Morgunblaðið - 02.03.2019, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
DómurEFTA-dómstóls-
ins í Icesave-
málinu var eitt af
lykilatriðum
endurreisnar ís-
lensks efnahagslífs
eftir fall bankanna.
Málið snerist um
grundvallaratriði
ekki aðeins í rétt-
arfari heldur í for-
sendum markaðshagkerfisins.
Carl Baudenbacher var for-
seti EFTA-dómstólsins þegar
úrskurður var kveðinn upp í
málinu og gefur ákaflega fróð-
lega innsýn forsendur og bak-
grunn þess í viðtali, sem birtist
í Morgunblaðinu á fimmtudag.
Í samtalinu segir Bauden-
bacher að Icesave-málið hafi
sennilega verið það stærsta,
sem komið hafi til kasta dóm-
stólsins og vakið athygli um
allan heim. „Það var ekki að-
eins vegna staðreynda máls-
ins,“ segir hann. „Það var líka
dæmi um smáríki sem þorði að
standa á rétti sínum og dæmi
um lítinn dómstól sem fór sína
leið.“
Baudenbacher lýsir því tæpi-
tungulaust hvernig viðsemj-
endur Íslands gengu fram af
mikilli hörku. „Ég sá Icesave-
samningana. Þeir voru mjög
einhliða og skrifaðir á óviðeig-
andi máli,“ segir hann, notar
orðin „tungutak einræðis“ og
segir að þeir hafi verið á „máli
Versalasamninganna“.
Dómarinn fyrrverandi segir
að eitt af vandamálum ríkja
ESB sé að þau björguðu öll
bönkum sínum og séu enn að
hluta að borga til baka skuldir.
Íslendingar hafi ekki gert það.
Þeir hafi ekki getað það og það
hafi heldur ekki verið rétt.
„Ekki allir sparifjáreigendur
Icesave-reikninganna voru fá-
tækt fólk. Þar voru líka á ferð
stórar stofnanir sem höfðu
fjárfest. Annaðhvort erum við í
markaðshagkerfi, og þá þurf-
um við að taka afleiðingum
gerða okkar, eða við erum það
ekki,“ segir hann og bætir við:
„Já, sá sem tekur áhættu tekur
áhættu. Frjálslyndir hagfræð-
ingar halda því ekki fram að
skattgreiðendur eigi að stíga
inn í slíka atburðarás.“
Baudenbacher heldur áfram
og rekur að þarna hafi í fyrsta
skipti í samrunasögu Evrópu
svo hann viti verið vitnað í hag-
fræðing í dómi með því að vísa
í þá hugmynd að forðast beri
freistnivanda til að skapa ekki
aðstæður þar sem einhver get-
ur tekið áhættu vitandi að aðrir
muni borga: „Slíkt ber að forð-
ast. Því ef einhver borgar að
lokum, skattgreiðandinn, munu
bankarnir taka of mikla
áhættu. Það er það sem við
segjum í þessum dómi.“
Evrópusambandið er þekkt
fyrir það að eiga
erfitt með að virða
reglur lýðræðisins
þegar niðurstaðan
er því ekki að
skapi. Fari at-
kvæðagreiðsla á
rangan veg linna
forkólfar þess ekki
látum fyrr en gerð
hefur verið önnur
atrenna. Það var
augljóst í þessu
máli hvar stuðningurinn lá –
hjá Bretum og Hollendingum.
Baudenbacher segir í viðtal-
inu að hann hafi ekki orðið fyr-
ir þrýstingi opinberlega, eng-
inn hafi hringt og sagt
dómurunum hvað þeir ættu að
gera. Hins vegar væri „stað-
reyndin sú að framkvæmda-
stjórn ESB gekk inn í málið og
tók þátt í málsmeðferðinni,
ásamt Bretum og Hollend-
ingum, og því fylgdi viss
pressa“.
Pressan var vissulega mikil
þessa daga og var margt ofsagt
þegar upp var dregin mynd af
því hvað myndi gerast yrði
ekki látið undan. Fyrir því
fundu ráðamenn hér svo um
munaði.
Mergurinn málsins var hins
vegar allan tímann að það
gengi ekki upp í markaðs-
hagkerfi að skattgreiðendur
fengju reikninginn þegar allt
færi úr böndum.
Það var nákvæmlega það
sem gerðist á Evrusvæðinu.
Þegar stofnað var til evrunnar
jókst lánstraust ríkja á borð
við Grikkland þannig að þau
nutu sömu kjara og til dæmis
þýsk stjórnvöld án þess að
nokkur innistæða væri fyrir
því. Allt í einu gátu grísk
stjórnvöld tekið lán á kjörum,
sem aldrei hefðu staðið til boða
á meðan drakman var við lýði.
