Morgunblaðið - 05.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 05.03.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu kann-anir um trú-verðugleika opinberra stofnana eru eftirtektar- verðar. Þær sýna að minnst álit alls hafa menn sameiginlega á stjórn höfuð- borgar landsins. Hvorki meira né minna en 84 prósentum þeirra þykir ekki mikið til hennar koma. Og verður ekki sagt að þessi hraksmánarlegi dómur þurfi að koma á óvart. Hvert dæmið rekur annað um stjórnleysi, áhugaleysi, skort á þjónustulund hjá fyrirtæki þar sem fyrsta boðorðið og flest hinna eiga að snúast um að veita eigendum sínum, borgar- búum, góða þjónustu. Sú krafa á meira en fullan rétt á sér og þá ekki síst þar sem gjaldtaka fyrir hana hækkar stöðugt og langt umfram þróun verðlags í landinu. Það er svo annar angi af upp- dráttarsýkinni að í hvert skipti sem borgaryfirvöld eru staðin að verki með allt niðrum sig er ábyrgðinni vísað annað, og þá oftast út í hafsauga. Og nýjasta afbrigðið er að æðsti „hlut- lausi“ embættismaður borgar- innar ræðst að kjörnum full- trúum með hroka og belgingi fyrir það eitt að spyrja spurn- inga og krefjast skýringa. Allt er það með miklum ólíkindum. En könnunin sýnir svo ekki verður um villst að borgarbúar eru komnir með upp í kok. Sagt er að eitt af því sem heillar ferðamenn og dregur þá til Íslands sé það að landið sé ekki í alfaraleið og beri það með sér. Spurst hefur út að landið sé enn „upprunalegra“ en gengur og gerist í vestrænum velferð- ar- og lýðræðislöndum, þar sem mannmergð, einhæfni og eftiröpun slær smám saman á alla eftirvæntingu. En eftirsóttustu kostir þessa náttúrufrumlega lands eru við- kvæmir og þá verður að virða í hvívetna. En upp á það vantar mjög. Því fer fjarri að gengið sé um landið af þeirri hófsemi sem það á skilið. Og meira en það, landið á til þess kröfu sem ekki verður andmælt með neinum sanngjörnum rökum. Það hefn- ir sín verði sú krafa hunsuð. Það þarf ekki að taka nema örskotsstund að laska mynd Ís- lands mjög og þar með eyði- leggja sjálft aðdráttaraflið með óafturkræfum hætti. Það gildir það sama og um landráð gegn landinu sem ístöðulausir ráða- menn segjast neyddir í af er- lendum dómstólum sem ekki hafa lögsögu hér. Árið 2006 nýttu menn færið þegar aginn var farinn úr herbúðunum til að færa EES-samninginn yfir ómengaðan íslenskan land- búnað þvert ofan í það sem þjóðinni hafði verið lofað við samningsgerð- ina. Verði sú ógæfugata gengin til enda má augljóst vera að samningurinn sá er orðinn þjóðinni verri en enginn. Reykjavík er því miður óþægilega lýsandi sanninda- merki um óheillaþróun. Það þurfti undraskamma tíð af gnarrdags-blöndunni til að gera subbuskap að einkennis- merkjum höfuðborgarinnar. Viðbrögð borgaryfirvalda við óskum um lögbundna eða hefðbundna þjónustu eru helst ónot og afsakanir og það þótt sífellt sé harðar gengið að buddu íbúa. Allir þekkja umferðaröng- þveitið, heimalagaða atlögu að borgarbúum. Það er illfært orðið að gamla kjarna borgar- innar vegna lokunar leiða og skorts á stæðum í bland við þekktan og opinskáan fjand- skap við „bifreiðaeigendur“, sem er þó almennt samheiti yfir borgarbúa! Það eru svo sem ekki margir með „lundabúðafárið“ á heil- anum. En menn furða sig á markvissri og meðvitaðri árás á þá sem þráast við að halda verslunarstarfsemi lifandi í miðborginni. Í Ráðhúsinu ætti að vera sjálfgefið að fólk sem gætt hefur miðbæinn lífi í góð- um takti við þakkláta samborg- ara fyndi baráttubræður. En það er öðru nær. Þar er engu að mæta nema úrtölum, aukn- um álögum og skilningsleysi. Það er misskilningur að „ferða- maðurinn“ komi hingað til að kaupa sér lunda úr lopa eða tré og þótt svo væri að einhver þeirra ætti ekki annað erindi þá þarf varla tugi slíkra versl- ana og eyða öðru. Laugavegurinn er á undan- haldi og dapurlegt var að horfa upp á hvernig borgaryfirvöld brugðust við áhyggjum þeirra sem lengst hafa þar staðið vaktina. Sú sögufræga gata verður handónýt orðin eftir örfá ár ef sama tómlæti verður