Morgunblaðið - 05.03.2019, Síða 33
Kvikmyndin Girl, eðaStúlka, hlaut fjölda verð-launa og tilnefninga ífyrra, m.a. fern verðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Cannes,
tvenn á kvikmyndahátíðinni í San Se-
bastián og ein á Evrópsku kvik-
myndaverðlaununum sem haldin
voru í Sevilla í desember og fjallað
var ítarlega um í Morgunblaðinu. Að-
alleikari myndarinnar, hinn ungi og
efnilegi Victor Polster, var þar til-
nefndur sem besti leikari en þau
verðlaun féllu í skaut Marcello Fonte
fyrir Dogman sem er sýnd á Stock-
fish, eins og Girl.
Polster er einkar sannfærandi í
hlutverki 15 ára stúlku að nafni Lara
sem fædd er í líkama drengs og þráir
ekkert heitar en að ljúka kyn-
skiptaaðgerð og verða atvinnuball-
erína. Hún kemst inn í vandaðan
ballettskóla og þarf að leggja sér-
staklega hart að sér í náminu því lík-
ami hennar lætur illa að stjórn, er
töluvert stórgerðari en hinna stúlkn-
anna enda ennþá líkami drengs. Líf
Löru er enginn dans á rósum og hún
forðast að fara í sturtu með hinum
stúlkunum því hún er búin að líma
niður á sér kynfærin með sterku
íþróttalímbandi og átakanleg eru þau
atriði þar sem Lara þarf að rífa af
sér límbandið en allt harkar hún af
sér, jafnt andlegan sársauka sem lík-
amlegan og mætir miklu mótstreymi
af hugrekki og æðruleysi.
Lara nýtur stuðnings fjölskyldu
sinnar, umhyggjusams og skilnings-
kríks föður og yngri bróður en þegar
hún fær þær fréttir að fresta þurfi
frekar skurðaðgerð þar sem kynfær-
um hennar verður breytt bregst hún
illa við og andlegri heilsu hennar fer
hrakandi. Þó skal tekið fram að hún
er í hormónameðferð og líkist meira
stúlku en stráki en hinar stúlkurnar í
ballettskólanum átta sig þó fljótlega
á því hvers kyns er og niðurlægja
Löru í átakanlegu atriði.
Girl er áhrifamikil kvikmynd og
byggð á sannri sögu. Leikstjóri
myndarinnar og annar tveggja hand-
ritshöfunda, Belginn Lukas Dhont,
hefur sagt frá því að hugmyndina
hafi hann fengið eftir að hafa lesið
viðtal við stúlku sem fæddist í líkama
drengs, stúlku sem dreymdi um að
verða atvinnuballerína. Þetta vakti
áhuga Dhont og veitti innblástur og
þótti honum áhugavert að segja sögu
ungrar konu í þessari mjög svo erf-
iðu stöðu, ungrar konu undir miklu
líkamlegu og andlegu álagi. Dhont
hafði því samband við stúlkuna og
hóf í framhaldinu að leggja drög að
handriti.
Dhont lýsir þessari krísu Löru vel
en hefði þó mátt finna fleira jákvætt í
lífi hennar. Þá er hegðun skólasystra
hennar dálítið einkennileg á köflum,
þær sýna furðulítinn skilning á þján-
ingum Löru og verða einum of ill-
kvittnar. Einnig fannst mér bláendir
sögunnar bera keim af því að hand-
ritshöfundar hafi ekki vitað hvernig
ætti að ljúka henni og ákveðið að
skrúfa dramatíkina algjörlega í botn.
En þetta er samt sem áður vönduð
kvikmynd og afar vel leikin. Einnig
ber að lofa kvikmyndatökuna þar
sem oftast er einblínt á líkama Löru,
fókusinn er alltaf á honum enda Lara
í hverju einasta atriði myndarinnar.
Hinn líkamlegi sársauki er áþreif-
anlegur bæði í opnum sárum og svip-
brigðum og hreyfingum Löru og
endurspeglar einnig það sem hún
þarf að takast á innra með sér.
Polster er í dansnámi og það sést
greinilega í vel mynduðum dansatrið-
unum.
Hvort Girl er raunsæ eða nákvæm
í lýsingum sínum á þeim áskorunum
sem transfólk þarf að takast á ég erf-
itt með að meta. En áhrifamikil er
hún og hreyfir við manni.
