Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar ÁRNI SÆBERG Bandaríski bakpokaferðamaðurinn á Þingvöllumog íslenska fjölskyldan í Disneylandi erubirtingarmyndir stöðunnar: blómlegra efna- hagslegra tengsla milli Bandaríkjanna og Íslands. Við erum nú þegar stærsti einstaki viðskiptafélagi Ís- lands og mesta uppspretta beinna erlendra fjárfestinga, en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kom nýlega til Reykjavíkur með ákveðið stefnumark- mið: að styrkja efnahagslegt samband okkar enn frekar. Stærsta fréttin frá heimsókn hans var stofnun Efna- hagssamráðs Íslands og Bandaríkjanna, vettvangs til að útvíkka viðskipti og fjárfestingar milli þjóða okkar. Þeg- ar því verður ýtt úr vör mun Efnahagssamráðið ekki ein- ungis byggjast á kraftmikilli þátttöku háttsettra aðila frá ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Íslands, heldur einnig lykilaðila úr einkageiranum. Pompeo utanríkisráðherra sagði markmiðið vera að draga úr hindrunum og kostn- aði svo að bandarísk og ís- lensk fyrirtæki nytu góðs af betra aðgengi að mörkuðum hvert annars. Hann spáði því að rammasamningurinn myndi „bera ávöxt bráð- lega … en einnig á árunum og áratugunum framundan“. Bandaríkin eru eðlilegur samstarfsaðili Íslands, því við eigum sameiginlegar meginreglur og gildi er við stuðlum að sameiginlegri hagsæld okkar. Bandaríkin eru aðaláfangastaður heimsins þegar kemur að beinni erlendri fjárfestingu, því við höldum uppi sterku réttarríki og öryggisventlum fyrir fjárfesta. Við verndum hugverkaréttindi og fjármálakerfið okkar er opið og gagnsætt. Sú staðreynd að kraftmikið efna- hagskerfi okkar er stöðugt að vaxa og framleiða ný- sköpun sem er leiðandi í heiminum hefur jafnmikið vægi. Þegar kemur að hugarfari, þá deila Ísland og Banda- ríkin frumkvöðlaanda. Báðar þjóðir eru óhræddar við áhættu og drauma. Við í sendiráðinu höfum opnað dyr fyrir ungum ís- lenskum frumkvöðlum í Bandaríkjunum, leitt íslenskar viðskiptasendinefndir til að byggja tengsl í Bandaríkj- unum, stutt við innlenda hópa eins og Icelandic Star- tups og Startup Iceland, sem fæða af sér næstu kynslóð íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Síðar á þessu ári verð- ur utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna meðal gestgjafa frumkvöðlaráðstefnunnar Global Entrepreneurship Summit í Hollandi, þar sem saman koma leiðtogar ríkis- stjórna og einkageirans til að efla frumkvöðlastarf og sjálfbæra þróun um allan heim. Að auki erum við að taka á móti skráningum ís- lenskra fyrirtækja til að taka þátt í Select USA, sem er stærsta einstaka sýningin á fjárfest- ingamöguleikum Bandaríkjanna. Ég verð að segja að þessi sam- virkni er í mikilli mótsögn við starfshætti í Kína. Því miður reiðir annað stærsta hagkerfi heims sig á „óvægna efnahagslega starfshætti“ eins og Pompeo orðaði það. Mantr- an hans er: „Augun vel opin, tryggj- um að þeir samningar sem þjóðir gera við Kína séu í raun til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem í hlut eiga. Ég er þess fullviss að Íslendingar sjái kosti þess að halda áfram samstarfi við Bandaríkin. Fyrir örfáum vikum varð ég þeirra forréttinda að- njótandi að flytja hamingjuóskir til sigurliðs Hnakkat- hon-keppninnar, verkefnis á vegum Háskólans í Reykjavík þar sem sendiráð Bandaríkjanna er einn styrktaraðila. Sigurliðið stóð frammi fyrir þeirri áskor- un að finna nýjar skapandi leiðir til að tengja saman bandarískan og íslenskan sjávarútveg. Þessir vel gefnu ungu nemar komu með lausn sem notaði gervigreind til að tengjast betur bandaríska neytandanum. Þetta var ný hugmynd og sýndi hvernig meira að segja einn mikilvægasti og virtasti iðnaður Ís- lands getur haldið áfram að endurskapa sig. Þetta er hugsunin á bak við Efnahagssamráðið okkar. Við munum byggja á grunni langvarandi tvíhliða sam- bands okkar meðan við aðlögum okkur saman að efna- hag heimsins á tuttugustu og fyrstu öldinni. UTANRÍKISVIÐSKIPTI Jill Esposito starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Blómleg efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Íslands ” Þegar kemur að hugar- fari, þá deila Ísland og Bandaríkin frum- kvöðlaanda. Báðar þjóðir eru óhræddar við áhættu og drauma. FORRITIÐ Það er allt annað en létt að hafa yf- irsýn yfir störf annarra, og eftir því sem undirsátum og samstarfsfólki fjölgar verður erfiðara að henda reiður á hver er að gera hvað. Forritið Achieved er nokkuð sniðug lausn á þessum vanda; veitir aðhald en um leið sveigjanleika, og hjálpar notendum að fá betri hug- mynd um hvað kollegar þeirra eru að fást við. Notendur byrja vaktina á að skrifa inn stutta lýsingu á viðfangs- efnum dagsins og gera síðan verk- efnalista. Í þar til gerðu stjórnborði geta kollegarnir lesið þessa stuttu samantekt, sjá þannig í einni hend- ingu hvað allir eru að fást við, og geta boðið fram aðstoð sína ef við á. Í lok vinnudags blasir líka við hvernig öllum varð ágengt. Ætti flestum að hafa tekist að klára verkefnalistann – og geta verið stoltir af – á meðan öðrum auðn- aðist ekki að koma eins miklu í verk og stefnt var að. Stjórnendur geta nýtt þær upplýsingar bæði til að greina betur hverjir standa sig best, og líka til að grípa inn í ef eitt- hvað er að valda því að dýrmætir starfskraftar ná ekki að nýta vinnu- daginn nægilega vel. Achieved er í beta-prófunum eins og stendur og geta áhugasamir fengið að taka þátt í gegnum vefsíð- una www.getachieved.com. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvað þjón- ustan á eftir að kosta. ai@mbl.is Verkefni dagsins gerð öllum sýnileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.