Morgunblaðið - 05.03.2019, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Að minnsta kosti 23 létu lífið í tveim-
ur skýstrókum í Alabama í Banda-
ríkjunum í fyrradag og björgunar-
starf hófst að nýju í gær eftir að hafa
verið stöðvað vegna mjög hættu-
legra aðstæðna. Óttast var að tala
látinna myndi hækka þar sem leit
var ekki lokið í Beauregard, um 95
km austan við Montgomery, höfuð-
stað Alabama.
„Eyðileggingin er ótrúleg,“ sagði
Jay Jones, lögreglustjóri Lee-sýslu,
í viðtali við CBS-sjónvarpið. „Ég
minnist þess ekki að svo margir hafi
látið lífið af völdum skýstróka hérna
á síðustu fimmtíu árum.“
Á meðal þeirra sem fórust í óveðr-
inu voru nokkur börn. Tugir manna
voru fluttir á sjúkrahús og nokkrir
þeirra með „mjög alvarleg meiðsl“,
að sögn lögreglustjórans.
Skýstrókarnir ollu eyðileggingu á
slóð sem var 0,8 kílómetrar á breidd
og nokkurra kílómetra löng. Banda-
rískir fjölmiðlar birtu myndir af hús-
um sem eyðilögðust, braki á götum
og trjám sem brotnuðu í óveðrinu.
Margir vegir á svæðinu voru lokaðir
vegna brotinna trjáa og braks. Vind-
hraðinn var að minnsta kosti um 74
m/s, að sögn bandarísku veðurstof-
unnar.
Rúmlega 6.000 heimili voru án raf-
magns í Alabama vegna óveðursins
og 16.000 í grannríkinu Georgíu.
Skýstrókar myndast í þrumuveðri á hlýjum dögum
Skýstrókar myndast í óstöðugu lofti
Heimildir: NOAA, EncyclopaediaBritannica, NatGeo
Flestir skýstrókar færast
16-32 km/klst, vindhraðinn
getur orðið allt að 110 m/s
Kalt loft
Neðra borð
skýs
Hlýtt loft
1
2
3
4
5
Hlýtt, rakt vatn rís
frá jörðu
1
Hlýtt loftmætir
köldu lofti.
Hringiða myndast
og fer niður
frá stormskýinu
2
Uppstreymi dregur
að sér meira loft,
rís og hringsnýst
4
Skýstrókur snýst á
miklum hraða og
skilur eftir sig slóð
eyðileggingar
5
Hringiðan
fer niður
til jarðar
3
Skýstrókar ollu
miklu manntjóni
AFP
Eyðilegging Mikið tjón varð í Beau-
regard í Alabama vegna skýstróks.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Líklegt er að kona verði forsætisráð-
herra Eistlands í fyrsta skipti í sögu
landsins eftir að frjálslyndur
stjórnarandstöðuflokkur, Umbóta-
flokkurinn, fór með sigur af hólmi í
þingkosningum í fyrradag. Stjórn
Miðflokksins og tveggja annarra
flokka missti meirihluta sinn. Eist-
neskur þjóðernis-
flokkur, Íhalds-
sami þjóðar-
flokkurinn,
EKRE, nær tvö-
faldaði fylgi sitt,
fékk 17,8% at-
kvæða og er nú
þriðji stærsti
flokkurinn.
Kaja Kallas,
leiðtogi Umbótaflokksins, hafði lofað
að lækka skatta fyrirtækja og gjöld
þeirra í atvinnuleysistryggingasjóð til
að stuðla að fjölgun starfa. Mið-
flokkurinn hafði lofað að hækka líf-
eyrisgreiðslur ríkisins um 8,4% og
taka upp þrepaskipt skattkerfi, í stað
flats 20% tekjuskatts einstaklinga og
21% fyrirtækjaskatts, til að auka
tekjur ríkisins.
Umbótaflokkurinn fékk 28,8% at-
kvæðanna, jók fylgi sitt um 1,1 pró-
sentustig, og Miðflokkurinn fékk
23%, missti 1,7 prósentustig. Tveir
flokkar sem hafa verið í stjórn með
Miðflokknum töpuðu fylgi, þ.e.
hægriflokkurinn Isamaa og Sósíal-
demókrataflokkurinn. Isamaa fékk
11,4%, missti 2,3 prósentustig, og
Sósíaldemókrataflokkurinn fékk
9,8%, 5,4 prósentustigum minna en í
kosningum fyrir fjórum árum.
