Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 28

Morgunblaðið - 02.03.2019, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 ✝ Kristjana RíkeyMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1968. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Húsavík 21. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Magnús Gunnlaugsson, f. 10. nóvember 1939, d. 3. ágúst 2006, og Guðfinna Ríkey Einarsdóttir, f. 16. janúar 1945. Systur Krist- jönu eru: Guðbjörg, f. 15. júní 1973, giftist Pétri Yngva Yama- gata, f. 31. mars 1974, þau skildu. Þeirra dætur eru Erna Hannes, f. 1956, kvæntur Elfu Signýju Jónsdóttur; Kristín, f. 1960, d. 2016; Páll Aðalsteinn, f. 1962, kvæntur Jóhönnu Björgu Hansen; og Anna Helga, f. 1963, gift Halldóri Páli Gíslasyni. Börn Kristjönu og Sigurgeirs eru: 1) Hildur, f. 3. mars 2000. 2) Ríkey, f. 24. desember 2002. 3) Magnús Máni, f. 14. október 2005. Kristjana ólst upp í Kópavogi, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Kópavogi 1988 og kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1993. Hún fluttist til Húsavíkur og starfaði lengst af sem kennari við Borgarhóls- skóla og sinnti þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hún tók virk- an þátt í félagslífi og var m.a. í stjórn fimleikadeildar og blak- deildar Völsungs. Útför Kristjönu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 2. mars 2019, klukkan 14. Mist, f. 1998, og Katla, f. 2003; Halla, f. 19. júní 1975, gift Hlífari S. Rúnarssyni, f. 22. ágúst 1973. Þeirra börn eru Selma Líf, f. 1997, Kári Steinn, f. 1999, og Daði Fannar, f. 2007. Hinn 31. maí 2003 giftist Krist- jana Sigurgeiri Höskuldssyni, f. 26. september 1968. Foreldrar hans eru Hösk- uldur A. Sigurgeirsson, f. 19. maí 1932, og Hólmfríður Jóna Hannesdóttir, f. 17. nóvember 1930. Systkini Sigurgeirs eru: Kristjana systir hefur kvatt þennan heim allt of snemma. Eftir sitja minningar um eina af best gerðu manneskjum sem við höfum þekkt um ævina og því voru það í raun forréttindi að fá að fylgja henni í gegnum lífið. Hún var elst okkar systra úr Vogatungunni og sinnti því hlut- verki af elsku og hlýju. Kristjana var okkur góð fyrirmynd, var góð við alla og tók öllum eins og þeir voru. Í raðhúsinu okkar í Vogatungu var stór hópur af börnum og vorum við litlu systur iðulega velkomnar í leiki með Kristjönu og hinum stóru krökk- unum á stóra túninu og þá var sko gaman. Við eigum líka góðar minningar um það þegar við systur spiluðum saman jólalög á aðventunni, Kristjana á píanó og við hinar á blokkflautu eða fiðlu. Í minningunni voru þetta hinir bestu tónleikar og vorum við systur að rifja þetta upp saman í desember síðastliðnum í heim- sókn okkar til Kristjönu og fór- um saman yfir jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum sem við sungum einnig saman á aðvent- unni í gamla daga við undirleik Kristjönu. Það var svolítið erfitt þegar Kristjana flutti út á land og ekki hægt að hittast þegar við vildum en það var alltaf ljúft að heim- sækja hana á Húsavík. Hún var gestrisin með eindæmum og allir velkomnir til hennar. Í heim- sóknunum var mikið spjallað og umræðuefnin endalaus því Krist- jana hafði skoðanir á öllu og gat rökrætt hlutina fordómalaust og fram og til baka og oftar en ekki á sama tíma og hún sinnti heim- ilisstörfum. Samt var hún líka góður hlustandi og það var til dæmis ákaflega gaman að spjalla við hana um börnin okkar því hún hafði alltaf mikinn áhuga á því hvað þau voru að gera og sýndi það strax hvað henni þótti vænt um þau. Það kom því ekki á óvart þegar hún kynntist Geira og þau eignuðust börnin sín þrjú að hún var einstök móðir, hlý, þolinmóð og umhyggjusöm og þau Geiri voru dugleg að gefa sér tíma í góðar samverustundir hvort sem það var á skíðum, í úti- legu eða öðrum ferðalögum eða bara heima í Heiðargerði. Kristjana var snillingur í að sinna mörgum hlutum í einu og á undraverðan hátt gat hún hugs- að um börnin, þvottinn og gest- ina allt á sama tíma og galdrað fram besta mat í heimi jafnvel þótt það væru fiskibollur á þriðjudegi. Allt var gott sem búið var til í eldhúsinu í Heiðargerð- inu og vitum við að börn okkar systra taka undir það. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að ekki er nema ár síðan veikindin bönkuðu uppá hjá Kristjönu og ekki óraði okk- ur fyrir því þá að við ættum svo stuttan tíma eftir saman. Hún var svo staðráðin í að sigra í þessari baráttu og viljinn svo sterkur. En í dag kveðjum við og erum þakklátar fyrir að hafa átt einstaka systur og munum ávallt geyma minningarnar í hjörtum okkar. Mamma biður líka fyrir ást- arkveðjur og þakklæti og við er- um sannfærðar um að nú hefur pabbi opnað faðm sinn og tekið á móti Kristjönu og þau sitja sam- an og vaka yfir okkur. Hvíl í friði, elsku systir. Guðbjörg og Halla. Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur bláeygur, guðs barn – (Jóhannes úr Kötlum) Kær mágkona og svilkona okkar, Kristjana Ríkey Magnús- dóttir, hefur nú kvatt. Hún bar lægri hlut í baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún barðist við af miklu æðruleysi. Kristjana var vel að sér í mörgu, ráðagóð og hafði alltaf lausnir á reiðum höndum. Heimili Geira og Kristjönu stóð okkur í fjölskyldunni alltaf opið. Við minnumst þaðan góðra stunda, hlýrrar nærveru og góðrar kímnigáfu. Kristjana tók alltaf vel á móti öllum sem hana sóttu heim. Elsku Geiri, Hildur, Ríkey og Magnús, megi guð gefa ykkur styrk og huggun á þessum erfiðu tímum. Hannes og Elfa Páll og Jóhanna Anna Helga og Halldór. Stundum finnst manni lífið ekki sanngjarnt. Manni finnst ekki sanngjarnt hvað lagt er á fólk í blóma lífsins, fólk með fjöl- skyldu, fólk sem vill fylgjast með börnum sínum vax, dafna og verða fullorðin. Svo er öllu lokið. Mann setur hljóðan og spyr sig: Af hverju? Er þetta tilgangur lífsins? Við Kristjana frænka mín höf- um verið samferða gegnum lífið í hálfa öld, en einungis tvö ár skilja okkur að í aldri. Sterk tengsl móður minnar og Magn- úsar bróður hennar gerðu það að verkum að við Kristjana hitt- umst oft sem börn, svo einnig í afmælum frændsystkina okkar þvers og kruss. Jólaboðin voru svo kafli út af fyrir sig, þar sem við frændsystkinin settum upp heilu leikritin og einþáttunga á færibandi við mikinn fögnuð að- allega leikaranna. Ófáum helgum eyddum við Kristjana saman á skíðum í Blá- fjöllum meðan Magnús frændi var að vinna við Breiðablikslyft- una. Þar vorum við sett saman í kennslu og þar lærðum við und- irstöðuatriðin í þeirri göfugu íþrótt sem skíðamennska er. Bæði höfum við svo stundað þessa íþrótt áfram, þó svo að við höfum nú ekki náð að renna sam- an eftir að við komumst til vits og ára. Kristjana var góður göngu- félagi, rösk til göngu, dugleg, kraftmikil og alveg til í smá æv- intýri. Eftirminnilegir eru ferð- irnar sem við fórum um Jökuls- árgljúfur á tíunda áratugnum en þar þræddum við gljúfrin beggja vegna í nokkrum ferðum, skoð- uðum það sem fyrir augu bar og veltum fyrir okkur myndun þess- ara stórkostlegu náttúrusmíða. Ekki vílaði Kristjana það svo fyrir sér að taka svo kvöldvakt í versluninni í Ásbyrgi eftir góðan dagstúr í gljúfrin. Norðurlandið virtist alltaf toga í Kristjönu. Það kom því ekki á óvart að hugurinn leitaði norður á bóginn eftir nám. Hún kom sér í vinnu á Húsavík, tamdi sér norðlenskt tungutak og eign- aðist norðlenskan kærasta sem síðar var svo uppfærður í eigin- mann. Þau stofnuðu saman fjöl- skyldu og bjuggu henni fallegt og notalegt heimili á Húsavík. Kristjana var glaðvær kona og jákvæð. Hún var rökföst með munninn á sínum stað. Viðræðu- góð var hún og hægt að fara um víðan völl í spjalli. Hún var hlý og notaleg og hafði áhuga á því hvernig hennar fólki vegnaði. Hlýjuna og umhyggjuna mátti ekki hvað síst sjá á því hversu samhent þau Geiri voru kringum börnin sín þrjú og hvort annað. Kristjönu frænku minnar verður sárt saknað. Hún tókst á við veikindi sín með stillingu og yfirvegun og var þannig eftirlif- endum sínum gott fordæmi. Kannski er það einmitt tilgangur lífsins, að takast á við það með æðruleysi, gleði og hlýju. Elsku Geiri, Hildur, Ríkey og Magnús Máni, mega allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Bjarki Sverrisson. Góð vinkona hefur kvatt okk- ur í bili. Við kynntumst Kristjönu á Húsavík þar sem við kenndum allar við grunnskólann, Borgar- hólsskóla. Við vorum aðfluttar á Húsavík, komum úr borginni og ætluðum að eiga stutta dvöl þar eftir nám en sú dvöl varð sífellt lengri í umhverfi sem okkur hef- ur liðið afar vel í. Við fengum að vera Kristjönu samferða í gegnum lífið á skemmtilegu æviskeiði. Frá þessum tíma er margs að minn- ast. Árið 1995 var lagður grunn- ur að saumaklúbbnum okkar sem er enn starfandi í dag og hefur það virðulega nafn, Saumaklúbburinn Nettar nálar. Sá hópur hefur haft mikla þýð- ingu í lífi okkar þar sem við sem ungar mæður gátum borið sam- an bækur okkar og fengið ráð og stuðning. Við minnumst ógleymanlegra jólaferða okkar til Akureyrar, þar sem við