Morgunblaðið - 05.03.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Leiðtogi í æskulýðsstarfinu flutti
hugvekju sem hann kallaði Þú færð
seint aftur annað líf, í tölvu-
leikjamessu á sunnudaginn og lagði
út frá því að aðeins í tölvuleikjum
hafi þátttakendur færi á fleiri lífum
en einu,“ segir Guðmundur Örn
Jónsson, sóknarprestur í Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum. Hann
segir að vel hafi tekist til með tölvu-
leikjamessuna sem er þriðja messan
af fjórum í þemamessum.
„Með þemamessunum fáum við
fram ný sjónarhorn og náum fleira
og fjölbreyttara fólki í kirkjuna,“
segir Guðmundur sem segir jákvætt
að kirkjusókn í almennar messur
hafi aukist milli ára þrátt fyrir að
fermingarhópurinn sé óvenju lítill í
ár og jafnvel sá minnsti ef mark sé
tekið á því sem elstu menn muna.
Kirkjusókn hafi aðeins minnkað á
hátíðardögum kirkjunnar milli ára.
Að sögn Guðmundar flutti fulltrúi
frá Gídeon ávarp í Gídeonmessunni
sem var fyrsta þemamessan. Þar á
eftir kom prjónamessa þar sem Við-
ar Stefánsson prestur, sem að mati
Guðmundar hefur komið með fersk-
an blæ inn í safnaðarstarfið, prjónaði
saman og flutti predikun á meðan
konur prjónuðu bleikar borðtuskur
sem seldar voru til styrktar Krabba-
vörn í Vestmannaeyjum.
„Í tölvuleikjamessunni var flutt
tölvuleikjamúsík. Krakkar og ung-
lingar þekktu flest lögin en fullorðna
fólkið kannaðist við fátt eða ekkert.
Messan opnaði augu fólks fyrir
þeirri miklu tónlist sem er í tölvu-
leikjum,“ segir Guðmundur og bætir
við að um tónlistarstjórn í þema-
messu sjái Gísli Stefánsson æsku-
lýðsfulltrúi.
„Ég á von á ljósafjöri og að allir
mæti í glimmergalla til að hlusta á
diskótónlist í diskómessunni 7.
apríl. En það er eitt þema sem mig
hefur dreymt um frá því að ég hóf
störf sem prestur í Eyjum og það er
pönkmessa,“ segir Guðmundur sem
á í fórum sínum pönkútsetningar á
fjórum sálmum. Hann segir að það
hugnist ekki öllum að halda pönk-
messu en sem gamall pönkari muni
hann ekki gefast upp.
Guðmundur segir að íbúum af er-
lendu bergi brotnum hafi fjölgað
töluvert í Eyjum og kirkjan komi til
móts þann hóp.
„Í hverjum mánuði kemur kaþ-
ólskur prestur úr Reykjavík og sér
um kaþólska messu. Fjölmenning-
armessa var haldin í fyrra og stefnt
er að því að svo verði árlega. Í fjöl-
menningarmessu er talað og sungið
á mörgum tungumálum. Eftir messu
er boðið til samveru þar sem matur
frá ýmsum löndum er borinn fram,“
segir Guðmundur og bætir við að
ÍBV-messan sé á sínum stað.
Skólamessur eru á haustin og end-
urvekja eigi starfstengdar messur
þar sem kirkjugestir fá að kynnast
starfsgreinum eða fyrirtækjum.
Hjálpsemi Kirkjugestir í prjónamessu í Landakirkju prjóna til styrktar
Krabbavörn í Vestmannaeyjum á meðan þeir njóta tals og tóna.
Prjóna- og tölvuleikja-
messur í Landakirku
Almenn messusókn hefur aukist Presturinn vill pönk
Eitt líf Ásgeir Þorvaldsson flytur áhugaverða hugvekju í tölvuleikjamessu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tiltölulega fámennar þjóðir eru að
verða heilbrigðastar allra þjóða,
samkvæmt grein sem Bloomberg-
fréttastofan birti nýverið. Þegar
þjóðum er raðað eftir tölum um heil-
brigði, efnahag og hamingju eru fjöl-
mennustu þjóðir heimsins og með
öflug hagkerfi að færast aftar í röð-
ina.
Samkvæmt heilbrigðisvísitölu
Bloomberg eru Spánverjar nú heil-
brigðasta þjóð í heimi með 92,8 stig,
Ítalir í öðru sæti með 91,6 stig og Ís-
lendingar í því þriðja með 91,4 stig.
