Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS
Heiðveig María Einarsdóttir krefst þess að kosið verði að nýju um
stjórn og formann Sjómannafélags Íslands eftir að félagsdómur komst
að þeirri niðurstöðu að brottrekstur hennar úr félaginu hefði falið í sér
brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.
„Ég vil eiga þann rétt að geta kosið um stjórn í þessu félagi, hvort
sem ég er í framboði eða ekki,“ sagði Heiðveig í samtali við 200 mílur.
Hún kvaðst ekki vera búin að gera upp hug sinn um hvort hún vilji
bjóða sig fram aftur, komi til kosninga að nýju. Hún segir að meðferðin
sem hún fékk í tengslum við framboðið til formennsku á síðasta ári hafi
tekið á. Henni var vísað úr sjómannafélaginu og lista hennar hafnað.
„Ég ætla aðeins að hugsa málið. Ég viðurkenni það að þetta er búið
að taka á mig og þá sem standa mér næst, meðal annars börnin mín.
Það er ófyrirgefanlegt að mínu mati,“ segir Heiðveig.
Morgunblaðið/Eggert
Heiðveig segir meðferðina í tengslum við framboðið hafa tekið á.
„Ófyrirgefanlegt“ og
eðlilegt að kjósa að nýju
„Núna bíða bara allir eftir því að
sjá hvað gerist. Annars vegar hvað
æðri máttarvöld gera og hins vegar
hvað stjórnvöld gera,“ segir Karl
Óttar Pétursson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar.
Sveitarfélagið er eitt þeirra sem
horfa fram á töluvert tekjutap af
völdum aflabrests í loðnu, en ekki
er útlit fyrir að gefnar verði út afla-
heimildir fyrir lok vertíðarinnar,
sem eru alla jafna um miðjan mars-
mánuð.
Bæjarráð Fjarðabyggðar sam-
þykkti á mánudag að fela fjár-
málastjóra sveitarfélagsins að fara
yfir fjárhagsleg áhrif loðnubrests á
tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs
bæjarins og leggja fyrir bæjarráð.
„Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri
en í Fjarðabyggð og ljóst er að
loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á
fjárhag sveitarfélagsins. Þá er einn-
ig mikið áhyggjuefni að ekki er búið
að ljúka samningum um kolmunna-
veiðar í færeyskri lögsögu, sem
ekki síður hefur mikil áhrif á sjáv-
arútvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð,“
sagði í ályktun ráðsins.
Karl Óttar segir í samtali við 200
mílur að líklega verði niðurstöður
fjármálastjórans kynntar á fundi
bæjarráðs á mánudag.
„Þó er óhætt að segja að þetta
eru umtalsverð áhrif sem þetta mun
hafa, og við þurfum í raun aðeins að
fá að vita hversu mikið við þurfum
að draga saman hjá okkur,“ segir
Karl Óttar.
„Þetta hefur klár áhrif á sjáv-
arútvegsfyrirtækin – tekjurnar
þeirra lækka, sem hefur svo áhrif á
fólkið í sveitarfélaginu sem vinnur
við þetta, sem síðan hefur áhrif á
útsvarstekjur sveitarfélagsins.“
Hann segir það bæta gráu ofan á
svart að íslensk stjórnvöld hafi ekki
enn náð samkomulagi um kol-
munnaveiðar. „Þannig að fimmtíu
prósent af kolmunnaveiðum eru í
uppnámi líka. Við höfum þess vegna
miklar áhyggjur af því hvernig
þessi vertíð muni leika samfélagið
okkar í Fjarðabyggð í heild sinni.“
„Ekki bara okkar verkefni“
„Þetta er smátt og smátt að
koma í ljós þessa dagana og vik-
urnar. Við fylgjumst með þessu og
munum ræða stöðuna og hafa til
hliðsjónar við okkar vinnu,“ segir
Þór Steinarsson, sveitarstjóri
Vopnafjarðarhrepps. Hann bendir á
að það sé vel þekkt ástand að afla-
brestur verði í loðnu og að slíkt eigi
sér stað á um það bil tíu ára fresti.
„Þetta er einfaldlega sá raun-
veruleiki sem við búum við, í þess-
um sjávarplássum úti á landi.
Reksturinn okkar er háður mjög
fáum þáttum og líf fólks þar með.“
Staðreyndin sé sú að sveit-
arfélögin á norðausturhorni lands-
ins stóli að verulegu leyti á uppsjáv-
arveiðar og vinnslu uppsjávar-
afurða.
„En það er ekki bara okkar verk-
efni að huga að því hvernig eigi að
koma til móts við ástandið þegar
þessar aðstæður skapast. Það finnst
mér ekki, þar sem hérna verða til
mjög miklar tekjur sem nýtast öll-
um. Menn hljóta að vilja passa upp
á fjárfestingarnar sínar, jafnt ein-
staklingar sem ríki,“ segir hann.
„Við erum meðvituð um það að
við búum ekki alveg við þær að-
stæður sem við gerðum ráð fyrir í
nóvember við mótun fjárhagsáætl-
unar. Við munum því reyna að
mæta þessu og vera ábyrg í okkar
rekstri.“
„Sá raunveru-
leiki sem við
búum við“
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Ef fram fer sem horfir og
engin loðna verður veidd á
komandi vikum má búast
við töluverðum áhrifum í
þeim sveitarfélögum sem
reiða sig á uppsjávarveiðar.
Morgunblaðið/RAX
Horft út á haf á síðustu vertíð, þar sem skipin voru að loðnuveiðum. Útlit er fyrir enga loðnuveiði að þessu sinni.
Greint var frá því í Morg-
unblaðinu í gær að líklegt er
að um eða upp úr helgi fari
skip, í samvinnu Hafrann-
sóknastofnunar og útgerða
uppsjávarskipa, til vöktunar
á loðnu og til að kanna
hvort vestanganga geti
hugsanlega verið á ferðinni
inn. Byrjað verði í Víkurál og
síðan leitað norður og aust-
ur eftir veðri og fréttum af
miðunum.
Á samráðsfundi Hafrann-
sóknastofnunar og útgerðanna á þriðjudag kom fram sýn um að halda
vöktun áfram. Þá var einnig talið líklegt að skip verði sent til að kanna
loðnugönguna sem er á leiðinni með suðurströndinni og hvort hún sé
ekki á svipuðu róli og í mælingum fyrir austan land nýlega.
Byrjað verði í Víkurálnum
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
Árni Friðriksson, skip Hafrannsóknastofn-
unar. Loðnu hefur verið leitað í margar vikur.