Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 7
hurðakarma og bekki líkt og gert
hefur verið til þessa. Er markmið
EUMEPS, Samtaka frauðplast-
framleiðenda í Evrópu að árið 2025
verði helmingur frauðplastkassa í
álfunni endurunninn.“
Ef til vill er lífrænt
frauð framtíðin
Framleiðendur halda áfram að
leita leiða til að gera umhverf-
isvænni kassa og nefnir Björn að í
Noregi hafi efnisminni frauð-
plastkassar verið fáanlegir um
nokkurt skeið. Þá hafi verið gerðar
áhugaverðar tilraunir s.s. með
pappaumbúðir og kassa úr bylgju-
plasti. „En það eru matvælin sem
verið er að flytja á milli staða sem
skipta mestu máli og má ekki gefa
neinn afslátt af einangrunargetu,
styrk og vatnsheldni,“ segir hann.
„Allt frá 8. áratugnum hefur fólk
spáð því að dagar frauðplastsins
væru taldir, en frauðplastkassar
þjóna enn hlutverki sínu vel og
áberandi betur en samkeppnisvör-
urnar. Væri það þá helst einhvers
konar lífrænt frauð sem gæti ein-
hverntíma í framtíðinni leyst plastið
af hólmi án þess að fórna helstu
kostunum.“
Vöruþróunin mun halda áfram
hjá Tempra og verður gaman að sjá
hvort þar takist t.d. að þróa frauð-
plastbox sem staflast betur þegar
þau eru tóm. „Einn norskur fram-
leiðandi fékk nýsköpunarverðlaun
fyrir áhugaverða lausn þar sem
frauðplastkassinn sem staflað er of-
an á virkar eins og lok fyrir kassann
sem er undir, svo að ekki þarf að
vera sérstakt lok á hverjum kassa.
Þegar á reyndi nýttist þessi hönnun
ekki eins vel og vonir stóðu til því að
seljendur þurfa iðulega að geta
skipt hverri sendingu upp í staka
kassa sem þeir senda hingað og
þangað.“
Frauðplastkassar eru þær umbúðir
sem mest eru notaðar við útflutning
á ferskum fiski. Er betra efni ekki í
boði, enn sem komið er, og því mik-
ilvægt að hanna kassana þannig að
þeir noti ekki meira frauðplast en
þarf svo lágmarka megi umhverfis-
áhrif sjávarútvegsins.
Innan skamms
eru væntanlegir
nýir frauð-
plastkassar frá
Tempra og búið
að betrumbæta
eldri hönnun svo
að nota má allt að
12% minna plast
við framleiðsluna.
Björn Margeirs-
son, rannsóknastjóri Tempra og
lektor í vélaverkfræði við HÍ, leiddi
verkefnið og fékk til liðs við sig
meistaranemana Helgu Lilju Jóns-
dóttur og Sigurð Jakob Helgason:
„Sem hluta af meistaraverkefni sem
snérist um hönnun léttari laxakassa
gerði Sigurður burðarþolslíkan af
núverandi kassa og hóf í framhald-
inu tilraunir til að skoða hvar mætti
þynna kassann og breyta lögun
hans til að spara frauðplast en þó
viðhalda nægilegum styrk. Helga
Lilja þróaði á sama tíma varma-
flutningslíkan sem gerði henni fært
að spá fyrir um breytingar á hita-
stigi inni í kassanum ef t.d. fisk-
urinn þyrfti að bíða á flugvelli í hálf-
an sólarhring á heitum degi.“
Útkoman er ný gerð laxakassa,
sem taka á bilinu 20-22 kg af slægð-
um laxi, og fara um 670-80 gr af
frauðplasti í hvern kassa í stað 750
gr áður. Einnig tókst að betrum-
bæta flakakassana svokölluðu, sem
geta geymt 3-5 kíló af fiski, og
minnka frauðplastið í hverjum
kassa um 5% eða þar um bil.