Útreikningur vísitölunnar byggist á
greiningu á tölum frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni (WHO).
Bloomberg reiknar vísitöluna út
fyrir 169 hagkerfi um allan heim. Við
útreikningana eru teknir til greina
þeir þættir sem stuðla að auknu heil-
brigði. Spánverjar voru í sjötta sæti
þegar vísitalan var reiknuð út árið
2017 og tóku því stórt stökk í ár.
Auk Spánverja, Ítala og Íslend-
inga voru þrjár aðar Evrópuþjóðir í
tíu efstu sætum listans. Þær voru
Svisslendingar í 5. sæti, Svíar í 6.
sæti og Norðmenn í 9. sæti. Japanir
töldust vera heilbrigðastir Asíuþjóða
samkvæmt vísitölunni og 4. heil-
brigðasta þjóð í heimi. Ástralía og
Ísrael komust einnig inn á topp tíu
listann.
Lífslíkur eru eitt þeirra atriða sem
koma þjóðum til góða við útreikning
vísitölunnar en tóbaksnotkun og of-
fita draga þjóðir niður. Einnig eru
teknir til greina umhverfisþættir
eins og aðgangur að hreinu vatni og
hreinlætismál og fleira.
Langlífir Spánverjar
Spánskir nýburar eiga mestar lífs-
líkur nýbura í Evrópusambandinu
og fylgja nýburum í Japan og Sviss
fast eftir á heimsvísu, samkvæmt töl-
um Sameinuðu þjóðanna. Því er spáð
að árið 2040 lifi Spánverjar lengst
allra þjóða og nái nærri 86 ára aldri
að meðaltali, samkvæmt niðurstöð-
um stofnunar um heilbrigðistölfræði
við Washington-háskóla.
Samkvæmt skýrslu evrópskrar
stofnunar um heilbrigðismál og
stefnu í heilbrigðismálum á Spáni
2018 veittu opinberar stofnanir þar í
landi, sérfróðir heilsugæslulæknar
og hjúkrunarfræðingar, megnið af
frumheilbrigðisþjónustu við börn,
konur og aldraða sjúklinga auk
bráðaþjónustu og langtímaþjónustu.
Dregið hafði úr tíðni hjarta- og æða-
sjúkdóma og dauðsföllum vegna
krabbameina.
Vísindamenn segja að matarvenj-
ur geti skýrt góða útkomu Spánverja
og Ítala. Miðjarðarhafsmataræðið
eigi þar þátt og neysla á jómfrúar
ólífuolíu eða hnetum dragi meira úr
hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
en neysla fituskerts fæðis, sam-
kvæmt rannsókn sem gerð var við
læknadeild Navarra-háskóla á
Spáni.
Íslendingar
verma 3. sætið
Heilbrigðisvísitala Bloomberg birt
Heilbrigðustu þjóðir í heimi
Ísland
91,4
Noregur
89,1
Svíþjóð
90,2
Sviss
90,9
Bandaríkin
73
Japan
91,4
Ísrael
88,2
Singapore
89,3Spánn
92,8
Ítalía
91,6
Ástralía
89,8
Heilbrigðisvísitala Bloomberg var reiknuð út fyrir 169 þjóðir. Þjóðirnar tíu sem
skoruðu hæst auk Bandaríkjanna.
Heimild: Bloomberg greining á tölum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
Lægst Hæst Engar tölur
Í gær var skrifað undir samning við
Björgun ehf. um framkvæmdir við
fyrsta áfanga við lengingu á Norð-
urgarði Grundarfjarðarhafnar. Í
framkvæmdunum felst dæling púða
undir 130 metra lengingu garðsins,
en verkið var boðið út í janúar síð-
astliðnum.
Í frétt á Facebook-síðu Grundar-
fjarðarbæjar segir að með lenging-
unni verði dýpi á stórstraumsfjöru
um 10 metrar og því verði hægt að
taka á móti stærri og djúpristari
skipum en nú er hægt.
Við framkvæmdina skapast einn-
ig tæplega 5.000 m² nýtt athafna-
svæði, að því er segir á Facebook-
síðunni, en nú er athafnasvæðið á
Norðurgarði um 4.200 m².
Undirbúningur framkvæmdanna
hefur staðið í hartnær tvö ár og
framkvæmdatími er áætlaður um
tvö ár.
Gert er ráð fyrir að dýpkunar-
skipið Sóley hefji dælingu í höfn-
inni núna í vikunni.
Umfangsmiklar
hafnarframkvæmdir
á Grundarfirði
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar