Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 12.03.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér finnst alveg yndis-legt að vinna meðungu fólki, ég tel migná ágætlega til þess og það til mín. Ég er mjög stoltur af þessari sýningu og þeim krökk- um sem komu að henni, hópurinn á hrós skilið fyrir þrotlausa og frá- bæra vinnu. Þau gerðu allt sjálf, smíðuðu líka svið og áhorfenda- palla. Með hjálp frábærs tækni- manns tókst okkur að breyta Hlöð- unni í leikhúsrými þrátt fyrir að það sé ekki hugsað sem slíkt,“ seg- ir Ingi Hrafn Hilmarsson sem leik- stýrir nemendum Borgarholtsskóla sem frumsýndu nýja útgáfu af ævintýrinu um Hans og Grétu síð- astliðinn sunnudag. „Á fyrsta fundi mínum með krökkunum í leikfélaginu Appolo veltum við fyrir okkur hvað við vildum gera. Ég stakk upp á að við tækjum eitthvert ævintýri og gerð- um okkar eigin útfærslu á því. Þeim leist vel á það, og nægu er úr að moða þegar kemur að krassandi ævintýrum. Til dæmis innihalda Grimmsævintýrin oft svo mikinn ljótleika að það er nánast fyndið að við fullorðna fólkið skulum vera að segja ungum börnum okkar þær sögur rétt fyrir svefninn,“ segir Ingi Hrafn og bætir við að sagan af Hans og Grétu hafi kveikt í hon- um sem góður efniviður fyrir leik- sýningu með unglingum. Hann tók sig því til og skrifaði alveg nýtt handrit að ævintýrinu. Hryllingur nauðsynlegur „Ég ákvað draga fram ljótleik- ann í sögunni með ögrandi hætti en halda samt í húmorinn og leik- gleðina. Framvinda sögunnar er drifin áfram með trúðum sem skapa litríkan og fyndinn heim sem er þó á köflum frekar ógeðfelldur, þar er jú norn úti í skógi sem drepur börn og borðar þau. Ég velti líka fyrir mér hvað það er sem fær pabbann til að vilja skilja börnin sín eftir úti í skógi að beiðni stjúpmömmunnar, hvaða tak hefur hún á honum? Við höfum fundið ákveðið svar við því,“ segir Ingi Hrafn og vill ekkert upplýsa um þau ósköp, en bætir við að í hand- riti hans sé margt með allt öðru sniði en í upprunalega ævintýrinu, þar kemur til dæmis núverandi Bandaríkjaforseti fyrir, herra Trump. „Ég má ekki kjafta frá í hvaða samhengi hann kemur fyr- ir, því ekki vil ég eyðileggja skemmtanagildið fyrir þeim sem eiga eftir að sjá sýninguna. En eins og Trumps er von og vísa þá kemur hann inn í þessa sýningu með þó nokkrum sjokk-faktor. Við gerum líka ráð fyrir að nornin sé ekki aðeins ein, eins og í upp- runalega ævintýrinu, heldur eru þær nokkrar, enda hljóta nornir að eiga nornavinkonur. Kannski er heilt nornasamfélag í skóginum þar sem spjallað er saman í hvítvíns- boði um að verða sér úti um börn til að fita og éta? Ég teygi og toga ævintýrið í ýmsar áttir, ég sýni til dæmis líka söguna áður en stjúpan kemur til sögunnar, ég kynni mömmu Hans og Grétu, sem hvergi segir af í upprunalega ævin- týrinu. Við sýnum hvað sú fjöl- skylda var falleg og heilbrigð þangað til stjúpan kemur til leiks, þá færum við okkur yfir í ljótleik- ann. Enda er svolítill hryllingur nauðsynlegur til að halda spenn- unni. Rétt eins og með jólasvein- ana okkar íslensku og Grýlu, hræðslan við hana er hluti af jóla- spennu barnanna, en ég hef ein- mitt skrifað og sett upp leikrit þar sem hún kemur við sögu, og börn elska það. En með óttaskjálftanum er gott að læra eitthvað gott í leið- inni, því það er jú alltaf fallegur boðskapur í ævintýrum.“ Enginn fékk fullan svefn Ingi Hrafn tekur fram að þó að hann sé handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar hafi ein- hverjar hugmyndir líka kviknað í æfingaferlinu, sem þau bættu inn í. „Þar er mikill húmor og fjör í þessari sýningu, áhorfendur á frumsýningunni skemmtu sér í það minnsta mjög vel. Þetta er sérlega litrík sýning sem gleður líka augað, búningarnir eru virkilega flottir hjá búningahönnuðinum, henni Ey- dísi Elfu Örnólfsdóttur. Þessir krakkar hafa öll staðið sig ótrúlega vel og ég er rosalega stoltur af þeim. Þau voru öll til fyrirmyndar og lögðu mikið á sig, það var aldrei neitt vesen með mætingu á æfing- ar og þau voru alltaf tilbúin til að vinna fram eftir, jafnvel þótt það færi fram yfir miðnætti, sem gerð- ist í nokkur skipti á lokasprettinum í frumsýningarvikunni hjá okkur. Ég held svei mér þá að enginn í hópnum hafi fengið fullan svefn nóttina fyrir frumsýningu, mann- eskjan sem hafði sofið lengst náði aðeins fimm tímum. Það var svaka- leg keyrsla hjá okkur á lokasprett- inum, en ekkert þeirra kvartaði, þau voru öll svo tilbúin í þetta verkefni og gerðu sitt besta.“ Leiksýningin Hans og Gréta er fyrir 14 ára og eldri, sýnd í Hlöðunni, Gufunesbæ (Grafarvogi), og næstu sýningar eru 12. 14. og 15. mars kl. 20. Miðasala á tix.is. Hvítvínsboð Nornir, Sientje Sólbjört Nína de Wagt, Kristófer Páll Sigurðsson, Sara Lind Magnúsdóttir og Lára Snædal Boyce. Við hlið þeirra Margrét Helga Jónsdóttir sem Hulda. Litrík Trúðar drífa framvindu áfram. Kara Rós Kristinsdóttir sem Kósý. Lagt á ráð Sverrir Arnar Ragnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir sem Hans og Gréta, ásamt trúðinum Dúu sem Lára Snædal Boyce leikur. Trump kemur inn með látum Hvaða tak hefur stjúp- mamman á pabbanum sem fær hann til að skilja börnin sín eftir í skóg- inum? Og hvaða erindi á Trump inn í ævintýri Hans og Grétu? Svörin fást í nútímalegri sýn- ingu Borgarholtsskóla. Ingi Hrafn Hilmarsson Líf og fjör Það er mikið hlegið og sprellað í leikriti Borgarholtsskóla um Hans og Grétu, þótt þar sé líka þó nokkur hryllingur. SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út Láttu sólina ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.