Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Sérstaða Reykjavíkurborgar býður
upp á lausnir í kjaraviðræðum, að
mati Eyþórs Laxdal Arnalds, oddvita
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Flokkurinn mun leggja fram tillögu í
fjórum liðum á borgarstjórnarfundi í
dag sem innlegg borgarinnar í yfir-
standandi kjaraviðræður.
Borgarstjórnarflokkurinn leggur
til að útsvarsprósenta í Reykjavík
verði lækkuð úr 14,52% í 14% á næsta
ári. Með breytingunni færi útsvars-
prósentan úr því að vera sú hæsta í
það að vera sú fjórða hæsta yfir öll
sveitarfélög á landinu.
Kostnaður við útsvarslækkun
1,9 milljarðar
„Þegar stærsta sveitarfélagið er
með hæsta útsvarið ætti að vera svig-
rúm til lækkunar,“ sagði Eyþór í sam-
tali við mbl.is. Áætlaður kostnaður
borgarinnar á þessu ári svo að tillag-
an verði að veruleika á næsta ári er
1,9 milljarðar. Aðgerðin verður að
öðru leyti fjármögnuð með bættum
innkaupum borgarinnar. „Bara fjár-
festingarnar á ári eru 20 milljarðar og
við höfum séð að það hefur ekki verið
mikið aðhald í mörgum verkefnum.
Það er hægt að gera miklu betur í inn-
kaupum borgarinnar, um það eru
flestir sammála, og við teljum að það
sé besta leiðin.“
Önnur tillagan felur í sér að lækka
rekstrargjöld heimilanna, sem nemi
um 36 þúsund krónum á heimili í
borginni að jafnaði á ársgrundvelli.
Lagt er til að aðgerðin verði fjár-
mögnuð með breyttum arðgreiðslu-
áformum Orkuveitu Reykjavíkur,
með því að falla frá helmingi arð-
greiðslna Orkuveitunnar.
Til viðbótar er lagt til að borgin
tryggi hagstætt húsnæði og að samið
verði við ríkið um kaup á Keldna-
landi og að á svæðinu verði farið í taf-
arlausa uppbyggingu með áherslu á
hagkvæmt húsnæði. Þá verði fallið frá
sérstökum innviðagjöldum og bygg-
ingarréttargjöldum stillt í hóf.
Eyþór telur að borgin hafi fjárfest í
lóðum á of dýrum svæðum síðustu ár
og því þurfi að breyta.
„Borgin þarf fyrst og fremst að
hafa lóðir á hagstæðu verði. Sú
áhersla sem hefur verið, að byggja
upp á dýrum þéttingarsvæðum, leiðir
til þess að það verða til dýrar íbúðir,
en það vantar líka hagstæðar íbúðir.“
Ættu að koma að
kjaraviðræðum
Aðspurður hvort sveitarfélögin
ættu almennt að koma með innlegg í
kjaraviðræður, segir Eyþór:
„Sum geta það, önnur ekki. En það
skiptir langmestu máli hvað borgin
gerir varðandi það að hafa ekki út-
svarið hærra heldur en hinir, varð-
andi það að vera ekki með skort á
byggingarlandi og að Orkuveitan sé
hófleg.“
Tillögurnar verða, sem fyrr segir,
lagðar fram á fundi borgarstjórnar í
dag. Eyþór segist bjartsýnn á að sátt
náist um tillögurnar, að minnsta kosti
hluta þeirra.
„Þetta eru allt jákvæðar tillögur.
Nú hefur borgarstjóri hafnað því að
lækka útsvar en hann hefur tækifæri
til að styðja hina þættina.“
Bætt innkaup fjármagni lægra útsvar
Morgunblaðið/Eggert
Kjarapakki Eyþór Laxdal Arnalds kynnir tillögur sjálfstæðismanna.
Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins leggur fram kjarapakka sem innlegg í kjaraviðræður
Tillaga um að útsvar lækki í 14%, samið verði um kaup á Keldnalandi og fallið frá innviðagjöldum
Atkvæðagreiðsla um
VERKFALLSBOÐUNVR
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Atkvæðagreiðslan fer framdagana 5.mars til 12.mars 2019
Allir kosningabærir félagsmenn sem starfa í ofangreindum
fyrirtækjum fá send kjörgögn á næstu dögum.
5. mars 2019
KjörstjórnVR
Fosshótel Reykjavík ehf. - kt. 6912094740
Íslandshótel hf. - kt. 6301692919
Flugleiðahótel ehf. - kt. 6212976949
Cabin ehf. - kt. 7012022280
Hótel Saga ehf. - kt. 4610150340
Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. - kt. 4509051430
Hótel Klettur ehf. - kt. 4703110450
Örkin Veitingar ehf. - kt. 7103982919
Keahótel ehf. - kt. 6012997049
Hótel Frón ehf. - kt. 4204983229
Hótel 1919 ehf. - kt. 4604050920
Hótel Óðinsvé hf. - kt. 6705140640
Hótel Leifur Eiríksson ehf. - kt. 5902993759
Hótel Smári ehf. - kt. 6312150680
Fjörukráin ehf. (Hotel Viking) - kt. 6304901119
Hótel Holt Hausti ehf. - kt. 4205025910
Hótelkeðjan ehf. - kt. 4712042340
CapitalHotels ehf. - kt. 6902080320
Kex Hostel - kt. 6210100500
101 (einn núll einn) hótel ehf. - kt. 5807972299
Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun félagsmannaVR hjá hópbifreiðafyrirtækjum á
félagssvæði VR og félagsmönnumVR hjá eftirfarandi fyrirtækjum:
Nánari upplýsingar verða birtar áwww.vr.is
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Aðstæður eru þannig á höfuðborgar-
svæðinu að bílarnir þyrla upp ryki og
útblástur þeirra fýkur ekki burt.
Eru umtalsverðar líkur á því að loft-
mengun fari yfir heilsuverndarmörk
á næstu dögum. Almenningur var í
gær hvattur til
þess að draga úr
notkun einkabíla
við þessar að-
stæður, nýta sér
frekar almenn-
ingssamgöngur,
sameinast í bíla
eða nota aðra
vistvæna sam-
göngumáta.
Gert er ráð fyr-
ir hægvirði og
þurru veðri og jafnvel frosti næstu
daga. Þegar þéttbýlið kemur undan
vetri við þessar aðstæður er líklegt
að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs sem
stafar af útblæstri ökutækja og svif-
ryki af götunum verði mikill.
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigð-
isfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur, segir að stærstu topp-
arnir í mengun mælist við helstu um-
ferðaræðar borgarinnar, þar sem
hraðinn er mestur, eins og Miklu-
braut og Sundabraut enda fari þar
líka stór og þung ökutæki. Ryk sé þó
við allar götur.
Ekki lá fyrir undir kvöld í gær,
þegar rætt var við Svövu, hvort
mengunin færi yfir heilsuverndar-
mörk því mæla þarf heilan sólar-
hring. Svava taldi þó líklegt að það
myndi gerast í að minnsta kosti einni
mælistöð. Það er stöðin við Grens-
ásveg sem er mengaðasti punktur
höfuðborgarsvæðisins og þar er
meðal annars mæld mengun frá
Miklubraut.
Hvort sem mengunin færi yfir
heilsuverndarmörk eða ekki ráðlagði
Svava þeim sem eru viðkvæmir fyrir
að vera ekki úti við nálægt helstu
umferðaræðum.
Gráir dagar í Reykjavík
Strætó, Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur, Umhverfisstofnun, umhverfis-
ráðuneytið, Veðurstofan og sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu hvöttu í
gær íbúa til að sýna samstöðu og ýta
undir notkun vistvænna samgöngu-
máta á svokölluðum Gráum dögum
þar sem líkur séu á að loftmengun
fari yfir heilsuverndarmörk.
helgi@mbl.is
Loftmengun við
umferðaræðar
Fólk hvatt til að spara bílana
Mengun frá bíl-
um safnast upp.