Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk laðast að þér og nú er rétti tíminn til að taka höndum saman og vinna góð verk. Þú kemst að einhverju sem fær þig til að efast um vissa persónu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér bjóðast góðir fjárfestingarmögu- leikar næsta mánuðinn og þér á eftir að reyn- ast auðvelt að fá lánað fé. Samband þitt við ástvin verður betra ef jákvæðni er með í för 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að komast hjá því í dag að taka mikilvægar ákvarðanir. Ekki er allt komið á hreint. Stundum verður maður að standa á sínu og setja öðru fólki mörk. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert svolítill einfari og getur skemmt þér vel bara ein/n. Þú átt erfitt með að stand- ast freistingar sem verða á vegi þínum í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjár- málum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Einhver sér sóma sinn í því að biðja þig afsökunar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur í hendi þér að gera breytingar í samskiptum við aðra. Velgengni þín ætti ekki að stíga þér til höfuðs nema í stutta stund. Ástarsamband fer út um þúfur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leiðindamál leysist af sjálfu sér þegar nýj- ar staðreyndir koma fram í dagsljósið. Treystu innsæi þínu þegar þú átt samtöl við aðra, ekki síst systkini. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að taka þér tíma til þess að fara í gegnum eitt og annað sem hefur komið þér á óvart í samskiptum þínum og vina þinna. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína. Viss aðili er ekki dauður úr öllum æðum enn.Forðastu að lifa um efni fram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Eitthvað mun örugglega koma þér á óvart í dag. Sinntu starfi þínu af kostgæfni því það kemur að viðurkenningu, þótt síðar verði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Spennandi ferðaáætlanir liggja fyrir. En hlustaðu á sjálfa/n þig og þá muntu velja það sem þér er fyrir bestu. Þú talar fyrir daufum eyrum heima fyrir hvað varðar heim- ilishaldið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu það eftir þér að njóta dagsins og gerðu eitthvað ánægjulegt fyrir sjálfa/n þig. Kannski er komið að því að aðrir hugsi um þig til tilbreytingar. Sigurlín Hermannsdóttir segirfrá því á Leir að á mið- vikudagskvöld hafi Kvæðamanna- félagið Iðunn haft kvæðakvöld á Sólon. – „Þar komu fram margir góðir kvæðamenn og -konur og meðal annars kvað Bára Gríms- dóttir Gróusögur mínar. Ég man ekki hvort ég hef birt þær áður, en einhvern tímann áttaði ég mig á því að allt athæfi Gróu bar keim af starfa hannyrðakvenna. Gróa upp á ýmiss konar efni fitjar. Teygir lopa er vina vitjar, víst hún þæfir mál sem nytjar. Iðin við að auka hratt í allt sem vefur fráleitt utan af því skefur ýmislegt á prjónum hefur. Grönnum sínum saumar að þá sveitir kembir tvinnar saman sögu og dembir af sveitarslúðri upp sig þembir. Sögð er vera þrúðug þegar þræði spinnur jafnan umtalsefni finnur enginn mátar slíkar kvinnur. Hér er vel kveðið. Braghendan er alltaf skemmtileg og ég get ekki stillt mig um að bæta við tveim sem ég orti í Menntaskólanum á Akur- eyri: Mér er orðin mikil þörf á meynni þýðu. Verst er að þurfa að standa í stríðu við stúlkurnar um þeirra blíðu. Ungri sætu ef ég mæti úti á stræti og ástin bregður fyrir fæti fyndi ég mér eftirlæti. Eins og við mátti búast hefur sönglagakeppnin orðið hagyrð- ingum á Leir að yrkisefni. Gústi M. yrkir: Sönglagakeppni með sóma var háð með söngvum og hljóðfærastrokum. Ástin af hógværð og hlýju var tjáð en hatrið þó sigraði að lokum. Ármann Þorgrímsson talar um „umdeildar aðferðir við kosningar í Söngvakeppninni. Sögð dæmi um 10 atkvæði úr sama númeri. Ekki dæma ætla mér eða niðurstöðu ræða, en sannleikann þó segja ber að símafyrirtækin græða. Við lifum á erfiðum tímum. Pétur Stefánsson yrkir: Því er miður, því er ver, það er á kristaltæru að ærið margir eru hér úlfar í sauðagæru. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gróa á Leiti, rómantík og sönglagakeppni „FARÐU VARLEGA – ÞETTA ERU NIÐURSKURÐARÞREPIN SEM ÉG VAR AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ.” „ÉG VIL EKKI VERA LENGUR Á VAKT Í VARÐTURNINUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ganga veginn saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÉR ER ÉG, ÞÉR ER FRJÁLST AÐ HRÍNA AF KÆTI OG GRÁTA GLEÐITÁRUM GEISP! ÉG SNÝ AFTUR ÞEGAR ÞÚ HEFUR JAFNAÐ ÞIG ÉG VAR RÉTT Í ÞESSU AÐ KOMA ÚR FRÁBÆRU NUDDI HJÁ NUDDKONU SEM ER GULLFALLEG DÍS OG GETTU HVAÐ? ENGIR VERKIR! ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ HELDUR! Víkverji skellti sér í stórafmæli útií bæ um helgina og skemmti sér hið besta. Í miðjum klíðum stóð upp gestur, kvaddi sér hljóðs og kynnti sig sem æskuvinnufélaga afmæl- isbarnsins. Mögulega var það grín, mögulega alvara og mögulega mis- mælti ræðumaðurinn sig bara. En orðið er í öllu falli bráðskemmtilegt, æskuvinnufélagi. Og alltof sjaldan notað. Víkverji man hreinlega ekki eftir að hafa heyrt það áður. x x x Eins og gengur fór Víkverji afþessu tilefni að hugsa til sinna æskuvinnufélaga; manna sem unnu með honum í æsku. Kom þá fyrsta launaða vinnan, unglingavinnan eða vinnuskólinn, eins og það var kallað í þá daga, upp í hugann. Einn morguninn var Víkverja, ásamt einum æskuvinnufélaga sín- um, úthlutað illskásta verkefninu sem í boði var; að hafa umsjón með hjólbörunum í garðvinnu í almenn- ingsgarði. Morgunninn leið merki- lega hratt á börunum fram að kaffi. Í kaffinu skaust Víkverji aðeins frá og þegar hann sneri aftur blasti við honum undarleg sjón – hjólbörurnar voru vindlausar. Hvurslax? spurði hann æskuvinnufélagann sem stóð þar sperrtur álengdar. „Já,“ svaraði æskuvinnufélaginn hróðugur. „Ég hleypti úr þeim.“ Hvers vegna í ósköpunum? „Fattarðu það ekki, maður. Nú fáum við örugglega frí það sem eftir er dagsins. Hjólbörurnar eru ónot- hæfar.“ x x x Meðan Víkverji klóraði sér í höfð-inu birtist flokksstjórinn og starði í forundran á börurnar. „Hvað átti sér stað hér?“ „Hef ekki hugmynd,“ svaraði æskuvinnufélaginn. „En megum við ekki bara fara heim í dag?“ „Heim!“ svaraði flokksstjórinn með þjósti. „Nei, aldeilis ekki. Þið megið fara að reyta arfa með hinum krökkunum.“ Það var vandræðalegur æsku- vinnufélagi sem rölti inn í runna með Víkverja í framhaldinu en sá síð- arnefndi kunni honum að sjálfsögðu litlar þakkir fyrir. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálmarnir 121.1-2) Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.