Grikkir eru illa brenndir eft-
ir það ævintýri. Evrópusam-
bandið sá til þess að bönk-
unum, sem lánuðu Grikkjum,
var bjargað. Vissulega hefði
mátt spyrja þeirrar spurningar
hvort ekki hefði verið glanna-
legt af bönkunum að gefa sér
að þeim yrði bjargað ef þeir
veittu Grikkjum lán, sem ólík-
legt var að þeir gætu borgað,
en það var ekki gert. Gríska
hagkerfið hefur hins vegar
skroppið saman, kjör almenn-
ings snarversnað og komandi
kynslóðir munu glíma við af-
leiðingarnar.
Það var Íslandi til heilla að
ekki var um opinberar skuldir
að ræða heldur einkageirann.
Það hefði verið fráleitt að
demba þeim skuldum á al-
menning á Íslandi eins og
EFTA-dómstóllinn dæmdi
réttilega. Eins og viðtalið við
Baudenbacher ber með sér var
hins vegar ekki sjálfgefið að
dómstóllinn stæði í lappirnar
og „fór sína leið“.
Fyrrverandi forseti
EFTA-dómstólsins
segir að í Icesave-
málinu hafi verið
meginatriði að í
markaðshagkerfi
yrðu menn að taka
afleiðingum gerða
sinna}
„Tungutak einræðis“
L
aunamenn með tekjur upp að um
745 þús. kr. á mánuði greiða hærri
fjárhæð af launum sínum í útsvar
til sveitarfélaga en þeir greiða í
tekjuskatt til ríkissjóðs. Til dæmis
greiðir einstaklingur með 500 þús. kr. í mán-
aðarlaun um 49.300 kr. í tekjuskatt að frá-
dregnum persónuafslætti en tæpar 67.900 kr. í
útsvar. Einstaklingur með 300 þús. kr. í laun
greiðir um 7.000 kr. í tekjuskatt en um sexfalda
þá upphæð í útsvar, 40.700 kr.
Það er sjálfsagt og eðlilegt mál að launþegar
séu vel upplýstir um það hvernig skattgreiðslur
þeirra skiptast. Ég hef því ásamt öðrum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram þings-
ályktunartillögu þess efnis að framsetningu
launaseðla ríkisins og stofnana þess verði breytt
með þeim hætti að þar komi fram hvernig stað-
greiðslu viðkomandi launþega er skipt. Sér-
staklega verði tilgreind fjárhæð tekjuskatts og útsvars
launamanns, bæði fjárhæð hvors liðar og hlutfall þeirra af
heildarlaunum og einnig komi fram með skýrum hætti sú
fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og
önnur launatengd gjöld. Þó að það sé ekki á hendi stjórn-
málamanna er rétt að hvetja atvinnurekendur til að gera
slíkt hið sama og hafa Samtök atvinnulífsins nú þegar hvatt
til þess að tryggingagjald sé sýnilegt á launaseðlum. Þetta
má gera með einföldum hætti í nútímabókhaldskerfum.
Það er af hinu góða að launamenn séu almennt upplýstir
um önnur launatengd gjöld. Mótframlag í lífeyrissjóð og
aðra starfstengda sjóði er í mörgum tilvikum
nú þegar sjáanlegt á launaseðlum. Það er full
ástæða til að tilgreina með sama hætti trygg-
ingagjald sem greitt er með hverjum laun-
þega. Tryggingagjaldið ber að greiða óháð
fjárhæð launa. Með öðrum orðum er greitt
sama hlutfall burtséð frá því hversu lág eða há
laun viðkomandi starfsmanns eru. Fyrir hvern
starfsmann með 350 þús. kr. í mánaðarlaun
greiðir atvinnurekandi um 25.750 kr. í trygg-
ingagjald. Fyrir starfsmann með 750 þús. kr.
nemur gjaldið um 55 þús. kr.
Það er mikilvægt að auka gagnsæi skatt-
heimtu og almenna þekkingu um það hvernig
skatti er skipt milli útsvars og tekjuskatts sem
og þekkingu um tryggingagjald og önnur
launatengd gjöld launagreiðanda. Þar sem rík-
ið innheimtir tekjuskatt beint af atvinnurek-
endum fara tekjuskattur og útsvar aldrei um
hendur launþeganna, heldur eru í dag aðeins óljósar tölur
á launaseðli. Það mætti einnig orða það þannig að tekju-
skattur og útsvar er þannig ekki útgjaldaliður í heim-
ilisbókhaldi landsmanna. Með því að auka gegnsæi skatt-
heimtunnar ber almenningur betra skynbragð á eigin
skattgreiðslur. Það er ekkert nema gott um það að segja.
Með þeim hætti verður vonandi erfiðara fyrir hið op-
inbera, bæði ríki og sveitarfélög, að hækka skatta.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Skýrari skattgreiðslur
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Huga þarf að ýmsum atrið-um ef fólk hyggst nýtasér skattleysi eftirlaunaí Portúgal. Þá njóta
greiðslur úr lífeyrissjóðum opin-
berra starfsmanna ekki þessa skatt-
leysis, enda gefa íslensk skatta-
yfirvöld ekki eftir skattlagningar-
rétt þessara tekna.
