Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 9
flúið úr aðstæðunum. Ég er í mun betri tengslum við gamla vini mína úti eftir heimsókn- ina. En með þessu vissi ég hvar ég vildi búa.“ Og Fida skráði sig aftur í kvöldskóla og nú var hún staðráðin í að ljúka náminu sem hún hafði svo lengi þráð að gera. „Aftur lenti ég á vegg. Ég var búin með raun- greinarnar en náði ekki íslenskunni nógu vel. Þá óskaði ég eftir undanþágu hjá Háskóla Íslands þrisvar sinnum. Í hvert sinn sem ég fékk höfnun fékk ég sting í hjartað. En árið 2007 var háskólabrú Keilis stofnuð. Ég sá auglýsingu þegar ég lá heima í sófa eitt kvöldið og ákvað að láta á það reyna. Ég var rosalega kvíðin vegna þess að ég var orðin ofboðslega hrædd við meiri höfnun. Ég fór í viðtal og mér var ótrúlega vel tekið. Þá flutti ég til Keflavíkur. Nokkrum mán- uðum eftir að ég byrjaði kallaði námsráðgjafinn á mig og sendi mig í greiningu. Þá kom í ljós að ég var með lesblindu. Það kom ekki í ljós fyrr en ég var 26 ára. Þá fékk ég hljóðbækur og lengri tíma í prófum og þá náði ég íslenskunni, ensk- unni og öllu þessu bóklega. Það reyndist ekkert mál. Mínir eigin fordómar og annarra, um að ég væri bara útlendingur sem kynni ekki íslensku, höfðu haldið aftur af mér. En þarna fann ég lausnina.“ Fida segist munu þakka Keili stuðninginn ævilangt. Þar hafi hún fengið tækifærið sem skipt hafi sköpum. „Þegar ég var komin með stúdentsprófið ákvað ég að skrá mig í orku- og umhverfis- tæknifræði, sem er samstarfsnám milli Keilis og Háskóla Íslands. Þarna sameinaðist svo margt sem ég var hrifin af. Fyrir utan að þetta var kennt í Keflavík þá er þetta mikið verklegt og tækifæri til að vinna talsvert í höndunum og það hefur alltaf átt mjög vel við mig. Þetta var BS- nám og svo er hægt að taka stærra lokaverkefni og fá þá starfsheitið orku- og umhverfistækni- fræðingur og það var leiðin sem ég valdi.“ Og í náminu urðu borholurnar á Hellisheiði á vegi Fidu. Og þegar hún taldi sig hafa fundið leið til að losa steinefnin úr vatninu lék henni forvitni á að vita hvaða efni þetta í raun væru og hver virkni þeirra væri. Var kannski hægt að búa til verðmæti úr úrgangi sem félli til við framleiðslu rafmagnsins? „Þá fór ég að rannsaka innihaldsefnin og sá að kísill var þar ráðandi. Það leiddi til þess að ég fór að skoða hvaða áhrif kísill hefur á líkamann, bakteríur og sveppi. Þá sá ég að þetta er eftir- sótt efni í húðvörur, áburð, fæðubótarefni og til framleiðslu í tæknibúnaði. Um þetta fjallaði lokaverkefnið mitt. Burkni Pálsson, samnem- andi minn, var á sama tíma að rannsaka hvernig hægt er að hreinsa kísilinn svo hann sé nærri 100% hreinn. Það er mikilvægt svo hægt sé að nota hann í fæðubótarefni og tæknibúnað.“ Sáu tækifæri í úrganginum Þarna sáu þau mikil tækifæri og enn fleiri áskoranir. Þau útskrifuðust en atvinnuleysi var enn talsvert, ekki síst í Reykjanesbæ. Þau kom- ust því á þá skoðun að þau yrðu að búa sér til verkefni af eigin rammleik. „Við Burkni settumst niður í stofunni heima hjá mér og sendum inn nákvæma umsókn til tækniþróunarsjóðs. Við sögðumst vilja fram- leiða fæðubótarefni því kílóverðið af þeirri framleiðslu var miklu hærra en í framleiðslu sem tengist tæknibúnaði, fylliefnum eða húð- vörum. Góður kísill getur kostað um 2.000 doll- ara á kílóið í þessari framleiðslu en hvergi í heiminum hefur mönnum dottið í hug að fram- leiða hann úr vatni. Og það er svosem ekkert skrítið. Kísillinn er leiðinlegt efni að því leyti að hann fellur alls staðar út og hefur áhrif á tækni- búnað. Meira að segja er þetta úrlausnarefni í búnaðinum sem við höfum þróað og látið smíða fyrir framleiðsluna okkar hér á Hellisheiði.