Morgunblaðið - 05.03.2019, Page 12
Táhirih, f. 1814 í
Íran, var
drepin fyrir
baráttu sína.
ir alla, ártalið verður að vera þegar
kosningaréttur fékkst til jafns við
karla,“ segir Silja og bætir við að
henni finnist myndirnar í bókinni
virkilega skemmtilegar.
„Þær eru væmnislausar og
skýrar, þannig að sjö ára barn getur
haft gaman af að skoða þær og lesa
úr þeim. Þær eru fyndnar en ná líka
virkilega utan um aðalatriðin. Bókin
er ekki með miklum texta, en nær
samt að segja söguna með ótrúlega
fáum orðum og sterkum myndum.
Þessi bók er afar aðgengileg fyrir
fólk á öllum aldri, börn og fullorðna.
Ég ætla sannarlega að vona að þessi
bók rati í marga fermingargjafa-
pakka í vor, hún á heima þar.“
Hélt ég kæmist allt
sem ég vildi
Silja er rúmlega sjötug og hefur
eðli málsins samkvæmt sjálf upplifað
heilmikla breytingar á stöðu kvenna
á sinni ævi.
„En mér fannst alltaf að
ég væri frekar vel sett, miðað
við meðaltalið, af því ég átti
góða að, meðal annars góðan
pabba sem hafði alla tíð
rosalega trú á mér. Þegar
rauðsokkurnar byrjuðu að
berjast fannst mér að ég
þyrfti ekkert að taka
þátt í þeirri baráttu
með þeim, því ég
kæmist allt sem
ég vildi án
þeirra. En sem
betur fór áttaði
ég mig á því að það var
alls ekki þannig, þó ég hafi
ekki rekið mig harkalega á
sjálf, á þeim árum. Ég sá
að við konur þurftum að
standa saman.“
indum samkynhneigðra og trans-
fólks. Þarna er líka farið til Austur-
landa og langt aftur í tímann, allt til
Saffó sem dó 570 fyrir Krist,“ segir
Silja Aðalsteinsdóttir sem sá um að
þýða nýútkomna bók, Áfram konur!
en þar segir frá 150 ára baráttu fyrir
frelsi, jafnrétti og stystralagi. Þetta
er myndasögubók eftir tvær ungar
norskar konur, rithöfundinn Mörtu
Breen og teiknarann Jenny Jordahl.
„Ég fann líka virkilega fyrir því í
þessari bók hvað einstaklingarnir
skipta svakalega miklu máli, það er
ekki hægt að líta framhjá því að
kvennabaráttan hnitast um ein-
staklinga sem þora, geta og vilja. Það
þarf einhver að standa upp svo eitt-
hvað breytist, og margar þessara
kvenna fórnuðu lífi sínu fyrir barátt-
una, það sjáum við í bókinni.“
Bríet teiknuð inn eftir á
Silja segir að ein kona hafi verið
sérteiknuð fyrir íslensku útgáf-
una, íslenska konan í peysuföt-
unum, eða hún Bríet okkar,
sem stendur í röð annarra
kvenna sem halda á skilti
með ártali síns heima-
lands þegar konur fengu
kosningarétt, án tak-
markana, og því er ís-
lenska ártalið 1920 en
ekki 1915. „Við báð-
um um að okkar
íslenska kona
fengi að vera
með, en Stella
Soffía og fleiri
konur á Forlag-
inu voru svolítið leið-
ar yfir að þurfa að
hafa ártalið 1920 en
ekki 1915, því okk-
ur finnst við hafa
fengið kosninga-
réttinn þá, en
það verður að
gilda það
sama fyr-
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Það var margt sem kom mér á óvart
í þessari bók. Ég komst að ýmsu sem
ég ekki vissi, en ég taldi mig sann-
arlega vita allt
sem væri ástæða
til að vita um
þessa baráttu. Ég
vissi til dæmis
ekki að ensku
súffragetturnar
hefðu verið svona
rosalega harðar,
kveikjandi í heilu
húsunum. Eins
voru mörg smáat-
riði í kvennabar-
áttunni sem komu mér á óvart þarna,
sem og stærri atriði eins og tengsl
kvennabaráttunnar og baráttunnar
gegn þrælahaldinu. Fyrir vikið er
þetta ekki aðeins saga jafnréttisbar-
áttu hvítra kvenna á Vesturlöndum,
heldur er hún líka um baráttu
svartra kvenna og baráttu fyrir rétt-
Ung Malala Yousafzai fæddist 1997 í Afganistan og barðist fyrir
rétti stúlkna til menntunar. 2012 var hún skotin í augað en lifði.
Kvennabarátta gegn þrælahaldi Hin þeldökka Harriet
Tubman, f. 1822, flúði úr þrældómi og frelsaði fjölda þræla.
Hnitast um einstaklinga sem þora
„Mér fannst alltaf að ég væri frekar vel sett, miðað við meðaltalið, af því ég átti góða að, meðal annars góðan pabba sem hafði alla tíð
rosalega trú á mér,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir sem komst að ýmsu sem hún ekki vissi þegar hún þýddi nýja bók um kvennabaráttuna.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Fyrir rúmri öld var mikill munur á lífi og rétt-
indum karla og kvenna. Konur höfðu hvorki kosn-
ingarétt né ýmis önnur réttindi sem karlmenn
nutu. Þær höfðu heldur ekki fullt forræði yfir eig-
in líkama. En svo fóru þær að taka saman hönd-
um og berjast fyrir réttindum sínum og þá breytt-
ist líf þeirra og kjör smám saman þótt
þröskuldarnir væru margir. Í bókinni rekja tvær
norskar konur, rithöfundurinn Marta Breen og
teiknarinn Jenny Jordahl, sögu kvennabaráttu
um heim allan í máli og myndum og segja frá
frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í
sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna, kvenfrelsi og systralagi.
Sumar lögðu allt í sölurnar
150 ÁRA BARÁTTA FYRIR FRELSI, JAFNRÉTTI OG SYSTRALAGI
Ylströndin Nauthólsvík
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Mánudagar – Föstudagar
11-14 og 17-20
Laugardagar
11-16
Lengri
afgreiðslutími
á ylströnd
Verið velkomin í Nauthólsvík
Meðfætt? Allt til loka 19. aldar voru konur útilokaðar frá
flestum skólum og störfum. Heimilið var sagt þeirra staður.
Súffragettur Húsmóðirin Emmeline Pankhurst, fædd 1858, beitti herskáum
aðferðum í jafnréttisbaráttunni og stofnaði samtök súffragetta í Bretlandi.
Silja
Aðalsteinsdóttir