Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Góður drengur er látinn. Mágur minn Finnbogi Höskuldsson lést 22. febrúar eftir baráttu við krabbamein. Ég kynntist Finn- boga fyrir rúmri hálfri öld þegar hann kom í fjölskylduna sem unnusti systur minnar. Með okk- ur tókst fljótt góð vinátta sem stóð alla tíð síðan. Snemma dáð- ist ég að því hversu góður verk- maður hann var og hagur á allar smíðar, einkum málmsmíði sem hugur hans stóð snemma til. Hann lauk námi í vélvirkjun og síðan lá leið hans í Tækniskól- ann þar sem leiðir okkar lágu saman, hann sem nemandi og ég sem kennari. Eftir námið í Tækniskólanum fór hann til frekara náms í Danmörku þar sem hann útskrifaðist sem vél- tæknifræðingur. Að loknu námi réðst hann til starfa hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen þar sem hann starfaði æ síðan. Þar störfuðum við saman í tæpa þrjá áratugi. Með vaxandi tölvu- væðingu var þörf á röskum og öflugum manni til að halda utan um tölvukerfi verkfræðistofunn- ar og tók Finnbogi að sér um- sjón þess. Ósjaldan leitaði ég til hans um vandamál sem upp komu í samskiptum mínum við tölvuna og tölvukerfið. Finnbogi var mjög fær á sviði véltækni- nnar og tölvumála og voru hon- um falin stór og mikilvæg verk- efni á þeim sviðum í gegnum tíðina. Á sorgartímum sem þessum þegar ég kveð minn kæra vin Finnbogi Höskuldsson ✝ Finnbogi Hösk-uldsson fæddist 30. ágúst 1943. Hann lést 22. febr- úar 2019. Útför Finnboga fór fram 4. mars 2019. leitar hugurinn til baka og margar minningar koma upp í hugann. Ég minnist þess hversu gott var að leita til Finnboga þegar upp komu vanda- mál einkum er varðaði vélar, tæki og tölvur. Einnig var gott að leita til hans um ráðgjöf við ýmis verkleg verkefni heima við auk þess sem hann átti ótrúlegt verkfærasafn sem hann var ósinkur á að lána þegar þörf var á. Í einkalífinu var Finnbogi gæfumaður. Hildigunnur systir mín og hann áttu saman meira en hálfrar aldar farsæla sambúð. Þau eignuðust tvær yndislegar dætur og sex barnabörn og er mikil samheldni í fjölskyldunni þótt hluti hennar búi erlendis. Við hjónin sendum Hildi- gunni, Rakel Þóru og Ásdísi Margreti og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum þeim blessunar á þessum erfiðu tímum. Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir. Með þessum fáu orðum lang- ar okkur að minnast Finnboga. Kynni okkar hófust fyrir tæp- um tuttugu árum, þegar dóttir hans og sonur okkar giftust. Upp frá því hittum við hann reglulega ásamt eiginkonu hans í fjölskylduboðum og við önnur góð tækifæri. Stolt hans af fjöl- skyldu sinni, ekki síst af barna- börnunum, fór ekki leynt og hann fylgdist grannt með námi þeirra og tómstundum. Brosið leyndi sér ekki þegar vel gekk. Þegar fjölskyldan stækkaði og bæta þurfti húsakost tók hann virkan þátt í því með skipulags- gáfu sinni, dugnaði og vinnu- semi, sem ávallt einkenndi hann. Hann var ætíð tilbúinn til að- stoðar, allt lék í höndum hans og var aðstoð hans ómetanleg. Við viljum minnast hans og þakka honum fyrir það traust sem hann ávallt sýndi okkur og fjöl- skyldunni. Að leiðarlokum vilj- um við biðja algóðan Guð að styrkja Hildigunni og fjölskyld- urnar á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning hans. Guðrún og Magnús. Látinn er eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm besti vinur minn allt frá barnæsku, hann Finnbogi. Hugurinn leitar aftur í tímann þegar hans var von í heimsókn með foreldrum sínum og systkinum til okkar í sveitina í Borgarfirðinum. Einlægur áhugi hans á bústörfum sem kom fram í þessum heimsóknum var ósvikinn. Þetta var í raun í byrjun almennrar vélvæðingar í landbúnaði í sveitum landsins. Við lágum yfir auglýsingum og myndum af vélbúnaði sem átti að létta störfin við hvers kyns vinnu í sveitum landsins sem einkenndist af miklum mokstri og hverskyns erfiðisvinnu al- mennt. Þarna var ef til vill lagður grunnur að framtíð okkar. Finn- bogi var alla tíð sérstaklega ná- kvæmur og vandvirkur. Hand- lagni og hjálpsemi voru aðalsmerki hans í öllum verkum í framtíðinni. Aldrei flanað að neinu. Eftir að við hættum búskap í Borgarfirðinum fluttum við til Reykjavíkur og settumst að við Marargötu, stutt var til heimilis Finnboga við Grandaveg og margir göngutúrarnir þar á milli. Við Finnbogi lærðum og luk- um sveinsprófum í Vélsmiðjunni Héðni. Fljótlega ákvað Finnbogi að ganga menntaveginn og hóf nám í tækniskólanum, fyrst undir- búningsdeild hérlendis en eftir það í Danmörku, þá nýlega gift- ur Hildigunni Þórðardóttur. Við Gerður og fjölskyldur okkar vottum henni, Veturliða og dætrunum tveim og aðstandend- um þeirra dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu Finn- boga Höskuldssonar. Guðmundur Bergsson og Gerður Daníelsdóttir. Finnbogi Höskuldsson var samstarfsmaður minn á Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) sem síðar varð Verkís. Með honum er genginn einn öfl- ugasti starfsmaður Verkfræði- stofunnar, traustur og snjall samstarfsmaður. Árið 1996 hóf ég störf á VST ungur verkfræðingur. Þá rak Finnbogi tölvukerfi Verkfræði- stofunnar. Sagan segir að hann hafi fyrst og fremst sinnt tölvu- kerfinu fyrir hádegi á laugar- dögum því virku dagana vildi hann vinna og skrifa tíma á verkefni sem kúnni borgaði fyr- ir. Tölvukerfið gekk snurðulaust á þessum árum. Finnbogi skildi tölvurnar fullkomlega og var gott að fá hann til að raða :/,>>,&,&&,%,ll,̂,@,(),! ásamt skipunum upp í skynsamlega röð þannig að vandamál leyst- ust. Finnboga kynntist ég fyrst vel í gegnum vinnu við álverið á Grundartanga og síðar áttum við eftir að dvelja langdvölum ásamt öðrum góðum félögum við breyt- ingar á álveri í Sundsvall í Sví- þjóð. Það vakti athygli og að- dáun mína hversu vasklega hann gekk til allra verka og af miklu öryggi. Verkefni sem Finnboga var úthlutað voru alltaf leyst fljótt og vel. Hann vildi líka að aðrir stæðu sig í skilum gagn- vart honum og ekki fékk maður marga daga til að koma með nið- urstöðu þegar framganga verk- efna var því háð. Finnbogi setti sig vandlega inn í verkefni sín, og virtist yfirleitt koma fram með hugmyndir sínar á fundum þegar hann hafði séð fyrir sér hvernig leysa mætti vandamálið. Þegar Finnbogi sagði sína mein- ingu var það að vel hugsuðu máli. Látinn er í Reykjavík Gylfi Thorlacius lög- fræðingur, vinur og fyrrum vinnu- félagi minn. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurn tíma, en andlát hans kom samt á óvart eins og oft vill verða. Kynni okkar hófust er ég hóf störf hjá Verkamannabústöðum, síðar Húsnæðisnefnd Reykja- víkur, en hann var lögfræðingur þeirrar stofnunar í fjölmörg ár, allt til þess að sá rekstur á fé- lagslegum íbúðum var lagður niður með lögum um síðustu aldamót. Eftir það sá hann um frágang ýmissa mála er þeirri starfsemi tengdust og tók það nokkur ár til viðbótar. Hann var vandvirkur í öllum sínum störfum og afar vandur að virð- ingu sinni. Hann ætlaðist jafn- framt til þess sama af öðrum. Ég vil taka mér það bessa- leyfi