Morgunblaðið - 05.03.2019, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
SÆNSKAR
GÆÐASAGIR
GOTT ÚRVAL
Bogasög/Kjötsög - verð 3.960
Sög - verð 3.980
Með japönsku sniði
gúmíhandfang.
Ahliða hágæða sög - verð 3.860
Með teflon húðuðu blaði
Greinasög
- verð 3.980
Sög sem leggst saman
eins og vasahnífur
Ryoba sög - verð 6.780
Með japönsku sniði; tennt beggja vegna, þverskera
og langskera
Dozuki sög - verð 6.590
Með japönsku sniði, frábær í fínvinnu t.d. geirneglingu
Greinasög verð 2.650
með harðviðarskefti
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
-
,
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Bakkasög - verð 3.390
Bakkasög - verð 3.350
Ég er bara rúmliggjandi, fékk mér nýtt hné í afmælisgjöf,“ segirSigurður Valur Sveinsson, fyrrverandi handboltakappi sem á60 ára afmæli í dag. „Ég verð samt að fara eitthvað á hækj-
unum á afmælisdaginn, maður skreppur í vinnuna og fær vini og ætt-
ingja í heimsókn um kvöldið. Það er mjög gott að hafa fengið að fara í
aðgerðina í febrúar, þá verður maður tilbúinn í golfið og veiðina í vor.
Það hefði verið ferlegt ef ég hefði þurft að fara í aðgerðina í vor.
Ég hangi í 15 í forgjöf í golfinu og býst ekki við að forgjöfin lækki,
en maður veit aldrei. Ég væri örugglega með lægri forgjöf ef ég fengi
að henda boltanum.“ Í veiðimennskunni hefur Sigurður mest gaman
af því að fara upp á heiðar Íslands og veiða silung. „Ég fer mikið á
Arnarvatnsheiði og Skagaheiði, tjalda eða gisti í kofa á heiðinni, það
svíkur aldrei neinn. Er búinn að stunda það með félögunum í meira en
30 ár.“
Sigurður var mikil markamaskína á sínum handboltaferli og náði
m.a. að verða markakóngur í Þýskalandi þegar hann lék þar sem at-
vinnumaður. Hann var í sigurliði Íslands á B-keppninni fyrir 30 árum.
„Við strákarnir erum að fara að hittast á föstudaginn í tilefni af því og
það verður gaman að sjá hve margir fleiri eru komnir með uppfærslu
á hnénu.“
Sigurður vinnur hjá TM og hefur gert í meira en 30 ár og sinnir
fyrirtækjaráðgjöf. Eiginkona hans er Sigríður Héðinsdóttir, starfs-
mannastjóri hjá Dögun, og börn þeirra eru Auður 32 ára heilsuráð-
gjafi og rekur líkamsræktarstöð í Osló í Noregi og býr þar ásamt
tveimur börnum sínum, og Styrmir 27 ára sem vinnur hjá Dögun.
Vinstrihandarskyttan Siggi Sveins er einn sá skotfastasti frá upphafi.
Fékk sér nýtt hné
í afmælisgjöf
Sigurður Sveinsson er sextugur í dag
Ó
ttar Magnús Geir
Yngvason fæddist í
Reykjavík 5. mars 1939
og ólst upp á Njálsgöt-
unni rétt ofan Snorra-
brautar. Fjölskyldan flutti síðan 1947
upp í Hlíðar og þar bjó hann næstu
20 árin.