Alexander G. Edvardsson, sér-
fræðingur á skatta- og lögfræðisviði
KPMG, bendir á þetta í tilefni af
fyrirspurnum um frétt Morgun-
blaðsins um þetta efni um síðustu
helgi. Þar var umfjöllunarefnið
skattleysi eftirlauna íslenskra ríkis-
borgara í Portúgal vegna tvískött-
unarsamnings ríkjanna. Töldu
nokkrir lesendur að öll sagan hefði
ekki verið sögð með vísan til eigin
reynslu af búsetu í Portúgal.
„Þeir sem flytjast til Portúgals
þurfa að flytja lögheimili sitt á
varanlegan dvalarstað, annaðhvort í
eigið húsnæði eða leiguhúsnæði sem
þá verður miðstöð persónulegra og
efnahagslegra hagsmuna og verða
þannig skattgreiðendur í Portúgal.
Reglan um að skattskylda myndist
þar sem viðkomandi dvelur meira en
183 daga á við í þessu sambandi,“
segir Alexander og útskýrir ferlið.
Þarf að endurnýja árlega
„Viðkomandi þarf að sækja um til
skattyfirvalda í Portúgal að falla
undir svonefnda NHR-reglu (e. non
habital resident) um skattskyldu út-
lendinga þar í landi. Ef slík heimild
er veitt gildir hún í allt að 10 ár, en
hana þarf að endurnýja árlega.
NHR-heimildin hefur þau áhrif að
tilteknar tekjur sem greiddar eru af
erlendum aðilum til viðkomandi ein-
staklings skattleggjast ekki í Portú-
gal. Dæmi um slíkar skattfrjálsar
greiðslur eru eftirlaun sem greidd
eru mánaðarlega. Ef greiðsla úr sér-
eignarlífeyrissjóði er greidd út í einu
lagi telst slík greiðsla ekki eftirlaun í
Portúgal og væri því skattskyld þar
sem launatekjur.
Þá er rétt að hafa í huga að
greiðslur úr lífeyrissjóðum opin-
berra starfsmanna njóta ekki þessa
skattfrelsis þar sem íslensk skatt-
yfirvöld gefa ekki eftir skatt-
lagningarrétt þessara tekna.“
Alexander bendir svo á að fram-
angreind regla um skattleysi eftir-
launa nái ekki til annarra launa-
tekna. Ef einstaklingur með
skattalegt heimilisfesti í Portúgal
hafi launatekjur á Íslandi séu þær
skattlagðar á Íslandi. Slíkar tekjur
séu hins vegar ekki skattlagðar
aftur í Portúgal, enda hafi þeirra
verið aflað erlendis.
Greiðir 15% skatt
Fái skattgreiðandi í Portúgal arð
af hlutafjáreign sinni á Íslandi sé
dreginn frá 15% fjármagnstekju-
skattur á Íslandi ef sótt hefur verið
um heimild til að beita tvískött-
unarsamningi milli landanna. Slík
arðgreiðsla sé ekki skattlögð í
Portúgal. Þá sé rétt að hafa í huga í
þessu sambandi að fjármagns-
tekjuskattur af arði til íslenskra
skattgreiðenda sé 22%.
„Hagnaður af sölu hlutafjár er
hins vegar skattskyldur í Portúgal
og er hann skattlagður með 28%
skatthlutfalli. Slíkur söluhagnaður
ber 22% skatt á Íslandi.
Leigutekjur af íbúðarhúsnæði á
Íslandi skattleggjast þar og eru ekki
skattlagðar í Portúgal ef þær hafa
sannanlega verið skattlagðar á Ís-
landi. Við þetta má bæta að þeir sem
fá heimild til að nýta sér framan-
greinda NHR-reglu eru, auk skatt-
frelsis eftirlauna, einnig undan-
þegnir greiðslu erfðafjárskatts og
auðlegðarskatts í Portúgal.“
Skattleysi í Portúgal
ekki í boði fyrir alla
Ljósmynd/GettyImages
Azenhas do Mar Strandlengjan er löng í Portúgal. Þangað sækja margir.
Alexander seg-
ir að með hlið-
sjón af því
sem fjallað er
um hér til hlið-
ar sé ljóst að
það krefjist
nokkurs undir-
búnings, og
hugsanlega
sérfræðiaðstoðar, að flytjast til
Portúgals og verða skattgreið-
andi þar með NHR-réttindi.
„Það er ekki mikil reynsla
komin af samskiptum Íslend-
inga við skattyfirvöld í Portú-
gal. Því er óvíst hvernig sú
vegferð kann að verða hjá
þeim sem taka þá ákvörðun að
setjast að í Portúgal og njóta
eftirlaunanna þar,“ segir Alex-
ander.
Benti einn lesandi blaðsins á
að sum svæði í Portúgal eigi í
erfiðleikum með túlkun skatt-
skýrslna frá Íslandi. Ferlið sé
því eftir atvikum ekki einfalt.
Getur kallað
á aðstoð
FLUTNINGUR EFTIRLAUNA
Alexander
Edvardsson