“ Styrkurinn fékkst; 30 milljónir á þremur ár- um, og þá fór boltinn að rúlla. Þau þróuðu fram- leiðslubúnað en fjármagnið hefur hingað til ver- ið af svo skornum skammti að þau hafa ekki aflað einkaleyfa á þróuninni. „Nú hillir undir að við getum farið í þá vinnu, en við höfum verndað hugverk okkar og upp- finningar vel. Þannig höfum við ekki leyft heim- sóknir eða myndatökur nærri búnaðinum og þá höfum við ekki viljað birta greinar um fram- leiðsluna. En það breytist vonandi brátt.“ Nýlega var tilkynnt að nýir fjárfestar hefðu lagt yfir 100 milljónir inn í félagið og er lífeyr- issjóðurinn Lífsverk í þeim hópi. Fida segir fjárfestinguna koma sér vel enda kostn- aðarsamt að koma vörunni á markað erlendis. „Það er mjög kostnaðarsamt að hefja mark- aðsstarfið erlendis. Þar mun öll orka okkar liggja á komandi árum. Við sáum að varan er ekki að seljast af því að hún er íslensk. Jafnvel þótt það hjálpi. Varan selst því hún virkar og við sjáum fólk kaupa hana aftur og aftur og aftur. Og markaðurinn úti er gríðarlega stór.“ Og líkt og Fida segir er reynsla komin á söl- una úti. Þannig hefur fyrrnefnd þýsk netversl- un tekið vöruna inn í framboð sitt. Fida segir að það hafi í raun gerst fyrir tilviljun og án frum- kvæðis af hennar hálfu. „Innkaupastjóri þessa fyrirtækis, sem sér- hæfir sig í náttúruvörum, var stödd hér á landi. Þá rakst hún á vöruna frá okkur og keypti hana. Þau eru að selja kísil undir eigin merkjum en eftir að hafa kynnt sér framleiðsluna hjá okkur voru þau sannfærð um að þau yrðu að fá hana í sölu hjá sér. Eftir samninga komu þau hingað til lands og undirrituðu samning um samstarf milli okkar.“ En þarna ætlar Fida ekki að staldra við. Hún hefur mun stærri áætlanir í huga og næsta skref í því skyni að hrinda þeim í framkvæmd verður stigið í Sviss nú í maí. „Við ætlum að mæta til leiks á Vita Foods- kaupstefnunni 6.-9. maí næstkomandi í Genf. Það er stærsta hráefnissýning í heimi og við verðum þar með sjö starfsmenn á svæðinu. Þarna ætlum við að ná í samninga um alla Evr- ópu og ég hef mikla trú á að þetta muni takast. Þetta verður mikilvægt skref fyrir okkur en það er á sama tíma mjög kostnaðarsamt.“ Framleiðslugetan gríðarleg Spurð út í framleiðslugetu fyrirtækisins segir Fida að þar liggi enginn flöskuháls inn í fram- tíðina. „Meðan við vinnum jarðhita á Íslandi verður nóg til af kísli. Framleiðslugetan hjá okkur í dag er mun meiri en eftirspurnin sem stendur. En við vonumst til að breyta því. Í fyrra seldum við um 30 þúsund einingar af vörunum okkar og á þessu ári teljum við að við getum tvöfaldað þá sölu. Við fjárfestum í nýjum tæknibúnaði árið 2016 og hann gerir okkur í raun kleift að fram- leiða allt að eina milljón eininga á ári þannig að við eigum mikið inni. Það er mjög erfitt fyrir tæknifræðing að horfa upp á svona mikla van- nýtta framleiðslugetu þannig að ég ætla að gera allt sem ég get til að auka söluna hratt á kom- andi árum.“‘ Og hún segir að mögulega sé raunhæft að fullnýta framleiðslugetuna á næstu fimm árum. „Ég segi það með fyrirvara um að ef við náum mjög stórum samningum þá gæti þetta gerst hraðar. En það er nauðsynlegt að vera raunsær. Við ætlum að sigra heiminn en við verðum að gera það skref fyrir skref. Þótt varan sé alveg frábær þá selur hún sig ekki sjálf. Samkeppnin á þessum markaði er mjög hörð og við vinnum dag og nótt við að koma okkur á framfæri.