fórum „einar“ í jóla- innkaup, þorrablóta og í mars í fyrra fór hópurinn í yndislega ferð til Edinborgar. Þar fundum við vel þann styrk og umhyggju sem einkennir saumaklúbbinn okkar góða. Við minnumst þess þegar við kynntumst mönnunum okkar. Kristjana þekkti Bigga frá dvöl sinni í Öxarfirðinum og leiddi hún Hönnu og Bigga í gegnum fyrstu sporin sín saman. Stuttu eftir að Elsa og Bjarni tóku sam- an fannst þeim alveg tilvalið að leiða tvo af sínum bestu vinum saman, Kristjönu og Geira, sem frá fyrsta degi hafa verið sem eitt og tekist á við þau verkefni sem þeim hefur verið fært af mikilli samheldni. Við minnumst allra ferðalag- anna, skíðaferða, útilega og ut- anlandsferða. Kristjana, Geiri og fjölskylda hafa verið góðir ferða- félagar, aldrei neitt vesen, alltaf til í að drífa sig af stað þó að stundum hafi fyrirvarinn verið stuttur. Reyndar var Kristjana oft svo snar í snúningum að við máttum hafa okkur allar við að fylgja henni eftir. Við minnumst sörugerðar og kalkúnaveislna sem voru árviss hluti af jólahaldi. Við minnumst kennarans. Kristjana hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna til að standa sig vel og einkenndi hana áhugi, stundum pínu utan við sig, yfirvegun en fyrst og fremst kom hún alltaf eins fram við alla. Hún hafði ómælt jafnaðargeð og þol- inmæði gagnvart samferðafólki sínu. Við minnumst móðurinnar. Hún elskaði börnin sín, var næm á styrkleika þeirra og hvatti þau áfram af sama æðruleysinu sem einkenndi hana svo vel, hvort sem það var í námi eða leik. Kristjana, þú gafst þeim gott veganesti út í lífið. Við minnumst vinkonunnar sem hafði unun af því að lesa matar- og prjónauppskriftir, sem var alltaf til staðar fyrir okkur, sem passaði að enginn gleymdist, sem vildi ekkert dúll og dekur, sem hikaði ekki við að baka tvær marens eftir klukkan tíu að kvöldi ef þess þurfti en fyrst og síðast minnumst við Kristjönu sem vinkonu sem mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Kristjönu einkenndi styrkur, dugnaður, æðruleysi, umhyggja, jákvæðni og húmor. Kristjana, söknuður okkar er mikill. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur með vináttu þinni. Við munum halda áfram að eiga góðar samverustundir með fjölskyldu þinni og heiðra minn- ingu þína. Þínar vinkonur, Elsa og Hanna. Kristjana Ríkey Magnúsdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristjönu Ríkey Magn- úsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FINNBOGI HÖSKULDSSON, véltæknifræðingur, sem lést föstudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. mars klukkan 13. Hildigunnur Þórðardóttir Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon og barnabörn Lokað í dag Lögmannsstofan Fortis verður lokuð í dag, mánudaginn 4. mars, vegna jarðarfarar Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MALMQUIST, fv. forstjóri Byggðastofnunar, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold föstudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. mars klukkan 15. Sigríður J. Malmquist Ásta Malmquist Eggert Teitsson Rúna Malmquist Torfi Kristjánsson Jón Eðvald Malmquist Guðrún K. Rúnarsdóttir og barnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNSTEINN STEFÁNSSON læknir, lést föstudaginn 1. mars á líknardeild Landspítalans. Helga Snæbjörnsdóttir Snæbjörn Gunnsteinsson Jennifer Green Stefán Sturla Gunnsteinss. Alís Heiðar Árni Pétur Gunnsteinsson Sandra Gestsdóttir Gunnar Helgi Gunnsteinsson Rósa Guðjónsdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi JÓNAS HALLGRÍMSSON frá Knappsstöðum í Fljótum lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 27. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. mars klukkan 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Hulda Erlingsdóttir Dagur Jónasson Helga H. Þórarinsdóttir Hlynur Jónasson Halldór Auðarson og barnabörn Ástkær bróðir okkar og frændi, JÓHANNES RUNÓLFSSON bóndi og vélvirkjameistari, áður til heimilis á Reykjarhóli í Fljótum, lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. febrúar. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. mars klukkan 15. Steinunn Runólfsdóttir Una Runólfsdóttir systkinabörn og fjölskyldur Okkar elskulegi ARNÓR JÓHANNESSON frá Forna-Krossnesi í Eyrarsveit, Reykjanesvegi 54, Reykjanesbæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ 24. febrúar. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 7. mars klukkan 13. Sveinbjörn Gizurarson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.