Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 31

Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 1964 PÉTUR B. LÚTHERSSON OG JÓN ÓLAFSSON Árið 1964 hóf danska lampafyrirtækið Fog og Mørup að framleiða og selja loft- lampa eftir tvo unga íslenska hönnuði, námsmenn í húsgagnahönnun í Kaup- mannahöfn. Þetta voru þeir Pétur B. Lúthersson (1936) og Jón Ólafsson (1938- 2016) en þeir höfðu sent inn lampa sem þeir nefndu Heklu í samkeppni sem var á vegum fyrirtækisins og hlaut lampinn verðlaun. Lampinn var framleiddur þar ytra í um 15 ár og voru um 15.000 lampar fram- leiddir og seldir bæði þar og hér á landi. Lampann er erfitt að fá í dag og er hann eftirsótt hönnun frá sjöunda áratugnum en helst má rekast á hann til sölu hjá dönskum uppboðhúsum og á slíkum síð- um. Hönnunarsafnið á þetta eina eintak af Heklu sem Íslandsbanki og Epal færðu safninu að gjöf árið 2011. Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands Fágætur loftlampi Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, eink- um frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum um hönnunargripi í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Árið 1866 missir lög-regluþjónninn GunnarKjartansson allt semskiptir hann máli. Í kjöl- far þess gengur hann harkalega í skrokk á manni í ölæði og yfirvöld sjá sig knúin til að vísa Gunnari úr landi. Lögin eru þó örlítið beygð vegna stöðu Gunnars og er honum vísað til Bandaríkjanna í stað al- ræmds fangelsis í Kaupmannahöfn. Í Bandaríkjunum lendir Gunnar síð- an í ótrúlegustu ævintýrum. Þannig mætti lýsa fyrstu bók Kára Valtýssonar, Hefnd, í mjög stuttu máli. Höfundur hefur sjálfur sagt bókina vera fyrsta íslenska vestrann en inn í hana fléttast fólksflutningar Íslendinga í kringum 1870 vestur um haf; til Kanada. Ævintýri Gunnars vestan- hafs eru mörg hver mjög skemmtileg og þrátt fyrir að Íslendingurinn reyni að láta lítið fyrir sér fara dregst hann inn í átök milli indíána og verkamanna sem vinna við að leggja járnbrautarteina um Bandaríkin í vestrinu á árunum eftir þrælastríðið. Án þess að fara of ítarlega í sögu- þráðinn endar ein árás indíánanna með því að einn færasti stríðsmaður þeirra unir sér ekki hvíldar fyrr en hann hefur hendur í hári Íslend- ingsins. Í Bandaríkjunum er Gunnar knú- inn áfram af gremju og hatri vegna þess hvernig dvöl hans í heimaland- inu endaði. Það má segja að röð at- burða og tilviljana verði bæði til þess að áðurnefndur indíáni gerir allt til þess að ná Gunnari og að hann verður byssubófi sem á fyrir salti í grautinn með því að ræna og rupla ásamt dönskum og írskum fé- lögum sínum. Byrjun sögunnar er áhugaverð, sér í lagi fyrir þá sem hafa áhuga á 19. aldar Reykjavík. Þar býr sögu- hetjan fyrst um sinn í torfbæ í „út- hverfi Reykjavíkur, nánar tiltekið Vesturbænum“ eins og segir í bók- inni. Starf Gunnars, sem lögreglu- þjónn, felst aðallega í því að fjar- lægja drykkjumenn af götum bæjarins. Það er því viss kaldhæðni fólgin í því að Gunnar verður síðar drykkjumaður sem þarf að fjar- lægja af götum borgarinnar, fyrir fullt og allt. Unnendur vestra munu eflaust hafa gaman af bókinni. Ævintýri Gunnars vestra eru æsileg, bókin full af hasar og lýsingar á sumum átökum milli stríðandi fylkinga eru alls ekki fyrir viðkvæma. Inn í bar- daga við indíána fléttast rómantík og uppgjör við fornan fjandvin frá Íslandi. Það sem mér þykir líklega merki- legast við söguna er þegar aðal- söguhetjan áttar sig á því að hefnd gegn gömlum fjanda lætur honum ekki líða betur. Hún færir honum ekki til baka allt það sem hann missti í Reykjavík. Bókin er vel skrifuð og flæðið er gott. Heilt yfir er hún mjög skemmtileg þó að sumar lýsing- arnar, sérstaklega á aðdraganda bardaga, séu helst til langar. Það er hálf erfitt að reyna að lýsa endi bók- arinnar án þess að gefa upp hvað gerist en það er þó ýmislegt sem bendir til þess að Hefnd 2 komi í all- ar helstu bókabúðir fljótlega. Æsileg ævintýri í villta vestrinu Morgunblaðið/Kristinn Vestri Kári Valtýsson segir sögu Gunnars Kjartanssonar, sem hrökklast úr landi og heldur vestur á sléttur Bandaríkjanna og lendir þar í ævintýrum. Unglingasaga Hefnd bbbmn Eftir Kára Valtýsson. Sögur, 2018. Innb., 276 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 7/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 22:00 Lau 9/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 19:30 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/3 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas. Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 7/3 kl. 20:00 3. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.