveikti á perunni Það var fyrir átta árum að sýn Deiss á framtíð rafbíla byrjaði að taka á sig mynd, þegar hann kom færandi hendi úr ferðalagi til Bandaríkjanna, með leikfangaþyrlu sem hann hafði keypt handa syni sínum. „Við flugum þyrlunni saman og þetta undratól hélst á lofti í um það bil tíu mínútur,“ segir hann og minnist þess hve merkilegt honum þótti þetta vera í ljósi þess hve raf- hlaðan í tækinu var smá. Varð hann sannfærður um að rafdrifin farar- tæki gætu verið framtíð ökutækja. „Þyrla er eitthvert óskilvirkasta tæki sem til er. Hún vinnur stöðugt á móti loftinu og þarf meira að segja auka skrúfu til að halda jafnvægi. Þyrla er líklega fimm sinnum óskil- virkari en flugvél.“ Diess, sem sat í stjórn BMW á þessum tíma, segist ekki hafa verið lengi að sjá hvað gæti komið næst: „Ef það er hægt að fljúga þyrlu með rafhlöðu, þá er léttur leikur að láta rafhlöðu skaffa orkuna fyrir bíl.“ En stjórnandi VW, sem er með doktorsgráðu í vélaverkfræði, við- urkennir að það sé „ekki alveg ljóst“ hvort það verður Volkswagen eða einhver af nýju sprotunum sem hafa forskotið í framleiðslu rafmagnsbíla. Fyrirtæki eins og Tesla geta byrjað með hreinan skjöld og síðan skalað sig upp á meðan risarnir sem fram- leiða milljónir bíla árlega þurfa að breyta rekstrinum eins og hann er í dag. „Ég held að Tesla sé að standa sig vel. Þau þurfa ekki að láta atburði fortíðarinnar vefjast fyrir sér. Þau þurfa ekki að eyða orku í að þróa næstu kynslóð bensínvéla, og geta því einbeitt sér að framtíðinni. Í því felst visst forskot.“ Hann reiknar þó með að Volkswa- gen geti tekið forystu þegar kemur að því að byggja upp mikla fram- leiðslugetu, en þar eiga sprotarnir „í miklum erfiðleikum“. VW- samsteypan seldi aðeins 40.000 raf- magnsbíla á síðasta ári en stefnir að því að framleiðslan verði komin upp í 200.000 eintök á næsta ári, og 3 milljónir árið 2025. „Sumir keppinautar okkar eru mun sneggri en við þegar kemur að hugbúnaði – dreifing og geta hug- búnaðar er svið þar sem við rekum ennþá lestina,“ segir hann. „En við erum góð í að skala upp svo við eig- um ágætis möguleika.“ Apple sem fyrirmynd Hann notar árangur Apple til við- miðunar, enda fyrirtæki sem er ekki endilega þekkt fyrir að vera fyrst með nýjar lausnir, en leiðandi þegar kemur að innleiðingu og fram- kvæmd. „Ef við skoðum Apple, þá eru þau í grunninn ennþá bara vélbún- aðarfyrirtæki,“ segir hann og vísar til þess að 62% af tekjum Apple koma frá sölu iPhone snjallsíma. „Varan er háþróuð, þökk sé hug- búnaðinum. Viðskiptavinirnir eru tryggir vörumerkinu út af þeim hug- búnaði sem þeim stendur til boða, en þegar upp er staðið koma tekjurnar frá vélbúnaðarhlutanum. Ég get al- veg séð fyrir mér að bílaframleiðsla geti þróast með svipuðum hætti.“ Volkswagen hyggst láta átta verksmiðjur í þremur heimsálfum framleiða rafmagnsbíla, og verður byrjað á Zwickau í Þýskalandi síðar á þessu ári. „Ef hægt er að nota hugbúnað í tíu milljón bílum frá okkur, þá er það tíu sinnum ódýrara en hjá fyr- irtæki sem þarf hugbúnað í milljón bíla. Árið 2023 eða 24 gæti það gefið okkur risavaxið forskot á sprotana.“ Volkswagen hefur ákveðið að verja 30 milljörðum evra í rafbíla á næstu fimm árum og hefur þegar skuldbundið sig til að kaupa raf- hlöður fyrir 50 milljarða evra til að nota í þeim 50 mismunandi gerðum rafbíla sem VW-samsteypan hyggst vera búin að setja á markað árið 2025. Hann er tregur til að segja til um hvort það nægi til að gera félagið leiðandi á heimsvísu árið 2030: „Ég gæti ekki einu sinni talið upp nöfnin á þeim sem verða í topp- slagnum. Það gæti verið Tesla, eða Apple, og kannski einhver frá Kína. Ég vona samt að það verði Volkswa- gen, og við vinnum mjög hart að því.“ Sjálfakandi 2030 Áætlanir VW um smíði sjálf- akandi bíla eru ekki eins skýrar. Diess kveðst hafa mikla trú á sjálf- akandi leigubílum en telur að það séu „allmörg ár“ í þannig farartæki. Sumir markaðsgreinendur hafa sett himinháan verðmiða á Waymo, dótturfélag Google sem þróar sjálf- akandi bíla, og verðmeta félagið hærra en Volkswagen, haldandi að borgarbúar muni bráðum geta hóað í sjálfakandi leigubíl og hætti þá að kaupa einkabíl fyrir heimilið. „[Waymo] er líklega of lágt metið ef fyrirtækið getur í raun skaffað þá vöru sem búið er að lofa,“ segir Diess. „Ef tæknin gæti virkað, og ef Waymo gæti skaffað lausn sem kæmi í stað allra leigubílstjóra og vörubílstjóra heimsins, þá myndi það veita þeim risastórt forskot og leiða til mjög hás markaðsverðs.“ Hann bætir við: „Er raunhæft að sjálfakandi leigubílar verði tilbúnir árið 2030? Já, sennilega.“ En þá „verðum við í stakk búin til að bregðast við. Þau láta sig dreyma um að þau muni sitja ein að þessum markaði“. Á sviði skutlþjónustu er VW að leita ýmissa leiða til að komast inn á markaðinn, þó ekki með beinum hætti. Í gegnum fyrirtækið Moia býður VW fólki að fá far með smá- rútum í tveimur þýskum borgum, og í Berlín stendur til boða skamm- tímaleiga á „We Share“ rafbílum sem eru á við og dreif um borgina. Diess er bjartsýnn á að þess hátt- ar þjónusta eigi erindi við mark- aðinn, og það jafnvel á svæðum þar sem skutl-risarnir hafa ráðandi stöðu. „Við sjáum að Lyft og Uber hafa átt í vandræðum í Bandaríkjunum,“ segir hann. „Báðum gengur illa að gera reksturinn arðbæran. Það sama má segja um Didi í Kína,“ seg- ir hann. „Ef fyrirtæki ætlar að leggja und- ir sig skutlmarkaðinn í tiltekinni borg þá mætti reikna með að verja 50 eða 100 milljónum evra í mark- aðsstarf, keppa af mikilli hörku og keppa í verði. Markaðurinn er ekki þannig að sá sem nái forskoti vinni allan pottinn.“ Mótbyrinn fékk VW til að taka slaginn Eftir Patrick McGee í Frankfurt Framleiðslugetan gæti hálpað VW-samsteypunni að ná forskoti á rafbíla- markaði. Sprotar á borð við Tesla hafa það forskot að geta einbeitt sér að raf- magnsbílum eingöngu. AFP Satya Nadella og Herbert Diess, forstjórar Microsoft og Volkswagen til- kynntu um samstarf fyrirtækjanna, Volkswagen Automotive Cloud, í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.