Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 16
dk iPos snjalltækjalausn
fyrir verslun og þjónustu
Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi
Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri
510 5800, dk@dk.is, www.dk.is
dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar.
Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum
sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
25 sagt upp hjá Ölgerðinni
Draga Boeing og Airbus …
WOW semur við leigusala
Áhrifavaldar þurfa að greiða skatt
Vel undir veturinn búin
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
36 þúsund Íslendingar notast við ís-
lenska hugbúnaðinn Sportabler sem
samnefnt fyrirtæki hefur þróað sem
auka á skilvirkni og bæta á samskipti
í starfsemi íþróttafélaga. Vel þykir
hafa til tekist með fyrstu vöru fyrir-
tækisins sem er skipulagsapp fyrir
þjálfara sem geta á einum stað komið
skilaboðum til foreldra ungra iðkenda
í alls kyns tómstundastarfi. Fleiri
vörur eru í farvatninu að sögn Mark-
úsar Mána Maute, framkvæmda-
stjóra Sportabler sem var stofnað ár-
ið 2017.
„Fyrsta varan okkar snýr að þess-
um skipulagsþætti. Með henni ætlum
við að leggja grunninn að Sportabler.
En það er bara til þess að einfalda allt
skipulag og utanumhald um alla
þessa ósýnilegu vinnu sem er í kring-
um íþróttastarfið. Þegar það er búið
að straumlínulaga það er að hægt að
færa meiri fókus á að útvíkka mögu-
leika íþróttastarfsins. Eitt af því er að
koma þjálfun gildra og jákvæðra per-
sónuleikaþátta í gegnum íþróttir með
markvissum hætti,“ segir Markús
Máni í viðtali við ViðskiptaMoggann.
Markús Máni segir að fyrirtækið
hafi í samstarfi við ýmsa sérfræðinga
útbúið kennsluefni fyrir foreldra, iðk-
endur og þjálfara sem síðan aðlaga
efnið að sínum hópi. Að handritaskrif-
unum koma sérfræðingar á sínum
sviðum en Sportabler vann t.d. með
sálfræðingum sem skrifuðu um
sjálfstraust og núvitund.
Enn sem komið er býður Sporta-
bler upp á þjónustuna endurgjalds-
laust en fyrirtækið hlaut nýlega fjár-
mögnun sem veitir fyrirtækinu
tækifæri til þess að styrkja starfsem-
ina. Að sögn Markúsar er nú unnið að
leiðum til þessa að fjármagna félagið
til lengri tíma en fyrst og fremst
snýst vinnan um að sýna fram á nota-
gildi vörunnar. „Við þurfum að finna
eitthvað sem gengur fyrir alla aðila.
Bæði fyrir okkur sem fyrirtæki og
fyrir íþróttafélögin,“ segir Markús.
Skapti Hallgrímsson
Sportabler auðveldar mjög allt skipulag íþróttastarfs fyrir foreldra og félög.
36 þúsund nota
Sportabler
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Íslenska fyrirtækið Sport-
abler hefur þróað hug-
búnað sem auka á skil-
virkni og bæta á samskipti í
starfsemi íþróttafélaga.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ríkisstjórnin hefur nú greint fráfyrirheitum um að lengja fæð-
ingarorlof í 12 mánuði. Það er fagurt
fyrirheit og lengi hefur verið kallað
eftir því að foreldrum sé gert kleift
að fylgja nýfæddum börnum sínum
betur eftir fyrstu mánuði lífsins. Það
þekkja allir sem eignast hafa börn
að tíminn frá því að fæðingarorlofs-
rétti lýkur og þar til að börn fá inni á
leikskóla eða hjá dagmömmu getur
verið strembinn og sýna þarf útsjón-
arsemi til þess að láta „dæmið“
ganga upp.
En fyrirheit um 12 mánaða fæð-ingarorlof er aðeins hluti af úr-
lausnarefninu. Það þak sem sett hef-
ur verið á greiðslur úr fæðingar-
orlofssjóði veldur mörgum heimilum
miklum búsifjum og þótt stigin hafi
verið hænuskref í að hækka þessar
greiðslur þá dugar það hvergi nærri
til í tilfelli margra foreldra. Ungt
fólk sem komið er í góðar tekjur, oft
með miklar skuldbindingar á bakinu
í formi húsnæðis- og námslána, verð-
ur fyrir talsverðu tekjutapi vegna
þaksins.
