Morgunblaðið - 05.03.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á
afkomu fyrirtækja, íbúa, sveitar-
sjóðs og hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
Þannig er áætlað að launatekjur íbúa
í Fjarðabyggð muni dragast saman
um að minnsta kosti rúm 5% á þessu
ári frá árinu 2018 vegna loðnubrests-
ins. Nú þegar hefur 15 starfsmönn-
um verið sagt upp, ekki verður ráðið
í tímabundin störf og líklegt talið að
til frekari fækkunar komi.
Kemur þetta fram í greinargerð
Snorra Styrkárssonar, fjármála-
stjóra Fjarðabyggðar, um áhrif
loðnubrestsins á sveitarfélagið, sem
hann hefur skilað bæjarráði.
Tóku við nærri helmingi aflans
Hafrannsóknastofnun hefur ekki
fundið næga loðnu til að gefa út
loðnukvóta á vertíðinni og ekki er út-
lit fyrir að af því verði. Í Fjarða-
byggð eru öflug fyrirtæki í veiðum
og vinnslu uppsjávartegunda og þess
vegna hefur loðnubresturinn tiltölu-
lega mikil áhrif þar. Nefna má Síld-
arvinnsluna í Neskaupstað, Eskju á
Eskifirði og Loðnuvinnsluna á Fá-
skrúðsfirði. Í greinargerð fjármála-
stjórans er bent á að í Fjarðabyggð
var tekið á móti og unnin 47% af öll-
um loðnuafla á árinu 2018. Árin á
undan var hlutfallið lægra, eða á
bilinu 34-37%.
Útflutningsverðmæti loðnuafurða
sem komu á land í Fjarðabyggð nam
um 10 milljörðum króna á síðasta ári.
Þessir fjármunir skila sér ekki inn í
fyrirtækin eða samfélagið í ár, að
óbreyttu.
Laun í loðnu 1,2 milljarðar
Fjármálastjórinn áætlar að launa-
tekjur starfsmanna sjávarútvegsfyr-
irtækja í Fjarðabyggð af veiðum og
vinnslu loðnu hafi numið einum millj-
arði á árinu 2018. Mun loðnubrest-
urinn lækka launatekjur starfs-
manna um 13%. Að auki er gert ráð
fyrir að samdráttur í launatekjum
starfsmanna í þjónustufyrirtækjum
nemi um 250 milljónum króna. Í
heild muni launatekjur íbúa í Fjarða-
byggð dragast saman um að minnsta
kosti 5% milli ára.
Auk áhrifa á stóru sjávarútvegs-
fyrirtækin hefur loðnubresturinn
áhrif í flestum þjónustugreinum í
samfélaginu. Er sá samdráttur áætl-
aður 500-600 milljónir kr. Afleiðing-
ar loðnubrestsins munu því smitast
til flestra íbúa í Fjarðabyggð með
beinum eða óbeinum hætti.
Sveitarfélagið verður af tekjum
Fjármálastjórinn segir að gera
megi ráð fyrir að útsvarstekjur
Fjarðabyggðar lækki um 160 millj-
ónir. Þá er gert ráð fyrir að tekjur
Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar minnki
um 100 milljónir kr. vegna loðnu-
brestsins. Við gerð fjárhagsáætlunar
bæjarins fyrir árið í ár var gert ráð
fyrir óbreyttri stöðu í veiðum og
vinnslu. Nú má búast við að heildar-
tekjur Fjarðabyggðar og stofnana
dragist saman um 260 milljónir kr.
Loðnubrestur hefur áhrif á alla íbúa
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Að veiðum Hoffellið að loðnuveiðum á síðasta ári. Lítið verður veitt í ár.
Samfélagið í Fjarðabyggð verður af 10 milljarða króna útflutningstekjum Launatekjur dragast
saman um rúm 5% Tekjur sveitarsjóðs og hafnarsjóðs 260 milljónum minni en í fjárhagsáætlun ársins
Tveir sendifulltrúar frá Rauða
krossi Íslands, RKÍ, fóru utan til
Gana um síðustu helgi, að því er
fram kemur á vef RKÍ, til að taka
þátt í uppbyggingu upplýsinga- og
samskiptatæknigetu afrískra lands-
félaga Rauða krossins og Rauða
hálfmánans.
Þetta eru þau Halldór Gíslason,
starfsmaður Íslandsbanka, og Árdís
Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýn-
ar. Verkefnið, er nefnist Brúun hins
stafræna bils, snýst um að gera
Rauða krossinn færari um að sinna
hjálparstarfi sínu á skilvirkari og ár-
angursríkari hátt. Rauði krossinn og
fjögur íslensk fyrirtæki hafa undir-
ritað samstarfssamning um verk-
efnið sem felur í sér að fyrirtækin
lána Rauða krossinum starfsfólk
sitt, auk þess sem þau styðja verk-
efnið fjárhagslega.
Tveir sendifulltrúar
RKÍ farnir til Gana
Fjögur fyrirtæki í samstarfi við RKÍ
Ljósmynd/RKÍ
Hjálparstarf Halldór Gíslason og Árdís Björk Jónsdóttir á leið til Gana.