Morgunblaðið - 13.03.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 13.03.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir þurft að gera breytingar á langtímaáætlunum þínum. Komdu fólki kurteislega í skilning um að það eigi að sinna eigin málum; þú sjáir um þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki stórmannlegt að geta ekki beðist afsökunar á mistökum sínum. Leggðu inn í gleðibankann, það er allt of langt síðan þú lyftir þér upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að hrekjast ekki til þess að taka ákvarðanir áður en þú hefur hugsað málin til hlítar. Þú færð símtal sem á eftir að draga ýmislegt fram í dagsljósið sem áður var hulið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú óttast að þig skorti úthald en þér mun vaxa fiskur um hrygg þegar á reynir. Vertu samstarfsfús og lipur svo verk strandi ekki á þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að sýna sveigjanleika til þess að geta leyst það mál sem þyngst hvílir á þér. Hristu af þér slenið og gakktu glöð/glaður til starfa á nýjum degi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru líklegt að þú lendir í nýju ástarævintýri eða að það færist aukin ástríða í ástarsamband. Ekki vera kæru- laus. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá út- rás. Reyndu að gera velgengi þína að leiðarljósi fyrir aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ýmsir nýir möguleikar opnast þér en þú þarft að sýna mikinn sveigj- anleika til þess að nýta þér þá til fulls. Það er margt að gerast í félagslífi þínu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áber- andi. Leitaðu ráða hjá hlutlausum aðila hvað varðar álitamál sem snýr að stór- fjölskyldunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft ekki að vera með neitt samviskubit yfir því að þér hafi tek- ist betur upp en samstarfsmönnum þín- um. Mundu að góð vinátta er gulli betri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki setja þig á háan hest nema þú vitir nákvæmlega hver staðan er. Þér er alveg óhætt að hafa meiri trú á samstarfsmönnum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er það kappsmál að segja öðrum þína hlið á málunum. Hafðu augun hjá þér – tækifærin bíða á hverju horni. Björn Ingólfsson skrifar á Leir:„Ég geri aldrei nokkurn tíma hringhendur af því að formið ber oft- ast innihaldið ofurliði. Ég kann þess vegna engar skýringar á þessari. Ætli hún sé ekki bara sólinni að kenna. En sólin er ekkert betri við þetta en ég. Seinni parturinn er svo sem í lagi en hitt er bara hnoð fyrir framan: Burt er hríðin, betri tíð bætir kvíða og trega, sólin fríða björt og blíð brosir gríðarlega. Filli, – Friðrik Steingrímsson – svaraði: „Þessi er þá í svipuðum dúr“: Berst mér hingað braga þing brátt skal kynngi magna, Bjössi Ing. má brosa’ í hring bögu slyngri fagna. Sigmundur Benediktsson lét nú í sér heyra: „Sælir drengir! Odd- hendan er svo hljómmikil og falleg að hún kveikir alltaf hjá mér ein- hvern neista. Vonandi telst það ekki framhleypni þó að ég sleppi einni hér með ykkar til gamans“: Létt óþvinguð hleypur hring hugans yngir fögnuð, bagan slyng er þarfaþing þjál og kynngimögnuð. Og nú gat Ingólfur Ómar ekki á sér setið: „Frábært! Oddhendan er skemmtileg og hljómar vel að vanda“: Varma strjálar bragabál bugar sálardrungann. skerpir stálið meitlað mál mælir þjála tungan. Pétur Stefánsson lét ekki sitt eftir liggja: Íslensk þjóð er forn og fróð er forðum stóð í brýnu. Að yrkja ljóð er iðja góð, það yljar blóði mínu. Nú blandaði Sigrún Haraldsdóttir sér í málið og orti langhendu oddh- enda með athugasemdinni: „Þetta er nú meira bullið“: Nú ég hlassa niður rassi, nóru af hassi fékk mér treint, loks er hlassi lyft af skassi líf er klassi alveg hreint. Sigmundur Benediktsson þakkaði Sigrúnu fyrir vísuna og orti: Óðinn kjassar, ekkert trassar, ofan krassar trega sú. Efnið passar, yrkir hvassar, oddhent gassalega nú. Nú skarst Ólafur Stefánsson í leik- inn en hafði við orð: „Já, lengi getur versnað vont. En þetta er allt Birni að kenna!“ Simmi getur gaurum betur græjað letur ríms í hring. Langan vetur Leirs við setur, lætur feta Pegaling. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Oddhendukrans „EÐA, ÞÚ GÆTIR SÓPAÐ ÞESSU ÖLLU UNDIR TEPPIÐ OG SPARAÐ ÞÉR FORMÚU.” „ÞESS VEGNA EFTIRLÆT ÉG MÍNUM TRAUSTA LÖGFRÆÐINGI ALLT EFTIR MINN DAG.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... föstudagsfiðringur alla daga vikunnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KÆRA „SPURÐU HUNDINN” . ER GELT HUNDSINS VERRA EN BIT HANS? JÁ! JÁ! JÁ! JÁ EN BARA EF HANN ER MEÐ FALSKAR ERTI VISS UM AÐ ÞÚ VILJIR GIFTAST LÚT? HANN ER BARA TÓNLISTARMAÐUR! EN ÉG ELSKA HANN! ÞAR AÐ AUKI GETUR HANN ORÐIÐ FRÆGUR EFTIR AÐ VIÐ GIFTUMST! HA! HANN VERÐUR FRÆGUR FYRIR AÐ VERA TENGDASONUR HRÓLFS HRÆÐILEGA! Víkverji fór skottúr út fyrir land-steinana nýverið og kom honum á óvart að hann skyldi ekki þurfa að sýna nein skilríki, hvorki við brottför né heimkomu. Í Keflavík fór Vík- verji í vél þar sem hann gat prentað út límmiða á töskuna sína og brott- fararspjald með því einu að slá inn bókunarnúmer. Töskuna fór hann síðan með á færiband og þurfti að sýna brottfararspjaldið (sem reynd- ar var ekki spjald heldur bréfmiði). Þegar Víkverji fór til baka var það sama uppi á teningnum. Víkverji sló inn bókunarnúmer og henti síðan töskunni á færiband án þess að nokkur maður afgreiddi hann. Í raun hefði hver sem er getað ferðast á farmiða Víkverja. x x x Þetta er sennilega sjálfsagt ogeðlilegt og telst ekki fréttnæmt. Víkverji heimsótti land á Schengen- svæðinu og á því samkvæmt reglum ekki að þurfa að framvísa skilríkj- um. Engu að síður finnst Víkverja furðulegt að geta valsað um flugvelli og þvælst með flugi milli landa án þess að þurfa að standa neinum reikningsskil á því að hann sé hann en ekki einhver annar. x x x Höfuðhögg hafa verið mikið til um-ræðu undanfarið. Áhrif þeirra í íþróttum hafa verið vanmetin og ljóst að hættan er ekki bara fyrir hendi í íþróttum á borð við hnefa- leika. Spurningar hafa jafnvel vakn- að um hvort banna eigi að skalla boltann í knattspyrnu, í það minnsta í yngri flokkum. Knattspyrnu- samband Íslands tilkynnti í fyrradag að það hefði í samstarfi við Íþrótta- samband Íslands unnið fræðslu- myndbönd til að leggja áherslu á að taka beri höfuðhögg alvarlega. Þar er meðal annars viðtalsmyndband við Skagamanninn Heiðrúnu Söru Guðmundsdóttur, sem fékk tvö höf- uðhögg í sama leiknum. Tvö ár liðu þar til hún gat leikið á ný. Í mynd- bandinu harmar hún að hafa ekki tekið höfuðhöggin alvarlegar. Með því að bregðast rétt við hefði hún náð sér mun fyrr. Tilmæli KKÍ eru að ekki eigi að harka af sér höfuð- högg. Það er hárrétt. vikverji@mbl.is Víkverji Andi Drottins fyllir alla heimsbyggð- ina, hann heldur öllu í skorðum og nemur hvert hljóð. (Speki Salómons 1.7)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.