Ef stjórnvöld ætla að lengja fæð-ingarorlofið verður þakið að
hækka samhliða því. Að öðrum kosti
eykst tekjutap margra barnafjöl-
skyldna í hlutfalli við lengingu or-
lofsins. Það er ósanngjarnt, ekki síst
í ljósi þeirrar staðreyndar að
greiðslur í fæðingarorlofssjóð koma
í gegnum tryggingagjald, en það er
eðli máls samkvæmt hærra af hærri
tekjum.
Fyrirheit
sem litlu
skila
Spaugstofunni hefði ekki einusinni dottið í hug atriði þar sem
seðlabankastjóri lýsti því yfir að að-
stoðarseðlabankastjórinn væri ekki
undirmaður hans. En það datt
bankastjóranum sjálfum í hug. Ein-
hverjir hlógu að því uppátæki og
héldu vísast að þarna væri á ferðinni
upptaktur að árshátíð Seðlabankans
sem þá var á næsta leiti. En það var
engin ástæða til að hlæja. Þarna sást
glitta í hugarfar sem heltekið hefur
Seðlabankann á síðustu árum. Hug-
arfar og dómgreind sem tekist hefur
að snúa öllu á hvolf og valda bank-
anum og borgurum þessa lands
verulegu tjóni.
Og enn safnast í sarpinn þann.Greinargerð bankaráðs Seðla-
bankans er einn stór áfellisdómur
yfir stjórnsýslu bankans – bæði hinu
ólánsama og ógeðfellda gjaldeyr-
iseftirliti sem þar var komið á lagg-
irnar, og öðrum stofnunum bankans
einnig. Annar stór áfellisdómur er
sú niðurstaða sem leiðir til þess að
Seðlabankinn þarf, hrakinn út í
horn, að endurgreiða tugmilljóna
sektir sem hann lagði á einstaklinga
og lögaðila vegna meintra brota
gegn gjaldeyrislögum á árunum
2009-2011. Leggjast þær endur-
greiðslur ofan á þær 114 milljónir
sem Hæstiréttur hefur skipað bank-
anum að endurgreiða vegna annarra
viðlíka ákvarðana sem teknar voru á
árabilinu 2012-2018.
Og þarna hefðu einhverjir taliðað nóg væri nóg. En nú hefur
verið gert opinbert bréf, óformlegt
að sögn höfundar, sem seðla-
bankastjóri sendi forsætisráðherra.
Þar reynir hann að bera í bætifláka
fyrir afbrot bankans og valdníðslu á
síðustu árum. Að einhverju leyti í af-
sökunartón, en alltaf glittir í þá
sannfæringu að bankinn hafi mátt
og átt að þjösnast á fólki og fyrir-
tækjum í því skyni að tryggja nauð-
synlegan „fælingarmátt“.
Þetta eintal verður lengi í minnumhaft, en kann að baka höfund-
inum meiri vandræði en virðist við
fyrstu sýn. Um það skal tekið eitt
dæmi af of mörgum sem mætti
nefna. Varðar það fræga húsleit
Seðlabankans og annarra yfirvalda á
skrifstofum Samherja. Um for-
sendur húsleitarinnar segir hann:
„Allt þetta gaf sterka vísbendingu
en var ekki talið nægjanlegt til að
hægt væri að fullyrða að rökstuddur
grunur lægi fyrir um brot sem
myndi nægja til að beita stjórnvalds-
sektum eða kæra mál til lögreglu.“
Þessi ummæli þyrfti að skoða gaum-
gæfilega í samhengi við 74. Grein
sakamálalaga frá því herrans ári,
2008.
Eintal seðlabankasálar
Bresku stöðvarnar
BBC og ITV ætla að
bjóða upp á streym-
isveituna BritBox til
höfuðs Netflix.
Ný streymisveita
BBC og ITV
1
2
3
4
5