Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  54. tölublað  107. árgangur  SILJA ÞÝÐIR BÓK UM KVENNA- BARÁTTUNA FRÖNSK STEMNING Í HÁDEGINU PRJÓNAMESSA Í LANDAKIRKJU Í VESTMANNAEYJUM BERGÞÓR OG ANTONÍA Í HAFNARBORG 30 ÞEMAMESSUR 6ÁFRAM KONUR! 12 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áfram eru stíf fundahöld undir stjórn ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sam- taka atvinnulífsins og Starfsgreina- sambands Íslands, samflots iðnaðar- manna og Landssambands íslenskra iðnaðarmanna. Boðaðir eru daglegir fundir fram á föstudag en að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkis- sáttasemjara eru vikulokin engin endastöð í viðræðunum heldur verð- ur þeim haldið áfram eftir þörfum. Ríkissáttasemjari ákvað í gær að boða samninganefndir í deilu SA og verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum á dögunum og undir- búa nú atkvæðagreiðslur um vinnu- stöðvanir til sáttafundar klukkan 10 á fimmtudag. Þá verða liðnir 14 dag- ar frá því viðræðunum var slitið en ríkissáttasemjara ber að boða sátta- fundi í deilum eigi sjaldnar en á fjór- tán daga fresti. Fyrsta verkfall Eflingar á hótelum og gististöðum er boðað nú á föstu- dag. Samtök atvinnulífsins telja boð- un þess andstæða lögum. Málið var tekið fyrir í Félagsdómi í gær og er búist við dómi á morgun, miðviku- dag. Miðlunartillaga ekki rædd Samningar á almenna vinnumark- aðnum hafa nú verið lausir í níu vik- ur. Ríkissáttasemjari hefur sam- kvæmt vinnulöggjöfinni heimild til að leggja fram miðlunartillögu til að leysa vinnudeilur hafi sáttaumleitan- ir ekki borið árangur. Slíka tillögu ber að leggja beint undir atkvæði fé- lagsmanna til samþykktar eða synj- unar. Bryndís segir að ekki hafi kom- ið til tals að leggja slíka tillögu fram núna. Fundað stíft í Karphúsi  Ekki hefur komið til tals að ríkissáttasemjari leggi fram miðlunartillögu í kjara- deilum  Búist er við dómi Félagsdóms um lögmæti verkfalls Eflingar á morgun MReyna að ná saman »4 Kjaradeilur » Verkfall Eflingar hjá þernum á hótelum og gististöðum er boðað á föstudag, frá kl. 10 til miðnættis. » Atkvæðagreiðsla Eflingar um boðun verkfalla á til- greindum hótelum og hjá fyrir- tækjum í hópferðaakstri hófst á hádegi í gær og stendur fram á laugardag. Morgunblaðið/Hari Félagsdómur Kæra SA á hendur Eflingu stéttarfélagi vegna deilna um lögmæti verkfalls á hótelum og gististöðum var tekin fyrir í Félagsdómi í gær. Í Reykjavíkur- borg eru ýmis tækifæri til að auka kaupmátt og létta byrðar vegna húsnæðis. Þannig getur borgin komið með innlegg í yf- irstandandi kjaraviðræður. Þetta er mat Ey- þórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, en flokkurinn hyggst leggja fram tillögu í fjórum liðum, svokallaðan kjarapakka, á borgarstjórnarfundi í dag. Í pakkanum felst að útsvarið í borginni verði lækkað úr 14,52% í 14%, rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur að jafnaði á ársgrundvelli, fallið verði frá sér- stökum innviðagjöldum og hagstætt húsnæði verði tryggt. Í því sam- bandi er horft til Keldnalands. „Við leggjum til að farið verði í að skipu- leggja Keldnalandið fyrir stofnanir, fyrirtæki og hagstætt húsnæði