Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARS 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég veit sumt í þessarisögu en annað á eftir aðrenna upp fyrir mér.Þetta er söguheimur sem á eftir að þróast mjög lengi,“ segir Bjarni Hinriksson myndasöguhöf- undur sem í dag opnar sýningu sína, Myrkva, í Gallerí Göngum í Háteigs- kirkju og fagnar um leið útgáfu fyrsta hluta myndasögu sem hann hugsar sem þríleik. „Mig langaði til að fara aftur til upprunans, dýfa pennastöng í blek og teikna á pappír. Höndin og penninn fengu því að flæða og þá urðu til teikningar sem fóru að rekja hug- myndir um sögu. Grafíska útlitið og furðuheimur Myrkva varð til í skiss- um áður en sagan kom. Í byrjun var markmiðið að vinna algerlega með ímyndunaraflið, henda mér út í heim- ildarlausan heim og vinna með það sem hefur safnast upp í hausnum á mér eftir margra áratuga teikningar. En þegar hér er kominn á prent fyrsti hluti sögunnar, þá er ég búinn að fara í gegnum langt ferli og ég styðst líka við raunheiminn. Ég vísa í umhverfi í Reykjavík nútímans, til dæmis er safn Einars Jónssonar á Skólavörðuholtinu, Hnitbjörg, hús að- alpersónunnar, Hildings hálfmána.“ Mennskar persónur en þó ekki Bjarni segir að þó svo Myrkvi gerist í furðuheimi og fylgi lögmálum furðusögu, þá sé þetta saga sem vísar í það sem til er. „Svo kemur í ljós eftir því sem sögunni vindur fram hvernig þær tengingar eru. Þetta er grótesk- ur furðuheimur þar sem persónur eru mennskar en þó ekki mennskar. Æv- intýrið og þjóðsagan er mjög sterkur þáttur í sögunni og goðsagnahugs- unin líka. En þetta er fyrst og fremst vettvangur til að vinna með hug- myndir sem snúast um okkar nútíma, hvort sem það er á sviði stjórnmála, efnahagslífs eða siðferðis. Stóra spurningin í þessari sögu er: Hvert stefnum við sem manneskjur, og er það líf sem við lifum í dag sjálfbært? Í söguheimi Myrkva er ólga, upplausn og ójafnvægi, sem speglar það sem mér finnst ég sjá í okkar raunheimi í dag.“ Grunnstefið í sögunni er að tungumál eru í varðveislu ákveðinna vera sem búa í innri heimi allra líf- vera í Myrkva, í svokölluðum Huldu- löndum. „Þar eru varðveislumenn tungumálsins og ef þeir deyja, þá deyr tungumálið. En það er einmitt verið að drepa varðveislumenn tungumálsins í sögunni.“ Breyskar persónur en góðar Hildingur og félagi hans Brjáli eru meginpersónur sögunnar en Myrkvi er yfirheiti heimsins. „Svo sjáum við til hvað gerist, hvort Myrkvi vísi til persónu sem síð- ar kemur fram. Hildingur og Brjáli eru báðir breyskar persónur en í grunninn góðar manneskjur, rétt eins og flestar persónur sögunnar. Vissu- lega eru sumar þeirra fulltrúar hins skárra í okkur og aðrar fulltrúar dekkri hliða, en allar hafa þær eitt- hvað sem vegur upp á móti því sem er ríkjandi í persónunni,“ segir Bjarni og bætir við að hann langi að vinna með persónur sem hafa pláss til að þroskast og mótast, því yfirleitt hafi hann verið að vinna með styttri sög- ur. „Markmiðið er að geta sem höf- undur farið dýpra en ég hef leyft mér að gera hingað til. Á endanum snýst þetta meira um að fjalla um samskipti persóna, þótt þær séu í þessu grót- eska formi og lúti aðeins öðrum lög- málum en okkar daglega líf. Glíman er að gera þær trúverðugar.“ Fyrir fólk á öllum aldri Bjarni segist hafa unnið þennan fyrsta hluta Myrkva á löngum tíma og í því ferli hafi hann verið að móta stílinn og frásagnarþráðinn. „Sam- bandið við sögupersónur hefur líka breyst; fyrst var ég mikið með Hild- ingi en undanfarið meira með kven- persónunum. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig sambandið við sögu- persónur muni þróast, því þótt ég sé búinn að skrifa framhaldið af fyrsta hefti getur það tekið miklum breyt- ingm þegar ég sest niður og fer að fullvinna texta og myndir,“ segir Bjarni og bætir við að myndasagan bjóði skemmtilega upp á tvennt; ann- ars vegar hugmyndavinnu og hreinan texta, en hins vegar myndræna út- færslu. „Þannig getur maður leyft sér að nýta kosti bæði texta og mynda og steypa svo saman í form sem á end- anum er einhver blanda sem gæti ekki verið til í öðru formi en formi myndasögunnar.“ Bjarni segir Myrkva vera sögu sem ætlað er að skemmta fólki á öll- um aldri. „Ég vil ekki flokka hana fyr- ir ákveðinn aldur. Ég held hún höfði til yngri lesenda en hún er ekki ætluð börnum og unglingum sérstaklega, og hún gæti þróast út í það sem er að- eins meira fyrir eldri lesendur.“ Bjarni starfaði sem grafíker hjá sjónvarpinu í áraraðir en sagði starfi sínu lausu sl. haust, því honum fannst kominn tími til að gefa sér samfelld- ari tíma til að sinna myndasögunni. „Ég hef fengist við myndasögu- gerð meðfram starfinu á RÚV í öll þessi ár, en það hefur þurft að mæta afgangi. Ég vil fást við það sem er ástríða mín.“ Furðuheimar Mikið er um að vera í Myrkva, þar er mikil ólga og átök og fyrirmyndir úr raunheimum, t.d. býr Hildingur í Hnitbjörgum, safni Einars Jónssonar á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Hildingur hálfmáni leitar að ljósi MYRKVI er yfirheiti myndasagna þar sem Hildingur hálfmáni, Brjáli, Hulda, Maia og fleiri draga lesendur inn í heim furðusögu með rætur í okkar eigin. Höf- undurinn, Bjarni Hin- riksson, veltir fyrir sér hvert mannfólk stefnir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Myndasöguhöfundur Bjarni hengir upp mynd af Hildingi sem verður meðal verka á sýningu hans sem opnar í dag. Led húsnúmer Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer Einnig hægt að hringa í sími 775 6080 · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer Kerið er ríki úti í Ballar- hafi. Á eyj- unum búa stríðsmenn og stjórn- endur, auð- menn og almenning- ur, seiðfólk, náttúruvætti og líf- vélar. Vatnskonungur ríkir yfir Skerinu en þar er stjórnmála- og siðferðiskreppa. Stafamenn- irnir, varðveislumenn tungumál- anna, búa í Huldulöndunum. Í Meginlandsstríðinu brast teng- ing Meginlandsbúa við Huldu- löndin með hörmulegum afleið- ingum. Sagan hefst árið 4041, fjórtán árum eftir stríðslok á Meginlandinu. Tenging brast í stríði FYRSTI HLUTI ÞRÍLEIKS Útgáfu- og myndlistarsýning Bjarna opnar í dag laugardag 2. mars kl. 16 í Gallerí Göngum í Há- teigskirkju. Þar verður fyrsta hefti myndasögutímaritsins MYRKVI gefið út og sýnd grafík unnin út frá sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.