“ Framleiðslan fer öll fram hér heima en Fida segir að fyrirtækið líti ekki á það sem sjálfstætt markmið að vera með alla framleiðslulínuna á eigin hendi. „Við kaupum mikla þjónustu og við höfum ákveðið að gera það hér heima og standa með íslenskum iðnaði. Flöskurnar utan um vöruna sjálfa koma frá Plastiðjunni og Prentmet prent- ar ytri umbúðirnar. Við kaupum átöppunar- þjónustuna hérna heima og þannig gæti ég talið áfram. Okkur finnst þetta mikilvægt þótt það kosti peninga.“ Hún segir að fyrirtækið þurfi einnig að leita út fyrir landsteinana ef það ætli að vaxa áfram. „Við þurfum að opna lageraðstöðu í Evrópu og þar verður Holland líklegast fyrir valinu. Það er forsenda þess að við getum virkjað net- verslunina okkar almennilega. Án vöruhúss í Hollandi getum við ekki tryggt afhendingar- öryggi og lægri sendingarkostnað.“ Og geoSilica horfir víðar en til Evrópu. Fida segir að þar komi Kína til greina og einnig Bandaríkjamarkaður. „Það er ekki auðvelt að koma sér inn á þessa markaði og við viljum fara varlega í sakirnar svo við gerum ekki alvarleg mistök. Þar höfum við lært af reynslu margra annarra fyrirtækja sem gengið hafa til samninga, ekki síst í Kína, sem síðan hafa bundið fyrirtækin og komið í veg fyrir að þau gætu vaxið eins og þau þurfa. Hvað Bandaríkin varðar þá er sennilegt að við verðum að byggja upp starfsemi þar í stað þess að vera einvörðungu með sölu og dreifingu í landinu. Það er flókið mál að útskýra en þetta er í skoðun og ég er sannfærð um að við finnum leið sem tryggir okkur inn á þennan risastóra markað.“ Klínískar rannsóknir á virkni vörunnar Fida segir að það sem sannfæri hana um bjarta framtíð geoSilica séu ótrúlegar frásagnir viðskiptavina fyrirtækisins. „Fólk gerir sér sérstaklega ferð hingað í Reykjanesbæ til þess að segja okkur hvernig þessi vara hafi breytt lífi þess. Fólk sem hefur leitað að vöru til að slá á ýmsa kvilla, m.a. gigt, segir að eftir eina eða tvær flöskur af geoSilica sé líf þess miklu betra. Þetta staðfestir í mínum huga að þessi framleiðsla er einstök.“ Og nú hefur fyrirtækið ákveðið að efna til samstarfs við Wageningen-háskóla í Hollandi um klínískar rannsóknir á vörum fyrirtækisins. Er þeim ætlað að færa sönnur á hina góðu virkni efnanna. „Við höfum lagt inn styrk hjá ESB í tengslum við verkefnið Horizon 2020 sem miðar að því að efla nýsköpun í Evrópu. Það er styrk- ur sem gæti skilað okkur 200 milljónum króna til þessara rannsókna og við erum komin inn í þetta ferli. Ég veit auðvitað ekkert hvernig það endar eða hvort við fáum styrkinn. Við ætlum ekki að láta þetta standa og falla með honum en það myndi flýta ferlinu og auðvelda okkur verk- ið.“ Draumarnir geta ræst Þegar blaðamaður biður Fidu að líta yfir far- inn veg og hugsa til dagsins þegar hún kom til Íslands ásamt móður sinni og systkinum er ekki laust við að vart verði við kökk í hálsi – hjá blaðamanni. En augu hennar verða fjarræn og það er ljóst að hún hefur rifjað upp langa sögu, sem bæði er mörkuð stórum sigrum en einnig miklum erfiðleikum. En saga Fidu er til merkis um að draumar geta ræst. Jafnvel þeir sem virðast afskaplega fjarlægir í fyrstu. Lítil stúlka frá Palestínu brýst til mennta í fjarlægu landi við heim- skautsbaug. Aldarfjórðungi eftir að hún steig út úr vélinni í Keflavík hefur hún byggt upp fyrirtæki sem hefur allar forsendur til að verða milljarða virði og skapa störf, bæði hér heima og erlendis. Morgunblaðið/RAX r kísilframleiðslu óendanlegir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 9VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.