Morgunblaðið - 13.03.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
20% afsláttur
af CHANEL vörum
kynningardagana
Við kynnum nýjungar í Chanel
þar á meðal Rouge Coco Flash
varalitina, mjög rakagefandi og
nærandi varalitir sem koma í
24 fallegum litatónum.
Gréta Boða verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf.
SNYRTIVÖRU-
VERSLUNINNI
GLÆSIBÆ
13.-15 mars
kynning í
Í YFIRRÉTTI
(E. HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2018-008350
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR
(E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS)
ENGLANDS OGWALES
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL
(E. COMPANIES COURT)
VARÐANDI TRAVELERS CASUALTY AND SURETY
COMPANY OF EUROPE LIMITED
og
VARÐANDI TRAVELERS INSURANCE COMPANY LIMITED
og
VARÐANDI BRESK LÖG FRÁ ÁRINU 2000 UM
FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI
(E. FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000)
HÉR MEÐ TILKYNNIST að Travelers Casualty and Surety
Company of Europe Limited (framseljandi) og Travelers
Insurance Company Limited (framsalshafi) lögðu fram
beiðni til fyrirtækja- og fasteignadómstóla Englands ofWales,
fyrirtækjadómstólnum í London (e. Business and Property
Courts of England andWales, Companies Court), (umsóknin)
skv.VII. kafla laga umármálaþjónustu og -markaði frá árinu
2000 (e. Financial Services and Markets Act 2000) (FSMA),
um úrskurði:
(1) samkvæmt 111. gr. laganna, sem heimilar áætlun
(áætlunin) um framsal til framsalshafa á allri
vátryggingastarfsemi framseljanda (þ.m.t. vátryggingum
sem veittar voru undir fyrra nafni hans, Gulf Insurance
Company UK Limited) (framsalið); og
(2) sem mæla fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við
áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í lögunum.
Umsóknin fór fyrir fr. Falk, dómara, hinn 18. febrúar 2019,
sem kvað upp úrskurði til staðfestingar á áætluninni, með
viðbótarákvæðum í tengslum við áætlunina. Samkvæmt
úrskurði fr. Falk dómara tók áætlunin gildi kl. 23:59 GMT hinn
28. febrúar 2019.
Auk hvers kyns réttar til ógildingar sem kveðið er á um í
skilmálum vátrygginga sem falla undir framsalið kunna lög í
viðkomandi EES-ríki að veita þér rétt til að ógilda vátryggingu
þína á grundvelli áætlunarinnar, ef vátryggingin heyrir undir
framsalið með beinum hætti og áhættan sem hún varðar er
staðsett í öðru EES-ríki en Bretlandi. Eigir þú slíkan rétt verður
þú að nýta hann innan 30 daga frá dagsetningu þessarar
tilkynningar eða (sé munur þar á) innan þess tímafrests sem
lög viðkomandi EES-ríkis kveða á um.
13. mars 2019
Norton Rose Fulbright LLP
3 More London Riverside, London SE1 2AQ, Bretland
Lögmenn framsalshafa
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Flestir skólastjórar í grunnskólum
landsins telja að foreldrar hafi of rúma
heimild til þess að fá leyfi eða frí frá
skóla fyrir börnin sín. Leyfisóskir hafa
aukist. Um 1.000
skólabörn á Ís-
landi glíma þá við
það sem kallað er
skólaforðun, sem
felst í flótta barna
frá því að sækja
skólann. Ástæður
fyrir því geta verið
tilfinningalegir
erfiðleikar eða að
verið sé að forðast
einhverjar aðstæður. Einnig er nefnd
sem ástæða þrá barna eftir athygli frá
fjölskyldu eða öðrum í umhverfi sínu
eða einfaldlega að börnum þyki aðrir
staðir áhugaverðari en skólinn.
Siv Friðleifsdóttir, formaður Vel-
ferðarvaktarinnar, sem lét Maskínu
gera könnun meðal allra skólastjóra
landsins, segir niðurstöður hennar
senda skýr skilaboð til stjórnvalda.
Annars vegar séu þau að sett verði
opinber viðmið um hvenær foreldrar
mega fá leyfi fyrir börnin sín, t.d. með
viðmiðum um fjölda frídaga, eða þá að
skólastjórnendur fái heimild til að
hafna slíkum óskum um leyfi. Hins
vegar eru skilaboðin þau að fjar-
vistaskráning barna verði samræmd
um land allt, svo að náð verði utan um
umfang skólaforðunarvandans.
„Maður hefur ekki haft nógu skýra
mynd af vandanum hingað til en samt
heyrt út undan sér í nokkurn tíma, að
skólastjórnendur og kennarar hafi
áhyggjur af auknum fríum barna á
skólatíma,“ segir Siv í samtali við
Morgunblaðið. „Þarna teiknast upp
mjög skýr mynd, hins vegar.“
Skólastjórar mega ekki synja for-
eldrum um leyfi fyrir börnin
Um 47% skólastjórnenda telja að
fjarvera nemenda úr skóla vegna leyf-
istöku ýmissar komi mjög eða fremur
mikið niður á námi þeirra. Um 79%
þeirra segja þá að leyfisóskir frá for-
eldrum eða forsjáraðilum hafi aukist.
Siv segir að skólastjórnendur hafi ekki
skýra heimild til þess að synja for-
eldrum um leyfi fyrir börnin. „Þeir
upplifa sig valdalitla til að hafna leyfis-
óskum foreldra,“ segir hún. Þó ríki hér
skólaskylda og því sé mikilvægt að
börn mæti sem best í skólann. Siv seg-
ir að til sé bréf, sem er túlkun mennta-
málaráðuneytisins á lögunum, sem
skólastjórnendur vísa oft til í þessu
sambandi. Bréfið er að sögn Sivjar
ekki að skilja öðruvísi en svo, að for-
eldrar ráði hvort börnin þeirra fari í
leyfi eða ekki og beri þannig ábyrgð á
námi barna sinna. „Í ýmsum ná-
grannalöndum okkar eru skýrari regl-
ur um skólasókn barna heldur en hér
virðast vera,“ segir Siv.
Um 79% skólastjórnenda eru þann-
ig mjög eða fremur hlynnt því að sett
verði opinber viðmið, t.d. um fjölda
daga, um leyfisveitingar vegna fría á
skólatíma. Siv segist hafa skilning á
þessu enda sé um að ræða mikla aukn-
ingu í fríum sem verði að bregðast við,
því hún bitni í mörgum tilvikum á námi
barnanna, skv. upplýsingum frá skóla-
stjórnendum.
Skólaforðun rakin til kvíða
og þunglyndis hjá börnum
995 börn í íslenskum grunnskólum
glíma við skólaforðun, er áætlað í
könnuninni. Skólastjórarnir sem tóku
þátt í könnuninni, 135 talsins (78% að-
spurðra), voru beðnir um að nefna
ástæðuna fyrir skólaforðun í sínum
skólum. 76% þeirra nefndu andlega
vanlíðan, eins og kvíða og þunglyndi.
29% nefndu erfiðar aðstæður á heimili.
Ýmislegt annað var nefnt. Siv segir að-
spurð að einhver þessara barna gætu
verið eineltisfórnarlömb. „Það kemur
vel til greina innan þessara hópa. Ekki
kemur þó á óvart að skólastjórnendur
nefni andlega vanlíðan, enda er það í
samræmi við nýlegar rannsóknir um
líðan barna,“ segir Siv.
Langflestir skólarnir hafa viðmið
um verklag sem gripið er til af hálfu
skólans þegar börn forðast skólann.
Þá er unnið eftir því í samstarfi við for-
eldra, barnið sjálft og svo ýmsar stofn-
anir eins og barnavernd, heilsugæsl-
una, BUGL og félagsþjónustuna
almennt. Hins vegar er ýmislegt á
huldu um hvert umfang skólaforð-
unarvandans nákvæmlega er og 70%
skólastjórnenda töldu mjög eða frem-
ur mikilvægt að samræma fjarvist-
arskráningu um allt land svo hægt sé
að festa betur fingur á umfanginu.
„Við leggjum til að settur verði á
laggirnar formlegur starfshópur,“ seg-
ir Siv. „Farsæl skólaganga bætir líf
fólks í öllum skilningi. Þess vegna höf-
um við skólaskyldu hér.“ Ef börn missi
mikið úr skóla vegna fría sem for-
eldrar velji að taka á skólatíma, sé þörf
á að bregðast við því. „Það skiptir höf-
uðmáli að börn geti stundað sitt nám
af krafti og að foreldrar ýti undir það
og virði það. Æskilegra væri að þeir
beini fríum sínum á tíma þegar skólinn
er ekki starfandi,“ segir Siv.
Málþing um skólasókn verður hald-
ið 20. maí á Grand hóteli á vegum
Sambands íslenskra sveitarfélaga í
samstarfi við Velferðarvaktina og Um-
boðsmann barna. Siv hvetur fólk til að
mæta.
Of mikið um leyfi grunnskólabarna
Kvíði og þunglyndi meðal ástæðna
Skólar mega ekki hafna leyfisóskum
Skólasókn í grunnskólum Heimild: Velferðarvaktin
78,6% skólastjórnenda segja leyfisósk-um hafa fjölgað undanfarin ár
32,3% skólastjórnenda telja að frí eða
fjarvera nemenda á skólatíma sé
mikið/mjög mikið vandamál
78,8% skólastjórnenda eru hlynntir því að sett verði opinber viðmið um fjölda frídaga
74,4% skólastjórnenda telja að foreldrar hafi of
rúmar heimildir til að fá frí fyrir börnin sín
46,7% skólastjórnenda telja að frí nem-
enda komi niður á námi þeirra
Morgunblaðið/Eggert
Skólasókn ábótavant Skólastjórnendur telja að þörf sé hertrar reglugerðar um hversu mikið frí börn ættu að fá.
Siv
Friðleifsdóttir
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á
síðustu dögum haft afskipti af og
tekið úr umferð ökumenn vegna
gruns um vímuefnaakstur. Öku-
maður sem velti bifreið sinni á
Sandgerðisvegi kvaðst vera skutl-
ari, segir í dagbók lögreglu.
Viðkomandi skutlari, kona, var
grunuð um fíkniefnaakstur og
sýndu sýnatökur jákvæða svörun
varðandi það. Hún var flutt á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja til að-
hlynningar.
Annar ökumaður sem hafði ekið
bifreið sinni út í skurð var meðvit-
undarlaus af áfengisneyslu þegar
lögregla kom á vettvang. Viðkom-
andi viðurkenndi áfengisneyslu
þegar hann komst til meðvitundar.
Skutlari í vímu velti
bíl á Sandgerðisvegi
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is