Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00
Reykjavík 0 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -1 snjókoma
Akureyri -1 skýjað
Egilsstaðir 0 snjókoma
Vatnsskarðshólar 2 skýjað
Nuuk -3 snjóél
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 1 rigning
Kaupmannahöfn 5 rigning
Stokkhólmur 0 rigning
Helsinki -2 skýjað
Lúxemborg 6 rigning
Brussel 8 rigning
Dublin 4 léttskýjað
Glasgow 7 skúrir
London 8 skúrir
París 8 rigning
Amsterdam 8 rigning
Hamborg 6 skúrir
Berlín 12 skúrir
Vín 15 heiðskírt
Moskva 0 snjókoma
Algarve 16 rigning
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 heiðskírt
Róm 14 léttskýjað
Aþena 13 heiðskírt
Winnipeg -14 snjókoma
Montreal -3 snjókoma
New York 1 rigning
Chicago -15 heiðskírt
Orlando 26 rigning
5. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:22 18:57
ÍSAFJÖRÐUR 8:31 18:58
SIGLUFJÖRÐUR 8:14 18:41
DJÚPIVOGUR 7:53 18:26
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Norðaustan 3-10 m/s. Léttskýjað á
SV- og V-landi, en snjókoma A-lands og stöku él ann-
ars staðar. Frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag Áfram kalt í veðri.
Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él á stöku stað. Hiti um eða yfir frost-
marki sunnan heiða að deginum en 0 til 7 stiga frost annars staðar.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atvinnuveganefnd Alþingis er
þessa dagana í heimsókn í Björg-
vin í Noregi. Allir nefndarmenn-
irnir eru með í för auk ritara at-
vinnuveganefndar og er tilgangur
ferðarinnar að kynna sér málefni
fiskeldis í Noregi að sögn Lilju
Rafneyjar Magnúsdóttur, for-
manns nefndarinnar. „Við höfum
unnið að því að fara í kynnisferð til
Bergen til að kynna okkur umfang
fiskeldis í Noregi og stöðu þess,“
segir hún.
Þingmennirnir fóru utan í gær
og stendur heimsóknin yfir fram á
næsta föstudag, 8. mars.
Sækja sjávarútvegssýningu
Lilja Rafney segir að dagskráin
sé þétt næstu þrjá daga. Í ferðinni
ætla þingmennirnir líka að sækja
sjávarútvegssýningu en sjáv-
arútvegsráðstefnan North Atlantic
Seafood Forum er haldin dagana
5.-7. mars í Björgvin.
„Það kom til tals í fyrra þegar
[fiskveldisfrumvarpið ] kom fram
að nauðsynlegt væri að kynna sér
hvernig þetta hefði gengið í Nor-
egi, hvað væri vel gert og hvað
þyrfti að varast. Við höfum verið
með þetta í pípunum og frumvarp
ráðherra er á leiðinni inn í þingið
svo það er gott að nota tímann áð-
ur en það kemur fram,“ segir Lilja
Rafney.
Kynna sér fiskeldi í Noregi
Björgvin Alþingismenn í atvinnuveganefnd Alþingis eru þessa dagana í
heimsókn í Noregi til að kynna sér reynslu Norðmanna af fiskeldi.
Atvinnuveganefnd
í Björgvin í Noregi
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sleitulaus fundahöld fara fram frá
morgni til kvölds undir stjórn ríkis-
sáttasemjara í deilu Samtaka at-
vinnulífsins og Starfsgreinasam-
bandsins, samflots iðnaðarmanna og
Landssambands íslenskra verslun-
armanna. Boðaðir eru daglegir fund-
ir fram á föstudag en að sögn Bryn-
dísar Hlöðversdóttur ríkissátta-
semjara eru vikulokin engin enda-
stöð á viðræðunum heldur verður
þeim haldið áfram eins og þörf kref-
ur.
Samningar á almenna vinnumark-
aðinum hafa nú verið lausir í níu vik-
ur. Ríkissáttasemjari hefur heimild í
vinnulöggjöfinni til að leggja fram
miðlunartillögu til lausnar vinnu-
deilna hafi sáttaumleitanir ekki borið
árangur. Skilyrði þess er þó að við-
ræður hafi ekki borið árangur og að
þeim tíma sem ætlaður var til við-
ræðna sé lokið. Ef sáttasemjari gríp-
ur til þessa ráðs ber forystumönnum
félaganna að leggja miðlunartillög-
una beint undir atkvæði félagsmanna
til samþykktar eða synjunar eins og
um kjarasamning væri að ræða.
Spurð hvort framlagning miðlun-
artillögu komi til álita segir Bryndís:
„Það er mjög langt frá því að farið sé
að hugsa það eitthvað núna en það er
alltaf úrræði sem ég hef úr að spila
og beiti ef ég sé flöt á því að það muni
leysa málið. En það hefur ekkert slíkt
komið til tals núna,“ segir hún.