nú, þó seint sé, að þakka Gylfa fyrir hönd okkar vinnu- félagana hjá HNR fyrir fram- úrskarandi samstarf og jafn- framt, og ekki síst, góðar og glaðar samverustundir. Gylfi hafði skopskyn, sem gat verið kaldhæðið og beitt og þegar sá gállinn var á honum gat hann virkað dómharður og stífur á meiningunni. Eftir að Gylfi Thorlacius ✝ Gylfi Thorlac-ius fæddist 27. september 1940. Hann lést 22. febr- úar 2019. Útför Gylfa fór fram 4. mars 2019. hafa kynnst honum betur, áttaði maður sig á að það risti ekki djúpt en var frekar notað til að vera á öndverðum meiði og koma á stað fjörugum skoð- anaskiptum. Hann var í raun sérlega hlýr og umhyggju- samur persónuleiki, sem lét sig varða fjölskyldu sína, vini, skjólstæð- inga og annað fólk, sem til hans leitaði. Þá kom best í ljós hve hollráður, úrræðagóður og ein- staklega röskur til verka hann var. Engin mál fóru í biðstöðu- bunkann, heldur leysti hann úr þeim „í gær“. Eftir kynni mín af honum og foreldrum hans, finnst mér að hann hafi haft skopskynið frá móður sinni, Aðalheiði, og verklagið og vinnusemina frá föður sínum, Kristjáni. Gylfi var mikill fjölskyldu- maður og þau hjón áttu stóran og tryggan vinahóp allt frá skólaárum sínum. Rausnarskap- ur þeirra var annálaður og þau notuðu hvert tækifæri til að við- halda sambandi við ættingja og vini. Áhugamál hans voru mörg, er þar er þó helst að telja ferða- lög til ýmissa staða nær og fjær. Hann lagði á sig að ná sér í „pungapróf“ á bát til að geta ferðast jafnt á láði sem legi og lét ekkert stöðva sig, ef áhuginn var vakinn. Þá verður einnig að minnast á áhuga hans á bílum. Það má með sanni segja að hann hafi verið með „blæðandi bíladellu“ og er þá ekki verið að tala um einhverja slorbíla. Eins og fyrr segir var Gylfi mikill fjölskyldumaður. Ein- kenni þeirrar fjölskyldu finnst mér vera samheldni, trygglyndi og hollusta. Til stóð að þau hjón færu nú í lok febrúar til Flo- rida, þar sem þau höfðu fjárfest fyrir nokkrum árum í fallegri íbúð í sólinni. Ferðafélagarnir áttu að vera sonur þeirra ásamt fjölskyldu til að halda upp á stórafmæli. Sú ferð var ekki farin, en í staðinn fór hann í annað ferða- lag, ferðalagið, sem bíður okkar allra fyrr eða síðar. Við hjónin sendum Svölu og allri fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Lífið verður sannarlega fátæklegra án Gylfa. Minn var heiðurinn að teljast til vina hans. Guðrún Árnadóttir. Lífshlaup okkar er flókið. Við fæðumst inn í fjölskyldu sem mótar okkur, hvetur okkur eða letur og við rekumst á sam- ferðamenn sem geta haft góð eða slæm áhrif á okkar lífs- hlaup. Það má því líkja lífs- hlaupinu við ákveðið happ- drætti. Í því happdrætti unnum við þegar við kynntumst Gylfa Thorlacius. Hann varð vinur og velgjörðarmaður. Það sem einkennir gæfusamt fólk er að trana sjálfu sér ekki fram og lifa fyrir aðra. Leiðin að innihaldsríkri tilveru felst í því að geta starfað í auðmjúkri fullvissu um heilan innri kjarna og litla þörf fyrir viðurkenn- ingu. Það er ávísun á gæfu að krefjast ekki umbunar vegna verka sinna og ætlast ekki til neins af striti sínu. Í því felst auðmýkt og sá þroski að geta hugsað út fyrir sjálfan sig, gefið af sér og lifað fyrir aðra. Þann- ig var Gylfi. Guðmundur tók til starfa sem ungur maður sem yfirlæknir Heilsustofnunar í Hveragerði árið 1992. Ekki stóð á því að Gylfi og fjölskylda tengdust okkur báðum fljótt. Hann hann var lögfræðingur stofnunarinn- ar á erfiðum tímum í rekstri og uppbyggingu. Strax myndaðist