Morgunblaðið - 13.03.2019, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra átti fund með António
Guterres, aðalframkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, í tengslum
við kvennanefndarfund Samein-
uðu þjóðanna sem stendur yfir í
New York.
Á fundinum var rætt um áskor-
anir í jafnréttismálum og vakti
Katrín sérstaklega athygli á ár-
angri Norðurlandanna á því sviði
en Ísland fer nú með formennsku
í Norrænu ráðherranefndinni.
Þá ræddu forsætisráðherra og
framkvæmdastjórinn um aðgerðir
í loftslagsmálum og komandi
loftslagsfund í haust og mikil-
vægi þess að öll ríki leggi sitt af
mörkum við lausn loftslagsvand-
ans, að því er fram kemur í til-
kynningu frá forsætisráðuneyt-
inu.
Haft er eftir Katrínu Jakobs-
dóttur að fundurinn hafi verið
góður og hreinskiptinn. Guterres
sé afar reynslumikill á sviði
alþjóðamála, og þá ekki síst
mannréttindamála.
„Ég veit að hann er með djúpa
sannfæringu fyrir því að hægt sé
að byggja réttlátari og sjálfbær-
ari heim. Það er gott að vita af
slíkri leiðsögn innan Sameinuðu
þjóðanna á þessum tímum sem
við lifum.“
Rætt um jafnréttismál
Forsætisráðherra átti einnig
tvíhliða fundi með Mörtu Ram-
irez, varaforseta Kólumbíu, Julie
Anne Genter, ráðherra jafnrétt-
ismála á Nýja-Sjálandi og Nathal-
iu Kanem, framkvæmdastjóra
mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóð-
anna. Þá tók hún jafnframt þátt í
viðburði á vegum EPIC, Equal
Pay International Coalition, þar
sem fjallað var um jafnlaunamál
og jafnrétti á vinnumarkaði.
Í umræðum var því velt upp
hvort ásættanlegt geti talist að
launajafnrétti kynjanna nái ekki
fram að ganga fyrr en eftir rúm-
ar tvær aldir en það er sá tími
sem Alþjóðaefnahagsráðið hefur
áætlað.
Í innleggi sínu fjallaði forsætis-
ráðherra meðal annars um jafn-
launavottun en lög um hana tóku
gildi á Íslandi í fyrra.
Segir gott að vita af leiðsögn Guterres
Ljósmynd/Forsætisráðuneytið
Sameinuðu þjóðirnar Katrín Jak-
obsdóttir ásamt António Guterres.
Katrín Jakobsdóttir á kvenna-
nefndarfundi Sameinuðu þjóðanna
Á MORGUN FIMMTUDAGINN 14.MARS
OPNUM VIÐÁ NÝ EFTIR BREYTINGAR
Velkomin í stærri
og betri Vínbúð
í Skeifunni
Við tökum vel á móti ykkur!
Nærri 100 bænd-
ur óskuðu eftir
að bæta við sig
mjólkurkvóta,
samtals um 9,5
milljónum lítra, á
innlausnardegi
fyrir greiðslu-
mark í mjólk í
byrjun þessa
mánaðar. Hins
vegar voru að-
eins 60 þúsund lítrar í boði þar sem
tveir framleiðendur óskuðu eftir að
selja. Komu aðeins um 300 lítrar í
hlut þeirra sem ekki teljast til for-
gangshópa.
Helmingur þess lítrafjölda sem
Matvælastofnun innleysti fyrir
hönd ríkisins var seldur forgangs-
hópum, samkvæmt gildandi
reglum, það er að segja nýliðum og
þeim sem framleitt höfðu meira en
10% umfram kvóta á viðmiðunar-
tímanum. Hinn helmingurinn, um
30 þúsund lítrar, skiptist á milli
allra 99 framleiðendanna sem ósk-
uðu eftir að bæta við sig.
Verðið er ákveðið fyrirfram og
verður 100 krónur á lítra allt árið
2019. helgi@mbl.is
Gátu bætt við sig
300 lítra kvóta
Kýr Lítið kemur í
hlut hvers bónda.
Hið árlega Guðlaugssund, sem er 6
km, var synt í 35. sinn í Sundlaug
Vestmannaeyja.
Sundið er synt til þess að minna á
öryggismál sjómanna og til þess að
minnast þrekvirkis Guðlaugs Frið-
þórssonar sem synti 5,7 km leið til
lands eftir að Hellisey VE 503 sökk
austan við Heimaey. Guðlaugur
komst einn af og horfði á eftir fjór-
um skipsfélögum sínum í hafið.
Upphafsmaður sundsins var Ás-
mundur Friðriksson og syntu nem-
endur Stýrimannaskólans í Vest-
mannaeyjum sundið fyrstu árin.
Alan Friðrik Allison, sem heldur ut-
an um sundið í dag, segir að sjö
manns hafi synt á mánudaginn 11.
mars og átta manns í gær.
„Þrír einstaklingar syntu heilt
sund, 6 km, sem eru 240 ferðir yfir
laugina. Aðrir skiptu á milli sín
einni ferð,“ segir Alan og bendir á
að elsti þátttakandinn í Guðlaugs-
sundinu í ár hafi verið Bjarni Jón-
asson sem er rúmlega áttræður.
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Öryggi Guðlaugssundinu er ætlað að
minna á öryggismál sjómanna.
Guðlaugssundið í
Eyjum í 35. sinn