Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 24

Morgunblaðið - 13.03.2019, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 ✝ Guðrún Borg-hildur Stein- grímsdóttir fæddist í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu 5. október 1925. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 17. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Steinunn J. Guðmundsdóttir frá Felli í Kollafirði og Steingrímur Samúelsson bóndi í Miklagarði og síðar á Heinabergi á Skarðsströnd. Guðrún var þriðja í röðinni af sjö börnum þeirra hjóna en auk þess ólu for- eldrar hennar upp tvo drengi. Af Árni lést árið 2012. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Steinunn Kristín, f. 24. febrúar 1950, d. 2014. Hún giftist Sigurði Guðmundssyni og eignuðust þau þrjá syni. 2) Mar- grét, f. 26. febrúar 1953, d. 2011. Hún giftist Gísla Örvari Ólafssyni og þau eignuðust þrjú börn. 3) Gísli, f. 24. janúar 1955, er eig- inkona hans Guðrún Unnur Úlf- arsdóttir og eiga þau þrjú börn. 4) Bogi Guðmundur, f. 9. október 1966. Eiginkona hans er Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir og eiga þau tvö börn. Alls eru afkomendur Guðrúnar og Árna 21. Guðrún vann um tíma utan heimilis við saumaskap en þegar fjölskylduverkstæðið flutti í ný- byggingu við Tangarhöfða fór hún að sjá um móttökuna þar. Guðrún eyddi síðustu æviárunum í Mörkinni og hafði sjálfstæða bú- setu allt til enda. Útför hennar fór fram í kyrr- þey 1. mars 2019. systkinunum lifa nú einungis Brandís og Sigríður Magga. Þegar Guðrún var 10 ára flutti fjöl- skyldan að Heina- bergi á Skarðs- strönd og þar ólst Guðrún upp. Guð- rún var við nám í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli en fór svo til Reykjavíkur í atvinnuleit. Þar kynntist hún tilvonandi eig- inmanni sínum, Árna V. Gísla- syni, sem þá var á þriðja ári í Iðn- skólanum og nam bifreiðasmíði. Þau giftu sig 22. október 1949 en Eins og gjarnan er með tengdabörn kynntist ég Guðrúnu Steingrímsdóttur þegar samband okkar Steinunnar Kristínar, elstu dóttur hennar og Árna Gísla- sonar, var komið á það stig að ég fór að láta sjá mig á heimili þeirra sem þá var við Rauðalæk. Mér var þá þegar vel tekið og allt til þess er Unna lagði aftur augun hinsta sinn hefur aldrei borið skugga á samband okkar. Við Steina fylgdumst að í MR, þótt hún væri árgangi á eftir mér og seinasta veturinn voru stofurn- ar sem 6S og 5A voru í hlið við hlið á efstu hæðinni í gamla skólahús- inu. Steina fylgdi mér til Kanada þegar hún var orðin stúdent en árið eftir var elsti sonur okkar fæddur, hún varð eftir hér og fór að vinna meðan Unna sá að miklu leyti um drenginn á daginn. Þeg- ar við svo fórum aftur haustið á eftir fylgdi hún okkur til að sjá með eigin augum þær aðstæður sem okkur voru búnar til að þreyja vetrarkuldana í Kanada. Að loknu námi tók við lífsbar- áttan og fleiri drengir bættust í hópinn okkar sem allir áttu skjól hjá ömmu Unnu. Garðurinn við einbýlishúsið í Kvistalandi varð að töfraveröld þar sem saman fór garðrækt og alls konar furðuhlut- ir sem ungviðið kunni vel að meta. Þegar verkstæðisrekstur fjöl- skyldunnar fluttist upp á Ártúns- höfða var útbúin aðstaða þar sem Unna gat sinnt þeirri margvís- legu listsköpun sem átti eftir að einkenna líf hennar í auknum mæli alveg til loka, bæði útskurð- ur í tré og svo glerlist. Margir í fjölskyldunni, bæði afkomendur og aðrir, unnu á verkstæðinu um lengri og skemmri tíma og hún gat þannig verið í miklum sam- skiptum við allt sitt fólk. Þau hjónin fluttu sig síðar ofar í Fossvoginn og garðurinn á Klif- vegi varð umfjöllunarefni fjöl- miðla og áfangastaður fyrir út- lenda áhugamenn um garðrækt. Allt hennar líf einkenndist af iðjusemi og smekkvísi, hvort sem það var að sauma föt, prjóna, baka eða taka til hendi í hverju sem var. Það er til marks um hversu virk hún var alla sína ævi að síðustu helgina áður en hún fór að lokum á sjúkrahús var hún leggja Boga sínum lið í sumarbú- staðnum. Líf Unnu var ekki áfallalaust. Hún missti tvo bræður sína í slys- um en stærstu höggin komu síðar þegar Margrét, yngri dóttir hennar, féll frá, síðan Árni og svo Steinunn. Þessi þungu áföll voru henni mjög erfið og þegar ljóst var í hvað stefndi hjá eldri dótt- urinni sagðist hún vera orðin of gömul til að takast á við þetta. Hún bognaði en brotnaði ekki og við öll höfum síðan tekist á við eft- irmálin. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt Unnu og fengið að njóta samvistanna við hana sem urðu að mörgu leyti nánari á allra síðustu árum en þau höfðu verið áður. Hún lifði gæfuríku lífi, kom börnum sínum til manns og þau aftur sínum og nú er enn ein kyn- slóð afkomenda hennar á sömu braut. Við höfum þessari góðu konu öll margt að þakka. Hennar stundaglas var tæmt, hún lifði langa ævi og þótt við syrgjum hana þegar hún nú hefur kvatt þá hefur hið óhjákvæmilega gerst, eins og hlaut að verða. Við hin höldum áfram. Sigurður Guðmundsson. Elsku amma mín. Margar minningar koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Við vorum orðnar nánar vinkon- ur, ég vissi að ég gat alltaf treyst þér fyrir öllu sem ég þurfti að segja frá, þú hlustaðir og þú gafst mér alltaf þín ráð. Þegar við hittumst, þá langaði þig nánast alltaf til að fara í Kringluna, ég var ekkert ofur spennt en fór samt alltaf með þér þangað, við fórum aðallega þang- að til þess að borða, þú varst mik- ill sælkeri og þér fannst smur- brauð best, ég var yfirleitt að fá mér kökur en þér fannst það ekki vera matur svo ég valdi mér yf- irleitt mat og svo köku í eftirrétt, þú varst sáttari við það að ég myndi borða mikið. Eftir að við vorum búnar að borða þá fórstu með mig í allar búðir leitandi að naglalakki sem hentaði þér, við höfðum ekki sama smekk, ég vildi bleikt og helst skært en þú vildir minna áberandi liti, eins og húðlitaðan, brúnan, eða ljósmattbleikan, það sama átti við með varaliti, þú hafðir mjög sterka skoðun á allri tísku. Þú kenndir mér svo margt í líf- inu, það helsta sem stendur upp úr er að þú kenndir mér að stoppa í gat á bleiku ullarpeysunni minni, þú varst svo flink í höndunum, ég á tvennar grifflur sem þú prjón- aðir handa mér og mér þykir mjög vænt um þær. Það eru til fjölmörg listaverk úr gleri á nokkrum heimilum út um allan bæ eftir þig, ég er svo heppin að eiga nokkur listaverk sem þú gafst mér. Í byrjun janúar heimsótti ég þig heima og þú náðir í eldgamlan kassa og inni í kassanum voru nælur úr gleri, þú sagðir þú mátt velja þér, ég valdi auðvitað einu bleiku næluna sem var í kassan- um, síðan sagðir þú mér að þessar nælur voru þín fyrstu verk í gler- inu, þú fórst að hlæja og sagðir að þær væru yfir 70 ára gamlar, ég sagði vá, þær eru allar fallegar, sérstaklega þessi bleika og þá sagðir þú: hún passar líka vel við bleiku lopapeysuna þína. Seinustu vikur hafa verið mér mjög erfiðar, að heimsækja þig svona veika upp á spítala, þú tókst samt alltaf vel á móti mér, þú heilsaðir mér alltaf með þessum orðum: Hæ Ragga mín. Seinustu orð þín til mín voru: Farðu vel með þig. Já, það ætla ég að gera, ég lofa því, amma. Minning þín lifir. Þín verður sárt saknað. Ragnhildur. Elsku Unna, ég kveð þig með sorg en umfram allt miklu þakk- læti. Það er heiður að hafa verið svo heppin að vera vinkona þín. Vinskapur okkar einkenndist af trausti, virðingu og miklum kærleik síðustu 35 ár. Þó að við heyrðumst ekki á hverjum degi þá var alltaf eins og það hefði verið í gær. Ég var aðeins 15 ára þegar ég kynntist Boga Guðmundi og kom inn í fjölskylduna sem tók mér opnum örmum. Þó að leiðir okkar Boga hafi skilið þá héldum við alltaf vinskap okkar og eins við alla í fjölskyldunni sem er mér svo kær. Og við tvær áttum okkar augnablik sem ég mun alltaf varð- veita eins og öll listaverkin sem ég á frá þér. Síðasta stund okkar saman var mögnuð og sögðum við allt hvor við aðra. Ég mun geyma orð þín í hjarta mínu. Þín Sóley. Guðrún Borghildur Steingrímsdóttir Í dag kveð ég kæra tengdamóður mína Borghildi Thors eða Bogg- ömmu eins og börn- in mín kölluðu hana. Ég kynntist Borghildi, þessari glæsilegu konu, þegar ég hóf samband með syni hennar Hilmari árið 1986. Þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn, Heru, og ég í miðju leiklistarnámi, var gott að eiga góða að. Þá stóðu mamma mín og Borghildur vaktina með okkur, alltaf tilbúnar að passa. Móðir mín lést árið 2002 þegar Oddur Sigþór var aðeins sex mánaða gamall. Þá varð enn dýrmætara að eiga Borghildi að. Ógleyman- legar eru stundirnar þegar hún mætti og las á kvöldin fyrir Odd, oftast margar bækur í röð. Sér- staklega skemmtu þau sér yfir bókum eins og Skúla skelfi sem bæði höfðu mikinn húmor fyrir. Borghildur vann sem þroska- þjálfi á Múlaborg. Hera var svo heppin að fá dagvist þar í nálægð við ömmu sína. Þegar hún hætti Borghildur Thors ✝ BorghildurThors fæddist 27. maí 1933. Hún lést 1. mars 2019. Útför Borghild- ar fór fram 11. mars 2019. að vinna hafði hún fleiri stundir til að sinna barnabörnun- um. Þar bar hæst ferðirnar í Kringl- una þar sem hún bauð þeim í bíó eftir að hafa kíkt á legó, kannað nýjustu tölvuleikina og fengið sér hressingu á Stjörnutorgi. Borghildur var ekki týpísk amma sem stóð yfir pott- unum. Já, nema á jóladag, þegar við fórum í árlegan hamborgar- hrygg sem var alltaf gómsætur og fengum ístertu í eftirrétt. Á hennar æskuheimili sáu „stúlk- urnar“ um heimilisstörfin og dömu eins og Borghildi ekki hleypt í pottana. Borghildur fór í MR og varð stúdent sem var ekki algengt fyrir stúlkur á þeim tíma. Hennar áhugi lá í öðru en heim- ilisstörfum og búskap. Hún fylgdist vel með fréttum, menn- ingu og listum. Ég held að á tímabili hafi hana dreymt um að læra blaðamennsku í New York og eitthvað var hún í leiklist í MR þó að leiðir hennar lægju á end- anum í annað. En hún hafði sann- an áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur í leiklistinni og hvatti mig til dáða. Á seinni árum var kominn tími til að gefa aðeins til baka í stuðningi og hvatningu. Ógleymanleg er ferðin til Lond- on sem við Hera og Oddur fórum með hana í þegar hún varð átt- ræð árið 2013 og létum gamlan draum hennar rætast. Þangað hafði hún aldrei komið. Hún var alltaf til í að koma á tónleika og leiksýningar, þegar hún hafði heilsu til. Nú síðast fórum við á tónleika í Hörpu í október með Víkingi Heiðari. Hún var mjög snortin af snilldarflutningi hans á Bach sem kveikti greinilega margar minningar því hún þekkti þessi verk vel. Líf Borghildar var ekki alltaf dans á rósum, hún varð fyrir mörgum áföllum en steig alltaf upp aftur af þrjósku sinni og styrkleika. Leiðir okkar Hilmars skildi árið 2010 en það gerðu leið- ir okkar Borghildar ekki. Eftir áratuga samband í gegnum súrt og sætt vorum við áfram nánar vinkonur og nutum þess. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og var óþreytandi að segja við mig fallega hluti. Ég var snortin að geta verið hjá henni þegar hún lagði upp í sína síðustu ferð sem var friðsæl og falleg og að ein- hverju leyti líkn eins og veikindi hennar voru orðin undir það síð- asta. Ég sit eftir með sorg í hjarta en endalaust þakklæti fyrir allt það sem Borghildur var mér og börnum mínum og öll árin okkar saman. Þórey Sigþórsdóttir. Elsku Doddi afi, þú varst besti langafi í heimi og ert það ennþá. Við munum þegar þú gerðir alltaf vöfflur fyrir okkur og þú varst alltaf að segja okkur að Ágústa María borðaði einu sinni átta vöfflur hjá þér. Það voru góðir tímar og líka þegar við vorum alltaf að spila ólsen, ólsen. Þú Þórólfur Friðgeirsson ✝ Þórólfur Frið-geirsson fædd- ist 4. febrúar 1935. Hann lést 22. febr- úar 2019. Útför Þórólfs fór fram 6. mars 2019. varst góður, hjálp- samur, fyndinn, hæfileikaríkur, með risastórt hjarta, brosmildur, góður í að baka, fallegur og allt það besta. Við vildum að þú værir ennþá hér á jörðu svo við gætum sagt þér allt þetta. En þú ert alltaf og verður að eilífu í hjarta okkar. Við munum líka þegar Ágústa María söng fyrir þig í afmælinu þínu, við eigum svo margar góðar minningar. En núna ert þú á betri stað og það erum við ánægðar með, von- andi tók Guð vel á móti þér. Við viljum bara segja að við elskum þig, mjög, mjög, mjög, mjög, mjög mikið og mörg þúsund sinn- um meira. Við elskum þig og söknum þín, takk fyrir allt. Þú ert sá besti, það veit heimurinn en ekki bara heimurinn heldur geimurinn. Þú lætur okkur alltaf brosa varst alltaf að hrósa. Þú gerðir mjög góðar vöfflur og alla hamingjusama. (ÁMÞ) Allar mínar minningar sitja upp’ í himni. Aftur á jörð og inn í hjarta með brosið bjarta. Góðir tímar, vöfflur fínar. Alltaf í hjarta okkar. Alltaf hér og þar, alltaf alls staðar (VLÞ) Þínar langafastelpur Ágústa María og Vigdís Lilja. Man hann fyrst um 1958-60 þar sem ungir Húsvík- ingar léku á svigsk- íðum í Skálamel og æfðu braut- arkeyrslu, það leyndi sér ekki að þessi piltur nýfluttur frá Siglu- firði var mjög vel skíðafær, en það voru þeir reyndar fleiri Strandbergsfrændur. Við unnum saman á vélaverk- stæðinu Fossi á Húsavík 1965. Á því sumri voru að hefjast fram- kvæmdir í Bjarnarflagi við byggingu Kísiliðjunnar, við viss- um af því og ræddum það stund- um okkar á milli að álitlegt gæti verið að leita eftir vinnu við fyr- irhugaða verksmiðjubyggingu. Egill lét ekki sitja við orðin tóm en réði sig til Kísiliðjunnar og flutti fljótlega með fjölskylduna í Mývatnssveit, hann varð þann- ig einn af fyrstu starfsmönnum þess fyrirtækis og verkstjóri þar í meira en áratug. Við uppbyggingu Kísiliðjunn- ar sumrin 1966 og ’67 vann ég með Agli og fleiri góðum drengj- Rögnvaldur Egill Sigurðsson ✝ RögnvaldurEgill Sigurðs- son fæddist 2. sept- ember 1938. Hann lést 18. febrúar 2019. Útför Egils fór fram 9. mars 2019. um í járnsmíða- deildinni, þar var Egill verkstjóri okkar og góður starfsandi í hópn- um, enda verkefnin nýstárleg, flestum okkur framandi og spennandi. Egill hélt síðan áfram starfi við Kísiliðj- una þegar verk- smiðjurekstur hófst og var þar verkstjóri í áratug. Um haustið 1976 færði Egill sig um set og hóf störf hjá Orkustofnun við gufuveitu Kröfluvirkjunar. Hjá Orkustofn- un þekktu menn Egil af störfum hans við jarðgufunotkun Kísil- iðjunnar, einnig því að fyrr hafði hann starfað um tíma sem bor- maður á Norðurlandsbor, á Húsavík og í Bjarnarflagi, hann var því einn af bormönnum Ís- lands eins og þeir voru gjarnan nefndir á upphafsárum stór- virkra jarðbora. Egill var gufu- veitustjóri við Kröflu frá því hann steig þar fæti og þar til hann hætti fyrir aldurs sakir síðsumars 2005. Á 29 ára starfsferli við Kröflu, þar sem hann oft þurfti að takast á við afar krefjandi verkefni, reyndist hann öruggur, traustur og æðrulaus. Umsjón hans með borholum og gufu- veitu kallaði á skýra og skipu- lega skráningu efna og ástands gufunnar. Þetta var fyrir til- komu almennra tölvuskráninga og skipti máli að allt væri skýrt, snyrtilega og vandlega skráð og aðgengilegt hvenær sem skoða þurfti og spekúlera um ástand og horfur. Allt slíkt var í traust- um og öruggum höndum Egils. Í starfi sínu þurfti hann að eiga mikil samskipti við fjöl- breytt lið fólks sem kallað var til verka fyrir virkjunina, svo sem bormenn og vísindamenn, þeir þurftu upplýsingar og þjónustu um gufuveitu og borholur, einn- ig aðstoð við fjölbreyttar rann- sóknir oft við mjög krefjandi að- stæður, í því sem öðru var hann traustur og öruggur, rólegur og æðrulaus, ætíð með allt á hreinu er varðaði ástand veitu og ein- stakra borhola. Hann átti auð- velt með að blanda geði við þá sem hann átti í samskiptum við og gat þá gjarnan slegið á létta strengi, þegar við átti. Á gufuveitunni þarf ætíð mikla aðgát og yfirvegun, ekki síst gagnvart heilsu þeirra manna sem þar þurfa að sinna verkum oft við mjög krefjandi aðstæður, sjóðheitar gufur og hættuleg gös. Á starferli sínum við þessar aðstæður reyndist Egill framúrskarandi öruggur verkstjóri, í því fólst ómetanlegt framlag til farsældar á vinnu- staðnum okkar, kannski var það allra mikilvægast þegar horft er til baka. Ég þakka áratuga samstarf. Góð er minningin. Birkir Fanndal Haraldsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.