Morgunblaðið - 05.03.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég rölti þarna um í [gær]morgun
og skoðaði ástandið. Það var þó
nokkuð af lausum stæðum,“ segir
Ingólfur Þórisson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Landspítalans.
Á föstudag var gjaldskyldum stæð-
um við spítalann fjölgað umtals-
vert. Með því vilja stjórnendur auð-
velda aðgengi þeirra sem heim-
sækja spítalann. Sem kunnugt er
standa yfir framkvæmdir við bygg-
ingu nýs Landspítala og af þeim
sökum hefur verið þrengt að að-
gengi gesta.
„Við tvöfölduðum þann fjölda
stæða sem ætluð eru gestkomandi
við spítalann. Þessi stæði eru næst
inngöngum spítalans. Þau eru á
gjaldsvæði 4 hjá Bílastæðasjóði,
sem er ódýrasti flokkurinn. Þetta
er eina leiðin til að hafa stæðin
laus. Þeir sem stoppa lengur leggja
þá fjær,“ segir Ingólfur.
Hann áætlar að um 1.100 bíla-
stæði séu við Landspítalann og nú
séu gjaldskyld stæði nálægt 200.
Stæðin sem færð voru undir gjald-
skyldu voru fram að þessu ókeypis.
Morgunblaðið hefur haft spurnir
af fólki sem lent hefur í vandræðum
með að komast að Landspítalanum.
Dæmi eru um að fólk hafi hætt við
heimsóknir þangað. Þá er hermt að
þess séu dæmi að fólk hafi lagt bíl
sínum við BSÍ og tekið leigubíl að
inngangi spítalans til að sækja
þangað þjónustu. Ingólfur kveðst
ekki kannast við slík tilfelli en játar
að fjölgun gjaldskyldra stæða sé
viðleitni til að bregðast við óvið-
unandi ástandi.
„Þetta hefur staðið til síðan í
haust en þetta er langt ferli. Það
þarf að samþykkja svona ráðstöfun
í ráðum hjá borginni og svo að aug-
lýsa þetta í Lögbirtingablaðinu. Við
vonum að þetta lagi ástandið og
fylgjumst grannt með því. Ef þetta
dugar ekki þá erum við tilbúin í
næsta skref, að fjölga gjaldskyld-
um stæðum enn frekar.“
Ingólfur segir að þetta sé ekki
gert til að afla tekna, spítalinn fái
minnst af þessum tekjum. Mark-
miðið sé fyrst og fremst að sjá til
þess að nóg sé af lausum stæðum.
Tvöfalda fjölda gjaldskyldra stæða
Stjórnendur Landspítalans reyna að bæta aðgengi að spítalanum, en það hefur verið skert vegna
framkvæmda við nýjan spítala Gjaldskyld stæði nú um 200 Hefur verið í undirbúningi síðan í haust
Morgunblaðið/Eggert
Gjaldskylda Nú eru um 200 gjaldskyld stæði við innganga Landspítalans.
Þrengsli Þessi fann sér ekki löglegt
stæði í gær og uppskar sektarmiða.
„Við höfum fengið tilkynningar frá
fólki og komum þeim á framfæri við
viðkomandi sveitarfélög eða Vega-
gerðina. Okkar tilfinning er að fólk
sé meðvitaðra en áður um að til-
kynna um holur á vegum,“ segir
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda.
Nú er runninn upp sá árstími þeg-
ar holur koma í ljós í malbiki á veg-
um, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum
landsins. Þetta gerist jafnan þegar
þíða kemur í kjölfar frosts og kulda.
Holur sem þessar geta haft mikla
hættu í för með sér. „Þetta skapar
auðvitað verulega hættu. Annars
vegar á tjóni en einnig að fólk missi
stjórn á ökutækjunum og ógni þar
með öryggi í umferðinni,“ segir
Runólfur. Hann segir að sem betur
fer sé ástandið nú ekki eins slæmt og
síðustu 2-3 ár og að það megi rekja
til betri tíðar og þess að fyrr sé
brugðist við ábendingum um holur
en áður.
„Viðbrögð fulltrúa sveitarfélag-
anna og Vegagerðarinnar hafa í
flestum tilvikum verið jákvæð. Menn
vilja vera á tánum enda er það öllum
í hag að grípa fljótt inn í.“
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hætta Þessi hola í malbikinu á Bústaðavegi skapar hættu í umferðinni og þurfa ökumenn að gæta að sér.
Holur skapa verulega
hættu í umferðinni
Dagurinn í dag er líklega uppáhaldsdagur margra Ís-
lendinga; sprengidagur sem margir halda upp á með
því að borða saltkjöt og baunir. Forsjálir tryggðu sér
góðgætið tímanlega, eins og sjá mátti þegar ljósmynd-
ara Morgunblaðsins bar að garði í verslun Nóatúns í
gær. Sprengidagur er alltaf á þriðjudegi sjö vikum fyr-
ir páska og á rætur sínar að rekja til mikillar kjöthátíð-
ar á undan páskaföstu í kaþólskum sið.
Morgunblaðið/Eggert
Saltkjöt og baunir – túkall!
Björgunarleiðangur var gerður út á
Urriðakotsvatn í gær til að bjarga
álft sem hætt var að nærast vegna
þess að hún hafði fest dós í goggi
sínum. Vel gekk að ná álftinni og var
hún flutt í Húsdýragarðinn þar sem
hún verður í góðum höndum á með-
an hún er að ná sér. Hún var með
sár.
Að sögn Ólafs Karls Nielsen,
fuglafræðings hjá Náttúrufræði-
stofnun, var álftin aðframkomin og
hafði lagst niður til að deyja þegar
björgunarmenn komu að henni á
báti. Ekki hafi mátt tæpara standa.
Ólafur telur að álftin nái góðum bata
í Húsdýragarðinum. Þar var hún
farin að skoða sig um í búrinu
skömmu eftir komuna.
Álftin hafði verið með dósina fasta
í gogginum í að minnsta kosti tvær
vikur og hafa íbúar í hverfinu haft
áhyggjur af henni.
Álftin með dósina komin
í Húsdýragarðinn
Morgunblaðið/Eggert
Björgun Björgunarmaður á leið
með fuglinn í Húsdýragarðinn.
Brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrr-
verandi forseta Íslands, var afhjúpuð á Bessa-
stöðum í gærkvöldi. Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra afhjúpaði myndina og flutti
ávarp af þessu tilefni og það gerðu einnig
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Ólafur
Ragnar og Helgi Gíslason, sem er höfundur
verksins.
Myndinni verður komið fyrir á efri hæð
Bessastaðastofu þar sem fyrir eru brjóstmynd-
ir af öðrum fyrrverandi forsetum lýðveldisins.
Ólafur Ragnar
kominn aftur
á Bessastaði
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon