Morgunblaðið - 13.03.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.03.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 Í Danmörku var gerð rannsókn á ofbeldi, áreiti og hótunum nem- enda gagnvart kenn- urum. Fimmti hver kennari hefur orðið fyr- ir ofbeldi og fjórða hverjum hefur verið hótað. Greinarhöfundi kæmi ekki á óvart að tölurnar væru svipaðar hér á landi. Rannsókninni varpar ljósi á málaflokkinn og hyggst Menntamálaráðuneytinu setja í gang aðgerðaráætlun hjá. Um var að ræða megind- og eigindleg rannsókn. Þátt- takendur voru 1.198 frá 18 skólum. Svarhlutfall var 53%, sem rannsak- endur telja nóg til að varpa ljósi á ástand mála. Í skýrslunni kemur fram að grunn- skólakennarar eru sá hópur sem verður hvað oftast fyrir áreiti, hót- unum og ofbeldi. Í rannsókn sem gerð var í Árósum í Danmörku kem- ur fram að algengasta hótun nem- enda er niðurlægjandi orðnotkun á ógnandi hátt en algengasta ofbeldið er spörk í eða á eftir kennara. Tvær evrópskar rannsóknir sýna að 42% kennara í Þýskalandi hafa tilkynnt munnlegt ofbeldi af hálfu nemenda og 7% hafa orðið fyrir eignatjóni. Rannsókn frá Lúxemborg sýndi að 24% hefðu orðið fyrir munnlegu of- beldi. Ofbeldið hefur áhrif á starfs- ánægju kennara og heilsu þeirra samkvæmt rannsóknum. Helstu ein- kenni eru streita, kvíði, svefntruflanir og örmögnun. Í kanadískri rannsókn komu fram einkenni eins og ergelsi, reiði, ótti, dapurleiki, þreyta, höfuð- verkur og pirringur. Eftir því sem kennari verður oftar fyrir ofbeldi gera fleiri einkenni vart við sig. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé hægt að henda reiður á hvað veldur ofbeldinu en það virðist eiga sér stað þegar nemendum eru sett mörk eða kröfur gerðar til þeirra. Ein spurningin er: Hve oft hefur kennarinn, á síðasta ári, upplifað ein- hvers konar áreitni í skólanum? Af þeim 53% sem svöruðu sögðust 7,4% verða fyrir slíku daglega. 14,6% sögð- ust verða fyrir því vikulega og 12% mánaðarlega. 36,2% urðu sjaldnar fyrir því og þeir sem aldrei upplifðu áreitni voru 29,8%. Þetta eru sláandi niðurstöður og greinarhöfundur er nokkuð viss um að útkoma hér á landi yrði svipuð. Áreitnin er aðallega munnleg þar sem niðrandi og ljót orð er sögð um kennarann fyrir framan nemenda- hópinn og kennsla trufluð þar sem hjákátlegum orðum er beint til kenn- arans. Vel yfir 20% upplifa hótun um ofbeldi einu sinni í mánuði. Um þriðj- ungur upplifir það sjaldnar og um 45% upplifa það aldrei. Ofbeldið er ógnandi hótun. Um 15% af kennurum upplifa einu sinni í mánuði það sem má túlka ofbeldi. Um þriðjungur upplifir það sjaldnar, en tæpur helmingur hefur aldrei upplifað ofbeldi. Birt- ingarmyndin er að þeim sé ýtt, slegnir, sparkað, rifið í, klórað og hlutum hent í kennara. Lesa má hvernig kennarar upplifa stuðn- ing eftir ofbeldið af hálfu nemenda sem og á hvern hátt stjórnendur fræða starfs- menn sína um ofbeldi og viðbrögð við því og hvert ferlið er ef slíka uppá- koma á sér stað. Tilkynningum um ofbeldi er ábótavant. Engin tilkynn- ing barst í um 46% tilfella og rúmum 53% tilfella þegar hótun um ofbeldi átti sér stað. Þetta er vissulega um- hugsunarvert. Hvort staðan er sam- bærileg hér á landi skal ósagt látið, þó að grunur sé um slíkt. Fyrir marga kennara er hegðun nemenda af þessum toga íþyngjandi og þeir kjósa að yfirgefa grunnskól- ann. Sé ekkert að gert og kennarar búa við slíkt ofbeldi veldur það álagi sem getur endað með ósköpum fyrir einstaka kennara. Aðstoð við kennara eftir ofbeldið er misjöfn. Á sumum stöðum eru verkferlar til staðar og kennara veitt aðstoð í formi samtals. Sumir skólar gefa kennara svigrúm til að finna út hvort ofbeldið hafi þau áhrif að hann þurfi fleiri daga til að jafna sig eða viðbótar stuðning. Til þess er öryggistrúnaðarmaður sendur í bekkinn daginn eftir atburð. Áhuga- vert væri að heyra hvernig fyrir- komulagið sé í íslenskum skólum. Standa stjórnendum með sínu fólki í svona málum eða upplifa kennarar sig án stuðnings? Hinir ólíku gagnagrunnar benda til að algengi ofbeldis og hótana um of- beldi sé tiltölulega hátt í grunnskól- unum í Danmörku, segir í skýrslunni. Því miður er ekki til slíkur gagna- grunnur eftir því sem best er vitað en vissulega er þörf á að koma honum upp. Í samhengi við ofbeldið vill greinarhöfundur benda á orð menntamálaráðherra. Hún kvaðst hafa orðið fyrir grófu ofbeldi af hálfu nokkurra samstarfsmanna. Grunn- skólakennarar upplifa slíkt hið sama af hálfu nemenda. Ráðherra mennta- mála kvaðst þurfa tíma til að vinna úr því ofbeldi og má vissuleg spyrja hvort kennarar þurfi ekki slíkt hið sama. Kannski vekur þetta ráð- herrann af vondum draumi sem gefur henni tilefni til að skoða vinnuað- stæður grunnskólakennara þegar kemur að ofbeldi, hótunum og áreiti. Greinarhöfundur hefur ekki heyrt af neinum rannsóknum um ofbeldi eða hótunum nemenda gagnvart grunnskólakennurum hér á landi. Má vera að málefnið höfði ekki til rann- sóknaraðila þó að full þörf sé á því. Innan stéttarinnar heyrist af ofbeldi og hótunum. Hafa skólar tilkynning- arskyldu um slíkt? Er það tilkynnt barnaverndaryfirvöldum þegar nem- andi gengur í skrokk á kennara sín- um eða er málum af þessum toga sóp- að undir teppi? Grunnskólakennarar kalla eftir vitundarvakningu um þetta vanda- mál sem finnst í íslenskum skólum. Viðurkenna þarf vandamálið. Grunnskólakennarar beittir ofbeldi, áreittir og þeim hótað Eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur » Fimmti hver kennari hefur orðið fyrir of- beldi og fjórða hverjum verið hótað. Ofbeldið hefur áhrif á starfs- ánægju og heilsu sam- kvæmt rannsóknum. Helga Dögg Sverrisdóttir Höfundur er M.Ed. M.Sc., grunn- skólakennari og situr í Vinnuum- hverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunn- skólakennara. VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR FERMINGAR fastus.is Hnífar, bretti, leirtau, glös, hitapottar, lampar, fatnaður, hitaborð, hitakassar og trillur o.fl. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Prestakall er þjón- ustusvæði prests. Á kirkjuþingi, sem heitið gæti alþingi þjóðkirkju Íslands, og í kirkjuráði, sem þá má kalla ríkis- stjórn kirkjunnar, eru nú uppi áform um yfirgripsmikla sameiningu presta- kalla í landinu. Tilgangurinn mun vera sá að vinna bug á meintri einsemd og umkomuleysi kennimanna í gömlu einmenningsprestaköll- unum. Yfirskriftin er prestamið- stöð. Þrátt fyrir að mörg prestaköll tengist þannig saman svo úr verði eitt, er svo til ætlað, að söfn- uðirnir njóti áfram starfa klerk- anna sem áður þjónuðu brauð- unum hverju fyrir sig. Á þessu er þó ein merkileg undantekning: Embætti sóknarprestsins í Saur- bæjarprestakalli í Vestur- landsprófastsdæmi mun eiga að leggja niður. Prestssetrið er mjög lasið af raka og myglu. Kirkjustjórnin ætti því að vinda að því bráðan bug að reisa nýjan embættisbústað í Saurbæ. Það má enda heita hastarleg gerð að taka af prestssetur Passíusálmaskáldsins síra Hallgríms Péturs- sonar, þess manns, sem mestur hefur verið snillingur allra Íslend- inga fyrr og síðar. Furðuleg framkvæmd Eftir Gunnar Björnsson » Það er vond gerð að taka af prestssetur Passíusálmaskáldsins sr. Hallgríms, þess manns, sem mestur hefur verið snillingur allra Íslendinga. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.