101 sæti er á þingi Eistlands og
Umbótaflokkurinn, sem fékk 34
þeirra, getur myndað meirihluta-
stjórn með Miðflokknum sem fékk 26
þingsæti. Leiðtogi Miðflokksins, Jüri
Ratas, fráfarandi forsætisráðherra,
léði máls á stjórnarsamstarfi við Um-
bótaflokkinn. Kallas sagði hins vegar
að „mikill ágreiningur“ væri milli
flokkanna í skattamálum, málefnum
rússneska minnihlutans í landinu og
menntamálum.
Umbótaflokkurinn getur einnig
myndað meirihlutastjórn með
Isamaa, sem fékk 12 sæti, og Sósíal-
demókrataflokknum sem fékk tíu.
Kallas sagði að Umbótaflokkurinn
hygðist ekki mynda stjórn með
Íhaldssama þjóðarflokknum. Leið-
togi síðarnefnda flokksins kveðst vilja
stjórnarsamstarf við Miðflokkinn og
Isamaa.
Óánægja í dreifbýlinu
Umbótaflokkurinn og Miðflokkur-
inn hafa skipst á um að stjórna land-
inu frá því að það fékk sjálfstæði árið
1991 þegar Sovétríkin liðu undir lok.
Báðir flokkarnir hafa verið hlynntir
aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum og
hún hefur orðið til þess að skuldir
Eistlands eru nú minni en nokkurs
annars evrulands.
Stjórnmálaskýrendur telja að auk-
ið fylgi Íhaldssama þjóðarflokksins
megi að miklu leyti rekja til óánægju
kjósenda í dreifbýlinu sem telji
byggðarlög sín hafa verið látin sitja á
hakanum vegna aðhaldsstefnunnar.
Flokkurinn hefur verið mjög gagn-
rýninn á Evrópusambandið og vill að
efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um útgöngu Eistlands úr samband-
inu. Mikill meirihluti Eistlendinga er
þó hlynntur aðild landsins að ESB.
Frjálslyndur flokk-
ur fékk mest fylgi
Stjórn Eistlands féll Fylgi þjóðernisflokks tvöfaldaðist
AFP
Sigri fagnað Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, fagnar sigri í þing-
kosningum með flokkssystkinum sínum í Tallinn, höfuðborg landsins.
Kaja Kallas
Deilt um skólakerfið
» Íbúar Eistlands eru rúmlega
1,3 milljónir og um 25% þeirra
eru Rússar. Réttindi rússneska
minnihlutans voru ofarlega á
baugi í kosningabaráttunni,
auk skatta- og efnahagsmála.
» Miðflokkurinn vill halda nú-
verandi skólakerfi, sem byggist
á kennslu á eistnesku og rúss-
nesku, en Umbótaflokkurinn
og Íhaldssami þjóðarflokkurinn
vilja leggja það niður.
Klang. AFP. | Fimm konur, klæddar
plastsporði sem skreyttur er með
glitrandi efni, synda í sundlaug
skóla í Malasíu fyrir fólk sem vill
læra hvernig á að synda eins og
hafmey. Hann er í bænum Klang og
á meðal nokkurra skóla sem stofn-
aðir hafa verið í heiminum á síðustu
árum vegna vaxandi vinsælda haf-
meyjarsunds.
Nemendurnir syntu í hringi og
steyptu sér kollhnís með augun op-
in. „Þetta er allerfitt,“ sagði Koh Yi
Xuen, 27 ára kona sem hefur æft
hafmeyjarsund í um þrjú ár. „Við
þurfum að vera með augun opin í
vatninu og með fæturna fasta sam-
an.“
Lee Boon Leong stofnaði skólann
eftir að fyrirtæki bað hann um að
finna leikara, sem gæti synt eins og
hafmey, í auglýsingu. Í skólanum
eru nú fimm kennarar og þeir hafa
kennt um 500 konum að synda eins
og hafmeyjar sem þekkjast í
þjóðtrú margra landa.
AFP
Ný sundgrein Konur æfa hafmeyjarsund í skóla í bænum Klang í Malasíu.
Læra að synda
eins og hafmey