sýnt, enda virðist leynt og ljóst að því stefnt. En hvers vegna í ósköpunum? Gamla borgarmyndin hverf- ur nú svo hratt að undrum sæt- ir. Upp er hlaðið í framandi hús sem yfirvöld, með glampa í augum, gáfu sér að erlendar filmstjörnur keyptu á þreföldu verði, því allar dreymi þær um að búa í borg þar sem kaupa má tuskulunda allan sólar- hringinn. Hinn draumur aðvíf- andi stórstirna væri svo að mega í kaupbæti sjá aðra túr- ista, hvert sem litið væri, inn- fæddir sæjust hvergi, enda vantaði þá ekki lunda í þessari eftirgerð. Falleinkunn borgar- yfirvalda kemur fáum á óvart} Verðskuldað vantraust A ð morgni 19. september 2015 sá undirritaður frétt frá því kvöldið áður þar sem formaður Bænda- samtakanna gagnrýndi að samið hefði verið við Evrópusam- bandið um tolla án samráðs við bændur. Þetta kom undirrituðum gríðarlega á óvart enda verið fullvissaður af þáverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra sem bar ábyrgð á samningunum, að um þetta hefði verið fullt samráð. 19. september. Kl. 07.37 sendi ég tölvupóst þar sem ég spyr starfsmann utanríkisráðu- neytisins sem setið hafði samningafundina, um hvort bændur hefðu ekki verið upplýstir enda hefði ég staðið í þeirri meiningu að svo væri. Fæ ég upplýsingar um að samskipti hafi átt sér stað á fyrri stigum. Kl. 11.01 fæ ég staðfestingu í tölvupósti á að bændur hafi verið upplýstir á fyrri stigum en hafi ekki fengið upplýsingar um að samningar hefðu náðst, né innihald samningsins fyrr en þeir heyrðu það í fréttum. Ég hafði strax samband við formann bændasamtak- anna og lýsti vanþóknun minni á því hvernig að þessu var staðið. Ég líkt og þáverandi forsætisráðherra, sem heyrði af þessu í útvarpi, hafði ekki haft rétta mynd málinu er ég staðfesti samninginn sem utanríkisráðherra. Þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði fullvissað mig og forsætisráðherra um að þetta væri í lagi enda samráð við bændur farið fram. Það reyndist ekki rétt. Þessi vinnubrögð voru vonbrigði enda höfðu margir, í góðri trú, haldið því fram að þessi samningur yrði til hagsbóta fyrir neyt- endur, framleiðendur, afurðastöðvar o.fl. þar sem hann hefði verið unninn í samráð við helstu hagsmunaaðila. Það voru mistök að trúa því að samráð hefði átt sér stað og voru viðbrögð mín þau að neita að mæla fyrir samningnum á alþingi og var þáverandi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra sem og formanni bænda- samtakanna tilkynnt um þá ákvörðun. Um búvörusamningana má fjalla síðar en svo virðist sem samráðsleysi einkenni vinnu- brögð ráðherrans. Þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti á sínum tíma frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fisk- veiða og sem til stóð að yrði að lögum á vor- þingi 2015. Það mál var aldrei lagt fram m.a. vegna skorts á samráði. Þá má velta því fyrir sér hvernig ráð- herra stóð að flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði. Þegar þetta ferli tollasamningsins er rifjað upp er ljóst að mistök voru gerð. Ráðherra málaflokksins sem bar ábyrgð á samningunum leitaði ekki álits bænda á niðurstöðunni og aðrir ráðherrar höfðu ekki rétta mynd af sögunni og stöðu málsins. Það eina rétta í stöðunni er því að segja samningnum upp og semja á ný með hagsmuni bænda og neytenda að leiðarljósi enda sameiginlegir hagsmunir að samningur sem þessi tryggi hag beggja. gunnarbragi@althingi.is Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Svokallað „samráð“ um tolla við ESB Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Vonbrigði félagsins snúa með-al annars að því að skorturhefur verið á samráði viðfagfólk,“ segir Reynir Arn- grímsson, formaður Læknafélags Ís- lands (LÍ), um þingsályktunartillögu frá heilbrigðisráðherra um heilbrigð- isstefnu til ársins 2030 sem nú er til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Al- þingis. Félagið telur að ekki hafi verið tekið tillit til at- hugasemda og ábendinga LÍ vegna tillögunnar. Hann segist von- ast til þess að í framhaldinu