Morgunblaðið - 05.03.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
5. mars 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.2 119.76 119.48
Sterlingspund 157.82 158.58 158.2
Kanadadalur 90.66 91.2 90.93
Dönsk króna 18.161 18.267 18.214
Norsk króna 13.922 14.004 13.963
Sænsk króna 12.918 12.994 12.956
Svissn. franki 119.3 119.96 119.63
Japanskt jen 1.0651 1.0713 1.0682
SDR 166.11 167.09 166.6
Evra 135.52 136.28 135.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.301
Hrávöruverð
Gull 1309.95 ($/únsa)
Ál 1890.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.38 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bréf Icelandair
Group hækkuðu
um 6,35% í Kaup-
höll Íslands í gær í
104 milljóna króna
viðskiptum. Mun
minni hreyfing
reyndist á bréfum
annarra félaga í
viðskiptum gær-
dagsins. Næstmest hækkuðu bréf Ar-
ion banka eða um 0,97% í 292 milljóna
króna viðskiptum. Mest lækkuðu bréf
Regins um 1,59% í 43 milljóna við-
skiptum. Þá lækkuðu bréf í Festi um
0,93% í 26 milljóna króna viðskiptum.
Langmest var veltan með bréf Marels.
Þau hækkuðu um 0,4% í 491 milljónar
króna viðskiptum.
Í viðskiptum gærdagsins hækkaði
úrvalsvísitala Kauphallarinnar um
0,31%. Það sem af er þessu ári hefur
úrvalsvísitalan hækkað um 15%. Sé
horft 12 mánuði aftur í tímann nemur
hækkunin 4,06%.
Enn hækka bréf Ice-
landair í Kauphöll
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Viðskiptaafgangur á 4. fjórðungi ársins
2018 nam 300 milljónum króna. Vöru-
skiptahallinn var 37 milljarðar króna
en halli á rekstrarframlögum var 6,3
milljarðar. Á móti vó 33,4 milljarða
króna afgangur af þjónustuviðskiptum
og 10,1 milljarðs króna afgangur af
frumþáttatekjum. Þetta kemur fram í
bráðabirgðatölum
Seðlabankans um
greiðslujöfnuð við
útlönd. Að sögn
Ernu Bjargar
Sverrisdóttir, sér-
fræðings hjá
greiningardeild
Arion banka, var
viðskiptaafgangur
nokkuð óvæntur.
„Við reiknuðum
ekki með því,“ seg-
ir Erna Björg í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við vissum fyrirfram að vöru- og
þjónustujöfnuður var neikvæður og
það var nokkuð gefið að rekstrarfram-
lögin yrðu neikvæð. Þar skipta pen-
ingasendingar á milli landa aðallega
máli en þær hafa aukist eftir því sem
erlendu vinnuafli hefur fjölgað,“ segir
Erna Björg.
Hún segir frumþáttatekjurnar vera
meginástæðuna fyrir viðskiptaafgang-
inum. Til þeirra teljast laun, fjárfest-
ingatekjur á borð við vexti eða arð-
greiðslur, og aðrar frumþáttatekjur. 10
milljarða afgangur var á frumþátta-
tekjum sem þýðir að erlendir aðilar
hafi greitt sem því nemur meira en inn-
lendir aðilar greiddu úr landi.
„Frumþáttatekjurnar eru aðal-
ástæðan fyrir því að við erum að sjá
viðskiptaafgang á fjórða ársfjórðungi.
Það er dálítið áhugavert að sjá að það
er í rauninni ekki þróttur í utanríkis-
verslun landsins, eða aukin tekjusköp-
un erlendra eigna sem Íslendingar
eiga sem skýrir þetta, heldur virðist
sem innlend fyrirtæki í erlendri eigu
hafi skilað tapi,“ segir Erna og heldur
áfram:
„Tekjuhlið frumþáttatekna breyttist
lítið sem ekkert á milli ára en gjöldin
minnkuðu, sem má túlka sem svo að
innlendir aðilar hafi verið að greiða
minna til erlendra aðila. Það er fyrst og
fremst vegna þess að innlend fyrir-
tæki, í eigu erlendra aðila, virðast hafa
skilað tapi,“ segir Erna og bendir á að í
fyrra hafi það sama verið upp á ten-
ingnum en þá var aftur á móti greiddur
út arður sem skilaði sér á gjaldahlið
frumþáttatekna.