gagnkvæmt traust. Gylfi hafði sterkan persónu- leika og mikinn faglegan metnað. Ólæknandi bíladella var Guðmundi og Gylfa sameig- inlegt áhugamál. Það var stutt í djúpa húmorinn og galsann sem sem hann deildi yfirleitt ein- ungis með ættingjum og vinum. Gylfi var heiðarlegur, sanngjarn og fyrst og mjög ráðagóður þegar kom að lögfræði. Við minnumst margra skemmtilegra stunda og eigum eftir að sakna samskipta sem snérust ekki eingöngu um fag- lega hluti heldur um atvik í lífi okkar, bíladelluna og margt fleira. Við þökkum Gylfa fyrir föðurlegt, ánægjulegt, ráðagott og ekki síst skemmtilegt lífs- hlaup með okkur. Þakklæti er okkur efst í huga. Svölu, Sif, Kristjáni, Ragn- hildi og fjölskyldum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson og Helga Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við Gylfa Thorlacius og þökkum einstaka vináttu sem spannaði hálfa öld og aldrei bar skugga á. Það var glaðvært ungt fólk sem fékk ✝ Karen Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 2. janúar 1933. Hún lést á Hlévangi 24. febrúar 2019. Móðir hennar var Sigríður Árna- dóttir, f. 14.10. 1898, d. 5.1. 1968. Karen kynntist árið 1963 Svanberg Inga Ragnarssyni, f. 19.4. 1933, d. 22.1. 2008, og giftu þau sig 24.10. 1964 í Kefla- vík. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Keflavík. Þau eignuðust engin börn en fyrir átti Karen Guðmund Kr. Þórðarson, f. 26.6. 1958, og ólst hann upp hjá þeim. Faðir Guðmundar er Þórður Kr. Jó- hannsson, f. 3.6. 1933. Karen vann hin ýmsu störf og réði sig meðal annars sem ömmu fyrir fjölskyldu og sá um uppeldi á fjórum börnum. Þá vann hún einnig hjá Keflavíkurbæ við ræstingar í dagdvöl aldraðra þangað til hún fór á eftirlaun. Útför Karenar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 5. mars 2019, klukkan 13. Elskuleg móðir mín, Karen Sig- urðardóttir, er látin á 86. aldursári. Margra hluta er að minnast og þakka fyrir er litið er yfir farinn veg. Ófá skipti arkaði hún með mig í misjöfnum veðrum frá Barónsstíg til leikskólans Laufásborgar og svo heim aftur eftir að vinnu hennar lauk. Fyrstu árin ólst ég upp hjá mömmu og ömmu minni en eftir að móðir mín kynnist tilvonandi manni sínum, Svanbergi Inga Ragnarssyni, þá fluttum við til hans til Keflavíkur þar sem þau bjuggu til æviloka. Mamma og Ingi höfðu yndi af að ferðast um landið, fyrst með tjald en síðar á húsbílum sem Ingi innréttaði af mikilli natni. Eitt sinn leist henni samt ekki á blikuna þegar hann keypti stærð- arinnar M. Benz-sendiferðabíl sem hann innréttaði en síðan áttu þau eftir að ferðast mikið á honum meðan heilsa Inga leyfði. Síðan voru þau með hjólhýsi á lóð við Hallkelshóla í Grímsnesi en þar voru Hörður bróðir hans og Unnur mágkona með sumarbústað. Síðast voru þau svo með hjólhýsi á Laug- arvatni. Eftir að Ingi féll frá urðu ferðirnar á Laugarvatn færri enda var staðurinn ekki sá sami án hans. Seinustu árin bjó móðir mín á Kirkjuvegi 11 en er heilsunni hrak- aði hjá henni bjó hún tæplega þrjú ár á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi. Megi minning um góða og ynd- islega móður lifa og þakka ég henni fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þinn sonur, Guðmundur. Þegar maður elst upp í litlu þorpi úti á landi, hjá foreldrum sem tóku upp á því að flytja burt frá öllu skyldfólki sínu, þá var alltaf tilhlökkun sem fylgdi því er frænd- ur og frænkur komu í heimsókn. Kannski voru sumir meira uppáhalds en aðrir, eins og gengur, en alla