Morgunblaðið - 13.03.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.03.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  61. tölublað  107. árgangur  SKOÐAR SKILIN Á MILLI MÁLVERKS OG ÞRÍVÍÐS HLUTAR VÖK RÆR Á POPPAÐRI MIÐ STINNI STUÐ LIFNAR VIÐ Á LAUGARVATNI NÝ BREIÐSKÍFA 33 MEÐ ALLT Á HREINU 12STEINUNN ÖNNUDÓTTIR 30 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leit lokið Árni Friðriksson, skip Hafrann- sóknastofnunar, hefur leitað að loðnu.  Allri formlegri leit að loðnu er lok- ið fyrir þessa vertíð. Niðurstaðan er sú að Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að gefnar verði út aflaheimildir fyrir tegundina. Þetta var ákveðið á fundi Hafrann- sóknastofnunar, með þeim útgerð- um sem eiga loðnukvóta, í gær. „Þetta bitnar á öllum, ætli rík- issjóður sé ekki að verða af ein- hverjum fjórum til fimm millj- örðum,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar, í samtali við mbl.is í gær, en útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna. Formlegri loðnuleit er lokið að sinni Dómur frá Mannréttindadómstóli Evrópu fjallar um brot á þjóðréttar- skuldbindingum Íslands, en breytir í engu dómum, ákvörðunum eða lögum sem sett hafa verið hér á landi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lögfræðideild Háskóla Íslands, um mögulegar afleiðingar dóms Mann- réttindadómstóls Evrópu í gær. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að íslenska ríkið væri brotlegt í Landsréttarmálinu svokallaða og að dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í réttinn hafi brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Dómurinn var klofinn og töldu fimm dómarar ríkið brotlegt en tveir skiluðu sératkvæði og töldu ríkið ekki hafa brotið gegn sáttmálanum. Sagði minnihlutinn dóminn umfram tilefni og að of mikilli hörku væri beitt við túlkun málsatvika. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra sagði í gær að verið sé að fara yf- ir dóminn í ráðuneytinu og skoðað verði hvort málinu verði vísað til yf- irréttar. Athygli vekur að dómurinn segir ljóst að Alþingi hafi ekki tryggt rétt- mæta þinglega meðferð þegar ákveðið var að greiða atkvæði um skipun 15 dómara við Landsrétt í einu lagi en ekki um hvert embætti. „Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði Dómurinn hafi engar sjálfkrafa afleiðingar  Sigríður vildi greiða atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig MEngar sjálfkrafa »2, 4, 18 málið þannig upp að hægt væri að greiða atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Hann sagði að það hefði ver- ið ákvörðun Unnar Brár Konráðsdótt- ur, þáverandi forseta Alþingis, í samráði við alla þingflokksformenn að hafa þennan háttinn á. Hverjum þing- manni hefði verið í lófa lagið að gera athugasemd við það, sem enginn gerði. Forseti Íslands gaf út yfirlýsingu um að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæða- greiðslunnar um málið á Alþingi. Icelandair tilkynnti síðdegis í gær að flugfélagið hefði kyrrsett allar þrjár Boeing 737 MAX 8- vélar fyrirtækisins. Á myndinni sjást tvær þeirra í Keflavík í gær. Flugöryggisstofnun Evrópu- sambandsins ákvað í gær að banna notkun slíkra véla í lofthelgi aðildarlandanna í kjölfar flug- slyssins í Eþíópíu á sunnudaginn. Bréf í Ice- landair lækkuðu um 5% í gær í ríflega 480 millj- óna króna viðskiptum. »16, 17 & 18 Ljósmynd/Víkurfréttir MAX 8-þotur Icelandair kyrrsettar í Keflavík  Meirihluti þingmanna í neðri deild breska þingsins hafnaði í gær- kvöld sam- komulagi The- resu May, forsætisráðherra Bretlands, við Evrópusam- bandið um útgöngu Breta úr sam- bandinu. Þetta er í annað sinn sem þingið hafnar samningi um út- göngu en breytingar sem gerðar voru þóttu ekki ganga nógu langt til að tryggja hagsmuni Breta. 391 greiddi atkvæði gegn samningnum en 242 voru fylgjandi honum. »17 Samningi Theresu May var hafnað á ný Theresa May Félagar í VR samþykktu verkfalls- boðun í hópbifreiðafyrirtækjum á fé- lagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvera- gerði. Alls samþykktu 52,3% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni verkfallsaðgerðir en 45,3% voru á móti. 2,4% tóku ekki afstöðu. Að óbreyttu munu félagsmenn sem verkfallsboðunin nær til leggja niður störf í einn sólarhring föstudaginn 22. mars. Síðar taka við lengri verk- föll og að endingu er ótímabundin vinnustöðvun boðuð frá miðnætti 1. maí. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst telja að niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar hafi styrkt samn- ingsstöðu VR og þrýsti á viðsemjend- ur. Viðmælendur í ferðaþjónustu lýsa áhyggjum af þeim afleiðingum sem verkföll muni hafa. „Gistinætur sem seljast ekki núna verða ekki seldar seinna,“ segir Sólborg Lilja Stein- þórsdóttir, hótelstjóri Hótels Holts. „Ég les það út úr þessari niður- stöðu að það sé ekki mikill hugur í almennum félagsmönnum VR að fara í verkfall,“ segir Þórir Garðars- son, stjórnarformaður Gray Line. „Þessi verkföll munu lama rekstur fyrirtækjanna,“ segir hann enn fremur. »8, 14 Verkfall sam- þykkt hjá VR  „Munu lama rekstur fyrirtækjanna“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.