SA, Efling, VR, VLFA og VLFG
boðuð til fundar á fimmtudag
Að sögn Bryndísar hafa viðræð-
urnar sem nú standa yfir hjá embætt-
inu að öllu leyti gengið samkvæmt
áætlun. Í allan gærdag voru samn-
ingamenn LÍV og SA á fundum og
aðrir viðsemjendur voru einnig að
vinna í samningamálum í einstökum
hópum. Bryndís ákvað svo í gær að
boða deilendur í deilu SA og verka-
lýðsfélaganna fjögurra sem slitu við-
ræðum á dögunum og undirbúa nú at-
kvæðagreiðslur um vinnustöðvanir,
til sáttafundar kl. 10 á fimmtudaginn.
Búist er við dómi Félagsdóms í
máli SA á hendur Eflingar næstkom-
andi miðvikudag en SA krefjast þess
að boðað verkfall næstkomandi föstu-
dag verði dæmt ólögmætt. Kæran var
tekin fyrir í Félagsdómi í gær.
Ríkissáttasemjari tilnefndi fyrr í
vetur hóp aðstoðarsáttasemjara til
aðstoðar við lausn vinnudeilna og
hafa Elísabet S. Ólafsdóttir og Ást-
ráður Haraldsson þegar verið kölluð
til og fleiri verða líkast til fengnir að
borðinu innan skamms þegar verk-
efnin þyngjast í húsnæði sáttasemj-
ara. Bryndís segir aðstoðarsátta-
semjarana alla vera í annarri vinnu og
þeir því kallaðir til eftir því sem þeir
hafa tök á og eftir þörfum sáttasemj-
ara. „Núna þegar þetta fer að þyngj-
ast geri ég ráð fyrir að fleiri komi
inn,“ segir hún og bendir á að það
styttist í að opinberu félögin kunni að
banka upp á því rúmlega 150 samn-
ingar þeirra losna í lok þessa mán-
aðar.
Efling, VR og Verkalýðsfélag
Akraness eru þessa dagana að und-
irbúa sig fyrir atkvæðagreiðslur um
boðun verkfalla og reiknað er með að
í kvöld muni stjórn Verkalýðsfélags
Grindavíkur ákveða aðgerðaáætlun
vegna vinnustöðvana á félagssvæði
þess.
Reyna að ná saman á stífum fundum
Ekki komið til tals að leggja fram miðlunartillögu að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara
,,Það er alltaf úrræði sem ég hef úr að spila og beiti ef ég sé flöt á því að það muni leysa málið“
Vinnudeilur
» Níu vikur eru liðnar frá því
að kjarasamningar á almenn-
um markaði runnu út
» Málflutningur hófst í gær í
Félagsdómi í máli SA gegn Efl-
ingu vegna boðaðs verkfalls 8.
mars.
» VR boðar til opins upplýs-
ingafundar fyrir félagsmenn í
kvöld til að ræða stöðu kjara-
viðræðna og fyrirhugaðar verk-
fallsaðgerðir.
Morgunblaðið/Hari
Dómsalur Kæra Samtaka atvinnulífsins á hendur Eflingu vegna verkfallsboðunar var tekin fyrir í Félagsdómi í gær.
„Mér fannst rétt að skoða þetta fyr-
irkomulag aðeins og kynnti ríkis-
stjórninni það,“ segir Sigríður Á.
Andersen dómsmálaráðherra. Á rík-
isstjórnarfundi í gær kynnti hún fyr-
irkomulag öryggiseftirlits á Kefla-
víkurflugvelli.
Í október síðastliðnum voru tekn-
ar upp á Keflavíkurflugvelli auknar
öryggisráðstafanir fyrir farþega á
leið til Bandaríkjanna. Eru þær
gerðar að kröfu bandarískra stjórn-
valda. Þessar kröfur fela það í sér að
farþegar eru teknir í stutt viðtöl á
meðan þeir bíða eftir að innrita far-
angur sinn eða áður en þeir fara í
gegnum öryggishlið. Þá eru vega-
bréf farþega skönnuð. Framkvæmd
þessa eftirlits er í höndum verktaka
á vegum flugfélaganna.
„Bandarísk yfirvöld gera ríkari
kröfur til flugrekstraraðila sem
fljúga þangað um að viðhafa tiltekið
eftirlit við innritun í flug. Mér skilst
að þetta séu spurningar í líkingu við
þær sem fólk fær þegar það kemur
til Bandaríkjanna en að svörin séu
ekki skráð neins staðar. Þetta eftirlit
er ekki á vegum íslenskra stjórn-
valda en það hefur verið í um-
ræðunni og því lét ég skoða það,“
segir Sigríður Á. Andersen.
Svör frá Icelandair um fram-
kvæmd þessa eftirlits bárust ekki frá
fyrirtækinu fyrir dagslok í gær. Þeg-
ar þetta aukna eftirlit var tekið upp
sagði þáverandi upplýsingafulltrúi
fyrirtækisins að það ætti ekki að
hafa mikil áhrif á innritunartíma far-
þega. Sagði hann jafnframt að flug-
félögin bæru kostnaðinn við eftirlit-
ið. hdm@mbl.is
Ræddi öryggiseft-
irlit í ríkisstjórn
Nýtt fyrirkomulag Bandaríkjaflugs
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Ertu klár fyrir
veturinn?
Við hreinsum úlpur, dúnúlpur,
kápur og frakka