Morgunblaðið - 12.03.2019, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ef ég hefði vitað hvað það var mikið mál að
setja á stofn bókaútgáfu er ég ekki viss um
að ég hefði þorað að fara af stað. En draum-
urinn var að geta boðið börnum og ungling-
um upp á góðar erlendar bækur á íslensku
og því sló ég til,“ segir Sólveig Sif Hreiðars-
dóttir bókmenntafræðingur sem útskrifaðist
með meistaragráðu í þýðingarfræðum frá
Háskóla Íslands síðastliðið haust og er eig-
andi og og jafnframt þýðandi bókaútgáf-
unnar Kver. Sólveig segir að útgáfan hafi
farið hægt af stað en undið upp á sig með
tímanum. Árið 2015 hafi fyrsta bókin eftir
hinn dáða barnabókahöfund Roald Dahl, með
teikningum samstarfsmanns hans Quentins
Blake, komið út, Georg og magnaða mixt-
úran. Þar á eftir kom út BFG, Bjargrisinn
frómi og góði árið 2016 en í henni sé áber-
andi nýtt tungumál sem höfundur bókarinnar
bjó til þannig að Sólveig þurfti að fara í tölu-
verða nýyrðasmíði á nýyrðum höfundarins.
Árið 2017 þýddi Sólveig og gaf út bókina um
Matthildi eftir Dahl. Söngleikurinn Matt-
hildur verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu
á föstudaginn kemur í leikþýðingu Gísla
Rúnars Jónssonar. Í fyrra gaf Kver síðan út
Nornirnar eftir Dahl en til marks um vin-
sældir verka höfundarins verður á næsta ári
frumsýnd ný kvikmyndaaðlögun byggð á
verkinu þar sem Anne Hathaway og Octavia
Spencer fara væntanlega með aðalhlutverk.
Einnig gaf forlagið í fyrra út tvær bækur
eftir Lynley Dodd, Hnubbi lubbi, fótur og fit
hjá dýralækninum og Hnubbi lubbi frá
Rjómabúi Stubba.
Sólveig segir að með vorinu megi yngsta
kynslóðin eiga von á bókinni Risastóri krókó-
díllinn í bókabúðir en bókin, sem er eftir
Roald Dahl, var skrifuð fyrir tveggja til sex
ára börn og er þýdd af Sólveigu.
Kröfur gerðar til þýðenda
Að sögn Sólveigar gefur Kver-útgáfan
næst út bókina Where the World Ends, ung-
lingabók eftir breska verðlaunarithöfundinn
Geraldine McCaughrean sem hefur, að henn-
ar sögn, „fengið gríðarlega góðar viðtökur“
og fékk hún styrk frá Miðstöð íslenskra bók-
mennta til þess að þýða söguna. Sólveig segir
fleiri bækur um Hnubba lubba og sömuleiðis
bækur eftir Dodd þar sem köttur er í aðal-
hlutverki bíða þýðingar.
„Það eru miklar kröfur gerðar til þýðenda
og þýðingar eru vandasamar. Ég átti sem
betur fer þýðingar sem ég gerði í náminu og
nýttist þegar ég var samþykkt til verksins af
þeim aðilum sem sjá um höfundarrétt Roalds
Dahls. Ferlið var langt og strangt en alveg
þess virði. Að fá samþykki sem þýðandi
verka Dahls er ákveðinn gæðastimpill sem
gerir mér auðveldara að fá samninga við
aðra höfunda,“ segir Sólveig sem bjó lengi
erlendis ásamt eiginmanni og fjórum börn-
um.
„Við lögðum mikla áherslu á að börnin við-
héldu íslenskunni og þegar ég las enskar
bækur fyrir börnin þá þýddi ég þær jafn óð-
um. Það er nauðsynlegt að börnum og ung-
lingum gefist kostur á að kynnast heims-
myndinni í gegnum vel skrifaðar þýddar
bækur.
Auka orðaforða lesendanna
„Bækur Dahl eru margar skrifaðar fyrir
börn en skila sér upp eftir öllum aldurs-
flokkum. Þær eru skemmtilegar og mikill
húmor í þeim. Klassískar þýddar bækur
styðja við tungumálíð og auka orðaforða,“
segir Sólveig sem útskrifaðist úr þýðing-
arfræði frá Háskóla Íslands. Hún segir að
fjöldi tungumála sé kenndur í HÍ. Kennarar
þar vinni frábært starf og séu góðir fræði-
menn og kennarar. Sólveg telur að styðja
mætti betur við þýðingafræði sem sé öflug
deild og ásókn í námið sé sívaxandi.