„Í Hlíðunum komst ég í nágrenni
við gamla golfvöllinn við Öskjuhlíð,
þar sem nú er Verslunarskólinn og
Borgarleikhúsið. Við nokkrir strákar
úr Hlíðunum byrjuðum að fikta við
golfið, og gekk ég í Golfklúbb
Reykjavíkur 1953. Ég hef stundað
íþróttina alla tíð síðan og er enn virk-
ur á golfvellinum. Vann Íslandsmótið
í Vestmannaeyjum 1962, og í 12 ár
1961-1972 var ég aldrei neðar en í 5.
sæti á landsmóti. Besti árangur minn
var þó líklega árið 1972, þegar ég
náði öðru sæti í einstaklingshluta
Skandinavíska meistaramótsins í
flokkakeppni, sem fór fram á Rungs-
ted-vellinum norðan við Kaup-
mannahöfn. Var síðan í stjórn GR
1962-1967 á miklum umbrotatímum
eftir flutning á nýja Grafarholtsvöll-
inn, sem er í heimsklassa.
Á unglingsárunum tók ég tölu-
verðan þátt í skátastarfi mér til mik-
illar ánægju og gagns, mest í skáta-
flokknum Gráhausum. Við höfum
haldið hópinn fram til þessa dags og
hittumst á hverju ári.“
Óttar gekk fyrst í Austurbæjar-
skólann og síðan í Æfingadeild
Kennaraskólans. Þá í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og eftir 3. bekk
flutti hann yfir í Verslunarskólann.
Tók stúdentspróf 1959 og hélt síðan í
lagadeild Háskóla Íslands og lauk
kandídatsprófi 1966.
Strax eftir lögfræðiprófið var Ótt-
ar settur forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins í veikindaforföllum Þorleifs
Þórðarsonar forstjóra. „Ég var í því
skemmtilega starfi í rúmt ár. Ferða-
skrifstofan sá um alla landkynningu,
rak sjö sumarhótel í heimavistar-
skólum og tvær minjagripaverslanir
ásamt ferðaskrifstofu og upplýsinga-
skrifstofu í Gimli við Lækjargötu. Á
þessu ári setti ég nafnið Eddu hótel á
sumargistinguna og er það enn notað
eins og kunnugt er. Sem betur fer
heilsaðist Þorleifi vel og kom hann
aftur til sinna starfa eftir árs sjúkra-
leyfi.
Ég hafði áhuga á að stunda lög-
fræðistörf og stofnaði þá mína eigin
skrifstofu sem ég rak í ein 10 ár. Var
þá byrjaður að fást við vinnslu og út-
flutning sjávarafurða og stofnaði fyr-
irtækið Íslensku útflutningsmiðstöð-
ina hf. árið 1972 til að sinna útflutn-
ingi, sem var á þessum tíma nánast
allur í höndum fimm útflutnings-
samtaka og stórfyrirtækja. Þurfti að
sækja um útflutningsleyfi fyrir
hverri og einni sendingu, stórri og
smárri og nýir aðilar fengu aðeins út-
flutningsleyfi fyrir örfáum minni
háttar tegundum. Öll þessi fimm
stórfyrirtæki eru nú úr sögunni.
Eftir 40 ára aðkomu að veiðum,
vinnslu og útflutningi hef ég fyrir
nokkrum árum dregið mig í hlé frá
daglegum rekstri, sem stjórnað er af
Yngva syni mínum, sem reyndar
kom inn í reksturinn fyrir 24 árum.“
Síðustu þrjú árin hefur Óttar snúið
sér aftur að lögfræðistörfum í þágu
náttúruverndar landsins. „Aðkoma
mín á því sviði er í samvinnu við
Óttar Yngvason, hrl. og framkvæmdastjóri – 80 ára
Á golfmóti Óttar og Birna með börnum og fjölskyldum þeirra á árlegu fjölskyldugolfmóti á Kálfatjarnarvelli 2016.
Í þágu náttúruverndar
Hjónin Birna og Óttar.
Reykjavík Halldór
Jökull Elíasson fædd-
ist 23. júlí 2018 kl.
4.54 heima hjá sér í
Árbænum. Hann var
50 cm að lengd og
3.500 g að þyngd. For-
eldrar hans eru Rósa
Dögg Ómarsdóttir og
Elías Þór Halldórsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.