muni velferðarnefnd bjóða fulltrúum félagsins á fund sinn til þess að ræða at- hugasemdir LÍ. Reynir segir félagið fagna því að sett sé stefna um framtíð málaflokks- ins og að margt sé jákvætt í henni. Hann bendir þó á að í kjölfar þess að drögin voru kynnt hafi félagið lagt mikinn metnað í að rýna í þau og hafi yfir sextíu læknar komið að því verk- efni. „Síðan er opnað fyrir að skila inn athugasemdum í samráðsgáttinni, sem við gerðum. Við sjáum ekki merkjanleg áhrif af því sem við vorum að leggja fram, þannig að þetta er kannski svona sýndarsamráð sem var haft í samráðsgáttinni,“ segir hann. Öryggi og gæðum ógnað Félagið gagnrýnir meðal annars að ekki hafi verið tekið tillit til sjálf- stætt starfandi lækna, enda var ekki minnst á þá þjónustu í drögum heil- brigðisráðuneytisins. „Fyrstu viðbrögð okkar voru að það virtist sem þessi þjónusta væri bara ekki til á Íslandi og að hún ætti ekki að vera til 2030, það var ekki stafkrókur um þetta. Þetta er þó nefnt núna, en það er engin stefnu- mótun fyrir þennan þátt heilbrigð- iskerfisins,“ útskýrir Reynir. Spurður hvort hann telji ríkja óvissa vegna þessa svarar Reynir því játandi. „Okkur finnst það vera óljóst núna. Það er enginn samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi lækna, hann rann út um áramótin. Heilbrigðisráðherra gaf út endurgreiðslureglugerð, sem þýðir það að fólk getur sótt til þessara lækna og borgað samkvæmt gömlu gjaldskránni á meðan samningavið- ræður standa. Hins vegar er ekki ljóst hvert samningsmarkmið ríkisins er.“ Þá varar félagið við hugmyndum um að notendur þjónustu séu sviptir réttindum, þar sem sjúklingar hafa rétt til þess að velja þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þann þjónustu- aðila sem veitir hana. Spurður um þennan þátt umsagnar félagsins segir Reynir þetta tengjast svokallaðri þjónustustýringu eða tilvísunarkerfi. „Við skiljum þetta þannig að fólk þurfi að greiða meira ef það fari ekki eftir þjónustustýringunni,“ útskýrir hann og vísar til þess að þetta skapi hættu á að fólk fái ekki þá þjónustu sem það vill og dragi úr möguleikum til þess að fá annað álit. Fram kemur af hálfu félagsins að ákvæði vanti um að öll þjónusta sem greidd er af hálfu hins opinbera „skuli byggjast á gagnreyndum fræð- um“. Þá segir að þjónusta veitt án sjúkdómsgreiningar og meðferð án aðkomu læknis ógni gæðum og ör- yggi innan heilbrigðisþjónustunnar. Jafnframt er bent á að ekki er að finna í tillögunni lágmarksöryggisvið- mið við mönnun eininga. Meðal tillagna LÍ er að skipaður verði umboðsmaður sjúklinga og stofnuð verði heildarsamtök sjúk- linga með „tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn“. Hvergi er minnst á þessar hugmyndir í heil- brigðisstefnunni og er einnig bent á að hvergi sé ákvæði um réttindi sjúk- linga að finna. Félagið segist einnig vera á móti uppgjafartóni í heilbrigð- isstefnunni gagnvart mönnun heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni og að þeirri áskorun verði mætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Læknar gagnrýna heilbrigðisstefnuna Siðfræðistofnun hefur einnig gert athugasemdir við tillöguna í umsögn sinni. Fyrri athugasemdin snýr að ákvæði sem segir að „ef forgangs- röðun er nauðsynleg verði sjúklingar með mesta þörf og verst lífskjör settir í forgang“. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að slíkt ákvæði sé andstætt siðfræðilegu sjónarmiði þar sem faglegt og læknisfræðilegt mat er sagt eiga að ráða för fremur en lífskjör. Önnur athugasemdin snýr að ákvæði er segir að „formlegt mat á gagn- reyndu notagildi verði forsenda fyrir innleiðingu nýrrar tækni, nýrra lyfja og nýrra aðferða í heilbrigðisþjónustunni“. Gerir stofnunin athugasemd við að ekki sé tilgreint með hvaða hætti eigi að framkvæma slíkt mat. Lífskjör gefi ekki forgang SIÐFRÆÐILEG ÁLITAMÁL Morgunblaðið/Eggert Reynir Arngrímsson Læknar Drög að heilbrigðisstefnu til 2030 sætir mikilli gagnrýni lækna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.