„Þýðingar eru mitt aðalstarf en sem betur
fer fórum við fjölskyldan út í bókaútgáfuna
með frekar litlar væntingar í byrjun og erum
sátt við það hvernig hlutirnir hafa þróast,“
segir Sólveig sem vinnur hlutastarf í Penn-
anum með þýðingunum.
„Mér þykir mjög vænt um starfið í Penn-
anum og það er gott að komast út á meðal
fólks. Það getur orðið ansi þægilegt að vera
heima og þýða. Þegar vellíðanin tekur völdin
er komin tími til þess að hitta samstarfs-
fólkið og viðskiptavinina í Pennanum,“ segir
hún og kveðst hætt að lesa fyrir sín eigin
börn sem eru nú milli tvítugs og þrítugs.
Hún segist hins vegar vera heppin að geta
fengið lánuð barnabörn systra sinna til þess
lesa fyrir og sjá viðbrögðin við sögunum sem
hún þýðir.
Morgunblaðið/Eggert
Útgefandinn „Að fá samþykki sem þýðandi verka Dahls er ákveðinn gæðastimpill sem gerir mér auðveldara að fá samninga,“ segir Sólveig Sif.
Góðar erlendar bækur á íslensku
Sólveig Sif Hreiðarsdóttir stofnaði forlagið Kver árið 2015 Verk Roalds Dahl eru áberandi
Komin með þýðingarrétt að verkum fleiri þekktra höfunda sem skrifa fyrir börn og unglinga
Sópransöngkonan Álfheiður Erla
Guðmundsdóttir fer með aðal-
hlutverkið, hlutverk Mjallhvítar, í
sýningu Staatsoper Berlin á barna-
óperunni Schneewittchen sem
verður frumsýnd í Berlín annað
kvöld. Um er að ræða óperu „fyrir
fjórar raddir og sjö dverga“ og var
hún samin árið 2016 af Wolfgang
Mitterer en byggð á tónlist eftir
Engelbert Humperdinck en tón-
skáldið fræga vann árið 1888 að óp-
eru byggðri á ævintýri Grimm-
bræðra um Mjallhvíti og dvergana
sjö sem er grunnur nýja verksins.
Tuttugu sýningar eru fyrirhug-
aðar á óperunni og í gær var þegar
uppselt á þær flestar.
Álfheiður Erla hefur verið búsett
í Berlín undanfarin fimm ár og er á
lokaári meistaranáms síns við hinn
virta Hanns Eisler tónlistarháskóla.
Hún nam áður við Söngskóla Sig-
urðar Demetz og hefur þegar hlotið
ýmsar viðurkenningar fyrir söng
sinn.
Álfheiður Erla segir mikinn
„heiður að hafa verið valin til að
taka þátt í þessu skemmtilega verk-
efni“.
Álfheiður Erla syngur Mjallhvíti
Sópran Álfheiður Erla Guðmundsdóttir.
Leikhópurinn
SmartíLab, Sam-
kóp og verkefnið
Markvissar for-
varnir standa
þessa dagana
fyrir skólasýn-
ingum á leik-
verkinu Fyrir-
lestur um
eitthvað fallegt –
gamanverk um
kvíða. Öllum 10. bekkingum í Kópa-
vogi er boðið á sýninguna.
Í leikverkinu er á gamansaman
hátt á annars erfiðu málefni, kvíða,
með það að markmiði að vekja fólk
til meðvitundar og opna umræðuna
um geðheilbrigði enn frekar.
Í fréttatilkynningu segir að mik-
ilvægt sé að nemendurnir „þekki
einkenni kvíða og mögulegar
ástæður hans, viti hvert þau eiga að
leita, og mikilvægast af öllu, að það
er margt hægt að gera til að takast
á við hann“.
Leikverkið var frumsýnt í Tjarn-
arbíói vorið 2017. Á næstunni verð-
ur það sýnt fyrir 8.-10. bekki allra
grunnskóla á Norðurlandi.
Skólasýningar á leikverki um kvíða
Úr sýningu Smartí-
Lab-leikhópsins.
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í 580 7000
eða farðu á
heimavorn.is
HVAR SEM ÞÚ ERT