Fangi í eigin líkama
Bíó Paradís
Girl bbbbn
Leikstjórn: Lukas Dhont. Handrit: Lukas
Dhont og Angelo Tijssens. Aðalleikarar:
Victor Polster, Arieh Worthalter og Olier
Bodart. Belgía og Holland, 2018. 109
mín. Sýnd á Stockfish.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Ballettmeyjar Lara, leikin af Victor
Polster, með nokkrum skólasystrum sínum.
Sýnd í Bíó Paradís 8. mars kl.
17.40 og 10. mars kl. 22.20.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019
Keith Flint, söngvari hljómsveitar-
innar The Prodigy, er látinn, 49 ára
að aldri. Samkvæmt frétt dagblaðs-
ins Guardian svipti hann sig lífi.
Flint fannst látinn á heimili sínu í
Essex í gær og sendu félagar hans í
hljómsveitinni nokkru síðar frá sér
yfirlýsingu og sögðust harmi slegnir
yfir andláti hans. Flint hefði verið
frumkvöðull og goðsögn og yrði
ævinlega saknað.
Liam Howlett, sem stofnaði
hljómsveitina árið 1990, staðfesti að
um sjálfsvíg væri að ræða. Hann
skrifaði á Instagram og sagðist vart
geta trúað því að Flint hefði svipt sig
lífi um nýliðna helgi. Howlett sagðist
vera í uppnámi, reiður, ringlaður og
bugaður af sorg.
The Prodigy naut gífurlegra vin-
sælda á tíunda áratugnum og þeim
fyrsta á þessari öld og hélt sex sin-
um tónleika hér á landi. Flint var
hvað mest áberandi af liðsmönnum
sveitarinnar með pönkaralegt hár
sitt og ógnandi augnaráð. Hann
gekk til liðs við The Prodigy sem
dansari og varð síðar söngvari sveit-
arinnar, söng við hlið rapparans
Maxim. The Prodigy hefur gefið út
sjö hljóðversskífur og kom sú síð-
asta út í fyrra. Af helstu lagasmell-
um má nefna „Firestarter“,
„Breathe“ og „Smack My Bitch Up“.
Morgunblaðið/Einar Falur
Magnaður Keith Flint á tónleikum The Prodigy á útihátíðinni Uxa árið 1995.
Keith Flint, söngvari
Prodigy, svipti sig lífi
Bandaríski leik-
arinn Rami Mal-
ek mun fara með
hlutverk ill-
mennisins í
næstu kvikmynd
um James Bond,
ef marka má
frétt dagblaðs-
ins The Guardi-
an sem vísar í
vefinn Collider. Malek hlaut
Óskarsverðlaun fyrir rúmri viku
sem besti leikari í aðalhlutverki,
fyrir túlkun sína á söngvaranum
Freddie Mercury í Bohemian
Rhapsody. Næst mun hann takast
á við Daniel Craig í hlutverki
njósnarans fræga og er sagður
eiga í lokasamningaviðræðum við
framleiðendur myndarinnar. Mal-
ek mun hafa komið til greina í
hlutverkið í allnokkurn tíma og
Óskarsverðlaunin virðast hafa
gert útslagið. Þá herma fregnir
einnig að Óskars-
verðlaunaleikkonan Lupita
Nyong’o sé í sigtinu hvað varðar
hlutverk í myndinni, sem mun fá
heitið Shatterhand, skv. nýjustu
fréttum. Engar yfirlýsingar hafa
þó borist hvað þessar Bond-fréttir
varðar en myndin verður frum-
sýnd á næsta ári.
Malek illmennið í
næstu Bond-mynd
Rami Malek
Bandaríska
leikkonan Kat-
herine Helmond
er látin, 89 ára
að aldri. Hel-
mond var eink-
um þekkt fyrir
leik sinn í grín-
þáttunum Soap,
eða Löður eins
og þeir hétu
þegar RÚV
sýndi þá á sínum tíma, og gam-
anþáttunum Who’s the Boss? sem
nutu, líkt og Soap, mikilla vin-
sælda. Helmond var með Alz-
heimer-sjúkdóminn og lést af
völdum hans, skv. frétt vefjarins
Deadline, í Los Angeles. Hel-
mond var fjórum sinnum til-
nefnd til Emmy-verðlauna og
hlaut Golden Globe-verðlaunin
tvisvar.
Leikkonan Kather-
ine Helmond látin
Katherine
Helmond