Notum milljónir kassa
Björn segir muna mikið um hvert
prósentustig og að hjá fyrirtæki
eins og Tempra, sem framleiði millj-
ónir frauðplastkassa árlega, hafi 5
eða 10% minni plastnotkun mjög já-
kvæð áhrif. „Við munum í framhald-
inu gera frekari tilraunir með að
minnka rúmþyngdina á plastinu,
með því að leyfa því að þenjast
meira í framleiðslunni, en þurfum
sem endranær að gæta þess að
ganga ekki of langt svo að kassinn
verði ekki of veikbyggður.“
Að sögn Björns þurfa útflytj-
endur að vega og meta hvaða kassar
henta þeim best og verða eldri og
þyngri gerðir frauðplastkassa áfram
í boði hjá Tempra. Reiknar Björn
ekki með að léttari kassarnir verði
notaðir í flutninga með flugi enda
geti það haft veruleg vandræði í för
með sér ef gat kemur á kassa með
sjávarafurðum um borð í flugvél.
Hins vegar ættu efnisminni kass-
arnir að henta fyrir flutninga á sjó
og landi og munu létta kaupendum
lífið enda eru það þeir sem hafa
þrýst á umbúðaframleiðendur að
finna lausnir til að minnka það
magn af frauðplasti sem fellur til í
viðskiptum með sjávarafurðir.
„Samkvæmt nýlegum skýrslum eru
um 25% af frauðplastkössum sem
fara til Evrópu endurunnin, í kring-
um 30% þeirra nýtt til orkuvinnslu
en afgangurinn – á bilinu 45-50% –
endar í landfyllingum,“ útskýrir
Björn og bætir við að sjávarútveg-
urinn sé meðvitaður um mikilvægi
þess að auka hlut endurvinnslu.
„Núna standa yfir tvö stór Evrópu-
verkefni þar sem leitað er leiða til
að bæta endurvinnsluaðferðir og
breyta notuðum frauðplastkössum
aftur í pólísterín svo að gera megi
nýja kassa úr þeim gömlu, frekar en
að nýta í aðrar plastvörur eins og
Umhverfisvænni frauðplastkassar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Tempra hefur þróað kassa
sem nota á bilinu 5-12%
minna plast án þess að
fórna miklum styrk eða
einangrunargetu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mynd úr safni af starfsfólki að pakka fiski í frauðplastkassa. Í Evrópu er unnið að því að auka endurvinnslu frauðplasts.
Björn
Margeirsson
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 7
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Varahlutir í allar
Cummins vélar
Fljót og áreiðanleg þjónusta
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Afurðaverð á markaði
27. febrúar 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 292,73
Þorskur, slægður 347,14
Ýsa, óslægð 257,49
Ýsa, slægð 276,10
Ufsi, óslægður 128,46
Ufsi, slægður 159,09
Gullkarfi 250,38
Blálanga, slægð 178,95
Langa, óslægð 223,01
Langa, slægð 233,09
Keila, óslægð 91,11
Keila, slægð 82,00
Steinbítur, óslægður 181,15
Steinbítur, slægður 249,36
Skötuselur, slægður 550,35
Skarkoli, slægður 322,68
Þykkvalúra, slægð 881,83
Skrápflúra, slægð 10,00
Bleikja, flök 1.501,00
Gellur 1.007,00
Grásleppa, óslægð 48,56
Hlýri, slægður 268,51
Hrogn/þorskur 448,83
Lúða, slægð 238,47
Lýsa, óslægð 70,74
Lýsa, slægð 43,00
Rauðmagi, óslægður 181,29
Skata, slægð 89,88
Tindaskata, óslægð 0,00
Trjónukrabbi oslaegt 26,00
Undirmálsýsa, óslægð 149,45
Undirmálsýsa, slægð 166,93
Undirmálsþorskur, óslægður 190,39
Undirmálsþorskur, slægður 206,99