án fyrirvara,“ segir Eyþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. „Upp- bygging á hagstæðum svæðum í Reykjavík myndi létta á umferð- inni,“ segir í grein Eyþórs. Varðandi fjármögnun þessa er lagt til að breyta arðgreiðsluáform- um Orkuveitu Reykjavíkur með því að falla frá helmingi arðgreiðslna Orkuveitunnar og með því að bæta innkaup borgarinnar. Þar sé hægt að gera miklu betur og að auki hafi skort á aðhald í mörgum verkefnum. Spurður hvort hann telji að sveit- arfélögin eigi almennt að koma með innlegg í kjaraviðræðurnar, segir Eyþór að þau hafi mismikið svigrúm til aðgerða. Hann segist bjartsýnn á að sátt náist um tillögurnar að hluta eða í heild. „Þetta eru allt jákvæðar tillögur,“ segir hann. »10 og 19 Leggja til kjara- pakka Eyþór Arnalds  Segir Reykjavík hafa ýmis tækifæri  Læknafélag Ís- lands telur að ekki hafi verið tekið mark á at- hugasemdum sem læknar gerðu í desember við tillögu heil- brigðisráðherra að heilbrigðis- stefnu til 2030. Lýsti félagið sig reiðubúið til þess að funda með ráð- herra um tillögur LÍ, sem eru 22 blaðsíður. Formaður félagsins segir engan hafa haft samband við félag- ið til þess að ræða athugasemdir læknanna. »18 Samráðsleysi veldur vonbrigðum Læknar Þeir segja samráð vera lítið.  Gjaldskyldum bílastæðum við Landspítalann var fjölgað umtals- vert síðastliðinn föstudag. Með því vilja stjórnendur spítalans auðvelda aðgengi þeirra sem heimsækja spít- alann. Vegna framkvæmda við bygg- ingu nýs Landspítala hefur verið þrengt að aðgengi að spítalanum. Hefur fólk lent í vandræðum með að komast að spítalanum. Dæmi er um að fólk hafi hætt við heimsókn- ir. Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir að búið sé að tvöfalda þann fjölda stæða sem ætluð eru gest- komandi. Þau eru næst inngöngum spítalans. „Þetta er eina leiðin til að hafa stæðin laus. Þeir sem stoppa lengur leggja fjær,“ segir Ingólfur Þórisson. Að hans sögn eru nú um 200 gjaldskyld bílastæði við Landspít- alann af alls um 1.100 bílastæðum þar. »2 Fleiri stæði við Landspítalann gjaldskyld Morgunblaðið/Eggert Landspítalinn Gestir spítalans freistast til að leggja á grasi og gangstéttum.  Tiltölulega fámennar þjóðir eru að verða heilbrigðastar allra þjóða, samkvæmt grein sem Bloomberg- fréttastofan birti nýverið. Þegar þjóðum er raðað eftir tölum um heilbrigði, efnahag og hamingju eru fjölmennustu þjóðir heimsins og með öflug hagkerfi að færast aftar í röðina. Samkvæmt heilbrigðisvísitölu Bloomberg eru Spánverjar nú heil- brigðasta þjóð í heimi með 92,8 stig, Ítalir í öðru sæti með 91,6 stig og Íslendingar í því þriðja með 91,4 stig. Vellíðanarvísitala heimsins (In- digo vísitalan), sem fjárfestinga- félagið LetterOne gaf út, setti Kan- ada í 1. sæti en 151 þjóð var metin. Ísland lenti í 3. sæti en Óman vermdi 2. sætið. Tekið var tillit til þátta eins og hættu á sykursýki, lífslíkna, blóð- þrýstings, offitu, þunglyndis, ham- ingju, áfengis- og tóbaksneyslu, hreyfingarleysis og eyðslu. »6 Íslendingar njóta heilsu og vellíðanar GettyImages/iStockphoto Heilsa Íslendingar eru þriðja heilbrigð- asta þjóðin samkvæmt heilbrigðisvísitölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.