vega var mikið hlakkað til þegar fréttist að Gógó frænka og Ingi væru á leiðinni. Þau voru enda sérstaklega ræktarsöm við okkur en kannski vorkenndu þau mömmu fyrir að hafa stofnað til bús á austurhjara landsins. Gógó og mamma voru systra- dætur, systra sem fæddust í Litlu- Ávík við Norðurfjörð á Ströndum og misstu föður sinn barnungar en fluttust eftir það með Bjarnveigu móður sinni til Ísafjarðar. Þetta var árið 1900. Mamma og Gógó voru jafnöldrur, fæddar snemma árs 1933 með ríflega mánaðar bili og ólust mikið til upp saman enda skilst mér að langamma Bjarnveig hafi stýrt því sem hún vildi, stund- um með harðri hendi og með heið- ur hússins að veði. Nú þegar frænka mín hefur kvatt leita á hugann minningar um þessa yndislega konu sem var skemmtileg, spaugsöm og kald- hæðin en umfram allt hlý og um- hugað um velferð ættingja og vina. Af móðurfólki mínu sem ég hef kynnzt þá fylgdist enginn betur en Gógó með því sem gerðist innan fjölskyldunnar en mér hefur alltaf fundizt eðlislæg forvitni hennar um fólkið sitt, og kannski fólk almennt, vera drifin af væntumþykju og vel- vilja. Væntumþykja hennar í garð okkar systkinanna var alltaf ein- læg, ósvikin og óskilyrt og sem endurgalzt sjálfkrafa. Ingi og Gógó voru einstaklega samhent og samrýnd hjón, nokkuð sem maður skynjaði strax á barns- aldri og er eflaust hluti skýringar- innar á því hvers vegna sérstök til- hlökkun fylgdi komu þeirra, hvort sem var austur á Egilsstaði eða síðar norður til Akureyrar og að Grund. Eftir að Ingi dó er eins og sökn- uðurinn hafi dregið af henni jafnt og þétt en síðustu skiptin sem ég fylgdi móður minni í heimsókn til frænku var hún að nokkru óþekkj- anleg en sárast var að sjá hana svipta vilja til sjálfsbjargar. En, 86 ár er hár aldur og á slíkri kveðju- stundu er sanngjarnt að þakka fyr- ir sig og allar þær góðu minningar sem Gógó og hennar fjölskylda hefur skapað okkur. Guðmundi frænda mínum votta ég innilega samúð. Honum er þó ekki í kot vís- að með þann mikla minningabrunn sem gæzka móður hans hefur búið honum. Þorsteinn Egilson. Gógó kom inn í líf okkar sem barnfóstra þegar Sóley og Elva voru litlar. Fljótt breyttist hún yfir í að vera amma okkar. Strax varð hún hluti af fjölskyldunni. Þegar hún hitti foreldra okkar fyrst hafði hún mestar áhyggjur af því hvort barnaskaranum mundi líka við hana, sem okkur gerði svo sann- arlega. Hún hugsaði um okkur eins og við værum hennar. Hún var góðhjörtuð og skilaði það sér til okkar allra. Hún samgladdist okk- ur systkinum á gleðistundum og var hún stolt af því að eiga okkur og við hana. Allar eigum við góðar minning- ar um Gógó og standa upp úr góð- ar og dýrmætar stundir eins og að- fangadagur. Á hverju ári fórum við fjölskyldan til hennar og Inga fyrir jólamessuna. Sólríkir dagar í höf- uðborginni með nesti í Hljómskála- garðinum eða Húsdýragarðinum. Sumarferðir í hjólhýsið á Laugar- vatni. Sykraðar lummur á Hafnar- götunni og ótakmarkað sjónvarps- gláp. Eitt heilræði frá Gógó var að vera duglegur að hringja og fara í heimsókn til þeirra sem manni þykir vænt um, og gera það að reglu, því maður veit aldrei hversu lengi fólk er til staðar. Þó að sím- tölin séu ekki löng þá gera þau mikið. Hún var stolt af fjölskyldunni sem hún varð fljótt hluti af og erum við og fjölskyldur okkar henni þakklát. Minning þín lifir, við elskum þig, hvíl í friði, elsku amma. Sóley, Elva Björk, Margrét Lilja og fjölskyldur. Karen Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.