Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 10
„Það hefur ekki verið stefna að vísa
fólki burt með þessum hætti, hins
vegar höfum við aukið samstarf við
heilsugæslurnar á höfuðborgarsvæð-
inu og Læknavaktina með það að
markmiði að sem flestir sjúklingar fái
rétta þjónustu á réttum stað. Þeir
sem geta nýtt sér þjónustu heilsu-
gæslunnar nýti sér hana frekar en að
bíða eftir þjónustu á spítalanum, á
bráðamótttökunni,“ segir Jón Magn-
ús Kristjánsson, yfirlæknir bráða-
móttöku LSH, spurður um það að
sjúklingum sem hafa leitað á bráða-
móttökuna hafi verið vísað frá.
Upplýsingar Morgunblaðsins
herma að móðir hafi ásamt unglingi
leitað til bráðamóttökunnar í kjölfar
þess að unglingurinn hlaut áverka á
þumalfingri við iðkun íþrótta. Var
grunur um að fingurinn hefði brotn-
að, en síðar kom í ljós að svo var ekki.
„Auðvitað getur verið að mat hjúkr-
unarfræðings sé rangt og að sjúklingi
sem þarf myndatöku sé ráðlagt að
leita fyrst á heilsugæslu,“ segir Jón
Magnús. „Fyrir einstaklinga sem eru
með minniháttar útlimaáverka og eru
ekki með brot, er heilsugæslan mjög
hæf til að sinna þeim.“
Ekki vegna álags
„Almenna verklagið er þetta og
þetta er breyting hjá okkur. Við hóf-
um þetta samstarf við heilsugæsluna
fyrir tæpu ári síðan og ennþá skerpt-
um við á því þegar bráðaþjónusta
hjartagáttar lokaði í desember til
þess að geta tryggt það að þeir sem
þurfa bráða þjónustu fái hana með
sem minnstum töfum. Sem betur fer
hefur reynslan verið góð af þessu
verklagi,“ útskýrir yfirlæknirinn.
Spurður hvort aukið álag á bráða-
móttöku sé skýring þess að skerpt
hefur verið á þessu verklagi, segir
Jón Magnús ekki svo vera. „Grunn-
urinn liggur ekki í álaginu. Grunnur-
inn liggur í því að við viljum tryggja
þeim sem eru meira veikir eða slas-
aðir sem fljótasta þjónustu og til þess
að geta gert það þurfum við að leita
leiða til þess að sjúklingar fá rétta
þjónustu á réttum stað.“ gso@mbl.is
Biðja fólk um að
leita á heilsugæslu
Breytt verklag bráðamóttöku LSH
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bráðamóttaka Fólk getur lent í því að vera vísað til heilsugæslu og Lækna-
vaktarinnar svo hægt sé að tryggja sjúklingum í brýnni þörf þjónustu.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Ársfundur
Bændasamtaka
Íslands
2019
Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel
Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars. Í kjölfar fundarins
verður haldin opin ráðstefna þar sem rætt verður um sérstöðu
íslensks landbúnaðar.
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður BÍ, setur ráðstefnuna og
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp.
Dagskrá
föstudaginn 15. mars
kl. 13.00-16.00
Ráðstefnustjóri er
Sveinn Sigurmundsson,
framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands
Suðurlands
Einstök staða íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og
sýklalyfjaónæmi
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Landspítalann
Hvernig tölum við um lýðheilsu ogmatvælaframleiðslu?
Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni
Hvíta húsinu
Lífræn ræktun –Hvert er lífræn framleiðsla að stefna í
heiminum?
EyglóBjörkÓlafsdóttir, formaðurVOR, Verndunog ræktun – félags
framleiðenda í lífrænumbúskap
Ný tækifæri í landbúnaði og sölu á afurðumbænda
Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Meðallandi
Íslenska ullin: vannýtt auðlind
Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverk-
smiðjunnar Uppspuna
REKO á Íslandi – sala á búvörum í gegnumFacebook
Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Matarauði Íslands
Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum
Hver er sérstaða íslensks landbúnaðar?
bondi.is
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Við stóðum gröfuvaktina í desem-
ber þegar húsnæðið við Hafnargötu
18 var rifið. Það hafði staðið til að
endurbyggja verslunarhúsin í þeirri
mynd sem þau voru byggð 1924 en
fyrsta húsið sem reist var á lóðinni
er frá 1795. Húsin voru svo illa far-
in að ekki þótti forsvaranlegt að
gera þau upp,“ segir Lilja Björk
Pálsdóttir, fornleifafræðingur hjá
Fornleifastofnun Íslands. Hún segir
Minjastofnun hafa samþykkt að
leyfa niðurrif á verslunarhúsunum
þegar í ljós kom að þau voru ónýt.
Árið 1795 hafi lóðin við Hafnar-
stræti 18 verið mæld út sem versl-
unarlóð en stærð lóðarinnar hafi
tekið nokkrum breytingum í gegn-
um tíðina.
„Þegar í ljós kom að undir hús-
unum í Hafnarstræti 18 sæjust um-
merki um mannvirki á svæðinu fór
Minjastofnun fram á að þær minjar
yrðu rannsakaðar. Það kom í ljós að
heilmikið af fornminjum var undir
húsinu,“ segir Lilja Björk sem
ásamt fleiri fornleifafræðingum
gróf upp fornminjarnar og mældi í
frostinu í janúar og febrúar.
„Við fundum minjar af verslunar-
og pakkhúsum, salt- og kola-
geymslu auk annarra mannvirkja
sem ekki hafa áður sést á upp-
dráttum sem til eru af Hafnarstræti
18 og húsum sem á lóðinni stóðu,“
segir Lilja Björk sem þótti mikið til
koma að finna heillegt leirker.
Óvenjuheillegt leirker
„Það var óvenjuheillegt sem gæti
hugsanlega bent til þess að kerið
hafi verið í geymslu á lager í
geymsluhúsnæði verslunarinnar.
Oftast finnum við hluti úr leir sem
hafa brotnað og brotunum verið
hent á haugana,“ segir Lilja Björk
og bætir við að einnig hafi fundist
hluti af lampa, flöskugler, járngrip-
ir og dýrabein.
„Það er ekki ólíklegt að á þeim
tíma sem húsin stóðu þarna hafi
verið þar mannabústaðir, því kola-
sund lá frá höfninni fram hjá Hafn-
arstrætinu sem upphaflega hét
Strandgata og upp í bæinn. Þegar
gatan hét Strandgata stóð hún í
sjávarkambinum, nafnið breyttist í
Hafnarstræti eftir að höfnin var
gerð,“ segir Lilja Björk. Að sögn
hennar er nú unnið að því að vinna
og afla heimilda úr þeim gögnum
sem safnast hafa.
Nýjungar í rannsóknum
Lilja Björk segir að gerð hafi
verið tilraun með því að nota laser-
skanna til þess að útbúa þrívídd-
armyndir til að sýna fornminjarnar
sem fundust við uppgröftinn og not-
aður hafi verið dróni til þess að
mynda fornminjarnar.
Að sögn Lilju Bjarkar má finna
mörg lög af mannvistarleifum í
Reykjavík.
Fornminjar
undir Hafn-
arstræti 18
Þrívíddarskanni og dróni í fornleifa-
rannsóknum Ekki mannabústaðir
Fortíðin Húsin sem stóðu við Hafnarstræti 18 voru of illa farin til þess að hægt væri að byggja þau upp að nýju.
Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands
Fornleifar Hugsanlegt verslunar- og pakkhús ásamt salt- og kolageymslu.