Þjónustuafgangur dróst verulega
saman á milli 2017 og 2018 á fjórða árs-
fjórðungi og fór úr 51,9 milljörðum í
33,4. Skýrist það einna helst af því að
mjög stórar greiðslur í tengslum við
lyfjaiðnaðinn, vegna hugverkaréttinda,
voru bókfærðar í heild sinni á 3. fjórð-
ungi ársins 2018 í stað þess að dreifast
yfir 3. og 4. ársfjórðung að sögn Ernu.
Erlend staða þjóðarbúsins var já-
kvæð um 276 milljarða króna og lækk-
aði um 77 milljarða. Stafar það einkum
af dýfu á erlendum mörkuðum á 4.
fjórðungi síðasta árs. Erlendar eignir
þjóðarbúsins námu 3.386 milljörðum
króna og skuldir 3.110 milljörðum.
Innlend fyrirtæki í erlendri
eigu virðast skila tapi
Morgunblaðið/Eggert
Viðskiptaafgangur Afgangur á frumþáttatekjujöfnuði upp á 10,1 milljarð er aðalástæðan fyrir viðskiptaafgangi.
Greiðslujöfnuður
» Viðskiptaafgangur nam
300 milljónum króna.
» Vöruskiptajöfnuður var
neikvæður um 37 ma. króna.
» Þjónustujöfnuður var já-
kvæður um 33,4 ma. króna.
» Frumþáttatekjur námu 10,1
ma. króna og rekstrarframlög
voru neikvæð um 6,3 ma.
» Hrein staða þjóðarbúsins
var jákvæð um 276 ma.
króna.
300 milljóna króna afgangur var á greiðslujöfnuði við útlönd á 4. ársfjórðungi
Erna Björg
Sverrisdóttir
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að
setja nýjar reglur um bindingu
reiðufjár vegna nýs innstreymis er-
lends gjaldeyris og reglur um með-
ferð krónueigna sem háðar eru sér-
stökum takmörkunum. Hinar nýju
reglur eru settar, að sögn Seðla-
bankans, vegna breytinga á lögum
um gjaldeyrismál og lögum um með-
ferð krónueigna sem háðar eru sér-
stökum takmörkunum. Með hinum
breyttu reglum lækkar bindingar-
hlutfall, sem skv. eldri reglum var
20%, niður í 0%.
Segir í tilkynningu frá bankanum
að með breytingunum sé „sérstakur
aflandskrónumarkaður ekki lengur
til staðar.“ Þá segir bankinn að þau
fjármagnshöft sem innleidd voru í
nóvember 2008 hafi „nú nánast að
öllu leyti verið losuð“. Hins vegar
standi eftir takmarkanir sem m.a.
feli í sér takmarkanir á afleiðuvið-
skiptum sem eigi sér stað í öðrum til-
gangi en þeim sem snúi beint að
áhættuvörnum. Segir í tilkynningu
bankans að þær takmarkanir verði
hins vegar skoðaðar í tengslum við
heildarendurskoðun laga um gjald-
eyrismál. Afnám bindingarhlutfalls-
ins felur í sér stórt skref en bankinn
hefur á undanförnum misserum
dregið markvisst úr áhrifum fyrr-
nefndra fjármagnshafta. Þannig var
bindingarhlutfallið fært niður í 20% í
nóvember 2018 en það hafði frá því
að það var sett á í júní 2016 staðið í
40%. Lækkun hlutfallsins, fyrst í
nóvember í fyrra og svo nú, er til-
komið þar sem „líkur á umtalsverðu
innflæði sem leiddi til ofriss krón-
unnar og alvarlegrar truflunar í
miðlunarferli peningastefnunnar
hafa minnkað mikið, a.m.k. um sinn“
segir í tilkynningu bankans.
Reglunar sem bankinn setur
verða gefnar út í dag og taka gildi á
morgun. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Peningamál Gjaldeyrishöftin frá
2008 heyra nú nærri því sögunni til.
Fjármagnshöft
nánast úr sögunni
Bindingarhlut-
fall fer úr 20% í 0%
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða