Morgunblaðið - 02.03.2019, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Þetta er einhver marktækasta og
heildstæðasta sýningin á þessum
Vísirósum mínum til þessa en orðið
stendur fyrir Benduvísi handrita-
eða myndritagerð,“ segir Bjarni H.
Þórarinsson myndlistarmaður um
sýninguna Víðróf með verkum hans
sem opnuð verður í BERG Contem-
porary á Klapparstíg 16 klukkan 17 í
dag, laugardag. Aðalheiður Val-
geirsdóttir er sýningarstjóri og á
sýningunni er á annað hundrað áður
ósýndra og athyglisverðra Vísirósa
en þær eru hluti „af viðamiklu verk-
efni sem hófst árið 1987“, eins og
segir í texta eftir Jón Proppé sem
fylgir sýningunni úr hlaði: „Í þessum
fínlegu blýantsteikningum rennur
tungumálið inn í formfasta, mynd-
ræna framsetningu – tungumálið og
myndin verða eitt. Að baki verk-
unum liggja langir orðalistar sem
Bjarni kallar róf, en í þeim kannar
hann mögulegar samsetningar orða
og hugmynda svo úr verður eins
konar heildarsýn á tiltekin svið
mannlegrar hugsunar.“ Þá eru einn-
ig á sýningunni myndir þar sem
Bjarni endurtúlkar skákir í mynd-
rænu formi. Í stað þess að skoða
hverja stöðu fyrir sig eins og gert er
í skákfræðunum einbeitir Bjarni sér
að hreyfingunum og teiknar þær
upp á skákborðið. Með því að beita
aðferðum sem hann hefur þróað í
Vísirósunum sýnir hann skákina
sem eins konar dans eða hrynhátt.
Bjarni er mjög ánægður með sýn-
inguna í BERG Contemporary og
segir hana minna á gamla hugmynd
sína; að koma á fót safni sem hann
hefði kallað Þvílíka safnið. „Þessi
sýning gæti orðið einhvers konar
sýndarveruleiki fyrir það hugar-
fóstur mitt! En það er bara eitt af
þeim hugarfóstrum sem ég hef feng-
ið út frá uppgötvun minni á sjón-
hættinum,“ segir hann.
„Vísirósirnar eru ekki arkitektúr
en gætu verið það sem ég kalla yrki-
tektúr. Það er bullandi yrkitektúr í
öllum myndunum hér. Þar á meðal
eru þessar 19 Skákbendur, sem ég
kalla svo, það eru fjórtán verk eftir
hinn ágæta stórmeistara okkar Frið-
rik Ólafsson og fimm eftir skákum
norska heimsmeistarans Magnus
Carlsens. Meðal afþreyingar hjá
mér þegar ég hvíli mig á Vísirósa-
gerðinni er að leggjast í skákrann-
sóknir,“ segir hann en áður hefur
Bjarni útfært skákir Fischers og
Spasskís í einvíginu 1972. Hann seg-
ir Skákbendurnar passa vel við þann
liststíl sem hann hafi beitt í rúm
þrjátíu ár í Vísirósagerðinni.
„Í skákinni er ferli sem ég nýti
mér og beiti þá þeirri grein innan
Vísiakademíunnar sem ég kalla
bendivísimynsturfræði og fyrir mér
er þetta bara listsköpun.“ Þess má
geta að á sýninguni eru tvö mynd-
bandsverk þar sem Bjarni útskýrir
hugmyndafræðina, merkingarheim-
inn og vinnuna að baki verkunum.
Hann segir að hugtakið „benda“,
einkennishugtak sjónhátta, sé æði
„víðtækt, margslungið og fjölskrúð-
ugt fyrirbæri málvísindalaga séð“.
Engu sé líkara en hugtakið geti
brugðið sér í allra kvikinda líki. Og
óhætt er að hvetja fólk til að kynna
sér heima verkanna. efi@mbl.is
„Bullandi yrkitektúr í
öllum myndunum hér“
Sýning á Vísirósum Bjarna H. Þórarinssonar í BERG
Morgunblaðið/Einar Falur
Myndritagerð „Þetta er einhver marktækasta og heildstæðasta sýningin á
þessum Vísirósum mínum til þessa,“ segir Bjarni H. Þórarinsson.
Nostrað við poppið
Snilligáfa Mark Hollis markaði óvenju djúp spor, þótt nafnið sé ekki á allra vörum.
plötum og skoðið athugasemdirnar.
Sjálfur mun ég aldrei skilja hvernig
tíminn stoppar hreinlega þegar
þessi tónlist fer af stað. Í henni er
sannur heilunarmáttur sem ég vona
að sem allra flestir uppgötvi og
komist í tæri við.
Þróun Talk Talk er merkileg
og að sönnu einstök í popp/rokk-
sögunni. Sveitin byrjaði sem nokk-
urs konar Duran Duran fátæka
mannsins, en snemma fór að bera á
miklum metnaði og tilrauna-
mennsku, sem heyrist afar vel á
þriðju plötunni Colour of Spring
(1986). Engu að síður er sveitin enn
að vinna með tiltölulega hefðbundið
lagasnið.
Það er síðan á áðurnefndum
plötum sem eitthvað allt annað fer í
gang. Áhrif frá Can, Miles Davis og
nútímatónlist. Afstraktdjass. Sveim
og furðulegheit. Skringileg hljóð-
færi, taktskiptingar o.s.frv. Hollis
og félagar voru einstrengingslegir,
með sterka listræna sýn, og Hollis
gat ekki verið meira sama um kröf-
ur útgefandans, sem var risinn
EMI. Segir sagan að yfirmaðurinn
hafi farið að gráta þegar hann
heyrði Spirit of Eden. Ekki er vitað
hvort það voru fegurðartár eða
sorgartár, þar sem það var ljóst að
það var engin leið að koma lög-
unum í útvarpið, hvað þá selja af-
urðina.
Vegur Talk Talk hefur hins
vegar farið vaxandi með hverju ári.
Nýjar kynslóðir uppgötva þetta efni
og frelsast. Viðbrögðin eru venju-
lega á eina leið; eins og hlustendur
hafi bókstaflega „himin“ höndum
tekið. Þetta sést líka á viðbrögðum
kollega Hollis úr tónlistarheim-
inum; áhrifin voru augsýnilega
mikil og djúp.
Ég gæti skrifað um þessa tón-
list og þennan mann lengi lengi en
langaði bara til að kveðja, form-
lega, eins og ég sagði hæ, formlega,
árið 1996. Skrif frá aðdáanda, sem
ég fann á youtube undir laginu
„New Grass“, sitja í mér. Þau eru
einfaldlega svona. „Það var ótrú-
lega fallegt sólarlag hjá okkur í
kvöld. Þetta hlýtur að hafa verið
þú.“
» Sjálfur mun égaldrei skilja hvernig
tíminn stoppar hrein-
lega þegar þessi tónlist
fer af stað. Í henni er
sannur heilunarmáttur
sem ég vona að sem
allra flestir uppgötvi og
komist í tæri við.
Mark Hollis, fyrrver-
andi leiðtogi hljóm-
sveitarinnar Talk Talk,
féll frá í vikunni. Fram-
lag hans til tónlistar-
innar var merkilegt og
viðbrögðin úr þeim
heimi eru óvenju mikil
og tilfinningaþrungin.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Fyrsta opinbera greinin semég skrifaði um tónlist varum Talk Talk og Mark Holl-
is. Þetta var árið 1996 og Kristín
Björk Kristjánsdóttir (kira kira)
var að gefa út lítið tímarit („zine“).
Greinin mín bar nafnið „Er Mark
Hollis Guð?“ og innihélt pælingar
mínar um síðustu plötu Talk Talk,
Laughing Stock (1991). Hátimbrað-
ur titill, og næsta grátbólginn, en
fullkomlega eðlilegur að mér
fannst, miðað við umfjöllunarefnið.
Ekkert hefur breyst hvað þá sýn
mína varðar, svo ég sé alveg heið-
arlegur. Hollis hafði verið vandlega
utan við sviðsljósið undanfarin tutt-
ugu ár, var í raun „hættur“, og lifði
hefðbundnu fjölskyldulífi í Wimble-
don, London (og fór stundum í
vélhjólatúra með öðrum feðrum í
hverfinu). Ég var búinn að sætta
mig við að heyra ekki nótu af tónlist
frá honum framar, en að hann væri
búinn að yfirgefa jarðvistina, það
var erfiðara (Hollis var 64 ára, dán-
arorsök hefur ekki verið staðfest
enn). Tónlist hans fyllti stofuna á
þriðjudaginn, á meðan fjölskyldan
borðaði sinn vikulega chili-rétt, og
faðirinn brynnti músum á meðan.
Engin tónlist hefur haft jafn
djúp áhrif á mig og tónlistin sem er
að finna á tveimur síðustu Talk
Talk-plötunum, Spirit of Eden
(1988) og áðurnefndri Laughing
Stock. Áhrifunum er ekki hægt að
koma í orð, þótt ég sé að gera til-
raun til þess hér. Það er engu líkara
en Hollis hafi verið beintengdur við
almættið og þessi djúpfegurð sem
lá í sköpun hans hefur snert við
glettilega mörgum. Prófið að fletta
upp lögum á youtube af þessum
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í
innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel
tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr.
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að
Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 100 mkr. og góð afkoma.
• Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á
staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta
100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og
sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
• Litlar heildsölueiningar sem henta sem viðbót við annað. Um er að
ræða snyrtivörur fyrir fagfólk, bætiefni og ýmsa smávöru.
• Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er
lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð
280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum
undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is