Morgunblaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019
✝ Tryggvi Val-steinsson
fæddist á Þórsnesi
við Eyjafjörð 28.
nóvember 1930.
Hann lést 1. mars
2019.
Hann var sonur
hjónanna Ólafar
Tryggvadóttur og
Valsteins Jóns-
sonar. Hann er
áttundi í röð 10
systkina. Eftirlifandi systir
hans er Jenný Ólöf.
Tryggvi var kvæntur Gísl-
ínu Margréti Óskarsdóttur, f.
18.10. 1928, d. 3.10. 2012.
Börn Tryggva og Gíslínu
16.7. 1981, eiginkona hans er
Halldóra Lóa og börn þeirra
eru Skírnir Ingi, Helga Lauf-
ey og Steinar Orri. Jóhanna
Kristín, f. 1.4. 1960, hún er
gift Rainer Lorenz; börn
þeirra eru Jan Eric, f. 30.6.
1988, unnusta hans er Máney
Sveinsdóttir, börn þeirra eru
Steinunn Vala, Jóhann Fann-
ar og Sævar Máni; Lars Óli, f.
14.8. 1990, unnusta hans er
Árný, Sandra María, f. 18.1.
1995. Óskar Valsteinn, f. 19.8.
1961. Júlíus Þór, f. 22.10.
1966, hann er giftur Gyðu
Jónu, börn þeirra eru Davíð
Hólm, f. 21.12. 1984, unnusta
hans er Þorgerður Anna;
Arnór Páll, f. 19.7. 1994,
Kristófer Valsteinn, f. 28.11.
1996; Sigyn Sara, f. 11.3.
2002.
Útför Tryggva fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 13. mars
2019, klukkan 13.30.
eru: Agnea, f.
30.1. 1957, sonur
hennar er Tryggvi
Freyr, f. 3.3. 1979,
unnusta hans er
Elísabet og dætur
þeirra Lína Agnea
og Alma Björk.
Ólöf, f. 3.6. 1958,
hún er gift Her-
manni Skírni
Daðasyni, börn
þeirra eru Mar-
grét Ósk, f. 10.2. 1977, unnusti
hennar er Gísli Gunnar og
börn þeirra eru Oddgeir Logi,
Klara Sjöfn og Móeiður Alma;
Valgerður Jóna, f. 11.10. 1978,
d. 27.2. 1992, Hermann Daði, f.
Elsku afi og langafi Tryggvi.
Núna þegar þú ert farinn yfir
móðuna miklu minnumst við afa-
börnin og langafabörnin þín með
hlýju og þakklæti fyrir að hafa
átt þig að.
Þú varst góður maður í alla
staði, traustur og yfirvegaður. Á
sama tíma varstu hlédrægur og
lést lítið fyrir þér fara.
Þú varst sjómaður í húð og
hár og sagðir okkur fjölmargar
skemmtilegar sögur af sjónum.
Sem dæmi má nefna að nýlega
sagðir þú sögu úr námi þínu í
Stýrimannaskólanum, en eftir að
einn kennari þinn hafði drukkið
talsvert af öli eitt kvöldið villtist
hann á leið sinni á klósettið sem
endaði með því að hann pissaði á
rúmið þitt. Alltaf varstu klár
með nýjar sögur sem tengdust á
einhvern hátt umræðuefninu og
það gladdi þig að rifja upp góðar
minningar, enda ferðaðist þú
víða í sjómennskunni og hefur
upplifað ýmislegt. Eins voru
sögurnar þínar af því hvernig
jólasveinarnir komu niður úr
fjöllunum alveg frábærar og
myndu eflaust rokseljast ef þær
væru gefnar út á prenti. Margar
af þessum góðu sögum lifa nú
áfram með okkur.
Það var alveg sérstaklega
skemmtilegt að fara með þér í
veiðiferðir á trillunni þinni,
Svani Þór, um Eyjafjörðinn á
árum áður. Þú kenndir þeim
sem fóru með þér á tækin um
borð, leyfðir okkur að stýra þeg-
ar það var óhætt og kenndir
okkur bæði að veiða og verka
fisk. Þrátt fyrir hinn hlédræga
persónuleika þinn leyndu sjó-
mannseinkennin sér ekki; þú
áttir það til að blóta ótæpilega
þegar efni stóðu til og fannst
ekkert athugavert við það að
prumpa eða ropa hressilega í
viðurvist annarra – jafnvel fólks
sem þú þekktir ekki vel.
Þú þurftir alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni og varst dug-
legur að finna þér allskonar
verkefni til að stytta þér stundir
eftir að þú hættir að vinna. Þá
varstu mikill göngugarpur og
fannst mjög gaman að fara í
göngutúra, sama hvernig viðr-
aði. Þér þótti alltaf afar vænt
um ættarjörðina okkar á Þórs-
nesi og hugsaðir mjög vel um
svæðið; slóst grasið, hugsaðir
um trén og sinntir öðrum störf-
um til að halda svæðinu fallegu.
Það gladdi þig mikið þegar fjöl-
skyldumeðlimir komu að sunn-
an, tjölduðu á Þórsnesi og vörðu
tíma þar. Nú er það okkar að
taka við keflinu og sinna þeim
störfum á Þórsnesi sem þú
sinntir áður.
Þér fannst alltaf mjög gaman
að fá fólkið þitt í heimsókn, og
sérstaklega krakkana. Þú pass-
aðir ávallt upp á það að eiga
veitingar til að bjóða þeim sem
heimsóttu þig. Þá var alltaf
hægt að treysta á að geta komið
til þín og horft með þér á fót-
bolta í sjónvarpinu. Það var
ótrúlegt hvernig þú mundir alla
afmælisdaga og passaðir upp á
að gefa krökkunum alltaf pening
þegar þau áttu afmæli.
Okkur þykir líka vænt um
þau föstu hlutverk sem þú varst
síðustu árin farinn að fela ýms-
um úr fjölskyldunni. Til dæmis
komu Lars Óli og Sandra alltaf
til þín á Þorláksmessu til að
skreyta jólatréð.
Þú varst virkilega stoltur afi
og sinntir þessu hlutverki þínu
af öllu hjarta. Það endurspeglast
vel í því hvað okkur þótti öllum
vænt um þig og hversu gaman
okkur þótti að vera í kringum
þig. Hvíldu í friði, elsku besti afi
og langafi.
Tryggvi Freyr, Lína Agnea,
Alma Björk, Margrét Ósk,
Oddgeir Logi, Klara Sjöfn,
Móeiður Alma, Hermann
Daði, Skírnir Ingi, Helga
Laufey, Steinar Orri, Jan
Eric, Sævar Máni, Lars Óli,
Sandra María, Davíð Hólm,
Arnór Páll, Kristófer
Valsteinn og Sigyn Sara.
Tryggvi
Valsteinsson
✝ Einar BirgirEymundsson
fæddist 15. maí
1935 á Flögu í
Skriðdal. Hann
lést 17. febrúar
2019. Einar var
sonur hjónanna
Eymundar Ein-
arssonar bónda og
Sveinbjargar
Magnúsdóttur hús-
freyju. Alsystir
Einars var Sigríður Eymunds-
dóttir og hálfbræður þeir Al-
freð Eymundsson og Sigurður
Stefánsson.
Eftirlifandi eiginkona Ein-
ars Birgis er Auður Hafdís
Valdimarsdóttir, f. 2.3. 1938.
Börn þeirra eru: 1) Nikulás
Þór, f. 7.1. 1960, búsettur á
Englandi. Eiginkona hans er
Susie Veronica Einarsson og
Einar bjó öll sín uppvaxtar-
ár fyrir austan, hóf þar skóla-
gönguna og lauk landsprófi
frá Alþýðuskólanum á Eiðum.
Að loknu landsprófi stóð hug-
ur Einars til frekari mennta
og ákvað hann því að flytjast
til Reykjavíkur og hóf nám
við Kennaraskóla Íslands,
þaðan sem hann lauk
kennaraprófi 22 ára að aldri.
Samhliða náminu vann hann á
sumrin við afleysingar sem
tollvörður á Keflavíkurflug-
velli og fann sig svo vel í þeim
störfum að hann ákvað að
gera tollgæsluna að sínum
framtíðarstarfsvettvangi, þar
sem hann starfaði starfsævina
alla eða í tæpa hálfa öld, til
ársins 2005. Hann var gerður
að deildarstjóra og yfirtoll-
verði hjá embættinu. Fyrir
störf sín var hann jafnframt
heiðraður fyrir störf sín í
þágu Tollvarðafélags Íslands
er hann hlaut gullmerki fé-
lagsins árið 2010.
Útför Einars Birgis fór
fram hinn 1. mars 2019 í
kyrrþey að eigin ósk.
eiga þau eina
dóttur, Isabellu
Veronicu, en fyrir
átti Nikulás dótt-
urina Emmu Ro-
semary Auði, f.
7.2. 1994. 2) Ey-
mundur Sveinn,
8.11. 1966, löggilt-
ur endurskoðandi,
búsettur í Garða-
bæ. Eiginkona Ey-
mundar er Ásgerð-
ur María Óskarsdóttir, f. 13.1.
1966, flugfreyja hjá Icelandair.
Börn Eymundar eru Einar Al-
exander, tölvunarfræðingur, f.
13.9. 1987, búsettur í Reykja-
vík, sambýliskona Martyna
Anna Zapart, f. 28.10. 1989,
Búi Alexander, viðskipta- og
tölvufræðingur, f. 24.8. 1991,
búsettur í Garðabæ, og Birna
Dís, f. 1.6. 2004.
Nú hefur hann pabbi minn lagt
frá sér verkfærin og gengið frá
þeim „á sinn stað“ í síðasta skipti.
Pabbi minn hafði mikla
ánægju af öllu sem tengdist úti-
vist, skóg- og garðrækt. Enda
áttum við kannski okkar hljóðu
en góðu stundir þegar við vorum
eitthvað að stússa í garðinum eða
í húsinu hjá mér. Pabbi var mikill
og góður verkmaður og alltaf til
að aðstoða mig þegar ég leitaði til
hans með viðvik stór og smá sem
tengdust viðhaldi og fram-
kvæmdum. Niðurstaða hans að
loknu dagsverki var alltaf vand-
virkni. Fúsk og draslaraskapur
hugnaðist honum ekki enda gekk
hann ekki í neitt nema klára það
af fullkomnum. Alltaf var lögð
mikil vinna í vandasaman frá-
gang verka. Snyrtimennska og að
hafa hlutina í „röð og reglu“ var
það sem faðir minn hafði að leið-
arljósi. Ég gæti trúað að hann
hefði verið „minimalisti“ á sinn
hátt. Ekki vera að flækja hlutina
of mikið og ekki hafa of mikið af
óþarfa hlutum í kringum sig.
Þetta er einn af þeim eiginleikum
föður míns sem ég hef reynt að
taka mér til fyrirmyndar og
reynt að hafa að leiðarljósi.
Fallegt samband var milli hans
og barnanna minna þriggja,
þeirra Einars, Búa og Birnu. Ég
leitaði töluvert til foreldra minna
þegar börnin mín voru lítil og var
alltaf hugsað um þau af einstakri
umhyggju og hlýju. Sérstakt
samband var á milli þeirra
nafnanna sonar míns og hans;
fóru þeir í nokkrar skíðaferðir
saman til útlanda og áttu góðar
stundir. Föður mínum þótti enda-
laust vænt um börnin mín og var
alltaf til í að aðstoða með þau
þegar þannig stóð á. Hann hafði
endalausan áhuga á litlum sem
stórum sigrum barna minna og ef
okkur feðga skorti umtalsefni gat
ég allavega notið þess að gorta
mig af sigrum barnanna minna.
Pabbi vann í Tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli frá 1957 fram
að starfslokum árið 2005, eða í
tæp 50 ár. Ég man eftir ævin-
týraferðum þegar ég fékk að fara
í Keflavíkurrútunni frá BSÍ til
Keflavíkur og heimsækja pabba í
vinnuna. Hann var aðalkallinn á
staðnum og maður fékk að fara á
alls konar forboðna staði. Fékk
að skoða inn í flugvélar sem stóðu
á rampinum, fór á veitingastaði á
kanasvæðinu og margt fleira.
Við feðgar áttum saman góðar
stundir í minni æsku þar sem við
höfðum báðir mikinn áhuga á
skíðamennsku. Pabbi hafði gam-
an af því að fara á skíði og hafði
unun af gönguferðum og útiveru.
Ég á virkilega góðar minningar
um ferðir með pabba á skíði. Ein
falleg minning sem ég á er úr tólf
ára bekk þegar ég var í Landa-
kotsskóla. Lítið sem ekkert var
gert fyrir krakka utan skóla-
starfs í þessum skóla en ég og
Denni vinur minn fengum þá
hugmynd að drífa bekkinn í
skíðaferð í Skálafell. Ég bað
pabba að taka að sér að fara með
allan hópinn sem hann gerði með
glöðu geði. Eftir situr falleg
minning um frábæran skíðadag í
Skálafelli þar sem pabbi var allan
daginn á fullu að aðstoða þá
bekkjarfélaga mína sem aldrei
höfðu stigið á skíði.
Ég þakka föður mínum sam-
fylgdina og fyrir þær góðu stund-
ir sem við áttum saman.
Hvíl í friði pabbi minn.
Eymundur Sveinn
Einarsson.
Góður vinur og nágranni er
fallinn frá. Við höfum búið saman
hlið við hlið í Brekkuseli í Breið-
holtinu í nærri þrjá áratugi og
aldrei borið skugga á þá sambúð,
enda var Einar einstaklega við-
mótsþýður og ljúfur maður. Það
vildi svo til, að við röðuðumst
saman þrír sveitadrengir, Einar
frá Flögu í Skriðdal í Brekkusel
8, undirritaður frá Glaumbæ á
Langholti í Skagafirði í 10 og
Smári Snædal frá Eiríksstöðum á
Jökuldal í 12. Lágu lóðir okkar
saman. Þessi sameiginlegi upp-
runi hefur ef til vill að einhverju
leyti mótað sambúð okkar, sem í
alla staði var farsæl. Einar var
þar okkur hinum fyrirmynd.
Hann hugsaði afar vel um fast-
eign sína, bæði hús og garð, og
sinnti viðhaldi og allri umhirðu af
kostgæfni. Einnig var hann alltaf
reiðubúinn til að rétta hjálpar-
hönd og ófá eru þau handtök sem
ég fékk að njóta af hans hálfu, svo
sem aðstoð við málun, lán á bún-
aði o.fl. Og gjarnan bárum við
saman bækur okkar eins og sann-
ir sveitamenn, m.a. um slátt lóða,
hvenær það væri tímabært,
hversu oft skyldi slá og hvenær
komið væri að síðasta slætti. Síð-
ast ræddum við þetta í lok ágúst
síðastliðins og vorum sammála
um, að gott væri að hafa loðið fyr-
ir veturinn til varnar mosamynd-
un. Ef til vill smávægileg mál í
hugum fólks en sýndi í mínum
huga samhug og vináttu. Nú
munu þessi mál, frekar en önnur,
ekki lengur rædd yfir hekkið,
sem skilur garðana að og ekki
hljómar lengur glaðleg kveðja
milli garða um góðan dag. Þess er
og verður saknað.
Húsin í Brekkuseli 2-18 eiga
sameiginlega lóð og bílskúrar eru
samstæðir og tilheyra sameign-
inni. Að sjálfsögðu þarf þessi
sameign umhirðu, bæði snyrt-
ingu og viðhald. Þar lá Einar ekki
á liði sínu. Iðulega var hann fyrst-
ur á vettvang þegar boðað var til
aðgerða og oft gekk hann í verk
að eigin frumkvæði, þegar eitt-
hvað þurfti að bæta. Honum var í
mun, að lóð sameignarinnar væri
snyrtileg og líkaði ekki, ef fólk
kastaði frá sér sígarettustubbum
og öðru rusli á lóðina.
Einar var meðalmaður á hæð,
grannvaxinn og kvikur í hreyf-
ingum. Gekk rösklega til verka
og var bæði fljótvirkur og vand-
virkur. Honum samdi vel við ná-
granna sína, ekki síst börnin,
enda glaðvær og góðmenni til
orðs og æðis.
Við sinntum nágrannavörslu
hver fyrir annan, höfðum lykla-
völd að húsum hver annars og
sáum m.a. um að hirða póst frá
lúgum í fjarveru til þess að ekki
væri augljóst, að hús væru mann-
laus. Vissi ég, að fleiri nutu góðs
af þessari aðstoð og gott að vita
af lykli á góðum stað.
Ég veit, að ég mæli fyrir munn
allra nágranna Einars, að hans er
sárt saknað og skarð hans verður
vandfyllt. Við Þórdís vottum
Auði, sonum, barnabörnum og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Gunnar Gunnarsson.
Einar Birgir
Eymundsson
HINSTA KVEÐJA
Takk afi fyrir að standa
alltaf við bakið á mér, alveg
sama hvað bjátaði á. Þú
varst mér ótrúleg fyrir-
mynd, hörkuduglegur, yfir-
vegaður og ljúfur. Algjör
töffari. Ég er stoltur af að
bera sama nafn og þú og ég
vona að þú hafir verið stolt-
ur af mér. Takk fyrir að
trúa alltaf á mig afi, ég mun
sakna þín.
Einar Alexander
Eymundsson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
HUGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Patreksfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn,
miðvikudaginn 6. mars.
Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði,
laugardaginn 16. mars klukkan 14.
Sigfús Benediktsson
Kristján Rafn Heiðarsson Hildur Helga Gísladóttir
Heimir Örn Heiðarsson Konný Sóley Guðmundsdóttir
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
Hreggviður Heiðarsson Hildur Eiríksdóttir
Ásrún Heiðarsdóttir
Heiðrún Heiðarsdóttir Ilías Karl Moustacas
Halldóra Heiðarsdóttir Halldór Grétarsson
Elín Þórdís Heiðarsdóttir
Ásþór Guðmundsson
Guðbjörg Sigfúsdóttir
Ásta Margrét Sigfúsdóttir Oddur Elfar Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur fósturfaðir okkar, afi og langafi,
DANÍEL SÆVAR JÓNSSON,
sjómaður og bátasmiður,
Mýrarholti 3, Ólafsvík,
lést á sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
25. febrúar.
Útför hans fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn
16. mars klukkan 14.
Guðmundur Jón Valgeirsson
Sigurlaug Harðardóttir
Hörður Þór Harðarson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og
tengdafaðir,
JÓN BENEDIKTSSON
símsmiður,
Aflagranda 40,
andaðist laugardaginn 2. mars á
heimili sínu.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristólína Ólafsdóttir
Ólafur Hjörtur Jónsson Guðlaug Björg Björnsdóttir